Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Sjúkraflutningarskólinn

Þessa stundina er vefstjóri síðurnar á námskeiði að læra verða sjúkraflutningsmaður. Magnús Kristjánsson mætti á svæðið og tók nokkrar myndir af mér meðan verið var að bjarga mér úr bíl.

BTÁ
Myndir : Magnús Kristjánsson

small_1
Birgir kominn með hálskraga og KED vesti og veittur stuðningur við háls.

small_2
Verið að undirbúa og fjarlæga mig úr bílnum

small_4
Kominn á bakbretti.

small_5
Búið að reisa mann upp á  bakbrettinu.

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna

 

19-25 nov 2006

 

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Tjálfi SU

3.171

Dragnót

2

Arnar KE

3.589

Landbeitt lína

1

Öðlingur SU

5.325

Landbeitt lína

1

Anna GK

8.055

Landbeitt lína

1

Gísli Súrsson GK

14.663

vélbeitt lína

3

Bíldsey SH

18.865

vélbeitt lína

4

Páll Jónsson GK

64.678

vélbeitt lína

1

Kristín GK

62.411

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

60.236

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

61.802

vélbeitt lína

1

Papey

75.000

Eldislax

5

Samt

377.795

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna

 

12-18 nov 2006

 

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Tjálfi SU

2.558

Dragnót

1

Arnar KE

9.621

Landbeitt lína

2

Öðlingur SU

6.619

Landbeitt lína

1

Anna GK

7.403

Landbeitt lína

2

Bíldsey SH

13.090

vélbeitt lína

3

Páll Jónsson GK

102.978

vélbeitt lína

2

Kristín GK

58.821

vélbeitt lína

1

Arnarberg ÁR

40.751

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

31.620

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

65.884

vélbeitt lína

1

Papey

35.000

Eldislax

2

Samt

374.345

Íbúðarhús í byggingu.

Eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni var fyrr á þessu ári úthlutað fyrstu lóð í langan tíma undir íbúðarhús á Djúpavogi. Húsbyggjandi er Helga Björk Arnardóttir, starfsmaður við Leikskólann Bjarkatún. Húsið mun rísa við götuna Hlíð, en þaðan verður eitt fegursta útsýni, sem í boði er á Djúpavogi og er þó af ýmsu að taka. Nú stendur yfir vinna við sökkul hússins, en það er Austverk á Djúpavogi, sem annast húsbygginguna. Ljósmyndari heimasíðunnar var á ferðinni fyrir skömmu og festi stöðu framkvæmda á mynd.

 

BHG

 

 

 

Helga bj 1

 

 

Helga Björk 2

Helga Björk 3

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 5-11 nov 2006

 

 

 

 

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

fj róðra

Tjálfi SU

4.927

Dragnót

1

Arnar KE

3.488

Landbeitt lína

2

Öðlingur SU

4.635

Landbeitt lína

2

Anna GK

5.531

Landbeitt lína

2

Bíldsey SH

12.835

vélbeitt lína

3

Páll Jónsson GK

55.830

vélbeitt lína

1

Kristín GK

134.820

vélbeitt lína

2

Arnarberg ÁR

34.771

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

45.167

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

59.402

vélbeitt lína

1

Papey

35.000

Eldislax

2

Samt

396.406

 

 

Landaður afli vikuna 12-18 nov 2006

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

fj róðra

Tjálfi SU

2.558

Dragnót

1

Arnar KE

9.621

Landbeitt lína

2

Öðlingur SU

6.619

Landbeitt lína

1

Anna GK

7.403

Landbeitt lína

2

Bíldsey SH

13.090

vélbeitt lína

3

Páll Jónsson GK

102.978

vélbeitt lína

2

Kristín GK

58.821

vélbeitt lína

1

Arnarberg ÁR

40.751

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

31.620

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

65.884

vélbeitt lína

1

Papey

35.000

Eldislax

2

Samt

374.345

Síldarhlaðborð í Löngubúð

Laugardagskvöldið 18 nóv. var hið árlega Síldarhlaðborð í Löngubúð.
Þá var einnig sungið og leikið af fingrum fram af þeim frændsystkinum Írisi Birgisdóttur, Guðmundi H Gunnlaugssyni og Ásgeiri Ævari Ásgeirssyni.

