Aðalvefur
Frá Löngubúð
Frá Löngubúð
Opið Laugardagskvöldið 2. október frá 21:00-23:30
Verið velkomin
Langabúð
Aðalfundarboð - Fuglar á Suðausturlandi
Aðalfundarboð
Aðalfundur samtakanna „Fuglar á Suðausturlandi“ verður haldinn í Nýheimum á Hornafirði fimmtudaginn 7. október kl. 14:00
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
a) Fuglaferð um Suðausturland
2. Þátttaka í Birdfair sýningu í Bretlandi í ágúst
3. Opnun heimasíðu
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál
Stjórnin
Sundnámskeið fyrir börn og fullorðna
Helgina 8.-10. október ætlar Guðmunda Bára Emilsdóttir að koma og vera með sundnámskeið í sundlaug Djúpavogs.
Í boði verða námskeið fyrir 4-5 ára, 6-7 ára og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna. Ef næg þátttaka fæst á fullorðins-námskeiðið verður skipt í 2 hópa, ósyndir og syndir.
Einnig er Guðmunda tilbúin að taka fólk í einkatíma.
Barnanámskeiðið og einkatímar munu kosta 1.800kr og skriðsundsnámskeið 2.200kr.
Stundskráin fyrir helgina yrði þá að öllum líkindum svohljóðandi:
Föstudagur:
Fullorðnir 19:30-20:30
Einkatímar 20:30-??
Laugardagur:
4-5 ára 13:00-14:00
6-7 ára 14:00-15:00
Fullorðnir 15:00-16:00
Einkatímar 16:00-??
Sunnudagur:
4-5 ára 11:00-12:00
6-7 ára 12:00-13:00
Skráning á námskeið berist til Guðmundu í síma: 696-8450 eða á gbemilsdottir@gmail.com fyrir miðvikudaginn 6. október.
BR
Bæjarlífið
Eitt af því sem fáum hvað mest hrós fyrir og virðist vera mest skoðað hér á síðunni eru hinar svokölluðu Bæjarlífssyrpur.
Það hefur þó vantað að þeim væri fundinn sérstakur staður hér á heimasíðunni þar sem hægt er að nálgast þær allar. Á því hefur nú verið ráðin bót og búið koma þeim haganlega fyrir í tímaröð undir "Myndasafn" hér vinstra megin á síðunni.
Við hvetjum því alla sem áhuga hafa að skoða þessar syrpur að fara á ofangreinda slóð, en einnig er hægt að komast beint á hana með því að smella hér.
ÓB
SVD Bára 70 ára
Sunnudaginn 26. september sl. var efndi SVD Bára til stórveislu í Sambúð í tilefni af því að í ár fagnar deildin 70 ára afmæli. Fjölmargir lögðu leið sína í veisluna og gúffuðu í sig kræsingum og kaffi.
Reynir Arnórsson, formaður SVD Báru flutti ávarp þar sem hann rakti í stuttu máli sögu og starf deildarinnar. Gauti Jóhannesson sveitarstjóri afhenti deildinni blómvönd og peningastyrk að upphæð kr. 100.000.- frá Djúpavogshreppi auk þess sem hann færði Reyni sérstaka viðurkenningu fyrir áralangt og farsælt starf.
Þá var nýtt lógó deildarinnar formlega kynnt en höfundur þess er Albert Jensson. Þá voru tæki og búnaður SVD Báru til sýningar og einnig gaf þar að líta skjávarpasýning með myndum frá starfi deildarinnar.
Meðfylgjandi myndir tók Andrés Skúlason.
ÓB
Íþróttahúsið auglýsir
Á mánudögum kl. 19:00 verða blakæfingar í íþróttahúsinu. Allir eru velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir og eru sem flestir hvattir til að mæta.
Einnig minnum við á badmintonæfingar sem eru kl. 18:00 á mánudögum og brennibolta á miðvikudögum kl. 18:00
BR
Glæsilegur árangur hjá sunddeild Neista
Sunddeild Neista bæti enn einni rósinni í hnappagat sitt um helgina þegar deildin vann, annað árið í röð, stigabikarinn á meistaramóti UÍA sem fram fór á Neskaupstað s.l. helgi.
