Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta

Tekið af vef Fiskistofu, www.fiskistofa.is. Ath. að auglýsingin hefur verið sniðin þannig hér á síðunni, að aðeins er birt það er snýr að Djúpavogi. Auglýsinguna má sjá í heild hér:

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008/2009: Djúpivogur

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 557, 25. júní 2009:

Djúpivogur

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2009.

Fiskistofa, 16. nóvember 2009.

16.11.2009

Dagar myrkurs - ljósmyndasamkeppni

Ljósmyndasamkeppni stóð yfir á meðan á "Dögum Myrkurs" stóð og bárust margar góðar myndir í keppnina. Næstu daga ætlum við að setja inn þrjár myndir á dag hér á heimasíðuna og birta svo allar myndirnar í heild á föstudaginn.

Lesendum heimasíðunnar gefst tækifæri til þess að kjósa eina mynd sem þeim þykir best með því að senda tilnefningar á netfangið bryndis@djupivogur.is.

Úrslitin verða svo birt hér á heimasíðunni mánudaginn 23.nóvember.

Hér fyrir neðan má sjá fyrstu þrjár myndirnar. Nöfn höfunda verða sett inn á mánudaginn.

Meðfylgjandi mynd hér til hægri er verðlaunamynd Óskars Ragnarssonar úr ljósmyndasamkeppni Djúpavogs 2008.

 

Drungalegi Djúpavogur.

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

Tröllaþing

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

 

Skýjabakki yfir bænum

Myndina má sjá stóra með því að smella hér

BR

16.11.2009

Fleiri myndir frá árshátíð

Hún Dröfn Freysdóttir var svo almennileg að senda okkur fleiri myndir frá árshátíðinni.  Þær má finna hér.  HDH

Síðasti dagur "Daga Myrkurs" á Djúpavogi - dagskrá

Sunnudaginn 15.nóvember er síðasti dagur "Daga Myrkurs" á Austurlandi og við hér á Djúpavogi ætlum að eiga skemmtilegan dag saman. Dagskrána má sjá hér en hún hefst kl. 16:00 með lestri á rökkursögu í Löngubúð. Eftir það ætla Kvenfélagskonur að fleyta kertum í fjörunni fyrir neðan Sólvang og svo verður ljósastund kl.18:00 í Djúpavogskirkju.

Dagskrá sunnudagsins má sjá með því að smella hér

 

Vonum að sem flestir taki þátt í þessum skemmtilega degi.

BR

14.11.2009

Sviðamessan er á morgun

Senn líður að árlegri Sviðamessu, en hún fer fram kl. 19:00 annað kvöld. Forsölu er lokið og segir hótelstjóri Þórir Stefánsson að sjaldan hafi hún gengið jafn vel og í ár.

Gunnar Sigvaldason sendi okkur annað upphitunarmyndband fyrir Sviðamessuna og fylgir það hér.

ÓB

 

 

 

 

 

13.11.2009

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.10.2009

Hægt er að nálgast  fundargerðina með því að smella hér.

 

13.11.2009

Tannlæknastofan á Djúpavogi auglýsir

Tannlæknastofan á Djúpavogi verður opin:


föstudaginn 27. nóvember

föstudaginn 11.desember

föstudaginn 15. janúar


Tímapantanir í síma 471-1430.


Tannlæknastofan á Djúpavogi

13.11.2009

Upphitun fyrir Sviðamessu 2009

Gunnar nokkur Sigvaldason sendi undirrituðum meðfylgjandi myndband, sem smá upphitun fyrir Sviðamessuna 2009 sem haldin verður nú um helgina. Forsala aðgöngumiða fer fram í dag og á morgun.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

12.11.2009

Fundarboð 12.11.2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  12.11. 2009

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 12. nóv. 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands mætir á fundinn.