Aðsókn var mjög góð og var stemmingin eftir því. EG/AS

Síldarhlaðborð

Síldarhlaðborð 1

Síldarhlaðborð 2

Síldarhlaðborð 3

Veðrabreytingar

Guðrún Aradóttir sendi okkur myndir sem hún tók í sumar frá "öðru sjónarhorni" á Djúpavogi.  En í dag  blæs hann að norðan, bræla, 6 stiga frost og smá snjóföl.  Með von um að myndirnar ylji ykkur  í frostinu núna. 

ASG  EG

 

dúna1

dúna3

dúna4

dúna5

dúna6

Frá Löngubúð

Síldar og laxahlaðborð verður haldið laugardaginn 18.nóvember.

Lifandi tónlist sem frændsystkinin Guðmundur Hjálmar, Ásgeir Ævar og Íris sjá um.

Lög eins og:                                                                            

Okkar nótt,

Have I told you lately,

Ég elska þig enn,

….og fleiri góð


Hlaðborðið stendur frá 20 til 21:30

Lifandi tónlist frá uppúr 21 til 23:30

Hlaðborð tónlist: 1400 kr.

Tónlist: 500 kr

Munum eftir smáfuglunum

Þegar þessi tími árs er kominn er eins og við vitum allra veðra von og nú spáir hann kólnandi á næstu dögum og má þá jafnvel búast við hvítri jörð um og eftir helgina.  Í þessu ljósi langar undirritaðan bara að minna íbúana á smáfuglana sem eru hér á ferðinni. Töluvert mikið hefur verið af flækingsfuglum nú í haust á Djúpavogi og hafa þeir í síauknum mæli sótt í húsagarða hjá íbúunum, sérstaklega þar sem einhver trjágróður er og von er á einhverju æti.    
Það er auðvelt að hæna fuglana að með því að fóðra þá reglulega.  

 Til upplýsingar er hér vitnað  í bæklinginn "Garðfuglar" en hann er gefin út af  Fuglaverndunarfélagi Íslands, en þar er einmitt talið upp heppilegt fóður fyrir smáfuglana.

Tilvitn. Snjótittlingar koma í hveitikorn, kurlaðan mais og brauðmola. Auðnutittlingar koma lítið í fóður meðan þeir hafa birkifræ, en þeir sækja hinsvegar í fóður þegar hagleysi er. Skógarþrestir og starar éta bæði ávexti og kornmeti. Starar eru einnig mjög hrifnir af fitu hverskonar.  Finkurnar sækja t.d. í sólblómafræ, sesamfræ og sérstakt finkufræ sem víða er hægt að fá. Finkurnar sækja hinsvegar ekki stíft í fóður fyrr en snjóað hefur og haglaust er.

Upptalning á hentugu fuglafóðri. Haframjöl, epli, perur, melónur og melónufræ, vínber og önnur ber, rúsínur, brauðmolar, kökur og kex, kjötsag, fituafskurður, smjör og smjörlíki, matarafgangar, hveitikorn, kurlaður maís, hirsi, sólblómafræ, fræblöndur fyrir gára, finkufræ, sesamfræ.  

Verum nú dugleg að gefa fuglunum í vetur, hugsið til fuglana t.d. áður en þið hendið matarafgöngum. Fuglarnir eru ótrúlega fljótir að hreinsa upp það sem hent er fyrir þá. Gamalt brauð, og dýrafita er t.d. lostæti í goggi þessara vina okkar.

