Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Hammondhátíð 2020 - miðasala hefst 6. mars

Hammondhátíð 2020 fer fram dagana 23.-26. apríl næstkomandi. Þetta er í fimmtánda skipti sem hátíðin er haldin. Dagskráin var kynnt í lok febrúar og hana má sjá hér að neðan.

Cittaslow

Grákráka á Djúpavogi

Laugardaginn 22. febrúar síðastliðinn sá ég grákráku (Corvus corone cornix) í garðinum mínum við Dali á Djúpavogi og smellti myndum af henni í gegnum eldhúsgluggann. Í framhaldinu fór ég að forvitnast um þennan áhugaverða fugl og komst að því hann er sjaldséður á Íslandi enda tilheyrir hann ekki íslensku fuglafánunni.

Grákráka er af hröfnungaætt og er því náinn ættingi hrafnsins. Hún er mun minni en hrafninn en annars mjög lík honum í vexti. Grákrákan er auðgreind á öskugráum kviði og baki en blásvörtum og gljáfandi fjöðrum á höfði, hálsi, vængjum og stéli. Nef og fætur krákunnar eru einnig svört. Kynin eru eins í útliti fyrir utan það að kvenfuglinn er aðeins minni en karlfuglinn. Krákur para sig fyrir lífstíð og sagt er að kvenkyns kráka sem missir maka sinn pari sig aldrei aftur. Grákrákur eru alætur eins og Krummi frændi þeirra.

Cittaslow

Orkuskipti á Austurlandi - málþing

Austurbrú og Hafið öndvegissetur standa fyrir málþingi um orkuskipti á Austurlandi. Málþingið er opið öllum og fer fram í Fróðleiksmolanum á

Reyðarfirði við Búðareyri 1, föstudaginn 6. mars kl. 10:00-14:00.

Djúpavogshreppur auglýsir eftir flokkstjórum sumarið 2020

Djúpavogshreppur auglýsir eftir 2-3 flokkstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu, o.fl. Umsækjendjur þurfa að hafa bílpróf. Starfstímabil er júní-ágúst.

Umsóknarfrestur er til 15. apríl.

Umsóknir má senda á sveitarstjori@djupivogur.is

Djúpavogshreppur auglýsir starf verkefnastjóra umhverfismála

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra umhverfismála í Djúpavogshreppi. Um er að ræða 100% starf frá maí - ágúst.

Starfið felst í meginatriðum í umsjón með grænum og opnum svæðum í samráði við forstöðumann Þjónustmiðstöðar Djúpavogshrepps. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.

Umsóknir má senda á sveitarstjori@djupivogur.is

Fræðslumyndbönd um vellíðan leikskólabarna

Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og starfsfólk leikskóla. Myndböndin eru hluti af aðgerðaráætlun Lýðheilsustefnu frá 2016 þar sem ein aðgerð felst í því að búa til fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum. Sérfræðingar embættisins ákváðu í samráði við fagfólk úr vinnuhópi Heilsueflandi leikskóla að fara þá leið að gera fræðslumyndbönd sem mætti deila víða. Lögð var áhersla á að myndböndin væru aðgengileg og á léttum nótum, leikin og talsett af börnum. Einnig var lögð rík áhersla á að í hverju myndbandi kæmu fram ákveðin lykilskilaboð sem byggja á rannsóknum.

27.02.2020

Lestun á baggaplasti vorið 2020

Ágætu bændur í Djúpavogshreppi

Nú stendur fyrir dyrum eins og áður að faraá sveitabæi í Djúpavogshreppi og taka baggaplast til endurvinnslu. Það verður gert miðvikudaginn 11. mars og er áætlað að byrja að taka baggaplast á syðsta sveitabæ um hádegisbil og enda svo á Núpi.Ef ekki næst að taka allt baggaplastið í einni ferð verður önnur ferð skipulögð hið fyrsta og bændur þá upplýstir um það. Bændur eru hér með vinsamlega beðnir um að tryggja öruggt aðgengi að rúlluplastinu svo lestun gangi vandræðalaust fyrir sig.

Þeir bændur sem ætla að nýta sér þessa ferð eru vinsamlegast beðnir um að láta vita á skrifstofu Djúpavogshrepps í síma 470-8700 eigi síðar en mánudaginn 9. mars.

Með góðum samstarfskveðjum

Djúpavogshreppur – Sjónarás.

27.02.2020

Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp frá sveitarfélagamörkum í norðri...

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 6. febrúar 2020, ásamt umhverfisskýrslu.

Skipulagsgögnin má nálgast með því að smella hér.

