Djúpavogshreppur
A A

17. júní á Djúpavogi

17. júní á Djúpavogi

17. júní á Djúpavogi

skrifaði 14.06.2017 - 13:06

Kæru Djúpavogsbúar!

Hér að neðan er dagskrá Neista fyrir hátíðahöld á 17. júní. Eins og sést er boðið upp á margt skemmtilegt og vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum hverfin til þess að skreyta vel og láta sjá sig. Svona viðburðir eru alltaf skemmtilegastir þegar vel er mætt og þátttakan er góð!!

Einnig bendum við á að frekari hátíðahöld verða í Löngubúð síðar um kvöldið.

Neisti hlakkar til að sjá ykkur á laugardaginn!!

Áfram Neisti!

12:30 Andlitsmálning og undirbúningur fyrir skrúðgöngu
13:00 Skrúðganga frá Grunnskólanum að Neistavelli
13:45 Fjallkonan flytur ljóð á Neistavelli.
14:00 Fótbolti, (Fullorðnir á móti börnum!) Stultur, reipitog og andlitsmálning!
14:30 Verðlaun fyrir best skreytta húsið.
14:35 Leiktæki opna – Hoppukastalar og Vatnsrennibraut, 
15:00 Söngstund á Pallinum (fyrir söngelska krakka á öllum aldri)!
14:00 - 16:00 Grillaðar pulsur og Svalar til styrktar Neista.
16:30 Formlegri dagskrá lokið.