Djúpivogur
A A

Aðalvefur

Óvenjuleg biðukolla

Það eru ekki allir sem að taka eftir hinu smáa í umhverfinu, en það gerði hinsvegar Axel Kristjánsson þrátt fyrir ungan aldur þegar óvenjuleg biðukolla varð á vegi hans í gær.  Axel vildi að sjálfsögðu koma biðukollunni á framfæri enda er hún mjög sérkennileg. Helstu blómaspekingar á svæðinu hafa ekki áður séð slíka biðukollu, en hún er semsagt tvíblóma. Við þökkum að sjálfsögðu Axel fyrir að sýna okkur blómið.  AS

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 20-26  ágúst

Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri

Róðra fjöldi

Hælsvík GK

4.673

Landbeitt lína

1

Öðlingur SU

11.076

Landbeitt lína

3

Goði SU

1.610

Landbeitt lína

2

Tjálfi SU

11.396

Dragnót

2

Magga SU

5.145

Handfæri

7

Emilý SU

1.659

Handfæri

2

Guðný SU

4.282

Handfæri

3

Eyrún SU

1.423

Handfæri

3

Már SU

2.939

Handfæri

4

Jóhanna Gíslad ÍS

105.186

vélbeitt lína

2

Hrungnir GK

56.091

vélbeitt lína

1

Sturla GK

57.504

vélbeitt lína

1

Sighvatur GK

156.437

vélbeitt lína

2

Páll Jónsson GK

124.229

vélbeitt lína

2

Kristín GK

138.286

vélbeitt lína

2

Samt

681.936

 

 


small_1

small_2

Nýtt íbúðarhús við götuna Hlíð

Í morgun var hafist handa við að grafa fyrir nýju íbúðarhúsi við götuna Hlíð á Djúpavogi. Þessi staðreynd þykir að sjálfsögðu mikil og góð frétt þar sem að heil 10 ár eru síðan síðasta íbúðarhús var byggt á Djúpavogi.  Húsbyggjandi er Helga Björk Arnardóttir og sendum við henni hér að sjálfsögðu hamingjuóskir með fyrstu skóflustunguna sem sjá má hér á meðfylgjandi myndum sem voru teknar á vettvangi í morgun. Nú er svo bara að bíða og sjá hvort það komi ekki fleiri á eftir en töluvert hefur verið spurt um lausar lóðir á Djúpavogi að undanförnu.
Það voru þeir kappar Stefán Gunnarsson og Guðmundur Gunnlaugsson  frá  SG vélum Djúpavogi sem að tóku grunninn.  AS

Lóð Hlíð 2
og þá

Lóð Hlíð 3
er fyrsta skóflustungan staðreynd

Nýtt met

Vikuna 14. - 20. ágúst fengum við 5.270 heimsóknir á síðuna okkar.

Tölfræði

Samkvæmt vefmælingalista www.modernus.is erum við að slá vefjum út eins og www.hagstofan.is , www.akureyri.is , www.fm957.is , www.penninn.is,  www.skifan.is  og www.arsenal.is en sveitarstjóri telur Arsenal-menn óvenju slaka þetta árið. Þannig að það er eftir litlu að slægjast á heimasíðu þeirra.

En þetta er með fyrirvara þar sem talning www.modernus.is gæti á einhvern hátt verið öðruvísi en hjá okkur.

www.djupivogur.is þakkar lesendum sínum fyrir að stuðla að þessu afreki með okkur.

BTÁ

Gatnaframkvæmdir á Djúpavogi

Í gær og dag hefur Malarvinnslan frá Egilsstöðum verið hér á Djúpavogi við malbikun á götum og bílastæðum. Eftir er að klára að leggja á nokkur bílastæði og plön svo og að setja kantstein en það verður væntanlega gert strax  í næstu viku. Þá er ætlunin að gera við stærri skemmdir í götum á nokkrum svæðum í þorpinu.  Mikil prýði verður af þessari framkvæmd við göturnar og sérstaklega verður þetta mikill munur fyrir íbúana sem hafa beðið töluvert lengi eftir að ráðist yrði í þetta verk. AS

Skóli hefst

Ekki var annað að skynja hjá börnunum en að tilhlökkun væri yfir því að hefja skólastarfið.  Ótrúlegt var að sjá hvað tognað hafði úr sumum nemendum á ekki lengri tíma.

