Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Bein útsending frá SAMFÉS á RÚV

Söngkeppni Samfés er haldin í dag í Laugardalshöll þar sem efnilegustu söngvarar landsins stíga á stökk. Félagsmiðstöðin okkar Zion tekur þátt í ár í fyrsta sinn í mörg ár og mun Íris Antonía syngja lagið Creep með Radiohead. Íris er 5. í röðinni af fjölmörgum þátttakendum.

Öllum er kleift að fylgjast með fulltrúa Djúpavogshrepps í þessari stóru keppni á RÚV í dag kl.13.

Gangi þér vel Íris og ÁFRAM ZION!


23.03.2019

Djúpavogshreppur auglýsir sumarstörf

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra umhverfismála í Djúpavogshreppi. Um er að ræða 100% starf frá maí - ágúst. Umsóknarfrestur er til 20.apríl.

Starfið felst í meginatriðum um umsjón með grænum og opnum svæðum í samráði við forstöðumann Þjónustmiðstöðar Djúpavogshrepps. Umsóknarfrestur er til 20.apríl.


Laust er til umsóknar starf starfsmanns upplýsingamiðstöðvar og Ríkarðssafns. Um er að ræða 100% starf frá júní – ágúst. Umsóknarfrestur er til 20.apríl.

Hæfniskröfur:

Enskukunnátta

Önnur tungumál eru kostur

Góð þekking á svæðinu


Djúpavogshreppur auglýsir eftir 2-3 flokkstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu, o.fl. Umsækjendjur þurfa að hafa bílpróf. Umsóknarfrestur er til 20.apríl. starfstímabil júní-ágúst.

Auglýst eftir skólastjóra við Djúpavogsskóla - framlengdur umsóknarfre...

Staða skólastjóra Djúpavogsskóla er laus til umsóknar.

Djúpavogsskóli er sameinaður grunn- og tónskóli.

Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Djúpavogsskóli er heildstæður grunnskóli með ríflega 70 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli þaðan sem nemendum er ekið í skólabíl.

Í tónskólanum í vetur eru um 35 nemendur. Skólinn er að taka fyrstu skrefin í innleiðingu á „Uppeldi til ábyrgðar“ auk þess sem skólinn, fyrstur skóla á Íslandi, er að innleiða hæglætisstefnuna Cittaslow inn í allt skólastarfið.

Frekari upplýsingar má finna á: djupivogur.is/Thjonusta/menntun/Grunnskoli/ og djupivogur.is/Thjonusta/menntun/Tonskoli/

Í Djúpavogshreppi eru u.þ.b. 475 íbúar. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna hér á heimasíðunni.

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í grunnog tónskóla til framtíðar í samræmi við fræðslustefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá tónlistarskóla og lög og reglugerðir um grunn- og tónlistarskóla. Hafa umsjón með daglegu starfi í lengdri viðveru sem er í boði fyrir 1.-3. bekk frá 13:10 – 16:00.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða farsæl stjórnunarreynsla.
 • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð og vilji til að taka þátt í þróun skólastarfs.
 • Hæfni í samskiptum, jákvæðni og metnaður.
 • Reynsla í fjármálastjórnun kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ).

Næsti yfirmaður er sveitarstjóri.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknum skal skila á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.

Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi.

Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Sveitarstjóri gefur fúslega frekari upplýsingar í síma 470-8700 og 843-9889

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju.

19.03.2019

Vel heppnaður fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi

Opinn fundur atvinnu- og menningarmálanefndar um ferðaþjónustu Djúpavogshrepps var haldinn á Hótel Framtíð í gær 17. mars. Fundurinn var annar í röðinni af nokkrum sem nefndin hyggst halda í tengslum við atvinnu- og menningarmál. Greta Mjöll, atvinnu og menningarmálafulltrúi hóf fundinn á að fara yfir helstu stærðir s.s. fjölda gististaða, afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu o.fl. Í því sambandi kom fram að á háannatíma má gera ráð fyrir að um 135 manns starfi tengt ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi.

Fulltrúar fyrirtækjanna Við Voginn, Adventura, Farfugla- og gistiheimilisins Berunesi og Bakkabúðar voru með framsögu og í lokin voru almennar umræður.