24.02.2020
20.02.2020

Kvenfélagið Vaka hefur til sölu bollur fyrir Bolludaginn

Kvenfélagið Vaka hefur til sölu bollur fyrir Bolludaginn.

Verð pr. stk. er kr. 375.-

Pantanir hjá Kristrúnu í síma 895-5578

Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi.

Einstaklingar þurfa að sækja sínar bollur fyrir kl. 09:30, 24. febrúar í Tryggvabúð

Kvenfélagið Vaka

17.02.2020

Milljarður rís 2020

Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps þann 17. febrúar klukkan 12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

14.02.2020

Tilkynning vegna fasteignagjalda í Djúpavogshreppi 2020

Sú breyting hefur orðið á fasteignagjöldum í Djúpavogshreppi að nú eru gjalddagarnir níu í stað sex áður.

Er þetta gert í samræmi við það fyrirkomulag sem verður á í nýju sveitarfélagi, sem tekur til starfa 1. maí næstkomandi.

Við vekjum athygli á því að fyrsti gjalddagi er 1. febrúar, í stað 1. mars áður og er því eindagi á fyrsta reikningi 29. febrúar næstkomandi.

Hægt er að nálgast álagningarseðilinn á vefsíðunni www.island.is, undir Mínar síður.

Sveitarstjóri

13.02.2020

Spilavist í Löngubúð frestað fram á laugardag

Vegna slæmrar veðurspár hefur félag eldri borgara ákveðið að fresta spilavist, sem fara átti fram í Löngubúð föstudagskvöldið 14. febrúar, til laugardsins 15. febrúar.

Spilavistin fer fram á sama tíma og venjulega, kl. 20:00.

Félag eldri borgara

13.02.2020

62 tillögur um nafn á nýja sveitarfélaginu

Nafnanefnd auglýsti eftir hugmyndum að nýju nafni á sameinað sveitarfélag. Frestur til að skila tillögum var til 7. febrúar. Alls bárust 112 tillögur með 62 hugmyndum að nöfnum á nýtt sveitarfélag. Hugmyndirnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar. Sumar þeirra samræmast ekki íslenskri málhefð og málvenju, en eru skemmtilegt innlegg í umræðuna.

13.02.2020
11.02.2020

Kynningarfundur Æskulýðsvettvangsins

Kynningarfundur Æskulýðsvettvangsins fer fram á Hótel Framtíð á Djúpavogi, mánudaginn 10. febrúar, kl. 16:00.

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi og vönduðum aðstæðum í slíku starfi.

Æskulýðsvettvangurinn býður upp á margvíslega þjónustu fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn og aðildarfélög þeirra og býr yfir fjölmörgum verkfærum sem félögin njóta góðs af. Má þar til að mynda nefna viðbragðsáætlun þar sem finna má verkferla sem fylgja skal þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags, siðareglur sem fjalla meðal annars um samskipti, námskeið er snúa að því að stuðla að öryggi og vellíðan barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og fagráð sem aðstoðar félögin við að leysa úr málum sem upp koma í starfinu.

Boðað er til kynningarfundar á starfsemi Æskulýðsvettvangsins á Hótel Framtíð þann 10. febrúar. Fundurinn hefst kl. 16:00 og stendur til 17:00. Gestir fundarins verða Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta og kynna sér þá þjónustu sem Æskulýðsvettvangurinn býður upp á.

06.02.2020

Tryggvabúð lokuð í dag

Tryggvabúð er lokuð í dag vegna veikinda.

Forstöðukona

06.02.2020

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Neista leitar að þjálfara til starfa sem fyrst.

Hefur þú menntun eða reynslu í sundþjálfun og/eða einhvern bakgrunn í sundi og áhuga á að vinna með börnum?

Þá endilega settu þig í samband við okkur í gegnum netfangið neisti@djupivogur.is eða í síma 868 1050 (Helga Rún, framkvæmdastjóri Neista) fyrir frekari upplýsingar.

UMF Neisti

Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs 2020

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2020.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Um er að ræða 100% stöðugildi á tímabilinu.

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Umsóknir og ferilskrá skal senda á netfangið andres@djupivogur.is

Umsóknarfrestur er til 1. mars. næstkomandi

Upplýsingar í síma 8995899

Andrés Skúlason

Forstöðum. ÍÞMD

Fundur í félagi eldri borgara

Fundur í Félagi eldri borgara fer fram í Tryggvabúð föstudaginn 7. febrúar kl. 17:00.

Félagar hvattir til að mæta.