2.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:

a)    Rekstrarniðurst. jan./sept. 2009. Undirb. FJ-2010. Fulltr. KPMG mætir á fundinn.
b)    Breytingar á gjaldskrá v/ búfjár utan vörzlusvæða. Síðari umræða.
c)    Breytingar á gjaldskrá v/ búfjáreftirlits. Síðari umræða.
d)    Hugmyndir um sparnað v. jóla, áramóta o.fl.

3.    Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:

a)    19. fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi.
b)    Aðalfundur SKA, dags. 22. okt. 2009.

4.    Erindi og bréf:

a)    Nefndarsvið Alþingis, dags. 10. nóv. 2009. Persónukjör, ósk um umsögn.
b)    SSA, dags. 7. nóv. 2009.  Tilnefning í vinnuhópinn: „Austurland eitt sveitarfélag“.
c)    Sveitarstjórnarrn. dags. 5. nóv. 2009. Úrskurður í stjórnsýslumáli nr. 43/2009.
d)    Markaðsst. Aust. dags. 16. okt. 2009. Ósk um viðræður um nýjan samning um MA.
e)    Umhverfisst. dags. 5. nóv. 2009. Varðandi fjármagnssvelti til refaveiða.  
f)    Umsókn um stofnun fasteigna í fasteignaskrá. Nýjar lóðir.

5.    Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 10. nóv. 2009;

Sveitarstjóri

12.11.2009

Leikið í myrkrinu

Í dag fengu börnin í leikskólanum Bjarkatúni að skoða rafmagn með sérstöku rafljósi.  Ljósið vakti mikla hrifningu enda virkar það þannig að glóhnöttur er í miðjunni og stór glerkúpull yfir.  Þegar börnin snerta glerkúpulinn kemur ljós úr glóhnettinum yfir í fingurinn án þess þó að barnið fái straum.  En myndirnar segja meira en mörg orð en hægt er að sjá fleiri myndir hér eða í myndaalbúmi leikskólans, myndir 2009, Nóvember og velja svo dagar myrkurs í leikskólanum.

ÞS

Auglýsing frá Menningarráði Austurlands

Menningarráð Austurlands auglýsir viðveru í sveitarfélögum á Austurlandi vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2010. Signý Ormarsdóttir verður á Djúpavogi, í Geysi, þann 12.nóvember nk. frá kl. 13:00-16:00. Auglýsinguna má sjá með því að smella hér

Auglýsingu um styrki vegna menningarstarfs á Austurlandi má sjá með því að smella hér. Umsóknarfrestur er til og með 16.desember nk. Þeir sem áhuga hafa á því að sækja um styrk er bent á það að nýta sér viðtalstíma menningarfulltrúa Austurlands þann 12.nóvember nk.

BR

10.11.2009

Boðskaffi í leikskólanum

Í morgun buðu leikskólabörnin Djúpavogsbúum og vinum í kaffi enda dagar myrkurs í fullum gangi.  Búið var að setja upp hin ýmsu listaverk eins og neon-myndir í fataklefanum, Skrímsli og prinsessur teiknaðar með kolum í salnum, köngulóarvefur með litlum köngulóum sem börnin bjuggu til sjálf og settu mynd af sér á með ógnvekjandi svipnum sínum.  Börnin á Kríudeild skrímslaskuggaverk þar sem lagið "skrímslin í skápnum" af Gilligill disknum var spilað undir.  Síðan sungu báðar deildirnar þrjú lög saman, Kalli litli könguló, Draugalagið og Afi minn og amma mín.  Vel var mætt og var það samróma álit allra að þarna væri flott sýning á ferð og stóðu börnin sig með prýði.  

Kolamyndir og köngulóarvefur

Hér má sjá köngulóarvefinn með köngulóm

Sjáiði draugana sem hanga niður úr loftinu

ÞS

Fjáröflun foreldrafélags Bjarkatúns

Með því að smella hér má sjá auglýsingu frá foreldrafélagi Bjarkatúns en hún stendur yfir dagana 12.-15.nóv nk.

