6 verkefni úr Djúpavogshreppi hlutu styrk

6 verkefni úr Djúpavogshreppi hlutu styrk
Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 29.01.2019 - 14:01Uppbyggingarsjóður Austurlands úthlutaði í gær rúmum sextíu milljónum í 61 verkefni. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands.
Í heildina bárust til sjóðsins 116 umsóknir. Sjóðsstjórn ákvað í ár að styrkja færri verkefni í ár en í fyrra en þau sem urðu fyrir valinu fengu hærri upphæðir.
6 verkefni úr Djúpavogshreppi hlutu styrk að þessu sinni en alls var úthlutað 60,316 milljónum í 61 verkefni. Af þeim voru 30 á sviði menningarmála og fengu þau 27,9 milljónir en 25 á sviði atvinnuþróunar sem fengu 24 milljónir. Að auki voru veittar 8,2 milljónir til stofn- og rekstrarstyrkja á sviði menningar.
Að þessu sinni var sérstaklega kallað eftir verkefnum sem tengdust mataruppbyggingu og matarmenningu. Styrki hlutu 13 verkefni sem vinna að nýsköpun í matvælaframleiðslu. 3 af þeim komu frá Djúpavogshreppi en þá styrki hlutu matarupplifunarferðamennska Adventura ehf, Pála Geirsdóttir til þróunar á Gröfnum þorski hjá Goðanesi og William Óðinn Lefever til stofnunar fyrirtækisins Lefever sauce co sem framleiðir hot-sauce sósur í Berufirði.
Einnig hlutu styrki Svavar Pétur Eysteinsson fyrir Sumar í Havarí og Djúpavogshreppur hlaut styrki fyrir samtímalistasýninguna Rúllandi snjóbolti/12 og Miðstöð Cittaslow á Íslandi.
Styrkir Uppbyggingarsjóðs Austurlands 2019
Umsækjandi | Verkefni | Upphæð | |||
LungA-Listahátíð ungs fólks | Listasmiðjur LungA Lab & listviðburðir | 3.000.000 | |||
Skaftfell sjálfseignarstofnun | Sýningadagskrá Skaftfells 2019 | 2.500.000 | |||
Sköpunarmiðstöðin svf | Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði | 2.150.000 | |||
Ann-Marie Gisela Schlutz | Sauðagull | 2.150.000 | |||
PES ehf | Markaðsetning Krossdal Gunstock 2019 | 2.100.000 | |||
Sinfóníuhljómsveit Austurlands | Vorgáski | 2.000.000 | |||
Auður Vala Gunnarsdóttir | Sjósunds-aðstaða Borgarfirði eystra | 1.900.000 | |||
Millifótakonfekt ehf | Eistnaflug 2019 | 1.800.000 | |||
Djúpavogshreppur | Miðstöð Cittaslow á Íslandi | 1.500.000 | |||
Kristín Amalía Atladóttir | Anno 1724 | 1.500.000 | |||
William Óðinn Lefever | Lefever Sauce co | 1.500.000 | |||
Adventura ehf | Snætt í Hlauphólavíkinni | 1.300.000 | |||
Listahátíðin List í Ljósi | List í Ljósi | 1.200.000 | |||
Fljótsdalshérað | Sumarsýning 2019 (vinnuheiti) | 1.200.000 | |||
Hið austfirska bruggfélag ehf | Beljandi í dósir | 1.200.000 | |||
Ströndin Atelier ehf. | Ströndin Studio School of Photography | 1.200.000 | |||
Sinfóníuhljómsveit Austurlands | Sinfóníuhljómsveit Austurlands | 1.000.000 | |||
Djúpavogshreppur | Rúllandi snjóbolti 12 Djúpavogi 2019 | 1.000.000 | |||
Sporaslóð ehf | Matarleikhús | 1.000.000 | |||
Berta Dröfn Ómarsdóttir | Raven's kiss eða Koss hrafnsins | 1.000.000 | |||
