Djúpivogur
A A

112 dagurinn á Djúpavogi

112 dagurinn á Djúpavogi

112 dagurinn á Djúpavogi

skrifaði 10.02.2011 - 10:02

Næstkomandi laugardag, þann 12. febrúar, verður haldið upp á 112 daginn á Djúpavogi.  Upp úr kl. 12:00 munu allir viðbragðsbílar byggðarlagsins keyra um götur Djúpavogs. Milli kl. 13:00 - 15:00 bjóða viðbragðsaðilar Djúpavogs upp á léttar veitingar í Sambúð.

Í Sambúð verða til sýnis bílar og græjur af öllum stærðum og gerðum.

Íbúar sveitarsfélagsins eru hvattir til þess að mæta og kynna sér starfsemina.

112 Dagurinn hefur verið haldinn árlega síðan 2005. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi hinna fjölmörgu neyðarþjónustuaðila sem tengjast því, efla vitund almennings um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig þjónustan nýtist almenningi. Að deginum standa Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Brunamálastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Flugstoðir. Að þessu sinni verður sjónum beint sérstaklega að öryggi og velferð barna og ungmenna. Markmiðið er annars vegar að halda á lofti því víðtæka öryggis- og velferðarkerfi sem börn og ungmenni hafa aðgang að í gegnum neyðarnúmerið en hins vegar að benda á leiðir fyrir börn og ungmenni til þess að taka þátt í starfi samtaka á þessu sviði og stuðla að eigin öryggi og annarra, meðal annars með þekkingu í skyndihjálp og eldvörnum.

BR