Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

17. júní 2019 á Djúpavogi

17. júní fór fram á Djúpavogi með pompi og prakt.

Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Íþróttahúsi niður í Blá.

Fjallkona var Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir. Hún flutti ljóðið “Hver á sér fegra föðurland” og stóð sig með stakri prýði.

Farið var í hina ýmsu leiki og leiktæki sem Boltafjör-Vatnaboltar settu upp og vöktu gríðalega mikla hrifningu hjá ungu kynslóðinni. Þar var einnig skopteiknari / myndskreytir og var nóg að gera hjá honum við að teikna börn og fullorðna.

Unglingar voru með andlitsmálningu að vanda. Grillveisla var haldin og í boði voru hamborgarar og vöktu grillmeistararnir mikla lukku meðal gesta, heyrst hefur að þetta hafi verið heimsins bestu borgarar.

Leikið var í Djúpavogsdeildinni um kvöldið, þar sem Hnaukabúið og Nallarar öttu kappi og var stemmningin spennandi meðal áhorfenda.

Leikurinn fór á þá leið að Nallarar unnu Hnaukabúið 5-1.

Var þetta hinn skemmtilegasti dagur og vill stjórn Neista þakka öllum þeim sem aðstoðuðu.

Hafdís Reynisdóttir
Framkvæmdarstjóri Neista

Cittaslow

Enn gerum við gagn - lokadagur

Lokadagur í Mjóafirði 23. júní 2019.

20.06.2019

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.

„Við viljum hvetja Austfirðinga til að nýta sér þetta frábær tækifæri til hreyfingar,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA.

Ákvörðunin er meðal annars tekin í ljósi þess að skráning á móti frá Austurlandi hefur verið dræm en þetta er í fyrsta skipti sem Landsmót 50+ er haldið á Austurlandi. Í gær voru aðeins ellefu þátttakendur skráðir undir merkjum UÍA. Þeim verður endurgreitt þátttökugjaldið.

„Það eru auðvitað vonbrigði hve treglega skráningin hér eystra hefur gengið. Við getum ekki látið það spyrjast út um okkur að við mætum ekki á mótið þegar það er haldið í okkar eigin bakgarði.

Við höfum heyrt í samtölum okkar við fólk eystra að það er hikandi því það þekki ekki mótin. Skráning víða annars staðar hefur gengið ágætlega, einkum frá þeim stöðum sem hafa haldið mótin áður.

Við viljum því nota þetta tækifæri til að Austfirðingar kynnist mótunum. Við erum í þessari stöðu meðal annars því við höfum öfluga bakhjarla sem koma myndarlega að mótinu,“ segir Gunnar.

Þótt mótið sé ætlað fólki sem er komið yfir fimmtugt er þar einnig að finna greinar sem opnar eru fyrir alla aldurshópa svo sem pílukast, lomber, frisbígolf, strandblak og garðahlaup.

Undirbúningi mótsins miðar annars vel. Meðal annars hefur verið ráðist í gerð frjálsíþróttaaðstöðu, gryfju fyrir langstökk og kastsvæða fyrir mótið. Erfiðast er að stjórna veðrinu en nýjustu langtímaspár benda til þess að þar horfi til betri vegar í næstu viku en verið hefur það sem af er mánuðinum.

Í gær var einnig ákveðið að framlengja skráningarfrest á mótið út þriðjudaginn 25. júní. Skráning og allar nánari upplýsingar um mótið má finna á umfi.is. Þeir sem vilja aðstoð við skráningu geta haft samband við skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða UMFÍ í síma 568-2929.

20.06.2019

Sameiningarviðræður til seinni umræðu

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa tekið álit samstarfsnefndar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna til fyrri umræðu og vísað því til síðari umræðu. Álit samstarfsnefndarinnar er að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt.

Í skýrslunni Sveitarfélagið Austurland – stöðugreining og forsendur tillögu um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, má finna greiningu og hugmyndir um mögulega framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins, verði sameining samþykkt.

Greiningin er m.a. byggð á upplýsingum frá sveitarfélögunum, vinnu starfshópa sem samstarfsnefndin skipaði og vinnu á íbúafundum. Jafnframt var aflað gagna úr opinberum skýrslum og gagnagrunnum.

Skýrsluna Sveitarfélagið Austurland má finna hér.

18.06.2019

Fingur í Djúpavogshöfn

Fingrum fyrir minni báta verður komið fyrir í Djúpavogshöfn á næstu dögum. Gjald vegna legu við fingur verður kr. 10.560 + vsk á mánuði og verður árinu skipt í 3 tímabil janúar-apríl, maí-ágúst og september –desember.

Þeim sem vilja tryggja sér legupláss er bent á að hafa samband við hafnarvörð.

Hafnarstjóri

18.06.2019
14.06.2019

Kvennahlaupið 2019

Kvennahlaup ÍSÍ 2019 á Djúpavogi, 15. júní.

13.06.2019

Laust starf hjá Landsbankanum

Landsbankinn auglýsir laust til umsóknar 50% starf við almenna afgreiðslu bankans og póstsins á Djúpavogi.

13.06.2019

17. júní - Dagskrá

Hátíðardagskrá Neista

Cittaslow

Djúpavogshreppur auglýsir

eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu

Aðalfundur Skógræktarfélagsins

verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 13. júní kl 17:00

Cittaslow
07.06.2019

Staða varaslökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi

Laus er til umsóknar staða varaslökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi

07.06.2019

​Djúpavogsprestakall

Gítar- og skógarhelgistundí Hálsaskógi á hvítasunnudag kl. 14.00.


06.06.2019

1. og 2. bekkur gróðursetja tré

ásamt skólastjóra, umsjónarkennara og tveimur öðrum starfsmönnum

Cittaslow

HVAÐ tímaritið er komið út!

Djúpavogsbúar gera það gott!

Cittaslow

Bókasafn Djúpavogs opnunartímar í júní

Bókasafn Djúpavogs verður opið á þriðjudögum út júní kl.16:00 - 18:00.04.06.2019

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Næstu daga verður íþróttamiðstöðin og sundlaugin lokuð vegna viðhaldsverkefna sem hér segir:

Föstudagur 31. maí: Sundlaugin verður lokuð vegna vatnsskipta frá og með kl 16:00. Opið í annað.
Laugardagur 1. júní: Íþróttamiðstöð lokuð
Sunnudagur 2. júní: Íþróttamiðstöð lokuð
Mánudagur 3. júní: Íþróttamiðstöð lokuð
Þriðjudagur 4. júní: Íþróttamiðstöð opnuð

Reikna má með nokkrum dögum í upphitun á sundlauginni.

Auglýst verður sérstaklega þegar sundlaugarvatnið verður búið að ná eðlilegum hita.

Forstöðumaður ÍÞMD

31.05.2019

Tryggvabúð nýr opnunartími!

Tekur gildi 1. júní 2019

28.05.2019

Háskólalestin á Djúpavogi

Háskólalestin staldraði við hér á Djúpavogi dagana 24.-25. maí sl.

Háskólalestin er nú á sínu níunda starfsári en hún var sett á laggirnar á aldarafmælisári Háskóla Íslands árið 2011.
Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað.

Á föstudeginum bauð háskólalestin nemendum 5.-10. bekkjar grunnskólans upp á fjölbreyttar vísindasmiðjur sem vöktu gríðarlega hrifningu nemenda og á laugardeginum var síðan opin vísindaveisla á Hótel Framtíð, sem var vel sótt og afar vel heppnuð.

Myndir frá vísindaveislunni má finna með því að smella hér.

27.05.2019