Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Uppbyggingarsjóður Austurlands

Uppbyggingarsjóður styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknargerð er að finna á austurbru.is. Einnig hægt að smella hér til að skoða handbók með úthlutunarreglum Uppbyggingarsjóðs.

Opnað var fyrir umsóknir fimmtudaginn 5. des. 2019 kl. 12:00

Sótt er um á soknaraaetlun.is

Umsóknarfrestur er til kl. 23:00 þann 3. janúar 2020.

11.12.2019

Tryggvabúð lokuð í dag - vöfflukaffi frestast til morguns

Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, er lokuð í dag vegna veðurs. Vöfflukaffið vikulega sem vera átti í dag verður þess í stað á morgun, kl. 15:00.

Sveitarstjóri

11.12.2019

Rafmagnslaust í Víkurland 1,3 og 5 á laugardaginn

Rafmagnslaust verður í Víkurlandi 1-5, frystihúsi og Hafnarbryggju 07.12.2019 frá kl 10:00 til kl 16:00 Vegna vinnu í spennistöð RARIK á Djúpavogi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

05.12.2019

Vinnustofur vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Austurlands

Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarverkefna.

05.12.2019

Úthlutun hreindýraarðs 2019

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2019 á ágangssvæði/jarðir í sveitarfélaginu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 14. desember.

05.12.2019

Útboð: Grunnskóli Djúpavogs – viðbygging, 2. áfangi innanhússfrágangur

Djúpavogshreppur auglýsir eftir tilboðum í verkið: Grunnskóli Djúpavogs – viðbygging, 2. áfangi innanhússfrágangur

05.12.2019

Fulltrúi Djúpavogsskóla á Barnaþingi

Í síðustu viku var Barnaþing haldið í fyrsta sinn á Íslandi. Þar fékk fjölbreyttur hópur barna boð um að mæta og taka þátt. Stærstur hluti barnanna var valinn með slembivali úr þjóðskrá en einnig var séð til þess að börn af erlendum uppruna og börn með fatlanir ættu fulltrúa á þinginu. Á þinginu fengu krakkarnir að segja sínar skoðanir á þeim málum sem þeim finnst mikilvæg. Þingið var með þjóðfundarsniði og voru um 150 börnum skipt í hópa með einn stjórnanda sem sá um að allar skoðanir kæmust að. Við í Djúpavogsskóla vorum svo heppinn að eiga einn fulltrúa á þinginu en það var hann Björgvin Sigurjónsson í 8. bekk.

05.12.2019

Ljósin tendruð á jólatré Djúpavogshrepps

Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu þann 1. desember kl. 17:00, á Bjargstúni.

Grunnskólanemi kveikir jólaljósin.

Sungið og dansað í kringum jólatréð.

Jólasveinar kíkja í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð með sitthvað í pokahorninu.

Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.

Cittaslow

Fjölskyldustund á aðventu

Fjölskyldustund á aðventu í Djúpavogskirkju, 1. desember kl. 14:00.

29.11.2019

Fiskeldi Austfjarða auglýsir

Fiskeldi Austfjarða leitar að áhöfn á nýjan þjónustubát.

Við leitum að duglegum, samviskusömum og Jákvæðum liðsauka til að vinna með okkur þau verkefni sem þjónustubáturinn sinnir í Fáskrúðs- og Berufirði.

28.11.2019

Djúpavogshreppur er sigurvegari Spurningakeppni Neista 2019

Laugardaginn 23. nóvember fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2019 á Hótel Framtíð. Fjögur lið höfðu tryggt sér þátttöku í úrslitunum, Djúpavogshreppur, Leikskólinn Bjarkatún, Baggi ehf. og Skákfélag Djúpavogs. Í fyrstu viðureign kvöldsins hafði Djúpavogshreppur tæpan sigur gegn leikskólanum og annarri viðureigninni fór Baggi ehf. nokkuð létt með Skákfélagið.

Djúpavogshreppur mætti síðan Bagga í úrslitum og þar höfðu þau fyrrnefndu yfirburði á flestum sviðum og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Verðlaunin voru að sjálfsögðu hinn eftirsótti farandbikar auk fjölmargra vara sem unnar eru hér í Djúpavogshreppi.

Það var gaman að sjá hve vel var mætt og má segja að húsfyllir hafi verið og stemmningin eftir því.

Við óskum Djúpavogshreppi til hamingju með sigurinn.