Alls kepptu 11 börn fyrir Neista með þessum glæsilega árangri og óhætt er að segja að Neistakrakkar og aðstandendur ætluðu hreinlega að rifna af stolti þegar úrslitin voru tilkynnt og ljóst að Neisti vann mótið og í ljós kom að við höfðum unnið Þrótt, sem hafði u.þ.b. helmingi fleiri keppendur á mótinu, með 36 stigum.
Til hamingju Sund-Neistar með glæsilegan árangur!!!
Sóley Dögg Birgisdóttir, formaður Neista
BR
Gleðivíkurpestó
Eins og lesendur síðunnar muna eftir þá efndum við til uppskriftarsamkeppni um fóðurkálið góða í Gleðivík. Sigur úr bítum bar Hafdís Reynisdóttir fyrir uppskrift að Gleðvíkurkjúlla með Gleðivíkursalati.
Eftir að fresturinn rann út og úrslitin voru ljós barst okkur hins vegar sýnishorn (smakk) af Gleðivíkurpestói. Það var hún Unnur Malmquist Jónsdóttir sem færði okkur það en amma hennar og nafna Jónsdóttir í Þinghóli er höfundurinn að því.
Pestóið vakti svona ægilega lukku meðal sælkeranna í ráðhúsinu, að okkur fannst ekki annað hægt en að deila uppskriftinni með lesendum.
Hún er svohljóðandi:
Slatti af Gleðivíkurkáli
Ristuð fræ / hnetur (t.d. valhnetur og sólblómafræ)
Hvítlauksolía
Grænmetiskraftur (t.d. þessi lífræni frá Sollu)
Allt sett í matvinnsluvél og maukað vel.
Við þökkum þeim nöfnum kærlega fyrir.
ÓB
Lækjarbúinn - Stuttmynd eftir Skúla Andrésson
Skúli Andrésson, sonur Andrésar og Grétu, stundar nám við Kvikmyndaskóla Íslands. Eins og gengur og gerist eru nemendum falin verkefni og fyrir stuttu var þeim uppálagt að gera stuttmynd um hjól. Eins frumlegur og Skúli á nú til að vera, ákvað hann að gera stuttmynd um hjólbörur og fékk engan annan en Hall Kristján Ásgeirsson til að leika aðalhlutverkið.
Myndin heitir Lækjarbúinn og er í stuttu máli sagt (þar sem þetta er stuttmynd) átakanleg harmsaga. Myndvinnsla og leikstjórn er á heimsmælikvarða og óhætt er að fullyrða að leiksigrar séu unnir í hverjum ramma. Dæmi þó hver fyrir sig.
Við þökkum Skúla fyrir að deila þessari mynd, sem má sjá hér fyrir neðan, með okkur og óskum honum alls hins besta í náminu.
ÓB
Sviðamessa á Djúpavogi
Hin árlega Sviðamessa/Hrekkjavaka verður haldin á Hótel Framtíð laugardaginn 13. nóvember nk.
Að þessu sinni verður Sviðamessan með stafrænu ívafi. Skemmtinefndin situr sveitt við skriftir og ljóst að hér er um að ræða viðburð sem enginn má láta framhjá sér fara.
Takið daginn frá !
Nánar auglýst síðar
Hótel Framtíð
BR
Brennibolti í kvöld
Minnum á brennibolta í Íþróttamiðstöðinni kl. 18:00 í dag
Búinn 2010
BR
Djúpavogshreppur auglýsir / Félagsleg íbúð, laus til umsóknar
Neðangreind íbúð er laus til umsóknar hjá Djúpavogshreppi
Staðsetning: Borgarland 20b
Byggð: 1992
Herbergi: 3
Stærð: 87,8 m2
Laus (u.þ.b.): 10. október 2010
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 1. okt. 2010.
Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.
Eyðublöð fást einnig á heimasíðu Djúpavogshrepps, www.djupivogur.is
70 ára afmæli Svd. Báru - Djúpavogi
Þann 26. september n.k. fagnar Svd Bára 70 ára afmæli sínu.
