Djúpavogshreppur
A A

Fréttir

Til íbúa í Djúpavogshreppi vegna Covid-19

ÞESSI FRÉTT VERÐUR Í REGLULEGRI UPPFÆRSLU.

Undanfarnir dagar hafa verið viðburðaríkir í kjölfar þess ástands sem upp er komið vegna COVID – 19 veirunnar. Stjórnendur og starfsfók sveitarfélagsins hafa endurskoðað vinnulag og skipulag innan stofnana þess með það fyrir augum að halda uppi sem mestri starfsemi samhliða því að gæta fyllsta öryggis.

Þrátt fyrir það er ljóst að starfsemi sveitarfélagsins mun verða með breyttu sniði næstu vikurnar. Athygli er einnig vakin á því að starfsemi stofnana kann að breytast með stuttum fyrirvara og eru íbúar því hvattir til að fylgjast vel með heimasíðu sveitarfélagsins og þeim tilkynningum sem kunna að berast frá einstökum stofnunum

30.03.2020

Vegna fasteignagjalda og annarra gjalda

Vakin er athygli á því að eindagar fasteignagjalda sem gjaldfalla í apríl og maí hefur verið seinkað fram til nóvember og desember 2020. Þeim sem það kjósa er því óhætt að fresta greiðslum án þess að eiga á hættu að greiða viðbótarkostnað eða vexti. Jafnframt verður unnið að því að þjónustugjöld sveitarfélagsins verði leiðrétt í samræmi við skerta þjónustu s.s. í leik- og grunnskóla. Þessar aðgerðir eru liður í viðleitni sveitarfélagsins til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki nú þegar efnahagslegra áhrifa Covid-19 er farið að gæta í auknum mæli.

30.03.2020

Rafræn útgáfa vottorða til staðfestingar á sóttkví

Starfsmenn í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.

30.03.2020

Tilkynningar frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 29. mars 2020

Hér birtast daglegar tilkynningar frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid-19

29.03.2020

Fjölmenni á fjarfundi um stöðu sameiningar

Tæplega sextíu starfsmenn sveitarfélaganna fjögurra komu saman til fjarfundar þann 24. mars til að fara yfir stöðu verkefnisins Sveitarfélagið Austurland. Noktun fjarfundabúnaðar í samskiptum er í samræmi við stefnu nýs sveitarfélags um að vera leiðandi í rafrænni þjónustu og stjórnsýslu.

Nauðsynlegt er að gera breytingar á tíma-og verkáætlun verkefnisins í kjölfar frestunar sveitarstjórnarkosninga vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frestun kosninganna leiðir til þess að staðfesting sameiningarinnar frestast einnig og þar með að sveitarfélagið taki formlega til starfa. Í því felast bæði áskoranir og tækifæri. Með auknum tíma gefst tækifæri til að vinna nánar í ákveðnum verkefnum og undirbúa fyrir nýja sveitarstjórn. Hins vegar frestast ákvarðanir sem ný sveitarstjórn skal taka, svo sem um val á nafni, afgreiðsla á reglum og endanleg afgreiðsla stjórnskipulags.

Á fundinum var farið yfir helstu atriði úr minnisblöðum starfshópa verkefnisins, en þar koma fram fjölmargar hugmyndir og tillögur fyrir starfsemi nýs sveitarfélags. Minnisblöðin má nálgast á vefnum www.svausturland.is, en þátttakendur í starfshópum eru rúmlega 30.

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Projects fór yfir stöðu vinnu sinnar, en hennar hlutverk er að greina áhugasvið, færni og styrkleika starfsfólks og vera framkvæmdahópnum til ráðgjafar í mannauðsmálum. Hún hefur rætt við 55 starfsmenn, m.a. til að afla upplýsinga fyrir endanlega útfærslu á stjórnskipulagi og hlutverki og verkefnum starfsmanna nýs sveitarfélags.

Á fundinum komu fram spurningar og ábendingar til Undirbúningsstjórnar verkefnisins. Flestum þeirra var svarað á fundinum, en fjallað verður um aðrar á næsta stöðufundi sem fram fer í fjarfundakerfinu ZOOM þann 6. apríl næstkomandi. Áætlað er að halda reglulega rafræna stöðufundi fram að gildistöku sameiningarinnar.

25.03.2020

Informacje o Covid-19 w j zyku polskim - Information on Covid-19 in En...

Informacje o Covid-19 w j zyku polskim. Information on Covid-19 in English.

23.03.2020

Bóksafn Djúpavogs lokað vegna Covid-19

Nú er komið að því að við þurfum að loka tímabundið á bókasafninu vegna hertra takmarkana á samkomubanni. Þrátt fyrir að bókasafnið sé lokað þá eru ýmsar leiðir til að lesa.