Fundurinn var vel sóttur, málefnalegur og jákvæður.

Glærur úr samantekt Gretu Mjallar má nálgast hér.

Næsti fundur atvinnu- og menningarmálanefndar er fyrirhugaður 6. apríl en þá verður fjallað um landbúnaðarmál.

Cittaslow

Aðalfundur Neista

28.mars kl. 20 í Löngubúð

Cittaslow

Sorptunnufestingar

Djúpavogshreppur mælir með þessum

18.03.2019

Íbúafundur um Sveitarfélagið Austurland

Mótun tillaga að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi

14.03.2019

Frá Djúpavogskirkju

Messukaffi fermingarbarna

13.03.2019

Aðalfundur Skotmannafélags Djúpavogs

Aðalfundur Skotmannafélags Djúpavogs verður haldinn í húsi Fiskmarkaðs Djúpavogs, föstudaginn 22. mars nk., kl. 20:00.

Dagskrá:

 1. Fundarsetning
 2. Fundarstjóri og fundarritari tilnefndir
 3. Skýrsla stjórnar og nefnda
 4. Reikningur félagsins lagðir fram
 5. Kosning stjórnar, nefnda og tveggja endurskoðenda
 6. Upphæð árgjalds ákveðin
 7. Önnur mál
13.03.2019

Bóndavarðan - Hammondblað

stefnt er á útgáfu 8.apríl

Störf í Djúpavogshreppi

Djúpavogsskóli og Leikskólinn Bjarkatúni

Cittaslow

Hvað þarf til að ná árangri? - Fyrirlestur á morgun!

Í tilefni 100 ára afmælisárs Neista býður Ungmennafélagið öllum Djúpavogsbúum upp á frábæran og afar vinsælan fyrirlestur.


08.03.2019

Sunnudagaskólinn í Djúpavogskirkju

sunnudaginn 10. mars kl. 11.00

08.03.2019

Opinn fundur um atvinnumál færður til 17. mars

með áherslu á ferðaþjónustu

07.03.2019

HVAÐ tímarit

Undanfarna mánuði hefur Djúpavogsbúinn Ágústa Margrét Arnardóttir unnið að barna- og ungmennatímariti með það að leiðarljósi að gefa út prentað 130 blaðsíðna tímarit í byrjun maí nk. Hún hefur fengið til liðs við sig 12 fullorðna einstaklinga og annað eins af ungmennum sem koma með hugmyndir, velja viðmælendur og uppsetningu, skrifa efni, ákveða útlit, gildi, stefnur og fleira. Enn bætist í hóp höfunda sérstakra blaðhluta, blaðamanna, viðmælenda og efnis. Það er löngu komið efni sem fyllir 130 bls. og því byrjað að deila efninu milli tímarita en stefnan er að gefa það út tvisvar á ári.

05.03.2019

Fjölskyldumeðferð

Nemar í fjölskyldumeðferð verða á Djúpavogi laugardaginn 9. mars 2019.

Glímir fjölskyldan þín við vandamál sem hefur verið erfitt að takast á við? Hafa komið upp áföll, veikindi, sorgarferli eða flókin verkefni í tengslum við barnauppeldi? Eru vandamál í hjóna/parasambandinu eða hefur komið upp samskiptavandi í skilnaðarferli? Þá gæti fjölskyldumeðferð hentað fyrir þína fjölskyldu. Sú meðferð miðast að því að aðstoða fjölskylduna við þau verkefni sem þeim mætir ásamt þeim samskiptavanda sem upp getur komið. Í meðferðinni er litið svo á að vandi einstaka fjölskyldumeðlims geti haft áhrif á alla fjölskylduna og að sama skapi getur fjölskyldan haft áhrif á vanda einstaklinganna innan hennar. Fjölskyldumeðferð er gagnreynt og árangursríkt meðferðarform þegar tekist er á við verkefni sem fjölskyldan mætir.