Af því tilefni verður boðið til afmælisveislu í Sambúð, húsi deildarinnar, milli kl 14:00 og 17:00.
Allir velkomnir
Svd. Bára
Auglýsinguna má sjá stóra með því að smella hér
BR
Afmælisbörn ágústmánaðar
Eftir sumarfrí leikskólans tókum við upp á því að halda upp á afmæli barnanna í leikskólanum síðasta föstudag í hverjum mánuði. Börnin fá þó áfram kórónu á afmælisdaginn, það er sungið fyrir það og síðan ætlum við að Flagga þeagr flaggstöngin verður komin í lag. Barnið má koma með ávexti á afmælisdaginn sinn og bjóða í ávaxtatímanum sem er kl. 10:00. Fyrsti afmælisföstudagurinn sem var haldinn með þessu breytta sniði var þann 27. ágúst en þá voru það þrjár stúlkur sem héldu upp á afmælið sitt á Kríudeild. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum tókst þetta mjög vel.
Hér fengu þær að skreyta kökuna sína saman
Síðan var farið með vagnin inn á deild
Afmælisbörnin sátu saman og blésu á kertin, 4, 5 og 5 en þær voru allar með sín afmæliskerti
Auðvitað fengu börnin á deildinni að taka þátt í afmælisföstudeginum með afmælisbörnum ágústmánaðar
Fleiri myndir eru hér en vonandi gefur þetta ykkur innsýn inní það hvernig leikskólinn heldur upp á afmælisdag barnanna í leikskólanum.
ÞS
Badminton í dag kl 18:00
Stefnt er á að vera með skipulagða badminton tíma í íþróttamiðstöðinni alla mánudaga kl 18:00 í vetur. Hægt er að spila einn á móti einum, eða tveir á móti tveimur á þremur völlum.
Badminton er frábær íþrótt fyrir alla, konur og karla, byrjendur og lengra komna. Hægt er að leika eftir reglum, eða bara æfa sig að skjóta á milli og skemmta sér.
Spaða og flugur er hægt að fáí íþróttahúsinu.
Búinn 2010
BR
Myndband frá Fjölni Baldurssyni
Fjölnir Baldursson (Siggi sjóari), einn áhafnarmeðlima Fjölnis SU, hefur verið duglegur að taka upp myndbönd þegar hann hefur verið í landi hér á Djúpavogi. Fyrir nokkru sendi hann okkur nýtt myndband, þar sem gefur að líta skemmtileg brot frá Löngubúð.
Við þökkum Fjölni kærlega fyrir myndbandið og vonumst til að fá fleiri frá honum innan tíðar.
Fyrir neðan myndbandið má svo sjá tvö eldri sem hann hefur sent okkur.
ÓB
Eldri myndbönd:
Björg í Sólhól opnar sýningu í Reykjavík
Laugardaginn 18. sept. kl. 14.00 mun Steinunn Björg Helgadóttir opna nýja einkasýningu á vefnaði á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10. Sýningin nefnist „Voðir“.
Steinunn lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands en auk þess nam hún við UIAH, (University of art and crafts ) í Helsinki og hefur sótt fjölmörg námskeið. Undanfarin ár hefur Steinunn Björg kennt myndmennt og fleira á grunnskólastigi.
Steinunn Björg hefur fengist við vefnað frá því hún lauk námi en verkin sem hún sýnir eru öll handofin í vefstól. Diskamottur og dúkar úr hör og værðarvoð úr ull.
Verið velkomin á sýninguna „Voðir“, Aðalstræti 10. Sýningin stendur til 4. okt. og er opin alla virka daga kl. 9 - 18 og um helgar kl. 12 – 17.
ÓB
Laugardaginn 18. sept. kl. 14.00 mun Steinunn Björg Helgadóttir opna nýja einkasýningu á vefnaði á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10. Sýningin nefnist „Voðir“.
Steinunn lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands en auk þess nam hún við UIAH, (University of art and crafts ) í Helsinki og hefur sótt fjölmörg námskeið. Undanfarin ár hefur Steinunn Björg kennt myndmennt og fleira á grunnskólastigi.