23.03.2020

Informacja dla mieszkańców wschodniej Islandii - Notice to residents of...

Because of the COVID-19 epidemic, it is important that we support each other and consider the well-being of everyone in our community. The police, the Health Directorate of East Iceland (HSA) and the social services in the area are well acquainted with their clients and will try to secure service to everyone.

23.03.2020

Íþróttamiðstöð Djúpavogs lokuð frá 24. mars

Frá og með þriðjudeginum 24. mars verður Íþróttamiðstöðin lokuð.

Opnun verður auglýst um leið og aðstæður leyfa.

23.03.2020

Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp frá Stekkjarhjáleigu að sveitarfélagamörkum...

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 9. mars 2020, ásamt umhverfisskýrslu.

23.03.2020

Börn og sóttkví

Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.

20.03.2020

Samkomubann og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.

20.03.2020

Frá Íþróttamiðstöð Djúpavogs vegna Covid-19

Sundlaugin og þreksalur verða opinn enn um sinn en frá og með 20. mars verður íþróttasalurinn lokaður um óákveðinn tíma ásamt ljósabekk og gufu. Gestir eru beðnir um að þrífa alla snertifleti eftir sig í tækjasal með sótthreinsandi efnum sem eru á staðnum.

Höfða verður til skynsemi gesta varðandi nánd og 2 m. regluna á öllum svæðum innanhúss í Íþróttmiðstöðinni .

Ákvarðanir varðandi opnun verða endurskoðaðar eftir atvikum.

Forstöðum. ÍÞMD

20.03.2020

Sveitarstjórnarkosningum frestað

Með vísan til þess að heilbrigðisráðherra hefur á grundvelli sóttvarnalaga takmarkað samkomur tímabundið í fjórar vikur til að hægja á útbreiðslu COVID-19 hafa sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar lagt til við samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra að sveitarstjórnarkosningum sem fram eiga að fara 18. apríl næstkomandi verði frestað.

19.03.2020

Neðsti hluti Borgarlands - breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 12. mars 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í neðsta hluta Borgarlands, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er 1,35 ha að stærð og nær yfir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Samkvæmt breytingartillögunni er gert ráð fyrir nýrri afmörkun fjögurra íbúðarlóða, stækkun einnar lóðar og nýrri aðkomu, auk bílastæða og göngustíga.

Hægt er að skoða uppdrátt og greinargerð með því að smella hér.

19.03.2020

Sveitarstjórn: Fundarboð 19.03.2020

5. aukafundur 2018 - 2022

18.03.2020

Staða skólastjóra Djúpavogsskóla er laus til umsóknar

Djúpavogshreppur auglýsir starf skólastjóra Djúpavogsskóla. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina samkvæmt gildandi skólastefnu sveitarfélagsins.

Djúpavogsskóli er heildstæður sameinaður grunn- og tónskóli sem hefur skýra framtíðarsýn og starfar eftir einkunnarorðunum; hugrekki, virðing og samvinna. Ríflega 80 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli eru í skólanum.

Viðbragðsáætlun Djúpavogshrepps vegna Covid-19

Viðbragðsáætlun Djúpavogshrepps við heimsfaraldri inflúensu hefur nú verið virkjuð. Viðbragðsáætlunin þjónar þeim tilgangi að vera stjórnendum sveitarfélagsins til stuðning um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um viðbrögð innan sveitarfélagsins í kjölfar heimsútbreiðslu inflúensu. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi íbúa og starfsmanna og lágmarka áhrif inflúensufaraldursins á rekstur sveitarfélagsins. Ekki er um endanleg fyrirmæli og mega íbúar eiga von á að þeim verði breytt með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni reynist þess þörf.

16.03.2020

Frá Íslenska gámafélaginu vegna Covid-19

Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri:

16.03.2020

Sérstakar verslanir fyrir eldri borgara og viðkvæma

Samkaup hefur ákveðið að opna tólf verslanir Nettó og fimmtán verslanir Kjörbúðarinnar eingöngu fyrir þá sem eldri eru, með undirliggjandi sjúkdóma eða viðkvæmir.

16.03.2020

Frá Austurbrú / Djúpinu, Djúpavogi

Með vísan til viðbragðsáætlunar Austurbrúar við heimsfaraldri Covid-19 og samkomubanns og takmarkana á skólahaldi sem stjórnvöld hafa ákveðið, hefur stjórnendateymi Austurbrúar ákveðið eftirfarandi viðmið:

16.03.2020

Frá Djúpavogshreppi vegna COVID-19

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Djúpavogshreppur vinnur nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í grunn- og leikskólanum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu á mánudaginn m.a. á heimasíðu sveitarfélagsins og heimasíðum grunn- og leikskóla.

Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar um íþróttastarf, íþróttamannvirki og aðrar tómstundir barna.

Heimaþjónusta við aldraða og öryrkja mun halda áfram þar til annað verður ákveðið. Hið sama á við um félagslega liðveislu. Áhersla er lögð á aukið hreinlæti starfsmanna og þjónustuþegar upplýstir um mikilvægi þess eins og þörf er á.

Tryggvabúð verður áfram opin þar til annað verður ákveðið.

Sveitarstjóri

13.03.2020
13.03.2020

Styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamanna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í gær grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingu innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til 33 verkefna um allt land árið 2020 sem nema samtals 501,5 milljónum króna. Hæstu styrkirnir að þessu sinni eru styrkir til byggingar útsýnispalls á Bolafjalli í Bolungarvíkurkaupstað, áframhald uppbyggingar við Stuðlagil beggja vegna árinnar og bætt fráveitumál í Hrafntinnuskeri.

Fyrir okkur í Djúpavogshreppi er gaman að segja frá því að rúmum 9 milljónum var úthlutað til Bragðavalla til að gera göngustíg að Snædalsfossi og Gömlubrú til að vernda viðkvæman mosagróður á svæðinu.

Þessu til viðbótar fékk Teigarhorn úthlutað úr landsáætlun 2020-2022 um uppbyggingu innviða til verndunar náttúru og menningarsögulegum minjum 60 milljónir til uppbyggingar þjónusstuhúss á vegum Umherfisstofnunar.

Auk þessa fær Umhverfisstofnun þrjár milljónir til að gera tröppur, göngustíga og merkingar við Blábjörg í Berufirði, sem eru ný á landsáætluninni.

10.03.2020

Valið stendur á milli sex nafna fyrir nýtt sveitarfélag

Íbúar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs geta valið á milli sex tillagna um nafn á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnakosningunum þann 18. apríl.

Tugir tillagna bárust frá íbúum en nafnanefnd á vegum sveitarfélagsins valdi 17 úr og sendi til Örnefnanefnd til umsagnar. Álit nefndarinnar liggur nú fyrir.

10.03.2020

Nýtt sveitarfélag formlega stofnað

Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar nr.190/2020 og hefur hún verið birt á vef Stjórnartíðinda. Þá hefur fyrirtækjaskrá Skattsins gefið út kennitölu sveitarfélagsins, sem er 660220-1350. Sveitarfélagið er því formlega orðið til, en tekur til starfa eftir sveitarstjórnarkosningar 18. apríl næstkomandi og fær í kjölfarið nafn.

Í samþykktum um stjórn og fundarsköp er fjallað um stjórn sveitarfélagsins, verkefni, stjórnskipulag og fleiri atriði sem áhugavert er fyrir íbúa að kynna sér. Samþykktin gildir í þrjá mánuði eftir sveitarstjórnarkosningar, en á þeim tíma skal sveitarstjórn ákveða hvort hún gildir óbreytt áfram eða gera breytingar.

10.03.2020

Djúpavogshreppur augýsir: Störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Djúpavogshreppur auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi störf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs.

Laust er til umsóknar starfs forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs

Um er að ræða fjölbreytt starf í íþróttamiðstöð þar sem er líf og fjör allan daginn. Forstöðumaður er ábyrgur fyrir daglegum rekstri íþróttamiðstöðvarinnar ásamt starfsmannahaldi. Hann hefur umsjón með viðhaldi mannvirkja, tækja og búnaðar, gerð fjárhagsáætlana og annast undirbúning að gerð verk- og framkvæmdaáætlana, ásamt tilheyrandi kostnaðaráætlunum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

Forstöðumaður skipuleggur störf starfsmanna og sér um ráðningar, annast gerð vinnuskýrslna og skipuleggur vaktir að teknu tilliti til þarfa skóla, íþróttafélaga, annarra samtaka og almennings. Forstöðumaður skal hafa réttindi í björgun og skyndihjálp og taka sundpróf starfsmanna sundlauga.

Laust er til umsóknar fast stöðugildi við Íþróttamiðstöð Djúpavogs.

Starfið felst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Starfshlutfall er breytilegt milli sumars og veturs. Upplýsingar um starfshlutfall og kjör er hægt að fá hjá launafulltrúa. Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Gert er ráð fyrir að nýir starfsmenn hefji störf eigi síðar en 1. maí.

Umsóknarfrestur um bæði störfin er til 1. apríl.