Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Tónleikar á Hótel Framtíð um helgina

Tónleikafélagið Ægir (áður Tónleikafélag Djúpavogs) heldur tónleika á Hótel Framtíð laugardaginn 19. des nk.

Þemað í ár verður "Gott íslenskt" - nánar tiltekið tónlistarperlur úr íslenskri tónlistarsögu, allt frá Villa Vill til Mugison.

Auglýsingu er hægt að sjá með því að smella hér.

15.12.2009

Jólaball fyrir alla

Hótel Framtíð og Grunnskóli Djúpavogs ætla að halda sameiginlegt jólaball á hótelinu, föstudaginn 18. desember.  Ballið hefst klukkan 10:30 og því lýkur um klukkan 12:00. 
Hugmynd þessi kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur nú verið ákeðið að koma henni í framkvæmd.  Allir íbúar eru boðnir velkomnir.  Nemendur grunnskólans, ásamt Berglind og József leiða sönginn, lesin verða jólaljóð og jólasaga auk þess sem við erum búin að senda boðskort til jólasveinanna.  Vonumst við til þess að einhverjir þeirra gefi sér tíma til að kíkja í heimsókn með góðgæti í poka.  Hótelið býður gestum upp á kaffi, te og djús. 
Vonumst til að sjá sem flesta. 
Starfsfólk Hótels Framtíðar og Grunnskóla Djúpavogs. 

Austfirskt handverk í jólapakkann - myndir

Það var líf og fjör á vinnustofu GUSTA DESIGN sl.laugardag en þá gafst gestum og gangandi kostur á því að heimsækja vinnustofuna og versla austfirskt handverk í jólapakkann. Ásamt Ágústu voru tvær aðrar handverkskonur sem sýningu á vörum sínum, þær Helga Rún Guðjónsdóttir sem gerir hárskraut úr hreindýraleðri og Guðlaug Pétursdóttir sem vinnur ýmsar vörur úr þæfðri íslenskri ull.

Frábært framtak hjá þeim stöllum.

Myndir má sjá hér fyrir neðan.

BR

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

15.12.2009

Jólaföndur foreldrafélagsins

Jólaföndur foreldrafélags leikskólans var haldið í leikskólanum 12. desember sl.  Leikskólabörn og foreldrar áttu saman góða stund og föndruðu saman jólasokk og tvo snjókarla.  Boðið var upp á kaffi, jólablönduna malt og appelsín, smákökur og mandarínur.  Þau börn sem ekki áttu heimangengt fengu svo efniviðinn í hólfið sitt og gert heima með mömmu og pabba.  Fleiri myndir hér.

 

 

 

 

 

ÞS

Fundarboð 15.12.2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  15.12.2009

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjud. 15. des. 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2010, fyrri umræða; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Ákvörðun um útsvarsprósentu 2010.
b)    Gjaldskrár 2010 til fyrri umræðu.  
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2010.
d)    Styrkbeiðnir o.fl. v. ársins 2010.
e)    Útkomuspá vegna ársins 2009.
f)    Drög að rekstrarútkomu 2010.     
g)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2010. Fyrri umræða.
h)    Undir þessum lið liggja fyrir eftirtalin gögn / þarf að afgreiða:
I)    Stofnskrá Ríkarðssafns ehf.
II)    Heimildir til lántöku.
III)    Opnunarfundargerð v. tilboða í tryggingapakka Djúpavogshr. frá 1.des.´09.
IV)    Bréf Varasjóðs Húsnæðismála dags. 9. des. 2009.
V)    Bréf Landgræðslu ríksins (samstarfsverkefnið Bændur græða landið dags. 4. des. 2009).   
VI)    Fundargerð aðalf. fulltrúaráðs Héraðskjalasafns Austurlands, 26. nóv. 2009
VII)    Fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi 23. 11. 2009 ásamt fjárhagsáætlun f. 2010 með yfirliti yfir kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga.
VIII)    Erindi Eðvalds S. Ragnarssonar varðandi „Ólafshjáleigu“.