Steinunn Björg hefur fengist við vefnað frá því hún lauk námi en verkin sem hún sýnir eru öll handofin í vefstól. Diskamottur og dúkar úr hör og værðarvoð úr ull.
Verið velkomin á sýninguna „Voðir“, Aðalstræti 10. Sýningin stendur til 4. okt. og er opin alla virka daga kl. 9 - 18 og um helgar kl. 12 – 17.
Frá Löngubúð
Langabúð verður opin föstudags- og laugardagskvöld frá 21:00 - 23:30 út september.
Nánari opnunartími auglýstur síðar.
Félagasamtökum og öðrum áhugasömum er bent á að hafa samband við Írisi í síma 868-5109 í sambandi við viðburði (s.s félagsvistir, fundi og aðrar uppákomur) fyrir veturinn.
Langabúð
Vetrardagskrá Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs
Næstu tvo fimmtudaga (16. og 23. sept) og þriðjudaginn (21. sept) býður Íþróttamiðstöð Djúpavogs upp á barnagæslu fyrir börn 1 árs og eldri í íþróttasal frá 18:00-19:00. Þannig geta foreldrar nýtt sér þá þjónustu sem er í boði í Íþróttamiðstöðinni t.d. svo foreldrar sund, þreksalinn eða tekið þátt í göngu/hlaup með göngu og hlaupahópnum.
Verð er 300 kr fyrir hvert barn 500 kr fyrir systkini
Ef vel til tekst verður þessu haldið áfram
Um að gera að leyfa börnunum að leika í salnum á meðan mamma og pabbi púla
Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Íþróttasalur, sundlaug, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði. Hægt er að panta íþróttasalinn, fyrir aðrar íþróttaiðkanir en þær sem eru á dagskránni, hjá starfsmanni íþróttamiðstöðvar.
Sjáumst hress ☺
Vetrardagskrána Íþróttamiðstöðvarinnar má sjá með því að smella hér
BR
Bóndavarðan - auglýsingar
Fyrirtæki, einstaklingar eða félagasamtök sem óska eftir því að kaupa auglýsingar í Bóndavörðunni er bent á að hafa samband við ferða - og menningarmálafulltrúa á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 478 8228.
Auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 30. september nk.
BR
Gamlar myndir frá Ingimar Sveinssyni
Okkur bárust í síðustu viku myndir frá Hjördísi Björgu Kristinsdóttur. Það virðist vera sem svo að það hafi hálfgerða keðjuverkun þegar við birtum gamlar myndir á heimasíðunni. Þannig kom hann Ingimar Sveinsson með nokkrar myndir undir höndum sem hann vildi endilega að við settum inn á heimasíðuna.
Þessi keðjuverkun er að sjálfsögðu af hinu góðu og við vonum að þær myndir, sem við birtum hér, veki einhverja fleiri sem luma á myndum og þeir komi þeim til okkar.
Við þökkum Ingimar kærlega fyrir myndirnar og ítrekum þá hvatningu okkar að fólk fari að gramsa í myndasafni sínu og komi því til okkar sem það telur að eigi heima á síðunni.
Myndasafni Ingimars er nú búið að skipta í tvennt og "nýju gömlu myndirnar" er að finna í seinni hlutanum.
Þær má einnig sjá með því að smella hér.
ÓB
Frá Svd. Báru
Kæru Djúpavogsbúar.
Framundan er stórafmæli hjá Svd. Báru, þegar félagið verður 70 ára, sunnudaginn 26. september n.k. Hluti af afmælishátíðinni felst í því að rifja upp gamla tíma í sögu félagsins. Ef þið egið í fórum ykkar myndir, muni eða annað sem tengist sögu félagsins þætti okkur vænt um ef þið sæuð ykkur færi á því að koma því á framfæri til Magnúsar Kristjánssonar, s: 869 8221, eða á netfangið maggi@djupivogur.is. Afmælishátíðin verður svo auglýst nánar síðar.
Svd Bára.