BR

10.11.2009

Íþróttamiðstöðinni færðar góðar gjafir

Enn einu sinni hefur kvenfélagið Vaka látið gott af sér leiða hér í samfélaginu á Djúpavogi, en að þessu sinni færði formaður kvenfélagsins Bergþóra Birgisdóttir forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Andrési Skúlasyni ýmislegt leikjadót til handa yngstu börnunum sem mun nýtast sérstaklega vel í leikjatímunum á laugardögum sem eru sannarlega vinsælir.

Vert er að taka fram að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær kvenfélagskonur færa Íþróttamiðstöðinni góðar gjafir. 
Forstöðumaður ÍÞMD vill því að þessu tilefni koma á framfæri sérstökum þökkum til kvenfélagsins Vöku.  AS

 

 

 

 
Forstöðumaður ÍÞMD Andrés Skúlason tekur við gjöfinni frá Bergþóru Birgisdóttur formanni Kvenfélagsins Vöku. Með á myndinni eru ömmubörn Bergþóru, þau Ágúst Smári og Guðrún Elín.  Mynd. Helga Björk Arnardóttir


Í leikjatíma síðasta laugardag þar sem börnin léku við hvurn sinn fingur með dótið góða. Mynd Auður Ágústdóttir

09.11.2009

Árshátíð

Eins og flestir vita fór árshátíðin í grunnskólanum fram sl. föstudag.  Húsfyllir var og voru gestir komnir víða að.  Greinilegt að hróður ræningjanna þriggja og Soffíu frænku hefur borist víða.  Ljóst er að svona sýning getur ekki orðið að veruleika nema allir hjálpist að og er gaman að sjá hversu öruggir krakkarnir eru orðnir á sviðinu og syngja og dansa eins og þau hafi aldrei gert annað.  Þegar eru komnar upp hugmyndir að efni fyrir næstu árshátíð og verður spennandi að sjá hvað verður fyrir valinu.  Myndir eru hér.  (Ef erfitt er að nálgast myndirnar í gegnum þessa frétt má alltaf fara inn á síðu skólans, velja þar MYNDASÍÐU - Myndir 2009 - Nóvember - Árshátíð).  HDH

Úrskurður samgönguráðuneytisins vegna gatnagerðargjalds á Vörðu 18

Svohljóðandi úrskurðarorð barst Djúpavogshreppi í dag úr samgönguráðuneytinu í bréfi sem dags. er 5. nóvember 2009:

Kröfu Magnúsar Helga Árnasonar hdl., f.h. Jóhanns Ævars Þórissonar kt. 190246-3299 og Kristrúnar Jónsdóttur kt. 080346-3529, Vörðu 18, Djúpavogi um að fella úr gildi álagningu B-gatnagerðargjalds að fjárhæð kr. 762.234 á fasteign þeirra Vörðu 18, er hafnað.

Vegna þess að forsvarmönnum sveitarfélagsins er kunnugt um að margir, ekki sízt íbúar við göturnar Steinar og Varða á Djúpavogi, hafa beðið fregna af málinu þykir forsvarmönnum sveitarfélagins rétt að birta úrskurðarorðin á heimasíðunni.

Að öðru leyti er vísað á úrskurðinn í heild sem birtast mun á heimasíðu samgönguráðuneytisins www.samgonguraduneyti.is.

Sveitarstjóri

09.11.2009

Dagskrá Daga myrkurs 2009- ath nýjar tímasetningar

Dagskrá fyrir Daga myrkurs 2009 á Djúpavogi, sem fram fara 5. - 15. nóvember nk., er tilbúin.

Athugið að búið er að bæta inn tímasetningum á nokkra viðburði.