Cittaslow

Starf lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði. Lögfræðingar sambandsins koma fram fyrir þess hönd við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla sem varða sveitarfélögin og vinna að upplýsingagjöf, ráðgjöf og fræðslu til sveitarfélaga. Lögfræðingurinn mun starfa ásamt öðrum lögfræðingum og sérfræðingum sviðsins að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem meðal annars varða skipulags-, umhverfis- og auðlindamál, skólamál, málefni félagsþjónustu sveitarfélaga og túlkun laga og reglna sem varða starfsemi sveitarfélaga.

26.11.2019

Fyrsti samráðsfundur með starfsfólki sameinaðs sveitarfélags

Undirbúningsstjórn sem vinnur að innleiðingu sameinaðs sveitarfélags leggur mikla áherslu á að sameiningarferlið verði gagnsætt og upplýsingar aðgengilegar um verkefnin framundan. Starfsfólk sveitarfélaganna eru lykilaðilar í því að vel takist til og var ákveðið að fyrsta verkefni væri hefja samráð við starfsfólk.

26.11.2019

Æskulýðsstarf í Djúpavogskirkju

Æskulýðsstarf í Djúpavogskirkju, miðvikudaginn 27. nóvember.

Cittaslow

Sveitarstjórnarkosningar í apríl 2020

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa skipað undirbúningsstjórn sem skal undirbúa stofnun nýs sveitarfélags. Íbúar sveitarfélaganna samþykktu sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi hætti þann 26. október síðastliðinn. Áætlað er að kosið verði til nýrrar sveitarstjórnar eftir páska og að nýtt sveitarfélag taki til starfa í lok apríl eða byrjun maí. Fram að þeim tíma starfa sveitarfélögin fjögur eins og verið hefur.

25.11.2019

Fermingarbörn ganga í hús fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Fermingarbörn á Djúpavogi ganga í hús og safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, mánudaginn 25. nóvember.

Margt smátt gerir eitt stórt.

Fermingarbörn af öllu landinu safna fé til verkefna í Úganda og Eþíópíu.

Sóknarprestur

25.11.2019

Jólamatseðill Hótels Framtíðar 2019

Sjá meðfylgjandi jólamatseðil sem gildir á Hótel Framtíð dagana 1. - 8. desember.

Cittaslow

Innanfélagsmót Neista í sundi

Laugardaginn 30. nóvember ætlum við að halda innafélagsmót í sundi í tilefni af 100 ára afmæli Neista. Mótið er í boði fyrir alla Djúpavogsbúa frá 1. bekk og uppúr. Greinarnar sem keppt verður í eru bringusund, skriðsund, baksund, flugsund, fjórsund og boðsund. Íþróttamiðstöð opnar kl. 9:30 og mót hefst kl. 10:00, áætluð mótslok eru kl 12:30.

Ef þið viljið skrá ykkur á mót þá sendið póst á neisti@djupivogur.is þar sem kemur fram nafn, aldur og í hvað greinum óskað er eftir að keppa í. Skráningarfrestur er miðvikudagurinn 27. nóvember. Athugið að það er ekkert aldurstakmark á keppendur þannig að endilega takið þátt í þessu skemmtilega afmælismóti!

Áfram Neisti!

Cittaslow

Söngur í Tankinum

Á N4 í gær birtist viðtal við Djúpavogsbúann Berglindi Einarsdóttur um Tankinn okkar góða og ferðaþjónustufyrirtækið hennar Adventura.

Hægt er að skoða myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.

Cittaslow

Klikk eða kósí!

KLIKK EÐA KÓSÝ!

Viltu fleiri gæðastundir, meira skipulag og fá sem allra mest út úr tíma þínum?

Ef svarið er já gæti viðburðinn KLIKK EÐA KÓSÝ! verið eitthvað fyrir þig.

Flottir viðburðir sem stuðla að jafnvægi og þægindum í desember:

Pakkhúsið Hornafirði- Þriðjudaginn 26. nóvember (skráning til miðnættis 25. nóv.)

Hótel Framtíð Djúpavogi- Fimmtudaginn 28. nóvember (skráning til miðnættis 27. nóv.)

Tehúsið Egilsstöðum- Fimmtudaginn 5. desember (skráning til miðnættis 1. des.)

Dagskrá:

Kl. 19:00- Húsið opnar, boðið er upp á súpu og meðlæti sem borðað er í rólegheitum yfir dagskránni.
Kl. 19:15- Tilfinningar, tryllingar og triggerar” Fyrirlestur frá Ágústu Margréti Arnardóttur markþjálfa
Kl. 19:50- Boltarúll- nudd og notalegheit, hreyfing og teygjur með Kolbrúnu Björnsdóttur markþjálfa og einkaþjálfa
Kl. 20:15- Kaffi, te, meðlæti og spjall.
Kl. 20:30- Grýlulaus jól“ Fyrirlestur frá Kolbrúnu Björnsdóttur markþjálfa og einkaþjálfa
Kl. 21:05- Hugleiðsla með Maríu Viktoríu Einarsdóttur
Kl. 21:15- Spurningar, spjall og vinnustofur:

  • Sólahringurinn- hefurðu raunverulega „engan tíma“?
  • Daglegar venjur í desember- Hvað LANGAR þig að gera á aðventunni?
  • Skipulag- Hvað ÞARFTU að gera í desember?
  • Óskalistinn- Hvernig er drauma desember fyrir þér?
  • Einfaldaðu líf þitt- það gefur frelsi, tíma og orku. Er það eitthvað fyrir þig?