Kl. 13:00 opnaði Bergþóra Birgisdóttir, formaður Kvenfélagsins Vöku,  formlega nýju náttúrufræðistofuna, með lyklinum hennar Þórunnborgar.  Þrátt fyrir að stofan sé ekki búin fullkomnustu tækjum og tólum þá er þarna kominn góður vísir að náttúrufræðistofu og var ekki annað að sjá en að fólki litist vel á.  Það sem m.a. var keypt fyrir peninginn frá þeim kvenfélagskonum voru 3 smásjár, rafgreiningartæki, frumeindasett, líkön, stafræn smásjá, stórt lotukerfiskort, tilbúin sýni fyrir smásjár, bæði úr jurta- og dýraríkinu o.m.fl.  Enn og aftur þökkum við þeim kvenfélagskonum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Kennarar og starfsfólk Grunnskóla Djúpavogs bjóða nemendur og forráðamenn velkomin til starfa skólaárið 2006 - 2007.

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 13-19 ágúst Skip/Bátur

Afli

veiðarfæri Róðra fjöldi

Hælsvík GK

3.426

Landbeitt lína

1

Öðlingur SU

6.004

Landbeitt lína

1

Emilý SU

576

Landbeitt lína

1

Goði SU

815

Landbeitt lína

1

Tjálfi SU

14.879

Dragnót

3

Sigurvin SU

333

Net

2

Magga SU

2.794

Handfæri

4

Már SU

2.007

Handfæri

2

Jóhanna Gíslad ÍS

119.919

vélbeitt lína

2

Hrungnir GK

93.076

vélbeitt lína

2

Sighvatur GK

67.053

vélbeitt lína

1

Kristín GK

62.392

vélbeitt lína

1

Samt

373.274

 

 

Smábátahöfn

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 6-12 ágúst Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Tjálfi SU 1.940 Dragnót 1 Glaður SU 858 Net 2 Magga SU 1.592 Handfæri 3 sigurvin SU 390 Net 2 Samt 4.390    

Smábátahöfn

Gjöf frá foreldrafélagi leikskólans

Foreldrafélag leikskólans er virkt og öflugt félag innan leikskólans.  Í dag færði það leikskólanum að gjöf tvö hlaupahjól og tvær gröfur að gjöf börnunum til mikillar gleði.  Þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir þessar gjafir og vitum að þær eiga eftir að verða börnum til mikillar gleði.

Útivera í sumarblíðunni2Þór að prófa nýju gröfuna

Útivera í sumarblíðunni28  Fanný Dröfn að prófa nýja hlaupahjólið

Útivera í sumarblíðunni29  Hafrún Alexía með nýja hlaupahjóllið

Námskeið frá Mentor.is

Eftir kennarafund í morgun hófst námskeið á vegum fyrirtækisins Mentor.is.  Leiðbeinandi á námskeiðinu var Vilborg Stefánsdóttir og var hún að kenna kennurunum á nýtt vinnuumhverfi sem kemur til með að auka og bæta allt upplýsingaflæði frá skólanum.  Námskeiðið var mjög gagnlegt og munu foreldrar á næstu vikum og mánuðum fá  upplýsingar um stöðu og ástundun nemenda, ásamt fleiru.  Fljótlega fá foreldrar send heim bréf þar sem þeir munu finna lykilorð og upplýsingar um það hvernig þeir geta nálgast upplýsingar um nemendur, lesið dagbókarfærslur o.fl.

