17. júní 2009 - Fleiri myndir

17. júní var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi 20. júní sl, eins einkennilega og það kann nú að hljóma. Vegna veðurs á 17. júní var ákveðið að fresta hátíðardagskrá til laugardagsins 20. júní.
Margt var um að vera. Dorgveiðikeppni var á bryggjunni um morguninn, en þar tóku fjölmargir krakkar þátt. Þá var grillað við félagsmiðstöðina og skógardagur leikskólans var haldinn í skógræktinni. Kl. 16:00 var síðan dagskrá á Neistavellinum þar sem farið var í ýmsa leiki og fleira skemmtilegt brallað.
Undirritaður var því miður ekki á staðnum á laugardaginn en fékk myndirnar fyrir neðan hjá Andrési Skúlasyni. Hann lumar eflaust á fleiri myndum sem verða settar hér inn síðar.
Bryndís Reynisdóttir var með myndavélina á auganu á 17. júní og tók nokkrar myndir inni í skógrækt og á fótboltavellinu. Sjá má þær myndir ásamt áður birtum myndum Andrésar með því að smella hér.
Texti: ÓB
Myndir: AS / BR
Þátttakendur í dorgveiðikeppninni
Reynir Arnórsson vigtar aflann
SVD Báran grillar ofan í mannskapinn, Magnús og Binni vígalegir
Ester blæs í blöðrur
Frá skógardegi leikskólans
Frá Neistavelli