Djúpivogur
A A

Leikjarinn í heimsókn hjá GameTíví

Leikjarinn í heimsókn hjá GameTíví

Leikjarinn í heimsókn hjá GameTíví

Ólafur Björnsson skrifaði 09.11.2018 - 10:11

Eins og við höfum greint frá hér á síðunni heldur Djúpavogsbúinn Birkir Fannar Smárason úti nokkrum samskiptamiðlasíðum undir nafninu Leikjarinn. Birkir Fannar er mikill áhugamaður um gamlar leikjatölvur og tölvuleiki og á eitt veglegasta safn landsins af slíkum hlutum.

Á dögunum rættist gamall draumur hjá Birki þegar hann kíkti í heimsókn til GameTíví, þáttar sem er tölvuleikjaunnendum að góðu kunnur. Þar mætti hann með smá brot af safninu sínu og útlistaði fyrir þáttastjórnanda þetta áhugamál sitt.

Hægt er að horfa á innslagið hér að neðan.

Við hvetjum áhugasama einnig til að skoða síðurnar hans á Facebook, Instagram og Twitch.