Neistadagurinn

Í gær var  Neistadagurinn haldinn hátíðlegur á Djúpavogsvelli. Neistadagurinn er árlegur viðburður þar sem félagar og velunnarar UMF. Neista koma saman og kveðja sumarið.   Mæting var með ágætum  að þessu sinni enda blíðskaparveður og var ekki annað að sjá en að allir viðstaddir skemmtu sér vel.  Keppt var helstu greinum frjálsra íþrótta og má segja að sannur íþróttaandi hafi svifið yfir svæðinu. Að lokinni keppni var börnunum sem tóku þátt í íþróttastarfinu í sumar veittar viðurkenningar frá félaginu.  Grillað var að venju og þá kom Hlíf Herbjörnsdóttir sterk inn, en hún hafði  bakað dýrindis tertur og kökur sem viðstaddir lofuðu í hástert.  Óvænt tónlistaratriði leit dagsins ljós en þar fór sveitarstjórinn í broddi fylkingar með nýjan Neista slagara með þriggja kvenna kór sér við hlið, en hann var skipaður Helgu Björk, Hlíf og Sóley Dögg. 
Í sumar var Anton Stefánsson framkvæmdastjóri Neista.  Anton hefur staðið sig afskaplega vel í þessu hlutverki fyrir Neista og ber að þakka honum sérstaklega fyrir vel unnin störf í sumar, eftirtektarvert er t.d.  hve íþróttasvæðið allt hefur verið vel hirt og snyrtilegt í sumar og hefur Anton einmitt hugsað sérstaklega vel um það ásamt því að þjálfa börnin. Hér fylgja svo myndir sem teknar voru á Neistadaginn. Áfram Neisti.  AS   

                 13   
  Anton framkvæmdastjóri í gömlu Neistatreyjunni. Það var hin gamla íþróttakempa Stefán Arnórsson sem ánafnaði Neista þessa treyju fyrir nokkrum árum, en þetta er treyja úr fyrsta búningasetti Neista.  

                2
  Þórunn Amanda leggur í langstökkið

               20
  Hópur af Neistakrökkum að leik

               3
  Ísabella á harða hlaupum á langstökksbrautinni

              4
  Bergsveinn Ás bíður eftir ræsingu í langstökkið

              5
         Ómar Freyr léttur á fæti

            6
    Flott stökk hjá Þórunni

           7
   Jens einbeittur og leggur allt í sölurnar

           8
  Kristófer er líka einbeittur og stekkur hátt

           n1
  Nú skal sko tekið á því, Fanný á fleygiferð

          9
  Davíð Örn býr sig undir langt stökk

          10
  Og svo er bara gott að slaka á í sandinum á eftir

         11
  Bergsveinn Ás á röltinu milli greina 

         n2
  Davíð Arnar er líka mættur á svæðið

         12
  Svo er líka nammidagur, Elísa Rán mundar sleikjóinn

       
      15
   Neistaslagarinn fluttur og hraustlega tekið undir. 

       n3
  Veðrið skartar sínu fegursta á Neistadaginn

Fjarkennsla

Samvil ehf - símenntun býður upp á áhugaverð námskeið í fjarnámi. Sjá nánar www.simnet.is/samvil eða www.fjarkennsla.com. Skráning á námskeið er á vefnum www.simnet.is/samvil, í tölvupósti samvil@simnet.is eða í síma 5537768 eða 8987824.

Námskeið sem boðið er upp á í september eru:

4.sept.-30.okt. Heildstætt bókhalds- og tölvubókhaldsnámskeið, 8 vikur. Verð 48.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur

5.sept.-3.okt. Lýðheilsa, - námskeið um holt mataræði og hreyfingu, 4 vikur, verð 25.000,-kr. Umsjón: NN

 8. sept.- 20.okt. Vefsíðugerð í FrontPage. Námskeið í gerð heimasíðu skóla/bekkja. 6 vikur. Verð 30.000,-kr. Umsjón: Kristín Helga Guðmundsdóttir, M.Ed. í kennslufræði og upplýsingatækni.

11.sept.-9.okt. Bókhald I (Grunnnámskeið í hefðbundnu bókhaldi), 4 vikur. Verð 25.000,-kr. Umsjón: Viðskiptafræðingur

fjarkennsla_2

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 30 júlí-5 ágúst Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Goði SU 254 Landbeitt lína 1 Tjálfi SU 6.614 Dragnót 2 Guðný SU 466 Handfæri 1 Magga SU 1.858 Handfæri 2 Már SU 2.253 Handfæri 3 Samt 9.192

Góðar gjafir til Ríkarðssafns

Ríkarðssafni hafa nýverið borizt 2 góðar gjafir. Í báðum tilfellum er um að ræða verk eftir Ríkarð Jónsson.

