Aðalvefur
Sumarfrí heimasíðunnar
Heimasíðan á víst rétt á sínu sumarfríi eins og aðrir og hyggst taka það frá deginum í dag til 10. ágúst.
Finnst ritstjóra virðingarvert að heimasíðan ákveði að taka sér frí á sama tíma og skrifstofan er lokuð og kann henni bestu þakkir fyrir tillitssemina. Heimasíðan vildi ekki gefa upp hvernig hún ætlaði að eyða sumarfríinu en lét þó hafa eftir sér "að hún ætlaði að hafa það náðugt og eyða fríinu að mestu heima fyrir".
Það má því búast við að ef sá gállinn er á síðunni að ein og ein frétt detti inn í fríinu.
Gleðilegt sumar
f.h.
Heimasíðu Djúpavogshrepps
Ólafur Björnsson
Gjaldfrjálsir tímar
Leikskólastjóri vill vekja athygli foreldra á því að gjaldfrjálst er í leikskólann milli kl. 9:00-12:00 fyrir tvo elstu árganga leikskólans þ.e. börn fædd 2004 og 2005, frá og með 1. september nk. Á þessum tíma fer fram skipulagt starf í leikskólanum svo sem hópastarf, sérkennsla og almennt skólastarf leikskólans. Foreldrar sem eru með vistun utan þess tíma þurfa að sækja um breytingu ef þeir ætla að nýta sér hann. Hægt er að sækja um breytingu á vistun á þar til gert eyðublað á skrifstofu leikskólastjóra og með tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is á meðan leikskólinn er í sumarfríi.
ÞS
Sumarfrí Neista 2009
Sumarfrí Neista byrjar frá og með 23.júlí og stendur til 10.ágúst en þá hefjast æfingar samkvæmt stundatöflu.
Klukkan |
Mánud. |
Þriðjud. |
Miðvikud. |
Fimmtud. |
Föstud. |
11:00 -12:00 |
Leikjatími* |
Leikjatími* |
Leikjatími* |
Leikjatími* |
Leikjatími* |
13:00-13:40 |
Sund |
Sund
|
|
Sund |
|
14:00-15:00 |
Frjálsar
|
Frjálsar |
|
Frjálsar
|
|
16:00-17:00 |
Fótbolti árg. 1999-2003 |
Fótbolti árg. 1999-2003
|
Fótbolti árg. 1999-2003 |
Fótbolti árg. 1999-2003 |
|
17:00-18:00 |
Fótbolti árg. 1998 og eldri |
Fótbolti árg. 1998 og eldri
|
Fótbolti árg. 1998 og eldri
|
Fótbolti árg. 1998 og eldri |
|
Neisti á Nikulásarmóti
Ómar Enoksson hefur nú sent okkur fleiri myndir af Nikulásarmótinu. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir það.
UMF Neisti tók þátt á Nikulásarmótinu sem fór fram á Ólafsfirði um sl. helgi. Eftir því sem undirritaður kemst næst lenti 5. flokkur Neista í 3. sæti sem verður að teljast prýðisgóður árangur.
ÓB
Lið Neista ásamt Njáli þjálfara.
F.v.: Guðjón, Einar, Friðrik, Ragnar, Kristófer, Bjarni, Bjartur, Óliver, Tómas, Sævar og Kamilla
Sumarlokun skrifstofu Djúpavogshrepps
Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð frá 25. júlí til og með 9. ágúst vegna sumarleyfa.
Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 10. ágúst kl. 09:00.
Sveitarstjóri
Bestu ljósmyndarar Íslandssögunnar
Vísir.is og Fréttablaðið birtu í gær umfjöllun um bestu ljósmyndara Íslandssögunnar en þann 29.ágúst verður opnuð ljósmyndasýning í Listasafni Akureyrar sem ber heitið Úrval. Þar verða til sýnis ljósmyndir þeirra höfunda sem taldir eru bestu ljósmyndarar Íslandsögunnar, að mati Einars Fals Ingólfssonar, ljósmyndara.