2.    Erindi og bréf

a)    Heilbrigðisráðuneytið dags. 16. nóv. 2009.
b)    UMFÍ dags. 10. nóv. 2009.
c)    SART (samtöku atvinnurekanda í raf – og tölvuiðnaði) dags. 18. nóv. 2009.
d)    Samband ísl. sveitarfélaga. Dags. 30. nóv. 2009.
e)    Nefndarsvið Alþingis dags. 2. des. 2009.
f)    Jafnréttistofa dags. 2. desember 2009.
g)    Mennta- og menningarmálaráðuneyti dags. 24. nóv. 2009.
h)    ALTA dags. 26. nóvember 2009.
i)    Brunavarnir á Austurlandi dags. 4. nóv. 2009, varðandi brunavarnaáætlun.
j)    Þórarinn Lárusson og sr. Bjarni Guðjónsson, dags. 25. júlí 2009 (mótt. 10. des.).

3.    Fundargerðir

a)    Hafnarnefnd dags. 14. des. 2009.
b)    Héraðsskjalasafn Austurlands dags. 26. nóv. 2009 kl. 13:00.
c)    Héraðsskjalasafn Austurlands dags. 26. nóv. 2009  kl. 17:40.

4.    Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 12. desember 2009.
Sveitarstjóri.

14.12.2009

Jólatréssala skógræktafélagsins

Jólatréssala skógræktarfélagsins fór fram í gær. Andrés Skúlason náði sér í eitt tré og tók myndir í leiðinni. Þær má sjá hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 


Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir býr sig undir að saga niður vel valið jólatré


Andrés með dótturdóttur sína, Magneu. Þau búin að velja þetta fína jólatré

14.12.2009

Búið að opna veginn yfir Öxi

Heimasíðan hefur fengið þær fréttir staðfestar að búið sé að opna veginn yfir Öxi og eru bílarnir nú þegar farnir að streyma yfir.

Keyrið varlega.

BR

12.12.2009

Jólatréssala Skógræktarfélags Djúpavogs

Jólatréssala Skógræktarfélags Djúpavogs

13.desember frá kl. 13:00-15:00 verða seld jólatré úr skógræktinni. Farið er upp að afleggjaranum við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré. Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk. Verð kr. 2.000.-                   Athugið aðeins þessa tvo tíma.

 

BR

11.12.2009

Langabúð

Langabúð auglýsir opnunartíma helgarinnar.

Föstudagur 11.desember frá kl. 21:00-00:30

Laugardagur 12.desember frá kl.21:00-00:30

 

BR

11.12.2009

Jólaföndur foreldrafélagsins

Leikskólastjóri minnir á jólaföndur foreldrafélagsins sem verður á morgun, laugardag 12. desember milli kl. 10:00-12:00.  Foreldrar velkomnir með leikskólabörnum sínum og og eiga góða stund saman við að gera jólaföndur.

ÞS

Foreldrakaffi

Hefð er fyrir því að börnin í leikskólanum baki piparkökur og skreyti í byrjun desember og bjóði síðan foreldrum sínum upp á kaffi og piparkökur.  Í ár var engin breyting á og útbjuggu börnin boðskort til foreldra sinna á þennan viðburð sem var þann 10. desember.  Eins og sjá má á myndunum var atburðurinn vel sóttur og voru börnin hæst ánægð að fá mömmu og pabba og sum ömmu og afa í heimsókn til sín þó ekki hafi allir verið eins sáttir þegar þau fóru og skildu ekkert í þessu. 

ÞS

Austfirskt handverk í jólapakkann

Laugardaginn 12. des frá kl. 16:00-18:00 verður opin vinnustofa og verslun GUSTA DESIGN Dynheimum Djúpavogi.