Bókakaffi Hlöðum ehf | Matur eins og amma gerði | 1.000.000 | |||
Fljótsdalshérað | Þjóðleikur 2019 | 1.000.000 | |||
Kammerkór Egilsstaðakirkju | Vínarklassík Kammerkórs Egilsstaðakirkju | 1.000.000 | |||
Kolbeinn Arnbjörnsson | SKARFUR | 1.000.000 | |||
LungA-skólinn ses. | The Net Factory (3rd phase) | 1.000.000 | |||
Samtökin Eiðavinir | Saga Eiðaskóla | 1.000.000 | |||
Skæri Steinn Blað sf. | RÓ fyrir börnin | 1.000.000 | |||
Svavar Pétur Eysteinsson | Sumar í Havarí 2019 | 1.000.000 | |||
Tækniminjasafn Austurlands | Angró Bryggjuhús vaknar til lífsins | 1.000.000 | |||
Antonía Malmquist Baldursdóttir | Knock on Wood | 900.000 | |||
Tónlistarmiðstöð Austurlands | Upptakturinn á Austurlandi | 800.000 | |||
Ferðamálasamtök Vopnafjarðar | Fugla- og laxaskoðun í Vopnafirði | 800.000 | |||
Stelpur rokka! félagasamtök | Stelpur Rokka! Austurland | 800.000 | |||
Guðrún Schmidt | Loftslagsmál og sjálfbær þróun–námskeið | 786.000 | |||
Jökuldalur slf. | Stuðlagil nýr áfangastaður á Austurlandi | 730.000 | |||
Skaftfell sjálfseignarstofnun | Listfræðsluverkefni Skaftfells 2019 | 700.000 | |||
Sporaslóð ehf | Lifandi miðlun á sagnabrunni Óbyggðanna | 700.000 | |||
Bláa Kirkjan sumartónleikar | Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan 2019 | 700.000 | |||
Egilsstaðabúið ehf | Uppbygging mjólkurvinnslu | 700.000 | |||
Egilsstaðakirkja | Tónlistarstundir 2019 | 700.000 | |||
Fjarðabyggð | Fjölbreyttara sumarstarf í Fjarðabyggð | 700.000 | |||
Listdans á Austurlandi félagasamtök | Dansstúdíó Emelíu | 700.000 | |||
Litten Nyström | Colors of growth | 700.000 | |||
Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir | KnitBox | 700.000 | |||
Sköpunarmiðstöðin svf | Tape Recording Camp at Studio Silo | 600.000 | |||
Tónlistarmiðstöð Austurlands | Maximús Músikús á BRAS | 600.000 | |||
Vesturfarinn áhugamannafélag | Siglt gengið riðið og rúllað í lest | 600.000 | |||
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi | Útgáfa ljóðabóka 2019 | 600.000 | |||
Mamúni ehf. | BE Porcelain | 600.000 | |||
Listahátíðin List í Ljósi | HEIMA x LIST Í LJÓSI | 500.000 | |||
Breiðdalsbiti ehf | Náttúrulegir kjötkraftar | 500.000 | |||
Vesturfarinn áhugamannafélag | Rannsóknir Vesturfarans á Vopnafirði | 500.000 | |||
Minjasafn Austurlands | Sumarhús Kjarvals - annar áfangi | 500.000 | |||
Minjasafn Austurlands | Handverk og hefðir: Málþing og námskeið | 500.000 | |||
Pála Svanhildur Geirsdóttir | Grafinn þorskur | 500.000 | |||
Sölumiðstöð Húss Handanna ehf. | Aldrei gleymist Austurland | 500.000 | |||
Breiðdalsbiti ehf | Endurbætur á reykkofa | 400.000 | |||
Breiðdalsbiti ehf | Ærberjasnakk -markaðssetning | 300.000 | |||
Gunnarsstofnun | Afþreying og matarmenning á Upphéraði | 300.000 | |||
Gunnarsstofnun | Rithöfundalest um Austurland | 300.000 | |||
Gunnarsstofnun | Þar liggur hundurinn grafinn - málþing | 200.000 |