Djúpavogshreppur
A A

Aðalvefur

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/12, Djúpivogur

Sýningin Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur var formlega opnuð með viðhöfn laugardaginn 13.júlí sl. að viðstöddu fjölmenni.

Rúllandi snjóbolti er samtímalistasýning sem haldin er á sumrin í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína, en CEAC er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 1999 af Ineke Guðmundsson með fjárhagslegum stuðningi eiginmanns hennar, Sigurðar Guðmundssonar listamanns.

Þetta er sjötta árið í röð sem sýningin er sett upp en ár hvert má gera ráð fyrir að rúmlega átta þúsundir gesti sæki sýninguna heim.

Á opnunni flutti tónlistarkonan María Viktoría Einarsdóttir nokkur lög, staðgengill mennta- og menningarmálaráðherra, Auður Edda Jökulsdóttir, var heiðursgesturinn í ár og þá var einnig fulltrúi frá Kínverska sendiráðinu, Ms.Gao Chunyan á staðnum og flutti ávarp. Kvenfélagið Vaka sá um veitingar og bauð gestum upp á íslenska brauðsúpu og Austri Brugghús bauð upp á bjórana Vökva og Vöku. Þessum aðilum er hér með þakkað kærlega fyrir sinn þátt í opnuninni.

Sýningin stendur til 18.ágúst nk. og er opin alla daga frá kl. 11:00 – 16:00. Frítt er inn á sýninguna.

Við bjóðum alla velkomna á sýninguna Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur

Atvinnu- og menningarmálafulltrúi,

15.07.2019

Sumarlokun skrifstofu Djúpavogshrepps 2019

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 22. júlí og opnar aftur mánudaginn 19. ágúst.

Sveitarstjóri

15.07.2019

Staða atvinnu- og menningarmálafulltrúa

Djúpavogshreppur óskar eftir að ráða atvinnu- og menningarmálafulltrúa í 100% starf tímabundið frá 1. september 2019 – 31. maí 2020 vegna fæðingarorlofs, möguleiki er á hlutastarfi.

Starfssvið:

  • Að aðstoða við uppbyggingu og kynningu fjölbreyttrar atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu og veita fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf.
  • Að kynna og stuðla að öflugu menningarlífi í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök og opinberar stofnanir ásamt því að hafa yfirumsjón með málefnum safna í sveitarfélaginu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.

Umsóknarfrestur er til 9. ágúst

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri sveitarstjori@djupivogur.is og í síma 470-8700 / 843-9889.

15.07.2019

Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík

Nú eru komnar í kynningu tillögur að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna áningarstaðar ferðamanna í Fossárvík.

Hægt er að skoða tillögurnar með því að smella hér.

15.07.2019
12.07.2019
08.07.2019

Kosið um sameiningu þann 26. október

íbúar fá tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna

04.07.2019

DJÚPAVOGSDEILIN - KAUP LEIKMANNA Í HÁDEGINU

Nú hefur félagsskiptaglugganum verið lokað

Cittaslow

Tónlistarstundir 2019 - Vallaneskirkja

Berglind Einarsdóttir syngur

28.06.2019
28.06.2019

Djúpavogshreppur auglýsir

eftir starfsmanni sýningarinnar Rúllandi snjóbolti / 12, Djúpivogur

Borgarland - deiliskipulag - í 3D

Í tengslum við gerð nýs deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands sem nú er í auglýsingu, hefur verið smíðað gagnvirkt, tölvugert þrívíddarumhverfi. Umhverfið gefur fólki kost á því að virða fyrir sér framtíðaruppbyggingu frá ólíkum sjónarhornum af jörðu niðri.

Þetta þróunarverkefni er hluti af verkefninu Sjálfbærar borgir framtíðarinnar 2 (Cities that Sustain Us 2) sem er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, TGJ og Háskólans í Reykjavík, unnið með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði Íslands.

Sjón er sögu ríkari - smelltu hér til að skoða.

(ATH! Nota þarf Mozilla Firefox-vafrann til að opna þrívíddarumhverfið. Hægt er að nálgast nýjustu með því að smella hér).

24.06.2019

Efsti hluti Borgarlands - deiliskipulagstillaga

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 13. júní 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Borgarlandi, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er 1,4 ha að stærð og nær yfir efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu sjö einbýlishúsa og eins parhúss, auk bílastæða og göngustíga.

24.06.2019

Sveitarstjórn: Fundarboð 27.06.2019

2. aukafundur 2018 - 2022

24.06.2019

430 ára verslunarafmæli Djúpavogs í dag

sveitarfélagið býður öllum í köku, kaffi og kakó í Löngubúð

Cittaslow

17. júní 2019 á Djúpavogi

17. júní fór fram á Djúpavogi með pompi og prakt.

Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Íþróttahúsi niður í Blá.

Fjallkona var Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir. Hún flutti ljóðið “Hver á sér fegra föðurland” og stóð sig með stakri prýði.