Á vinnustofunni sem staðsett er í kjallara einbýlishússins í Hammersminni 16 vinnur Ágústa Margrét Arnardóttir hágæða töskur og fylgihluti úr hreindýraleðri og fiskiroði. Á laugardaginn gefst Djúpavogsbúum tækifæri á að skoða vinnustofuna og vörurnar sem þar eru framleiddar.

Í vinn

En einnig vörur frá tveim Hornfirskum handverkskonum sem vinna einnig úr íslensku hráefni. Það eru þær Helga Rún Guðjónsdóttir sem gerir allskonar hárskraut úr hreindýraleðri og fiskiroði og Guðlaug Pétursdóttir sem gerir húfur, hálskraga, stúkur og fleira úr þæfðri íslenskri ull.

Þess má geta að stelpurnar hanna allar vörurnar og handgera þær. Hver einasti hlutur er því sérhannaður og engir hlutir eins.

Það eru allir velkomnir og vonast stelpurnar til að sjá sem flesta.

Frábært tækifæri til að kaupa einstaka jólagjöf.

BR

 

Smellið hér til að sjá myndina stóra

Smellið hér til að sjá myndina stóra

Smellið hér til að sjá myndina stóra

Smellið hér til að sjá myndina

BR

11.12.2009

Námshestar í nóvember

Námshestar nóvembermánaðar hittust í heimilisfræðinni í morgun.  Verðlaunin að þessu sinni voru það að skreyta piparkökur.  Það fór þannig fram að nemendum var skipt í þrjá hópa og átti hver hópur að velja ákveðið þema fyrir sínar kökur.  Gefin voru stig fyrir samvinnu, frumleika, nýtni, frágang o.fl. 
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hugmyndaauðgi barnanna ótrúleg.  Einn hópurinn valdi þemað:  "Bleikt og blátt," annar valdi "Skraut" og sá þriðji "Fána." 
Á meðan á skreytingunni stóð fengum við gestadómarann Rökkva Pálmason til að aðstoða okkur og var greinilegt að hann langaði mikið til að smakka.
Næstu námshestaverðlaun verða veitt fyrir desember og janúar.  Sérstök verðlaun verða veitt á foreldraviðtölum, til þeirra barna sem hafa einn eða engan punkt eftir önnina.  Myndir eru hér.  HDH

Jólahlaðborð - Við Voginn

Við Voginn auglýsir jólahlaðborð í hádeginu, föstudaginn 11.desember. Til þess að sjá þær kræsingar sem verða á boðstólnum smellið hér

 

BR

10.12.2009

Samkaup Strax auglýsir jólatilboð 10.-12.desember

Samkaup Strax á Djúpavogi verður með ýmsar vörur á tilboði dagana 10.-12.desember. Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna.

10.12.2009

Bæjarlífið okt.-nóv. 2009

Nú er sannarlega komið að því að afhjúpa bæjarlífspakka október og nóvember. Þar gefur að líta eitt og annað, m.a. myndir frá Sviðamessunni og upphengingargjörning hótelstjórans.

Myndirnar má sjá með því að smella hér.

ÓB

08.12.2009

Frá bókasafninu

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður bókasafnið lokað á fimmtudaginn, 10. desember.
Opið verður eins og venjulega fram að jólum.
Bókasafnsvörður

Þeir fiska sem róa nóvember

Landaður afli í nóvember 2009
Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi
Tjálfi SU 1.253 Dragnót 2
Birna SU 313 Landbeitt lína 1
Öðlingur SU 6.890 Landbeitt lína 2
Benni SF 43.730 Lína 6
Daðey GK 31.320 Lína 5
Von GK 35.203 Lína 9
Kiddi Lár GK 31.668 Lína 10
Kristín ÞH 69.583 Lína 1
Tómas Þorvaldsson GK 57.541 Lína 1
Sturla GK 346.859 Lína 6
Valdimar GK 261.821 Lína 6
Páll Jónsson GK 140.009 Lína 2
Ágúst GK 277.551 Lína 6
Fjölnir SU 111.388 Lína 2
Jóhanna Gíslad  ÍS 310.439 Lína 4
Þinganes SF 14.229 botnvarpa 1
Samt 1.739.797    
07.12.2009

Veist þú hvaða dagur er í dag?

