Djúpavogshreppur
A A

100 ára afmæli UMF Neista

100 ára afmæli UMF Neista
Cittaslow

100 ára afmæli UMF Neista

Ólafur Björnsson skrifaði 18.02.2019 - 08:02

Ungmennafélagið Neisti fagnar 100 ára afmæli 24. febrúar 2019.

Af því tilefni býður Neisti öllum í afmælisköku, kaffi og kakó á Hótel Framtíð kl. 15:00 á afmælisdaginn.

Sögu félagsins verður gerð skil með lifandi og skemmtilegum hætti.

Dagskrá:

  • Ræðuhöld
  • Frumsýning nýrrar afmælistreyju Neista
  • Úrslit nafnarkeppni nýja húsnæðis Neista á Neistavelli tilkynnt
  • Afmælisvarningur til sölu
  • Mynda- og sögusýning 100 ára afmæli Ungmennafélags Neista
  • Dagatal afmælisárs Neista kynnt

Neista yrði sýndur sannur heiður ef sem flestir heiðra félagið með nærveru sinni og fagna 100 ára afmælinu.

Verið öll velkomin!

UMF Neisti