Djúpavogsbúar eiga fulltrúa í þeim hóp en meðal höfunda á sýningunni er Nicoline Weywadt (1848-1921) en hún var fyrsti íslenski kvenljósmyndarinn og starfaði við ljósmyndun á Djúpavogi frá 1872 og síðar á Teigarhorni við Berufjörð. Ljósmyndasafn Nicolinu er varðveitt á Ljósmyndasafni Íslands.
Myndin sem fylgir með þessari frétt heitir "Útsýni yfir Djúpavog og inn eftir Berufirði ísaveturinn 1873-74"
Til gamans fylgja hér tvær aðrar myndir, eftir Nicoline Weywadt.
Hér má sjá tengil á fréttina.
BR
Fyrir þá sem eru með heimþrá
Það var líf í bænum í gær og þess vegna ákvað undirritaður að taka upp þetta stutta myndbrot fyrir þá sem eru með heimþrá.
Beðist er velvirðingar á hversu skjálfhentur undirritaður er og í raun alveg vonlaus kvikmyndatökumaður. Myndirnar tala þó vonandi sínu máli.
ÓB
Höfðingleg gjöf til Björgunarsveitarinnar Báru
Þrír framtakssamir drengir, þeir Bjarni Tristan Vilbergsson, Bjarni Þór Gíslason og Lárus Þór Gíslason tóku sig til um daginn og héldu tombólu og gáfu síðan ágóðann, kr. 5.300, til styrktar Björgunarsveitarinnar Báru.
Styrkinn afhentu þeir björgunarsveitinni við formlega athöfn og fengu í staðinn innsýn í starf björgunarsveitarinnar og bílrúnt á björgunarsveitarbílnum.
Björgunarsveitin vill að sjálfsögðu koma á framfæri innilegum þökkum til drengjanna fyrir þetta göfuga framtak.
Myndina hér að neðan tók Magnús Kristjánsson.
ÓB
Hér sést formaður Björgunarsveitarinnar Báru, Reynir Arnórsson, taka við peningagjöfinni frá drengjunum.
Vatn í Borgarlandi og Borgargarði
Það er hugsanlegt að skrúfað verði fyrir vatnið í Borgarlandi og Borgargarði á Djúpavogi vegna vinnu við vatnslögn.
ÓB
Neisti á Nikulásarmóti
5. og 6. flokkur Neista í knattspyrnu mun taka þátt á hinu árlega Niklásarmóti á Ólafsfirði um helgina. Mótið verður sett í dag, föstudag kl. 16:00.
Fyrsti leikur 5. flokks er kl. 16:35 í dag gegn Mývetningi og fyrsti leikur 6. flokks er gegn Fylki kl. 17:25.
ÓB
Leikhópurinn Lotta í Hálsaskógi
Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu, Hans og Grétu og Grísina 3 í skógrækt Djúpavogs föstudaginn 17.júlí kl. 18:00.
Miðaverð :
1000 kr. f/ börn
1500 kr. f/fullorðnir
Ekið er heim að afleggjaranum að Aski.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Skógræktarfélag Djúpavogs
Teistuhreiður um borð í skipi í Berufirði
Þann 16 júlí sendi Kristján Ingimarsson vefnum þessar skemmtilegu og jafnframt óvenjulegu myndir sem teknar voru um borð í Stapaey sem liggur fyrir föstu við sjókvíar í Berufirði. Hér er á ferðinni teistuhreiður sem fuglinn hefur gert sér um borð í skipinu og er efniviður hreiðursins harla sérstæður eins og sjá má á myndum, en þar gefur að líta ryðgaðar málingarflögur sem fuglinn hefur sópað saman kringum eggið. AS
Ferðamannaparadísin Djúpivogur
Ferðamannastraumurinn heldur áfram að aukast á Djúpavogi og 15. dagur júlímánaðar er engin undantekning. Um miðjan dag var hér allt fullt af ítölskum ferðamönnum og ylhýrt mál þeirra hljómaði úr hverju horni. Undirritaðri fannst næstum eins og hún væri stödd í ítölsku þorpi frekar en Djúpavogi, væri ekki tekið mið af veðurfari.