Þau vita það:

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þau á yngri deildinni vissu það líka þó þeim hafi nú ekki alveg líkað eins vel við það eins og þau á eldri deildinni:

Eru þið búin að fatta hvaða dagur er í dag? 

Hugmyndin að baki Degi rauða nefsins er að gleðjast og gleðja aðra, og þá sérstaklega að gleðja börn sem búa við sára neyð.

ÞS

Sveitarstjórn: Fundargerð 26.11.2009

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

02.12.2009

Ríkarðssafnið fær myndarlega gjöf frá Tryggva Ólafssyni

Nýlega barst Ríkarssafni forlát gjöf frá hinum virta listamanni Tryggva Ólafsson. Meðfylgjandi er birt bréf frá Tryggva, sem fylgdi gjöfinni.

"Kæri móttakandi

Erindi bréfsins er að gefa Ríkarðssafni þessa pennastöng sem er eftir hann. Gaf hann pabba mínum stöngina sennilega fyrir stríð. Faðir minn, Ólafur Magnússon (1907-1982), var fæddur í Fossárdal og þekkti Ríkarð. Hann (Ólafur) fluttist til Norðfjarðar ásamt afa mínum, Magnúsi Jónssyni og konu hans. Vann faðir minn þar til 1956 er hann og móðir mín Sigríður Bjarnadóttir (frá Hraunkoti í Lóni, 1905-1957) og við tveir bræður, undirritaður  Tryggvi málari og Loftur Ólafsson, tannlæknir fluttum til Reykjavíkur. Loftur lést 2005.  Faðir minn þótti afar fínn skrifari og notaði oft pennastöngina til að skrautrita á bækur fyrir fólk til afmælisgjafa og þá með lifandi bleki. Ég bjó í 47 ár í Danmörku og endaði pennastöngin hjá mér og hjér er hún. Var á ferð fyrir austan fyrir nokkrum árum og skoðaði þá safnið. Þaðan kemur hugmyndin um að gefa safninu þennan litla en fallega grip. Þá má bæta við, svona til gamans, að við feðgar erum komnir af þeim þjóðþekkta manni, Magnúsi á Bragðavöllum í Hamarsfirði. Mér þætti vænt um að heyra frá ykkur, hvort þið hafið mótttekið gripinn og hvernig ykkur líst á hann.
Með bestu kveðjum,"

Tryggvi Ólafsson

Tryggva eru færðar bestu þakkir fyrir þessa glæsilegu gjöf.

Myndina má sjá stóra hér

BR

01.12.2009

Aðventa í kirkjunni

Aðventan er gengin í garð og í tilefni hennar fóru leikskólabörnin í kirkjuna.  Séra Sjöfn tók á móti okkur og síðan var sungið saman, hlustað á loðtöflusögu um fæðingu frelsarans og hittu líka ýmsar persónur úr kirkjuskólanum eina og Fróða, Músapésa og Mýslu og marga aðra.  Kíkt var í fjársjóðskistuna en hún geymir marga skemmtilega hluti.  Síðan var farið upp á loft og þar fengu allir djús og piparkökur.  Allir skemmtu sér vel og voru hæstánægðir með ferðina eins og sjá má á myndunum hér.  

Langabúð lokuð

Langabúð verður lokuð föstudaginn 4. desember vegna einkasamkvæmis.

Starfsfólk Löngubúðar

01.12.2009

Jólamarkaður kvenfélagsins

Hinn árlegi jólamarkaður kvenfélagsins var haldinn í Löngubúð laugardaginn 28. nóvember 2009. Að venju var mikið úrval af alls kyns vörum og markaðurinn gríðarlega vel sóttur.

Andrés Skúlason tók meðfylgjandi myndir sem sjá má með því að smella hér.

ÓB

01.12.2009