Kl. 21:50- Kveðja og hvatning frá Kollu og Ágústu
Kl. 22:00- Dagskrá lýkur

Verð 4.900 kr.

Nánari upplýsingar og skráning á agusta.coach@gmail.com og kolla@sporthollin.is

Auk þess er hægt að skrá sig hér: bit.ly/klikkedakosy

https://www.facebook.com/kollatobba

https://www.facebook.com/AgustaMargretMarkthjalfi

21.11.2019

Fjögur lið komin í úrslit í Spurningakeppni Neista

Fjögur lið eru komin í úrslit í spurningakeppni Neista eftir þrjú undankvöld.

Það voru Djúpavogshreppur, Baggi ehf. og Skákfélag Neista sem komust áfram sem sigurvegarar sinna kvölda og Leikskólinn komst áfram sem stigahæsta tapliðið.

Á fyrsta kvöldi sló Djúpavogshreppur út lið Hótels Framtíðar og Fiskeldi Austfjarða sló út Búlandstind. Í úrslitum þess kvölds vann svo Djúpavogshreppur lið Fiskeldisins og komst þannig áfram.

Á öðru kvöldi sló leikskólinn út starfsfólk grunnskólans og Baggi ehf. sló út Við Voginn. Í úrslitum þess kvölds vann svo Baggi ehf. lið leikskólans og komst þannig áfram.

Á þriðja kvöldi slógu nemendur grunnskólans 2 út nemendur grunnskólans 1 og Skákfélag Neista sló út Kvenfélagið. Í úrslitum þess kvölds vann svo Skákfélagið lið nemenda grunnskólans 2 og komst þannig áfram.

Leikskólinn var svo stigahæst tapliðanna og fer því í úrslit.

Úrslitakvöldið fer fram á Hótel Framtíð laugardaginn 23. nóvember kl. 20:00.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 en börn til fermingaraldurs fá frítt inn.

UMF Neisti

Cittaslow
18.11.2019

Jólahlaðborð Tryggvabúðar 2019

Jólahlaðborð í Tryggvabúð á Djúpavogi verður haldið laugardaginn 30. nóvember kl. 18:00.

Allir 60 ára og eldri velkomnir á með húsrúm leyfir.

Aðgangseyrir kr. 3.500.-

Skráning í síma 470-8745 fyrir 27. nóvember 2019.

Skvísurnar í Tryggvabúð.

Cittaslow

Ormahreinsun hunda- og katta á Djúpavogi

Hákon Hansson dýralæknir verður í áhaldahúsinu á Djúpavogi til að gefa hundum og köttum inn ormalyf, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 12:30 til 13:30.

Mikilvægt er að öllum hundum og köttum sé gefið inn til að tryggja að vöðvasullur breiðist ekki út á Austurlandi.

Ef einhver hefur ekki tök á að mæta má viðkomandi hafa samband við Hákon.

18.11.2019

Rithöfundalest(ur) í Löngubúð

Djúpavogshreppur býður íbúum í upplestur í Löngubúð, Sunnudaginn 17. nóvember frá 14:00.

Girnilegar kökur til sölu, ásamt kaffi, kakó og öðrum veigum.

Hvetjum alla til að mæta.

Atvinnu- og menningarmálanefnd Djúpavogshrepps

14.11.2019

Spurningakeppni Neista 2019

Spurningakeppni Neista hefst þriðjudaginn 12. nóvember.

Undankeppnirnar fara fram í Löngubúð þriðjudaginn 12. nóvember, fimmtudaginn 14. nóvember og þriðjudaginn 19. nóvember. Úrslitakvöldið fer fram laugardaginn 23. nóvember á Hótel Framtíð.

Aðgangseyrir er 1000 kr. börn fá frítt til fermingarárs. Keppninrnar hefjast á slaginu kl. 20:00 því er gott að mæta tímanlega ef versla á kræsingar í Löngubúð.

Hvetjum alla til að mæta og fyrlgjast með æsipennandi spurningakeppnum!

UMF Neisti