Læt hér fylgja tvær myndir sem að ég tók nú í vikunni af tveimur finkum sem eru hér á ferðinni þessa dagana í húsagörðum á Djúpavogi. Þistilfinkan er mjög sjaldgæf en þetta er aðeins í fimmta skipti sem staðfest mynd næst af henni hér á landi.   Auk þessa má sjá þessa dagana gransöngvara, fjallafinkur, svartþresti, stara, músarindla auk hefðbundinna fugla eins og skógarþrastar. AS

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 29. okt - 4. nóv 2006

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Tjálfi SU

3.907

Dragnót

1

Magga SU

463

Handfæri

1

Glaður SU

56

Net

1

Birna SU

400

Landbeitt lína

1

Arnar KE

14.394

Landbeitt lína

4

Öðlingur SU

19.049

Landbeitt lína

4

Anna GK

18.880

Landbeitt lína

3

Gísli Súrsson GK

21.438

vélbeitt lína

5

Bíldsey SH

23.350

vélbeitt lína

5

Páll Jónsson GK

127.611

vélbeitt lína

2

Kristín GK

71.786

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

111.615

vélbeitt lína

2

Jóhanna Gíslad ÍS

87.107

vélbeitt lína

1

Samt

500.056

Jól á Austurlandi

Nú er undirbúningur hafinn að verkefninu Jól á Austurlandi sem tókst frábærlega vel í fyrra.

Markmiðið með þessu verkefni er sem fyrr að auka verslun í heimabyggð og þátttöku í þeim viðburðum sem í boði eru á aðventunni.  Auk þess er þetta liður í því að fá ferðamenn og aðra gesti til þess að heimsækja Austurland til að versla og njóta aðventunnar. 

Verkefnið verður rekið á sama hátt og áður. Verslunar- og þjónustuaðilar reiða fram ákveðin fjárframlög sem duga til þess að ráða sérstakan aðila til að sjá um verkefnið og kynna það.   Jafnframt leggja fyrirtækin, sem taka þátt í jólaleiknum, fram fyrirfram ákveðna vinninga. Veggspjald verður gefið út sem hefur að geyma viðburðaskrá aðventunnar. Síðan er gefin út sérstök jólabók þar sem vinningaskrá fyrirtækja er kynnt. Veggspjaldið er einnig happdrættismiði í leiðinni og því vert að geyma það vel. 

Veggspjaldinu ásamt jólabókinni verður dreift inn á heimilin með Dagskránni. Jól á Austurlandi verður sem fyrr auglýst á landsvísu,  í útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum, Dagskrárblöðum, veggspjöldum og á ferðaþjónustuvefnum, www.east.is. Stefnt er að því að koma út veggspjöldum og jólabók  22. nóvember og hefst jólaleikurinn jafnframt formlega þá. Skil á upplýsingum til Markaðsstofu verða því að berast eigi seinna en 10.nóvember  á netfangið  east@east.is

Viðburðaskrá

Allir viðburðir á aðventunni, sem berast okkur, eru auglýstir  á fyrrgreindu veggspjaldi.  Einnig að sjálfsögðu þeir viðburðir sem verslunar- og þjónustuaðilar eru með á sínum snærum til að gera bæina líflegri og jólalegri.  Til að fólk haldi veggspjaldinu og hendi því ekki verður hvert veggspjald númerað og fólk hvatt til að geyma það, þar sem það er líka happdrættismiði. 

Jólaleikurinn

Leikurinn gengur út á það að fólk fær sent til sín jólabók með jólaveggspjaldinu og í bókinni verða miðar með logo fyrirtækjanna sem taka þátt. Fólk getur rifið miða úr heftinu, merkt sér þá og skilað þeim inn í vinningapott viðkomandi fyrirtækis, um leið og það verslar á staðnum.  Dregið verður úr pottunum fyrsta virkan dag milli hátíða.  Vinningaskrá mun verða birt í fyrstu Dagskránni eftir áramót.  Þá er dregið í beinni útsendingu svæðisútvarps Austurlands um númer veggspjalds. Eins og áður verður aðalvinningurinn glæsileg ferð á vegum Ferðaskrifstofu Austurlands.

Þátttaka

Til þess að taka þátt í þessu frábæra verkefni, þá þarf aðeins að hafa samband við Markaðsstofu Austurlands fyrir 10. nóvember, til að skrá sig í leikinn.  Hvert fyrirtæki þarf að greiða ákveðið gjald fyrir þáttöku sem ákvarðast af stærð fyrirtækja.  Ákveða þarf vinning í jólahappdrættinu og láta Markaðsstofuna vita hver vinningurinn er svo hægt sé að birta hann í vinningaskrá. Útbúa þarf einhverskonar kassa fyrir miðana sem fólk skilar inn í verslunina um leið og það verslar.  Vinningshafi er síðan dreginn út á milli jóla og nýárs og er hann og/Markaðsstofan látin vita.  

Verkefnið hefur verið í gangi undanfarin 7 ár og skilað mjög góðum árangri. Með því að standa saman náum við enn betri árangri og stuðlum að blómlegra mannlífi og verslun í heimabyggð.

Með bestu kveðju,

Katla Steinsson

Markaðsstofa Austurlands

www.east.is  east@east.is

Menningaráætlun ESB lýsir eftir umsóknum

ESBNý Menningaráætlun ESB (2007-2013) / Culture Programme (2007-2013) lýsir eftir umsóknum um styrki á sviði menningar og lista.

Upplýsingar um áætlunina eru aðgengilegar á vefsíðu Upplýsingaþjónustu Menningaráætlunar ESB, www.evropumenning.is .   

Gögnin eru birt með fyrirvara um endanlegt samþykki stofnana ESB.  Auglýstur umsóknarfrestur er 28. febrúar 2007.  

Íslendingar eru víða virkir í evrópsku lista- og menningarsamstarfi – ástæða er til að benda fólki á að kanna hvort þættir í starfsemi sem þegar er stunduð eða fyrirhuguð geta fallið undir skilgreiningar Menningaráætlunarinnar á styrkhæfum verkefnum. 

 tyrkir verða veittir í eftirfarandi flokkum:

1.2.2. Þýðingar.  Útgefendur geta sótt um þýðingarstyrki til að þýða 4 til 10 evrópsk verk (ekki er gerð krafa um samstarf milli landa)

1.2.1. Samstarfsverkefni sem vara allt að tveimur árum og eru með þátttöku frá a.m.k. þremur aðildarlöndum áætlunarinnar.  Samstarfsverkefni skulu fela í sér nýungar, vera skapandi og vera til þess fallin að leiða til áframhaldandi samstarfi.

1.1. Verkefni sem vara 3 til 5 ár og eru með þátttöku a.m.k. sex aðildarlanda áætlunarinnar.   Hér er um að ræða verkefni sem geta lagt grunn

að sjálfbæru og skipulegu samstarfi í menningargeiranum. Styrkir eru ætlaðir til að styðja þá sem vilja hefja slíkt samstarf eða víkka það til fleiri landa.

Auk þess sem að framan er talið styrkir Menningaráætlun ESB starfsemi evrópskra menningarstofnana, samstarfsneta og evrópska menningarviðburði sem ná til a.m.k. sjö Evrópulanda.  Hér er skilyrði að starfsemin sé evrópsk frekar en tengd einstökum Evrópulöndum og að ekki færri en 7 aðildarlönd eigi þátt i henni.   Umsóknarfrestur er til 22. desember 2006.   Þá auglýsir menningaráætlunin eftir aðilum til að taka að sér skipulagningu og umsjón Evrópuverðlauna á sviði menningararfleifðar.

Hin nýja menningaráætlun verður kynnt á fundi Norrænu upplýsingaskrifstofunnar á Akureyri 23. nóvember, sjá http://www.akmennt.is/nu/ . Fundir á höfuðborgarsvæðinu verða auglýstir síðar.  Skrifstofa Upplýsingaþjónustunnar er opin frá 9 – 17 alla virka daga.

Aldarminning Eysteins Jónssonar

Málþing í Þjóðmenningarhúsinu 12. nóv. 2006 kl. 14:00  

Djúpavogshreppi hefur borizt samantekt vegna aldarminningar Eysteins Jónssonar, sem fæddur var 13. nóv. 1906.

Haldið verður upp á hana með málþingi í Þjóðmenningarhúsinu 12. nóv. 2006 kl. 14:00.