Stjórnin

03.02.2020

Snædalsfoss í 3D

Um þessar mundir er deiliskipulagstillaga vegna uppbyggingar áningarstaðar við Snædalsfoss í landi Bragðavalla í auglýsingu.

Djúpavogshreppur hefur um árabil verið samstarfsaðili í þróunarverkefninu Cities that Sustain Us, sem m.a. felur í að nýta nýjustu þrívíddartækni til að kanna sálfræðilegt samspil fólks og umhverfis. Af þeim sökum hefur ofangreind skipulagstillaga verið færð inn í gagnvirkt tölvugert þrívíddarumhverfi og skapar það tækifæri til að stíga inn í framtíðina, sjá og upplifa staðinn ljóslifandi í anda sem tillagan gerir ráð fyrir. Sjón er sögu ríkari.

Samstarfsaðilar Djúpavogshrepps í þessu verkefni eru TGJ, Háskólinn í Reykjavík og Tækniþróunarsjóður Íslands.

22.01.2020

Árshátíð Djúpavogsskóla 2020

Árshátíð Djúpavogsskóla 2020 fer fram á Hótel Framtíð fimmtudaginn 23. janúar, kl. 18:00.

Að þessu sinni verður settur upp söngleikurinn Grease.

Aðgangseyrir fyrir 16 ára og eldri er kr. 1.000 - enginn posi

22.01.2020

Messa í Djúpavogskirkju

Messa í Djúpavogskirkju sunnudaginn 19. janúar kl. 14:00.

Kór Djúpavogskirkju syngur fallega sálma undir stjórn Kristjáns Ingimarssonar.

18.01.2020

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Áætlað er að samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi muni fara fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Valið mun standa á milli tillagna sem hlotið hafa jákvæða umsögn Örnefnanefndar. Atkvæðagreiðslan verður leiðbeinandi, en nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn í samræmi við sveitarstjórnarlög.

Samkvæmt lögum skal nafnið samrýmast íslenskri málfræði og málvenju og tengjast viðkomandi svæði sérstaklega. Æskilegt er að nafn sveitarfélagsins beri með sér að um stjórnsýslueininguna sveitarfélag sé að ræða, þ.e. að heiti sveitarfélaganna endi til dæmis á -hreppur, -bær, – kaupstaður, -byggð, -þing eða að skeytt sé Sveitarfélagið framan við nafnið.

Undirbúningsstjórn hefur valið nafnanefnd sem mun kalla eftir tillögum að nafni fyrir nýja sveitarfélagið og afla umsagnar Örnefnanefndar.

Í nefndinni sitja:
• Ásdís H. Benediktsdóttir
• Einar Freyr Guðmundsson
• Stefán Bogi Sveinsson
• Þorsteinn Kristjánsson
• Þórunn Hrund Óladóttir

Í sveitarstjórnarlögum er fjallað um nöfn sveitarfélaga í 5. gr. en þar kemur fram að sveitarstjórn ákveður heiti sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar. Skal það samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Ef könnun er gerð meðal íbúa á viðhorfi til breytingar á nafni sveitarfélags eða á nafni nýs sveitarfélags skal leita umsagnar örnefnanefndar um þau nöfn sem um ræðir.

Á vef Örnefnanefndar má finna upplýsingar um nefndina og meginsjónarmið um nöfn sveitarfélaga.

Undirbúningsstjórn hvetur til þess að íbúar velti upp áhugaverðum nöfnum og sendi inn hugmyndir þegar auglýst verður eftir tillögum.

16.01.2020

Könnun á ferðavenjum í Djúpavogshreppi

Á síðastliðnu hausti ákvað Djúpavogshreppur að gera könnun á ferðavenjum íbúa og þeirra sem hafa búsetu í sveitarfélaginu til lengri eða skemmri tíma. Í könnuninni er sérstaklega horft til Djúpavogs.

Markmið könnunarinnar er að varpa ljósi á með hvaða hætti íbúar kjósa að ferðast í sínu daglega lífi, greina hindranir og hvata fyrir því að nota virka ferðamáta og kanna viðhorf til byggðs umhverfis og skipulags á Djúpavogi.

15.01.2020

Skrifstofan er lokuð í dag

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð í dag vegna námskeiða starfsfólks.

Sveitarstjóri

13.01.2020

Þrettándabrennu 2020 aflýst

Vegna vályndra veðra þessa dagana og þess að brennuleyfi rann út hefur verið ákveðið að aflýsa þrettándabrennunni í ár.

Þrettándabrennunefnd

13.01.2020