Á myndinni hér fyrir neðan gerði ég nokkuð heiðarlega tilraun til þess að reyna að fanga stemminguna en þar sést að Papeyjarferðir eru við það að fylla bátinn í aðra ferð dagsins. Á Bjargstúninu sátu gestir og gæddu sér á nesti og nutu útsýnisins yfir höfnina og fyrir utan Hótel Framtíð mátti sjá langferðabíl. Um gæði myndarinnar skal ósagt látið og eru menn beðnir um að taka viljann fyrir verkið.
Texti og mynd: Bryndís Reynisdóttir, ferða-og menningarmálafulltrúi.
Ferðafélag Djúpavogs - Sauðdalur - Hvítárdalur
Ferðafélag Djúpavogs stendur fyrir ferð í Sauðdal og Hvítárdal, laugardaginn 18. júlí.
Farið verður frá versluninni Við Voginn kl. 10:00.
Upplýsingar gefur Óli Már í síma 866-7576
Ferðafélag Djúpavogs
5. fl. Neista gegn Fjarðabyggð í dag
5. flokkur Neista í knattspyrnu mætir liði Fjarðabyggða á Neistavelli í dag.
Leikurinn hefst kl. 17:00.
Mætum og styðjum okkar stráka.
Neisti
Svavar Knútur í Löngubúð
Svavar Knútur, trúbador, hélt tónleika í Löngubúð á Djúpavogi fimmtudagskvöldið 9. júlí sl. Svavar hefur síðustu vikur verið á tónleikaferðalagi undir yfirskriftinni "Hver á sér fegra föðurland" ásamt Árstíðum og trúbadornum Helga Vali. Hann ákvað þannig að taka smá útúrdúr og kíkja á okkur hér á Djúpavogi, en hann hélt einmitt eftirminnilega tónleika í Löngubúð sl. sumar.
Um 30 manns mættu til að hlýða á Svavar og voru ekki sviknir, því hann fór á kostum bæði í flutningi og frásögnum. Eftir tónleikana var það ákveðið að Svavar gerði það að árlegum viðburði að kíkja við í Löngubúðinni, þannig að bæjarbúar geta strax farið að hlakka til næsta sumars.
Svavar sendi okkur tölvupóst eftir tónleikana, þar sem hann þakkaði kærlega fyrir sig og gaf okkur jafnframt eitt laga sinna, "Yfir hóla og yfir hæðir", af nýju plötunni sinni sem heitir Kvöldvaka. Við þökkum Svavari að sjálfsögðu fyrir það.
Við leyfum því að fljóta hér með, ykkur til yndisauka. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér beint fyrir neðan. Þeir eru reyndar tveir, Windows media og einnig QuickTime, fyrir þá sem eru með Apple tölvur. Fyrir neðan spilarana eru síðan myndir frá tónleikunum.
ÓB
Svavar með nýja Ukulele-ið sitt
Svavar áritaði plötur að tónleikum loknum
Hluti tónleikagesta sáttur að tónleikum loknum, þó sérstaklega Gísli
Mojito kvöld í Löngubúð - 11.júlí
Vegna fjölda áskorana, höfum við ákveðið að endurtaka leikinn og halda annað Mojito kvöld, Laugardagskvöldið 11.júlí.
Mojito er rommdrykkur sem hælt er með myntu-,sætu- og sítrusbragði og hefur notið mikilla vinsælda um allan heim. Að þessu sinni munum við bjóða upp á nýja og spennandi drykki, en að sjálfsögðu verður sá upprunalegi á boðstólum líka.
