Djúpivogur
A A

17. júní 2013

17. júní 2013

17. júní 2013

skrifaði 18.06.2013 - 08:06

Djúpavogsbúar héldu upp á 17. júní með hátíðardagskrá á Neistavelli. Skrúðganga var farin frá grunnskólanum og mættu allir í sínum litum að sjálfsögðu en hverfakeppni var nú viðhöfð þriðja árið í röð á Djúpavogi. Hverfin höfðu alla helgina til þess að skreyta en dómnefnd, skipuð kongungum hverfanna valdi síðan best skreytta hverfið.

Það má segja að dagskráin hafi byrjað á föstudaginn með hverfa-Pub Quiz í Löngubúð. Hvert hverfi sendi tvö fjögurra manna lið. Þar hafði gula hverfið sigur eftir hatramma baráttu.

Á Neistavelli var farið í ýmsa leiki fyrir börn og fullorðna og úr varð hin besta skemmtun. Mætingin var mjög góð og fín stemmning, enda veður gott þrátt fyrir smá strekking. Auður Gautadóttir var fjallkona í ár.

Sú nýbreytni var í ár að dómnefnd kaus best skreytta húsið og það var samdóma álit, þrátt fyrir mörg vel skreytt hús, að Bergholt þeirra Jóns og Steinunnar væri best skreytt.

Þá var gula hverfið valið best skreytta hverfið og fögnuðu íbúar þess vel og innilega.

Meðfylgjandi eru þrjú myndasöfn. Eitt úr hverfa-Pub Quizinu, eitt frá skrúðgöngunni og hátíðardagskránni og í lokin eitt sem sýnir brot af þeim skreytingum sem íbúar hverfanna gerðu í ár.


Myndir úr Hverfa-Pub Quiz

Myndir frá skrúðgöngu og hátíðardagskrá
Myndir af hverfaskreytingum

ÓB