small_4  

Annars vegar er um að ræði listilega vel gerðan “hefil” úr rostungstönn og dökkum harðviði. Sagan á bak við tilurð hans er sú að Benedikt Einarsson frá Ekru í Stöðvarfirði (f. 07.03.1918 / d. 01.04.2001) var í ágúst 1958 að lagfæra glugga í húsi Ríkarðs og Maríu konu hans við Grundarstíg. Féll hann þá úr stiga af annarri hæð niður á gangstéttina og hryggbrotnaði. Sem betur fer náði Benedikt sér þó af þessum meiðslum. Árið 1961 færði listamaðurinn honum hefilinn að gjöf frá þeim hjónum. Að ósk Benedikts var gripurinn afhentur safninu að honum látnum. Með gjöfinni fylgdi bréf dags. 10. ágúst 2006 með ofangreindum upplýsingum, en þann dag afhenti dóttir Benedikts, Ragnheiður og eiginmaður hennar, Guðbjörn Jónsson, safninu gripinn. Eru gefendum færðar hinar beztu þakkir fyrir þá ræktarsemi, sem því er sýnd með þessari verðmætu gjöf.

small_1   small_2

16. ágúst 2006 barst Ríkarðssafni í pósti lítil útskorin “nafnplata” með verki eftir Ríkarð, en efst á henni trónir fuglsmynd. Gefandinn er Gunnar Ferdinandsen, fæddur í Osló 12. des. 1926. Aðdragandi málsins var sá að s.l. vor barst safninu bréf, þar sem Gunnar lætur í ljós vilja til að koma verkinu sem gjöf til Ríkarðssafns, þar sem hann sé farinn að eldast og hafi ákveðið í samráði við börn sín reyna að koma verkinu til Íslands. Segir hann m.a. í umræddu bréfi frá því hve hrifinn hann hafi verið af fjölskyldulífi Ríkarðs meðan hann dvaldi hérlendis hluta árs 1950, löngum kvöldverðum, með fjölbreyttum umræðuefnum, sagnakvöldum, söngvagleði, upplestri o.fl. Auk þess hafi hann heillast af náttúru landsins. Sveitarstjóri svaraði bréfinu og falaðist að sjálfsögðu eftir verkinu. Í öðru bréfi lýsir Gunnar m.a. siglingu umhverfis landið með Esju og telur hann að hann hafi t.d. komið til Djúpavogs í þeirri ferð, en það er mjög líklegt. Einnig lætur hann m.a. í ljós von um að fleiri eigendur verka listamannsins sjái ástæðu til að færa safninu þau að gjöf.

small_3

Undirritaður vill hér með þakka gefandanum hlýhug og góða gjöf. Einnig er þakkarvert það sem kemur skýrt fram í báðum bréfum GF, hve sterkum böndum hann hefur tengst landinu okkar, þrátt fyrir að leiðir hans hafi ekki legið hingað aftur. Gunnari munu verða sendar myndir, sem teknar voru við afhendingu gjafarinnar 17. ágúst 2006.

Samskipti vegna gjafanna liggja frammi á Ríkarðssafni.

Björn Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri

Þeir fiska sem róa

Landaður afli vikuna 30 júlí-5 ágúst Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi Goði SU 254 Landbeitt lína 1 Tjálfi SU 6.614 Dragnót 2 Guðný SU 466 Handfæri 1 Magga SU 1.858 Handfæri 2 Már SU 2.253 Handfæri 3 Samt 9.192

Endurbætur hjá Vísi hf á Djúpavogi

Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á húsnæði Vísis hf  hér á Djúpavogi. Búið er leggja nýtt epoxyefni á golf og veggi í sal þar sem pökkun á saltfiski fer fram.

Verkið annaðist fyrirtækið Gólflausnir Malland.  Hér fyrir neðan má sjá myndir fyrir og eftir breytingu.  Miklar breytingar hafa staðið yfir innan veggja fyrirtækis Vísis á Djúpavogi á liðnu ári og er greinilegur kraftur í mönnum þar á bæ.

AS/BTA

hspace=0

hspace=0

hspace=0

hspace=0

hspace=0

hspace=0

hspace=0

hspace=0

hspace=0

Gamli bryggjuskúrinn

Gamli bryggjuskúrinn er óðum að hverfa. Hér má sjá smá myndaseríu af bryggjunni eins og hún er í dag.

Gamla

Gamla

Gamla

Frá Grunnskóla Djúpavogs

Grunnskóli Djúpavogs hefst föstudaginn 25. ágúst nk. með Opnu húsi frá kl. 10:00 – 14:00.  Þá eiga nemendur og forráðamenn að heimsækja umsjónarkennara, fá afhentar stundatöflur, kennslubækur og hitta mann og annan.  Formleg kennsla hefst síðan skv. stundaskrá mánudaginn 28. ágúst. 