Blue Mojito
Lemon Mojito
Mango Mojito
Wild berry Mojito
Hlökkum til að sjá ykkur í Löngubúð
UÍA á Landsmóti
Ríflega fimmtíu keppendur í þrettán greinum eru undir merkjum UÍA á Landsmóti UMFÍ sem fram fer á Akureyri um helgina.
Þeir fyrstu mættu norður á miðvikudag en skotíþróttamenn, úr Skotfélaginu Dreka, Eskfirði, voru fyrstir UÍA keppendanna í keppni í gær. Blakkonur fylgdu í kjölfarið. Keppendur voru að týnast á svæðið í gær en keppnin hefst á fullu í dag og nær hápunkti á morgun þegar meðal annars verður keppt í starfsíþróttum. Margir kunnir íþróttamenn eru á mótinu – og reyndar einnig einstaklingar sem þekktir eru fyrir annað þar sem þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Kristján Þór Júlíusson verða meðal keppenda í starfshlaupi. Á móti þeim verður Sigurður Aðalsteinsson, fyrrum formaður Austurgluggans. Guðmundur Hallgrímsson keppir líka í hlaupinu, en hann er aldursforseti hópsins, 73ja ára að aldri. Til viðbótar við keppendurna er á Landsmótinu danshópurinn Nípan úr Neskaupstað og boccialið sem eru í flokki eldri ungmennafélaga. Setningarathöfn mótsins verður í kvöld.
Keppendur UÍA:
Blak kvenna:
Hjördís Marta Óskarsdóttir, liðsstjóri
Borðtennis:
Einar Hróbjartur Jónsson
Bridds:
Björn Hafþór Guðmundsson
Einar Hólm Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Jónas Eggert Ólafsson
Magnús Björn Ásgrímsson
Pálmi Kristmannsson
Frjálsar íþróttir:
Einar Hróbjartur Jónsson
Lovísa Hreinsdóttir
Glíma:
Snær Seljan Þóroddsson
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson
Hjalti Þórarinn Ásmundsson
Magnús Karl Ásmundsson
Laufey Frímannsdóttir
Knattspyrna karla:
Ásgrímur Ingi Arngrímsson, liðsstjóri.
Úrvalslið úr Launaflsbikarnum.
Knattspyrna kvenna:
Jóhann Valgeir Davíðsson, liðsstjóri.
Leikmenn úr Fjarðabyggð/Leikni.
Körfuknattleikur:
Hannibal Guðmundsson, liðsstjóri.
Körfuknattleiksmenn úr Hetti.
Skotíþróttir:
Helgi Rafnsson
Hjálmar Gísli Rafnsson
Erna Rafnsdóttir
Hrönn Reynisdóttir
Stafsetning:
Stefán Bogi Sveinsson, framkvæmdastjóri UÍA
Þorvaldur P. Hjarðar
Starfshlaup:
Guðmundur Hallgrímsson
Sigurður Aðalsteinsson
Gróðursetning:
Arnar Hlöðver Sigbjörnsson
Ólafur Sigfús Björnsson (sigurvegari seinasta Landsmóts 2007)
Sigfús Ingi Víkingsson
Skák:
Albert Geirsson
Bjarni Jens Kristinsson
Magnús Valgeirsson
Sverrir Gestsson
Viðar Jónsson
Sumargrill foreldrafélagsins
Grill Foreldrafélags leikskólans
föstudaginn 10. júlí
Í hádeginu á föstudag mun stjórn foreldrafélagsins standa við grillið fyrir utan leikskólann, í sól og blíðu, og grilla pylsur.
Vonumst til að sjá sem flesta, systkini eru velkomin með foreldrum.
Styrktaraðilar eru Hótel Framtíð, Við Voginn og Vífilfell
Svavar Knútur í Löngubúð í kvöld
Hafði það farið framhjá einhverjum er það hér með áréttað að Svavar Knútur mun spila í Löngubúðinni í kvöld, fimmtudaginn 9. júlí.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð kr. 1.000.-
Mætum öll og eigum saman góða kvöldstund.
