Djúpivogur
A A

2014 er metár í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn

2014 er metár í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn

2014 er metár í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn

skrifaði 05.12.2014 - 10:12

Þegar löndunartölur nóvembermánaðar lágu fyrir var ljóst að 7 ára gamalt met hafði fallið. Þar með var árið 2014 orðið metár í lönduðum bolfiskafla í Djúpavogshöfn frá upphafi - og er árið er ekki búið enn. Samtals hefur verið landað 10.497 tonnum.

Haustið í Djúpavogshöfn var engu líkt, en það má segja að löndun hafi verið nánast upp á hvern einasta dag í september, október og nóvember, oft 2 bátar á dag og stundum 3. Alls var 7.446 tonnum landað á þessum þremur mánuðum. Það er t.a.m. mun meira en allt árið 2011 þegar um 5.600 tonnum var landað. Haustin 2012 og 2013, sem þóttu mjög góð, gáfu af sér 5.300 tonn annars vegar og 4.900 hins vegar. Það er til marks um hversu mikill aflinn í haust var í raun.

Sem fyrr segir var gamla metið sett árið 2007 þegar 10.491 tonni var landað. 2014 hefur því siglt fram úr sem nemur 6 tonnum. Fróðlegt verður að sjá hverjar lokatölur verða þegar desember er um garð genginn.

Hér á neðan má sjá samanburðartölur síðustu 9 ára. Smellið á myndina til að stækka hana.

ÓB