Hægt er að nálgast hana með því að smella hér

ÓB

09.11.2009

Baujunámskeið

Nú hafa nægilega margir skráð sig á Baujunámskeiðið til að hægt sé að halda það, nk. fimmtudag eins og auglýst var.  Það hefst klukkan 20:00 í Grunnskólanum.  Þátttökugjald er 1.000.- krónur en auk þess styrkja grunnskólinn, leikskólinn og foreldrafélög skólanna námskeiðið.  Enn er pláss fyrir fleiri ef áhugi er fyrir hendi.  Þátttaka tilkynnist til Dóru á dora@djupivogur.is eða Guðrúnar á gudrun@djupivogur.is   HDH

Boðskaffi í leikskólanum

Við bjóðum Djúpavogsbúum og vinum í heimsókn í leikskólann okkar á morgun.  Boðið verður upp á kaffi og sýningu á verkum daga myrkurs í leikskólanum.  Börnin munu taka lagið kl. 9:40. 

Þeir fiska sem róa

Október 2009 var annar hæsti mánuður í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn frá upphafi. Metið var slegið í október 2007 þegar aflinn fór í 2.227 tonn.

29. október landaði Benni SF 15.515 kg í einni löndun. Aldrei áður hefur línubátur undir 15 br. tonn landað svo miklu á Djúpavogi í einni löndun.

Landaður afli, október 2009
Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi
Öðlingur SU 1.305 Handfæri 3
Birna SU 592 Handfæri 2
Már SU 1.006 Handfæri 1
Guðný SU 1.044 Handfæri 2
Tjálfi SU 798 Dragnót 1
Goði 35 Lína 1
Glaður SU 101 Lína 1
Benni SF 92.034 Lína 18
Daðey GK 66.659 Lína 13
Von GK 23.945 Lína 3
Kiddi Lár GK 23.576 Lína 8
Kristín ÞH 68.582 Lína 1
Tómas Þorvaldsson GK 61.903 Lína 1
Sturla GK 224.644 Lína 4
Valdimar GK 130.133 Lína 5
Páll Jónsson GK 368.917 Lína 5
Ágúst GK 255.111 Lína 5
Fjölnir SU 316.253 Lína 5
Jóhanna Gíslad  ÍS 368.865 Lína 5
Samt 2.005.503    
09.11.2009

Draugapubquiz

Laugardaginn 7.nóvember verður haldið Draugapubquiz í Löngubúð sem hefst kl. 21:00

07.11.2009

Dagar myrkurs í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún heldur upp á daga myrkurs með pomp og prakt og þessa fyrstu tvo daga myrkurs höfum við sko ýmislegt brallað saman.  Búið er að myrkva fataklefann og setja upp neonlistaverk eftir börnin, þau eru búin að búa til leðurblökur og köngulær sem settar voru í köngulóarvef.  Málaðar voru krukkur en kveikt verður á kertum og sett í þær í næstu viku en þá verður líka ýmislegt annað brallað eins og leikið sér með rafljós, farið í feluleik og þrautabraut búin til sem þarf að skríða í gegnum með vasaljósi.  Lokapunkturinn er síðan myrkraballið sem verður eftir viku. 

Ekki nóg með að börnin séu að gera hluti sem tengjast myrkrinu heldur borða þau hina ýmsu rétti í anda daga myrkurs.  Þau fá morgunmat í leikskólanum á milli kl. 8:15-8:45 og í boði var Hafragrautur að hætti Soffíu frænku á fimmtudeginum og Tunglshringir með álfamolum (Cheerios með rúsínum) í morgun.  Í hádeginu á fimmtudag fengu þau beinagrindarfisk með gulum jarðeplum (soðinn ýsa með kartölfum), í eftirrétt var risaeðluslím (karamellubúðingur með grænum matarlit) og í hádegismat í dag var ræningjagúllas þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans með kartöflustöppu.  Börnin borðuðu þetta með bestu list þó einhverjir voru tregir til að smakka risaeðluslímið á meðan aðrir vildu sko fá meira. 

Hér má sjá brot af dögum myrkurs í leikskólanum.

 

Þetta er nú eitthvað skrítið..