Lag dagsins er lagið Thunderball, flutt af Hraun, hljómsveit Svavars Knúts.
Í sól og sumaryl
Sólin hefur leikið um Djúpavog síðustu daga og heimamenn jafnt sem ferðamenn notið veðurblíðunnar. Fjölmargir ferðamenn hafa heimsótt Djúpavog það sem af er sumri og mannlífið verið fjölbreytt og skemmtilegt.
Þau Hafrún Alexía, Ísabella Nótt og Askur léku léku sér saman í sandkassanum í veðurblíðunni.
BR
Nágrannaslagur á Neistavelli
5. flokkur Neista í knattspyrnu mætti nágrönnum sínum í Sindra frá Hornafirði á Neistavelli í gær. Veðrið var eins og best veður á kosið. 5. flokkurinn okkur er búinn að standa sig mjög vel í sumar og varð engin breyting þar á í gær því leikurinn endaði 4-1 fyrir Neista. Guðjón Máni skoraði 2 mörk, Bjarni Tristan 1 og eitt markanna var sjálfsmark. Dómari leiksins var Sigurjón Stefánsson og þótti hann standa sig ágætlega miðað við aldur og fyrri störf.
Meðfylgjandi myndir tóku Andrés Skúlason og Bryndís Reynisdóttir.
ÓB
Lið Neista:
Efri röð f.v. Skúli þjálfari, Bjarni Tristan, Ragnar Sigurður, Kristófer Dan og Guðjón Máni.
Neðri röð f.v. Jens, Bjartur Elí, Sævar, Tómas Leó, Óliver Ás og Ásmundur
Krossnefir á ferð og flugi um bæinn
Á undanförnum dögum hefur verið mikið um krossnef hér í húsagörðum á Djúpavogi og muna menn ekki eftir að hafa séð jafn mikið í einu lagi af þessari skemmtilegu flækingsfuglategund hér á svæðinu. Í gær fór ljósmyndari á vettvang og kíkti við í trjálundi hjá Stefáni Guðmundssyni hafnarverði á Djúpavogi en í garði hans voru þá tvö pör af krossnef. Karlfuglinn er skrautlegri og litríkari og því eru eðli málsins fleiri myndir af honum. sjá einnig á http://djupivogur.is/fuglavefur/ . Tvíklikkið á myndirnar til að stækka. AS
Lag dagsins með Svavari Knút
Eins og íbúar Djúpavogshrepps ættu að vera farnir að vita ætlar Svavar Knútur að heimsækja okkur fimmtudagskvöldið 9. júlí og halda tónleika í Löngubúð. Til þess að hita mannskapinn örlítið upp fyrir þetta stórkostlega kvöld sem í vændum er, ætlum við að birta myndbönd með Svavari hér á heimasíðunni.
Lag dagsins heitir "Clementine", af plötunni I can't believe it's not happiness sem hljómsveit Svavars, Hraun, gaf út árið 2007.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir kr. 1000.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla Djúpavogsbúa til þess að fjölmenna í Löngubúð á fimmtudagskvöldið og taka vel á móti Svavari Knút.
Lag dagsins með Svavari Knút
Eins og fram kom á heimasíðunni í gær ætlar Svavar Knútur að heimsækja okkur fimmtudagskvöldið 9.júlí og halda tónleika í Löngubúð. Til þess að hita mannskapinn örlítið upp fyrir þetta stórkostlega kvöld sem í vændum er, ætlum við að birta myndbönd með Svavari hér á heimasíðunni.
Lag dagsins heitir "Ástarsaga úr fjöllunum" og er angurvært og hugljúft lag, svona rétt eins og starfsmenn skrifstofu sveitarfélagsins.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangseyrir kr. 1000.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla Djúpavogsbúa til þess að fjölmenna í Löngubúð á fimmtudagskvöldið og taka vel á móti Svavari Knút