Við leyfum okkur að birta hér í heild samantekt, sem unnin hefur verið af þessu tilefni, en eins og þar kemur fram var Eysteinn fæddur í Hrauni á Djúpavogi og hafði mjög sterkar taugar til byggðarlagsins.

Hann er einn af beztu og þekktustu sonum Djúpavogs og var mjög virtur sem stjórnmálamaður og ráðherra.

Auk þess hafði hann t.d. mikinn áhuga á útivist og náttúruvernd.

BHG

hspace=0

hspace=0

hspace=0

hspace=0

Íslenskukeppni grunnskóla

Fyrir hönd grunnskólans keppa:  Helgi Týr Tumason, 10. bekk, Arnar Jón Guðmundsson, 9. bekk og Jóhann Atli Hafliðason 9. bekk.  Smellið hér til að skoða auglýsinguna.

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 22-28  okt 2006

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Tjálfi SU

13.158

Dragnót

4

Arnar KE

7.894

Landbeitt lína

3

Öðlingur SU

3.348

Landbeitt lína

2

Anna GK

10.055

Landbeitt lína

3

Gísli Súrsson GK

20.455

vélbeitt lína

4

Bíldsey SH

10.755

vélbeitt lína

3

Páll Jónsson GK

60.141

vélbeitt lína

1

Kristín GK

49.372

vélbeitt lína

1

Hrungnir GK

46.268

vélbeitt lína

1

Jóhanna Gíslad ÍS

56.145

vélbeitt lína

1

Samt

277.591

 

 


Smábátahöfn

Umf. Neisti auglýsir, uppfært

Þeir, sem hafa áhuga á að gera pöntun í nýju Neistahettupeysurnar, stuttbuxurnar og bolina, geta gert það í Íþróttahúsinu frá kl. 12:00 - 14:00 laugard. 4. nóv. og frá kl. 16:00 - 18:00 fimmtud. 9. nóv. 2006. Einnig er hægt að hafa samband við Hlíf í síma 845-1104.Þeir, sem hafa áhuga á að gera pöntun í nýju Neistahettupeysurnar, stuttbuxurnar og bolina, geta gert það í Íþróttahúsinu frá kl. 12:00 - 14:00 laugard. 4. nóv. og frá kl. 16:00 - 18:00 fimmtud. 9. nóv. 2006. Einnig er hægt að hafa samband við Hlíf í síma 845-1104.

Einnig verðum við með handklæði með Neistamerkinu.

Allir pantanir, sem fólk vill vera öruggt með að fá afgr. fyrir jól, þurfa að berast í síðast lagi 9. nóv.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af fatnaðinum. Þess má geta að hettupeysurnar verða með Neista merkinu.

Neist fatnaður_1

Neist fatnaður_2

Neist fatnaður_3

Dagar myrkurs

Fjórðungshátíðin “Dagar myrkurs” er sífellt að vinna sér fastari sess á Djúpavogi.

ÁRSHÁTÍÐ GRUNNSKÓLANS
Hátíðin byrjaði í þetta sinn föstudaginn 3. nóv. kl. 18:00 með áhrifamikilli sýningu á árshátíð Grunnskóla Djúpavogs. Þar var áherzla lögð á myrkrið. Fluttir voru stuttir leikþættir, tónlist og sögur tengdar myrkrinu, draugatrú og ýmsu óhugnanlegu, en boginn þó hvergi spenntur um of. Í stuttu máli var um frábæra sýningu að ræða og þótt andrúmslofið yrði einstaka sinnum uggvænlegt, var þess gætt að styggja ekki ungar barnssálir og aðra viðkvæma í samkomusalnum á Hótel Framtíð þetta kvöld. (Sjá nánar á heimasíðu Grsk. Djúpavogs ).