Nánari upplýsingar um fjölskyldumeðferð má nálgast inn á heimasíðu fjölskyldufræðingafélagi Íslands, fagfólk í fjölskyldumeðferð: www.fjolskyldumedferd.is

Þær Anna Jóna Guðmundsdóttir og Elín Viðarsdóttir eru nemar í fjölskyldumeðferð ætla að bjóða upp á viðtöl í fjölskyldumeðferð á Djúpavogi laugardaginn 9. mars næstkomandi. Fjölskyldum býðst þessi þjónusta sér að kostnaðarlausu. Hægt er að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á fjolskyldutre@gmail.com og skilja þar eftir nafn og símanúmer.

05.03.2019

Nýju Neistatreyjurnar - mátun og pantanir í Neista

Þriðjudaginn 5. mars kl 17-19 ætlum við að hafa opið hús í Neista og bjóða fólki að koma og máta og panta nýju afmælistreyjuna okkar, einnig verða handklæði og sundpokar merkt Neista til sölu.

Ef fólk kemst ekki í mátun og langar að kaupa treyjuna sem við hvetjum alla til að gera, þá er hægt að hafa samband við Hafdísi í gegnum neisti@djúpivogur.is.

Stjórn Neista.

01.03.2019

Pokastöð opnar á Djúpavogi

hópur sem hittist og saumar poka úr efnisafgöngum

Cittaslow

Frá skólunum vegna óveðursins

Foreldrum barna í Djúpavogshreppi hefur verið sendur póstur þar sem þeir eru hvattir til að halda börnum sínum heima vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Grunnskólinn er samt sem áður opinn.

Samkæmt veðurspá á veðrið enn eftir að versna og nær hámarki í kringum hádegi.

Skólastjórar

26.02.2019

100 ára afmæli UMF Neista vel heppnað

Heilmikil veisluhöld voru á Hótel Framtíð á Djúpavogi í gær, sunnudaginn 24.febrúar í tilefni100 ára afmælis Ungmennafélags Neista.

Í tilefni tímamótanna var öllum boðið í afmælisköku, kaffi og safa á hótelinu klukkan 15:00 og var sögu félagsins gerð skil með lifandi og skemmtilegum hætti. Ýmislegt var á dagskránni, svo sem mynda- og sögusýning, frumsýning nýrrar afmælistreyju Neista, úrslit nafnasamkeppni nýja húsnæðis Neista, auk þess sem dagatal afmælisársins var kynnt. Nýja húsnæði Neista á Neistavelli hlaut nafnið „Neisti“. Einnig var varningur sem sérstaklega var hannaður í tengslum við afmælisárið til sölu ásamt nýju afmælistreyjunni. Nokkrir tóku til máls á hátíðardeginum og frumsýnt var sérstakt afmælismyndband sem unnið var af Andrési Skúlasyni þar sem farið var yfir skemmtilega viðburði í gegnum árin hjá Neista.

Sérstaklega góð mæting var á viðburðinn og greinilegt að Neisti hefur mikla þýðingu í samfélaginu og hefur gert í 100 ár.

Til hamingju með áfangann og lengi lifi Neisti!

25.02.2019

Húsnæði til leigu

Fyrir áhugasama um dvöl á landsbyggðinni.

25.02.2019

Heimasíða fyrir sameiningarverkefni

Ný heimasíða Samstarfsnefndar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur litið dagsins ljós.

Síðan er á slóðinni www.svausturland.is

Á síðunni er ætlunin að kynna upplýsingar sem varða sameiningarferlið og vinnuna við undirbúning atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna, flytja fréttir af starfinu við undirbúning og svara þeim spurningum sem kunna að brenna á íbúum. Mörgum spurningum er enn ósvarað og efni síðunnar mun því aukast eftir því sem nær dregur atkvæðagreiðslunni. Síðan er með öðrum orðum ætluð til þess að halda utanum verkefnið, en er ekki opinber síða sveitarfélags eða grunnur að heimasíðu sveitarfélags ef til sameiningar kemur.

Á síðunni má finna fundargerðir samstarfsnefndar, lýsingu á verkefninu framundan og þegar verkefninu vindur fram munu koma frekari upplýsingar um íbúafundi, skýrslur og aðrar upplýsingar um verkefnið.

Síðan er unnin í samstarfi við Sigrúnu Júníu margmiðlunarhönnuð á Fljótsdalshéraði.

22.02.2019