Djúpavogshreppur
A A

1. kvöldið í spurningakeppninni

1. kvöldið í spurningakeppninni

1. kvöldið í spurningakeppninni

skrifaði 19.03.2010 - 14:03

Í gærkvöldi fór fram 1. kvöldið í æsispennandi spurningakeppni Neista. Góð mæting var á svæðið og fín stemning í húsinu.

Kvöldið hófst með viðureign HB-Granda og Við voginn. HB-Grandi á titil að verja og byrjuðu þeir titilvörn sína vel með nokkuð öruggum sigri 21-8 á Við voginn.

Þá áttust við lið Kvenfélagsins Vöku og Hótel framtíð.  Þar sigruðu Kvenfélagskonur 18-9

Í lokaslagnum mættust svo stálin stinn þar sem kvenfélagskonur og HB-Granda-menn  tókust á  í hnífjafnri og skemmtilegri keppni. Það fór þó svo að lokum að Eðvald og félagar hjá HB-Granda höfðu kvenfélagskonurnar undir 24-23 eftir framlengingu og að lokum bráðabana.

HB-Grandi er því kominn í úrslit sem sigurvegari 1. kvölds en ekki er öll von úti fyrir vöku-konur því að stigahæsta tapliðið fær einnig sæti á úrslitakvöldi keppninnar.

Þar sem myndavélin gleymdist og fréttaljósmyndari heimasíðnar vant við látinn voru engar myndir teknar frá kvöldinu en úr því verður bætt næstu kvöld og meðfylgjandi mynd er af sigurvegurum síðasta árs HB- Granda. 

Næsta viðureign verður milli Grunnskólans-kennarar á móti Vísi og Djúpavogshrepps-skrifstofa á móti Ferðaþjónustunni Eyjólfsstöðum.  Það lítur því út fyrir skemmtilegar keppnir næsta þriðjudag og hvetjum við sem flesta til að mæta.

Stjórn Neista/ÞS