FAÐIRVORAHLAUP
Laugardaginn 4. nóv. kl. 17:00 fór fram hefðbundið “faðirvorahlaup” í þriðja sinn í Skógrækt Djúpavogs. Kveikjan að því var atburður með þessu nafni í tengslum við Stefánskvöld haustið 2003. Það var haldið til minningar um Stefán Jónsson, alþingismann, rithöfund og útvarpsmann, sbr. frásögn í bók hans “Að breyta fjalli”. Hann hljóp, myrkfælinn mjög, frá Teigarhorni og út í þorp eftir að hafa fylgt stúlku, sem hann var skotinn í, heim að bænum. Lýsir hann því svo að hann hafi runnið skeiðið á 3 faðirvorum. Þykir það nokkuð vel af sér vikið. Í Skógræktinni gengu viðstaddir hring eftir göngustígum, sem þar hafa verið gerðir af mikilli útsjónarsemi og elju. Svæðið var lýst upp með drungalegum hætti. Voru þarna kynjaverur á ferð um skóginn, sem í sér létu heyra. Einnig var þarna tónlistaratriði. Allir komust þó óskaddaðir frá þessu.

KERTAFLEYTING
Síðar þetta sama kvöld, kl. 18:30 stóð Kvenfélagið Vaka fyrir kertafleytingu í Djúpavogshöfn í kyrru og góðu veðri. Endurvörpuðust tær ljósin í augum barna á öllum aldri, sem þarna voru og gerðu þetta að mjög hátíðlegri stund.

FLATBÖKUKVÖLD
Milli kl. 19 – 21 var boðið upp á flatbökukvöld á Hótel Framtíð. Meðal tegunda voru; “afturgöngubaka, nykurslaufur og baka með forynjuhakki”.

RÓMANTÍSK STUND Í SUNDLAUGINNI
Sundlaug staðarins var opin frá kl. 20 – 22. Þar var ókeypis inn og boðið upp á kertum skreytta sali. Einnig voru ostar og ýmsir smáréttir úr laxi reiddir fram í boði Salar Islandica. Um salina hljómaði rómatísk og seiðandi tónlist úr safni smekkmanna, sem ekki eru aldir upp í síbylju nútímans.

RÓMÓKVÖLD Í LÖNGUBÚÐ
Síðar þetta sama kvöld kl. 20:00 var “rómókvöld” í Löngubúð. Boðið var upp á drykki á góðu verði og hinn virðulegi salur lýstur upp með rauðum kertum. Hápunktur kvöldsins var tónlist hinnar sænsku Malin, sem flutti m.a. frumsamið efni.

Myndirnar, sem fylgja umfjöllun þessari lýsa vonandi stemmingunni betur en nokkur orð. Höfundur mynda er Sigurður Aðalsteinsson.

Djúpavogsbúar eru stoltir af þessari viðbót inn í annars öflugt menningarlíf á staðnum og fullvissir um að  “Dagar myrkurs” eru komnir til að vera á Djúpavogi.

Þeim sem komu að því að undirbúa atburði og vinna að framgangi þeirra er hér með þakkað fyrir framtakið.

BHG.

 

hspace=0
Gunnar, Ýmir og Lísa

hspace=0
Þórdís, Kristborg, Stefán og Axel

hspace=0
Anný Mist

hspace=0
Guðbjört og Anný Mist

hspace=0
Katla, Guðbjört og Anný Mist

hspace=0
Snjólfur, Stefa, Guðný og Ninni

hspace=0
Margir mættir, m.a. "Doddi draugur"

hspace=0
Kertafleyting

hspace=0
Askur, Hafrún og Fanný

hspace=0
Kertafleyting

hspace=0
Stebbi, Þórunborg, Nína og Ragnar í "Kenwood Chef"

hspace=0
Dísa, Stefa og Ninni

hspace=0
Sundlaug Djúpavogs, aðlaðandi sem aldrei fyrr

hspace=0
Landsmálin rædd í pottinum

hspace=0
Hrönn í kökuskurði

hspace=0
Dröfn, Helga og Heiða

hspace=0
Malin syngur fyrir liðið

hspace=0
Malin hin sænska

hspace=0

hspace=0
Íris, Róbert, Guðni, Gunnar og Gunnar

hspace=0
Séð yfir hópinn

Sviðamessa

Hin árlega Sviðamessa var haldin á Hótel Framtíð á Djúpavogi laugardaginn 28. október. Sviðamessan hefur verið samstarfsverkefni Vísnavina á Djúpavogi og Hótelsins í allnokkur ár og hefur unnið sér fastan sess, bæði í hugum heimamanna og brottfluttra. Auk þess kemur alltaf fólk úr nágrannabyggðarlögum, enda telja menn sig geta gengið að því vísu að á þessum skemmtunum sé boðið upp á góðan mat og frambærileg skemmtiatriði.