Herfugl á Flugustöðum í Álftafirði
Í gær varð ábúandi á Flugustöðum var við sérkennilegan fugl en þar var þá komin svokallaður herfugl sem er fremur fágætur flækingur en hefur þó sést nokkrum sinnum hér á landi á síðustu árum. Heimasíðan fékk góðfúslegt leyfi til að birta hér mynd af fuglinum en Björn Arnarsson fór á vettvang í Flugustaði í morgun og smellti nokkrum myndum af þessum fallega fugli. AS
Bæjarlífið júlí og ágúst 2010
Er ekki kominn tími á nýja bæjarlífssyrpu?
p.s. Hafið ekki áhyggju, það er nóg af myndum af Ægi í syrpunni
ÓB
Djúpavogs Búinn
Íþróttamiðstöð Djúpavogs er vel búin tækjum og búnaði til hreyfingar og heilsueflingar. Íþróttasalur, sundlaug, þreksalur, ljósabekkur og sauna er meðal þess sem er í boði. Hægt er að panta íþróttasalinn, fyrir aðrar íþróttaiðkanir en þær sem eru á dagskránni, hjá starfsmanni íþróttamiðstöðvar.
Íþróttamiðstöðin kynnir Djúpavogs Búann 2010
Ert þú Búinn á því líkamlega ! Vilt þú vera Búinn að koma þér í form fyrir jól !
Búinn 2010 er einstaklingsmiðað heilsuátak fyrir karla og konur á öllum aldri, byrjendur og lengra komna, sem stendur í 3 mánuði.
Búinn verður formlega settur af stað og kynntur vel kl. 17:30 nk. mánudag 13. sept í íþróttamiðstöðinni. en skráning fer fram í íþróttamiðstöðinni alla vikuna 13.-17. september og þá hefjast skipulagðir tímar.
Búinn er algjörlega einstaklingsmiðað út frá hverjum og einum, öll hreyfing telur, hvort sem mætt er í skipulagða tíma, sund, þreksal, göngur, hlaup, hjól eða annað.
Íþróttafræðingurinn Dagný Erla Ómarsdóttir ætlar að heimsækja okkur reglulega á meðan á átakinu stendur og mun bjóða upp á vigtun, mælingar og æfingaáætlanir og fleira.
Allir Búar eiga svo kost á að verða útnefndir: Duglegasti Búinn, Jákvæðasti Búinn, Fyndnasti Búinn, Léttasti Búinn, Þreknasti Búinn, Sterkasti Búinn, Skornasti Búinn, Fljótasti Búinn, Kongó Búinn og svo fá Djúpavogs Búarnir 2010 glæsileg verðlaun fyrir besta samanlagða árangurinn í karla, kvenna og para flokki.
Ekki vera leiður og lúinn.......vertu Djúpavogs Búinn :D
Kynnið ykkur átakið á www.djupivogur.is og í íþróttamiðstöð
Heimsókn á Nönnusafn
Eins og fram hefur komið á heimasíðunni stendur nú yfir leikfangasýning á Nönnusafni. Nemendur 4.-6. bekkjar grunnskólans fengu að skoða safnið í gær fimmtudag. Guðríður og Ingunn tóku einstaklega vel á móti nemendum og fylgdarliði. Þær fræddu þá um ævintýri sýningargripanna og leiddu þá um allt sýningarsvæðið. Í eldhúsinu í gamla bænum var boðið upp á mjólk, snúða og kex. Nemendur voru himinsælir þegar þeir komu aftur í skólann. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilega sýningu og frábærar móttökur. Myndir úr ferðinn sjást hér.
Frá Löngubúð
Laugardaginn 11.september er síðasti dagur sumaropnunar Löngubúðar og að því tilefni verður sumarið kvatt með kökuhlaðborði frá kl 14 til 18
Kökuhlaðborð og kaffi/kakó á kr. 1450
Um kvöldið verður svo riðið á vaðið með fyrsta PubQuiz vetrarins og hvetjum við þá sem ekki hafa enn kynnt sér leikinn að slá saman í lið og vera með í þessum skemmtilega spurningaleik.
Húsið opnar 21:00 og leikar hefjast 21:30
Tilboð á barnum & enginn aðgangseyrir.
Starfsfólk Löngubúðar vill að endingu þakka Djúpavogsbúum og öðrum gestum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir sumarið með von um skemmtilegan vetur framundan.
Starfsfólk Löngubúðar
BR