Djúpavogshreppur
A A

4G komið í Djúpavogshrepp

4G komið í Djúpavogshrepp

4G komið í Djúpavogshrepp

skrifaði 09.03.2016 - 17:03

Frá og með gærdeginum er komið 4G samband í Djúpavogshreppi.

„4G kerfi Símans er komið upp á fjölmennustu stöðunum og vinsælustu ferðamannasvæðum landsins. Við hjá Símanum ætlum þó að gera betur og stefnum að því að ná til 93,5% landsmanna í lok árs,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Farsímanetið verður æ mikilvægara í nútímasamfélagi. „Við sjáum að gagnanotkunin á farsímaneti Símans eykst gríðarlega milli ára. Hún jókst um rétt tæp 75% að jafnaði milli áranna 2014 og 2015. Við yrðum ekki hissa þótt hlutfallið yrði hærra nú milli ára.“

Síminn tilkynnti í ágúst um nýjan fimm ára samstarfssamning við Ericsson um frekari útbreiðslu og öflugra farsímanet Símans hér á landi. Samhliða uppsetningu 4G LTE snjallsenda verður farsímakerfið allt uppfært til að tryggja uppbyggingu netkerfis á heimsmælikvarða.

4G sendar Símans styðja allt að 100 Mb/s og virka bæði fyrir 4G farsíma og spjaldtölvur. Jafnframt hefur átt sér stað markviss uppbygging á 3G dreifikerfinu og styðja því öflugustu sendarnir allt að 42 Mb/s hraða. Eigendur öflugra 3G snjalltækja geta því notað tækin á enn meiri hraða á 3G neti Símans.

Hafa ber í huga að hraði yfir farsímakerfi miðast alltaf við fjölda samtímanotenda og fjarlægð frá sendi. Raunverulegur hraði sem næst yfir 3G og 4G kerfi er því alltaf minni en hámarkshraði sem sendarnir styðja. Þannig má gera ráð fyrir að yfir 4G verði algengur hraði um 20 – 40 Mb/s við góð skilyrði.

Nánar um 4G.

Hér að neðan er samanburðartafla fyrir farsímakerfi, tengingin í Djúpavogshreppi er 4G (LTE)

ÓB