Ein ekki alveg viss um að þetta sé gott en hin sleikir út um ...Nammi

Allt er vænt sem vel er grænt..!

Köngulóarvefurinn og öll köngulóarbörnin eru föst í vefnum

Listaverkin í fataklefanum

 

Við bjóðum öllum að koma á þriðjudaginn í heimsókn í leikskólann og skoða listaverkin okkar.

ÞS

 

Dagar myrkurs í leikskólanum

Leikskólinn Bjarkatún heldur upp á daga myrkurs með pomp og prakt og þessa fyrstu tvo daga myrkurs höfum við sko ýmislegt brallað saman.  Búið er að myrkva fataklefann og setja upp neonlistaverk eftir börnin, þau eru búin að búa til leðurblökur og köngulær sem settar voru í köngulóarvef.  Málaðar voru krukkur en kveikt verður á kertum og sett í þær í næstu viku en þá verður líka ýmislegt annað brallað eins og leikið sér með rafljós, farið í feluleik og þrautabraut búin til sem þarf að skríða í gegnum með vasaljósi.  Lokapunkturinn er síðan myrkraballið sem verður eftir viku. 

Ekki nóg með að börnin séu að gera hluti sem tengjast myrkrinu heldur borða þau hina ýmsu rétti í anda daga myrkurs.  Þau fá morgunmat í leikskólanum á milli kl. 8:15-8:45 og í boði var Hafragrautur að hætti Soffíu frænku á fimmtudeginum og Tunglshringir með álfamolum (Cheerios með rúsínum) í morgun.  Í hádeginu á fimmtudag fengu þau beinagrindarfisk með gulum jarðeplum (soðinn ýsa með kartölfum), í eftirrétt var risaeðluslím (karamellubúðingur með grænum matarlit) og í hádegismat í dag var ræningjagúllas þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans með kartöflustöppu.  Börnin borðuðu þetta með bestu list þó einhverjir voru tregir til að smakka risaeðluslímið á meðan aðrir vildu sko fá meira. 

Hér má sjá brot af dögum myrkurs í leikskólanum.

 

Þetta er nú eitthvað skrítið..

Ein ekki alveg viss um að þetta sé gott en hin sleikir út um ...Nammi

Allt er vænt sem vel er grænt..!

Köngulóarvefurinn og öll köngulóarbörnin eru föst í vefnum

Listaverkin í fataklefanum

 

Við bjóðum öllum að koma á þriðjudaginn í heimsókn í leikskólann og skoða listaverkin okkar.

ÞS

 

Myrkrafjöruferð

Í tilefni af Dögum Myrkurs verður farið í myrkrafjöruferð út á sanda laugardaginn 7.nóvember. Við ætlum að hittast við endann á flugbrautinni kl.16:00,kveikja smá varðeld og grilla sykurpúða og syngja svolítið saman.

Æskilegt er að börn komi í fylgd foreldra

Ferða-og menningarmálafulltrúi Djúpavogs

06.11.2009

Árshátíð

Góðir Djúpavogsbúar og nærsveitungar.
Á morgun, föstudag verður árshátíð Grunnskóla Djúpavogs á Hótel Framtíð.  Hún hefst klukkan 18:00 og kostar 500.- krónur inn.  Ókeypis er fyrir börn á leikskóla og eldri borgara.  Sýnt verður leikritið Kardemommubærinn.
Vonumst til að sjá sem flesta.  Starfsfólk og nemendur.

Bj. Hafþór í sjónvarpsviðtali vegna vatnsverkefnisins

Í kvöldfréttum sjónvarpsins í gær var fjallað um fyrirhugaðan vatnsútflutning Djúpavogshrepps. Ásgrímur Ingi Arngrímsson ræddi við Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóra, um verkefnið.

Hægt er að horfa á fréttina með því að smella hér.

Þá var ítarlegra viðtal við Bj. Hafþór flutt í Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 í gærmorgun.

Hægt er að hlusta á það með því að smella hér.

ÓB

05.11.2009