10 ára afmæli skrifstofunnar í Geysi

10 ára afmæli skrifstofunnar í Geysi
skrifaði 25.08.2010 - 15:08Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan bæjarskrifstofa Djúpavogshrepps flutti úr slökkvistöðinni og í núverandi húsnæði, hér í Geysi. Húsið, sem byggt var árið 1900, hafði þá gengið í gegnum miklar endurbætur og er í dag ein helsta prýði bæjarins.
Þáverandi sveitarstjóri var Ólafur Áki Ragnarsson og voru starfsmenn skrifstofunnar Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir og Lilja Björk Kristjánsdóttir.
Til gaman fylgja hér með myndir af húsinu í ýmsu ásigkomulagi þar sem glöggt má sjá hversu vel endurbæturnar tókust.
BR
Geysir um það leyti sem húsið var fært til yfir á nýjan grunn
Húsið var nú ekkert alltof glæsilegt árið 1998
Ekki þorir nú undirrituð að giska á hvaða ár þetta er en líklegast í kringum 2000
Geysir, eins og húsið lítur út í dag
BR