Forráðamenn nýrra nemenda eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skólastjóra sem fyrst, í síma:  478-8246 til að ganga frá skráningu, eða með því að koma í heimsókn í grunnskólann.

Í næstu viku munu forráðamenn fá send heim skráningarblöð sem mikilvægt er að þeir fylli út með börnum sínum.  Þar er t.d. um að ræða skráningu í viðveru 1. – 5. bekkjar, aðstoð við heimanám 6. – 10. bekkjar, mat á Hótel Framtíð, drykkjarmiða, skráningu í val o.fl.  Mikilvægt er að forráðamenn og nemendur fylli miðana út í sameiningu og að þeim verði skilað á föstudaginn 25. ágúst á Opnu húsi.

Verið velkomin í skólann,
skólastjóri.

Síðasti leikur mfl karla á Djúpavogsvelli í sumar

Í dag var háður síðasti leikur sumarsins á Djúpavogsvelli þegar Neisti tók á móti Vinum og voru þessar myndir teknar af því tilefni.  Lið Neista var óvenju þunnskipað að þessu sinni en 5 fastamenn vantaði í liðið m.a. voru þrír í leikbanni.  Leikurinn endaði 3 -2 fyrir Vinum.
Í leiknum í dag brá fyrir gamalli kempu meðal leikmanna, en trúlega hefur sá hinn sami ekki átt von á því að hann ætti eftir að spila deildarleik á Djúpavogsvelli þegar hann lagði upp í sumarfríið sunnan heiða. Þarna var semsagt mættur Gísli Sigurðarson frá Vegamótum, Gísli hafði greinilega engu gleymt og skilaði sinni stöðu með sóma þrátt fyrir að yfirferðin væri kannski ekki sú sama og í eina tíð. Þó höfðu áhorfendur á orði að það hefði lifnað yfir leiknum með innkomu Gísla.
Þrátt fyrir óstöðugt gengi Neista í sumar er það virkilega virðingarvert að félagið hafi hér af þrautseigju haldið úti liði nú eins og á undanförnum árum. Liðið hefur fyllilega staðið jafnfætis  öðrum liðum hér á Austurlandi sem að hafa þó flest margfalt stærri bæjarfélög á bak við sig og þar af leiðandi úr mun stærri leikmannahópum að velja þegar leikbönn, meiðsl og aðrir þættir spila inn í. Djúpavogsbúar eiga því að vera stoltir af liðinu sínu. 
Það er mjög mikilvægt að áfram verði haldið úti knattspyrnuliði hér og vonandi mun Neisti taka ákvörðun um það strax að loknu þessu tímabili svo undirbúningstímabilið geti hafist tímanlega.  Það hefur sýnt sig að það er almennur og mikill áhugi meðal íbúa hér á Djúpavogi að mæta á völlinn og styðja við bakið á Neista og vonandi verður svo áfram. 
 Neisti á einn leik eftir í sumar þ.e. við Dalvík/ Reynir.   Áfram Neisti     AS

Ný upplýsingaskilti Merkingar við fuglaskoðunarsvæðið

Nýverið hefur verkefnishópur birds.is látið setja upp myndræn skilti með fuglamyndum og korti af fuglaskoðunarsvæðinu til upplýsingar fyrir ferðamenn og aðra áhugasama um fuglaskoðun.
Skiltin hafa verið sett upp á þremur stöðum á svæðinu þ.e. við vegamót að bænum við þjóðveg, inn í bænum sjálfum við aðkomu tjaldsvæðisins og svo við fuglaskoðunarsvæðið sjálft og hafa þau vakið mikla athygli gesta.  
Frá þeim tíma er skiltin hafa verið sett upp hafa sífellt fleiri lagt leið sína um fuglaskoðunarsvæðið og má merkja greinilegan áhuga ferðamanna almennt á fuglaskoðun.  Þrátt fyrir að besti fuglaskoðunartíminn sé í apríl, maí og júní upp á fjölbreytni fuglalífsins að gera,  er engu að síður mikill fjöldi anda og unga á svæðinu um þessar mundir svo og er hægt að sjá marga, lóma, flórgoða, og stóra hópa af lóuþræl og marga fleiri fugla.
Hér á myndum má sjá skiltin sem hafa verið sett upp, en það var hinn virti fuglaljósmyndateiknari Jón Baldur Hlíðberg sem að á fuglamyndateikningar á skiltinu svo og kom hann að hönnun á því einnig og færum við honum að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir.  AS

Fréttatilkynning

Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis kaupir húsnæði Landsbankans á Djúpavogi og Breiðdalsvík.


Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis hafa gert samkomulag um kaup Sparisjóðs Hornafjarðar á húsnæði Landsbankans á Breiðdalsvík og Djúpavogi. Samhliða því mun Landsbanki Íslands hf. hætta rekstri afgreiðslna sinna á þessum stöðum frá 1. september n.k. en starfsemi afgreiðslanna flyst til útibúa bankans á Stöðvarfirði og Hornafirði.

Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis mun frá 1. september n.k. starfrækja afgreiðslur á Breiðadalsvík og Djúpavogi og jafnframt taka við rekstri póstafgreiðslu Íslandspósts á Breiðdalsvík. Núverandi starfsmönnum Landsbankans á Breiðdalsvík og Djúpavogi hafa verið boðin störf hjá Sparisjóðnum frá sama tíma.

Undanfarin ár hafa Landsbankinn og Sparisjóðurinn báðir starfrækt afgreiðslur á Djúpavogi en Landsbankinn hefur einn starfrækt afgreiðslu á Breiðdalsvík.  



Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis

Landsbanki Íslands hf

Þúsundasti farþeginn

Hjá Papeyjarferðum hefur tíðkast ár hvert að veita þúsundasta farþeganum viðurkenningu.
Að þessu sinni var það ung stúlka, Daniela Sævarsdóttir til heimilis í Garðabæ sem að fékk þann heiður að taka við viðurkenningunni sem farþegi nr.1000.
Svo skemmtilega vill til að langamma hennar Danielu var einmitt fædd í Papey, en hún hét Þorbjörg Jónsdóttir og var fædd árið 1895.  Það má því sannarlega segja að viðurkenningin hafa ratað í góðar hendur á þessu sumri.
Það var leiðsögumaður Papeyjarferða Ugníus Didziokas sem að afhenti Danielu viðurkenninguna þegar ferjan Gísli í Papey kom að  bryggju á Djúpavogi í dag.  AS

Ár og fossar í Djúpavogshreppi

Í Djúpavogshreppi eru margar fallegar ár, vatnsmest er Hamarsá í Hamarsfirði sem á upptök sín að mestu úr Þrándarjökli. Margir tilkomumiklir fossar eru einnig  í sveitarfélaginu og er Krossfoss  þeirra hæstur, 82 m að hæð.  Líklegt má telja að fá sveitarfélög á Íslandi hafi jafn marga fossa innan sinna marka og Djúpavogshreppur. Það er því fyllilega þess virði að fara í sérstaka fossaskoðunarferð í Djúpavogshreppi. Ljósmyndari síðunnar fór einmitt í sérstaka fossaskoðunarferð inn með Berufjarðará á dögunum og heillaðist mjög af þeim fjölmörgu fossum sem eru í þeirri á.  Hænubrekkufoss er hæstur fossa í Berufjarðará og brá ljósmyndari heimasíðunnar sér á bak við hann og smellti af eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hér meðfylgjandi er upptalning á helstu ám í Djúpavogshreppi frá Streitishvarfi suður í Hvalnesskriður.
Efalaust vantar einhverjar markverðar hliðarár í þessa upptalningu en þó er hér getið  a.m.k. um öll mestu vatnsföllinn í sveitarfélaginu.  AS

Berufjörður
Krossá
Berufjarðará
( helstu hliðarár: Selá, Grjótá, Hemra, Vínár)
Fossá
Hvítá
Búlandsá

Hamarsfjörður
Hamarsá (helstu hliðarár: Selá, Snædalsá, Langagilsá, Steinaá,)
Knarrósá

Álftafjörður
Kamsbsá
Stekká
Geithellnaá
(helstu hliðarár: Hákonará, Hvíta, Þrándará, Sunna)
Hofsá  (helstu hliðarár: syðri Hofsá =Flugustaðaá)
Selá
Skottá
Þvottá
Fauská