Sviðamessa

Í þetta sinn voru menn poppaðri en venjulega, þar sem “heimahljómsveitin” æfði upp skemmtidagskrá með íslenzkri tónlist áranna frá u.þ.b. 1970 - 1985. Í hljómsveitinni voru: Ýmir Már Arnarson, Jón Ægir Ingimundarson, Guðmundur Hjálmar Gunnlaugsson, Ólafur Björnsson og Kristján Ingimarsson. Söngvarar voru: Helga Björk Arnardóttir, Kristján Ingimarsson, Kristjón Elvarsson og Dröfn Freysdóttir. Tæknimenn voru Ásgeir Ævar Ásgeirsson og Óðinn Sævar Gunnlaugsson. Fékk dagskráin góðar undirtektir, enda var hún vel æfð og flutt með tilþrifum. Kynnir kvöldsins var hinn eini og sanni Gunnar Sigvaldason, sem fór á kostum eins og við var að búast.

Sviðamessa

Aðalmatur kvöldsins voru - eins og nafnið bendir til - afurðir af blessaðri sauðkindinni. Mest bar á sviðnum hausum, bæði heitum og köldum og rjúkandi sviðalöppum. Einnig voru flatbökur fyrir þá, sem ekki hafa uppgötvað töfra sviðanna. Heimasíðan átti mann á staðnum, sem tók meðfylgjandi myndir. Jafnframt tókst honum að verða sér úti um upplýsingar um helztu magntölur í sambandi við veizluna.

Á boðstólum voru 300 sviðalappir, 80 sviðahausar, 10 kg af kartöflum og 30 kg af rófum. Auk þess var boðið upp á um 60 flatbökur (pizzur) og þar á meðal nýja tegund, svokallaða “sviðapizzu”.

Skemmtuninni lauk síðan með dúndrandi balli undir leik “Braggabandsins” frá Hornafirði.

Sviðamessa
Árni kokkur

Sviðamessa
Siggi kokkur

Sviðamessa
Þórir Stefánsson

Sviðamessa
Natan

Sviðamessa
Ari

Sviðamessa
Stefán Hrannar kennari

Sviðamessa
Sviðapizzan

Sviðamessa
Guðný og Bjarney

Sviðamessa
Hrönn

Sviðamessa
Jón Ægir

Sviðamessa
Kristján og Ýmir

Sviðamessa
Gunnar

Sviðamessa
Bjarney og Eðvald

Sviðamessa
Dröfn og Kristján

Sviðamessa
Helga

Sviðamessa
Óli

Sviðamessa
Ýmir og Gummi

Sviðamessa
Rock show hópurinn

Sviðamessa
Gummi

Dagar myrkurs

Faðirvorahlaupið
Faðirvorhlaupið small

Kertafleytingar
Kertafleytingar Vaka small

Kósýstund
Kósystund small

Langabúð
Langabúð Dagar myrkurs small

Hótel Framtíð
Hótel framtíð small

Umf. Neisti auglýsir

Þeir, sem hafa áhuga á að gera pöntun í nýju Neistahettupeysurnar, stuttbuxurnar og bolina, geta gert það í Íþróttahúsinu frá kl. 12:00 - 14:00 laugard. 4. nóv. og frá kl. 16:00 - 18:00 fimmtud. 9. nóv. 2006.

Einnig verðum við með handklæði með Neistamerkinu.

Allir pantanir, sem fólk vill vera öruggt með að fá afgr. fyrir jól, þurfa að berast í síðast lagi 9. nóv.

Stjórnin