Farið var í hina ýmsu leiki og leiktæki sem Boltafjör-Vatnaboltar settu upp og vöktu gríðalega mikla hrifningu hjá ungu kynslóðinni. Þar var einnig skopteiknari / myndskreytir og var nóg að gera hjá honum við að teikna börn og fullorðna.

Unglingar voru með andlitsmálningu að vanda. Grillveisla var haldin og í boði voru hamborgarar og vöktu grillmeistararnir mikla lukku meðal gesta, heyrst hefur að þetta hafi verið heimsins bestu borgarar.

Leikið var í Djúpavogsdeildinni um kvöldið, þar sem Hnaukabúið og Nallarar öttu kappi og var stemmningin spennandi meðal áhorfenda.

Leikurinn fór á þá leið að Nallarar unnu Hnaukabúið 5-1.

Var þetta hinn skemmtilegasti dagur og vill stjórn Neista þakka öllum þeim sem aðstoðuðu.

Hafdís Reynisdóttir
Framkvæmdarstjóri Neista

Cittaslow

Enn gerum við gagn - lokadagur

Lokadagur í Mjóafirði 23. júní 2019.

20.06.2019

UÍA býður Austfirðingum á Landsmót 50+

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.

„Við viljum hvetja Austfirðinga til að nýta sér þetta frábær tækifæri til hreyfingar,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UÍA.

Ákvörðunin er meðal annars tekin í ljósi þess að skráning á móti frá Austurlandi hefur verið dræm en þetta er í fyrsta skipti sem Landsmót 50+ er haldið á Austurlandi. Í gær voru aðeins ellefu þátttakendur skráðir undir merkjum UÍA. Þeim verður endurgreitt þátttökugjaldið.

„Það eru auðvitað vonbrigði hve treglega skráningin hér eystra hefur gengið. Við getum ekki látið það spyrjast út um okkur að við mætum ekki á mótið þegar það er haldið í okkar eigin bakgarði.

Við höfum heyrt í samtölum okkar við fólk eystra að það er hikandi því það þekki ekki mótin. Skráning víða annars staðar hefur gengið ágætlega, einkum frá þeim stöðum sem hafa haldið mótin áður.

Við viljum því nota þetta tækifæri til að Austfirðingar kynnist mótunum. Við erum í þessari stöðu meðal annars því við höfum öfluga bakhjarla sem koma myndarlega að mótinu,“ segir Gunnar.

Þótt mótið sé ætlað fólki sem er komið yfir fimmtugt er þar einnig að finna greinar sem opnar eru fyrir alla aldurshópa svo sem pílukast, lomber, frisbígolf, strandblak og garðahlaup.

Undirbúningi mótsins miðar annars vel. Meðal annars hefur verið ráðist í gerð frjálsíþróttaaðstöðu, gryfju fyrir langstökk og kastsvæða fyrir mótið. Erfiðast er að stjórna veðrinu en nýjustu langtímaspár benda til þess að þar horfi til betri vegar í næstu viku en verið hefur það sem af er mánuðinum.

Í gær var einnig ákveðið að framlengja skráningarfrest á mótið út þriðjudaginn 25. júní. Skráning og allar nánari upplýsingar um mótið má finna á umfi.is. Þeir sem vilja aðstoð við skráningu geta haft samband við skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða UMFÍ í síma 568-2929.

20.06.2019

Sameiningarviðræður til seinni umræðu

Sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hafa tekið álit samstarfsnefndar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna til fyrri umræðu og vísað því til síðari umræðu. Álit samstarfsnefndarinnar er að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna fjögurra í eitt.

Í skýrslunni Sveitarfélagið Austurland – stöðugreining og forsendur tillögu um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, má finna greiningu og hugmyndir um mögulega framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins, verði sameining samþykkt.

Greiningin er m.a. byggð á upplýsingum frá sveitarfélögunum, vinnu starfshópa sem samstarfsnefndin skipaði og vinnu á íbúafundum. Jafnframt var aflað gagna úr opinberum skýrslum og gagnagrunnum.

Skýrsluna Sveitarfélagið Austurland má finna hér.

18.06.2019

Fingur í Djúpavogshöfn

Fingrum fyrir minni báta verður komið fyrir í Djúpavogshöfn á næstu dögum. Gjald vegna legu við fingur verður kr. 10.560 + vsk á mánuði og verður árinu skipt í 3 tímabil janúar-apríl, maí-ágúst og september –desember.

Þeim sem vilja tryggja sér legupláss er bent á að hafa samband við hafnarvörð.

Hafnarstjóri

18.06.2019
14.06.2019

Kvennahlaupið 2019

Kvennahlaup ÍSÍ 2019 á Djúpavogi, 15. júní.

13.06.2019

Laust starf hjá Landsbankanum

Landsbankinn auglýsir laust til umsóknar 50% starf við almenna afgreiðslu bankans og póstsins á Djúpavogi.

13.06.2019

17. júní - Dagskrá

Hátíðardagskrá Neista

Cittaslow

Djúpavogshreppur auglýsir

eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu