Fréttir
Sundþjálfari óskast
Sunddeild Neista leitar að þjálfara til starfa í haust.
Hefur þú menntun eða reynslu í sundþjálfun og/eða einhvern bakgrunn í sundi og áhuga að vinna með krökkum?
Þá endilega settu þig í samband við okkur í gegnum netfangið neisti@djupivogur.is fyrir frekari upplýsingar.
Hera - tónleikar á Hótel Framtíð
Þetta sumar syngur Hera víða um landið, hún mun spila þann 25. júli á Hótel framtíð, Djúpavogi; verður þar bæði gamalt og nýtt efni á dagskrá.
Nýverið hefur Hera lokið við gerð plötu þar sem Barði Jóhannsson stýrði upptökum, sú plata er væntanleg á þessu ári.
Fimmtudaginn 25. júlí - Hótel Framtíð - Djúpavogi
Föstudaginn 26. júlí - Beituskúrnum - Neskaupsstað
Tónleikar hefjast kl. 20.30
Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu hafmeyjuna á Djúpavogi
Mánudaginn 22. júlí, kl. 18:00
Sumarlokun skrifstofu Djúpavogshrepps 2019
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá 22. júlí og opnar aftur mánudaginn 19. ágúst.
Sveitarstjóri
Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/12, Djúpivogur
Sýningin Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur var formlega opnuð með viðhöfn laugardaginn 13.júlí sl. að viðstöddu fjölmenni.
Rúllandi snjóbolti er samtímalistasýning sem haldin er á sumrin í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína, en CEAC er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 1999 af Ineke Guðmundsson með fjárhagslegum stuðningi eiginmanns hennar, Sigurðar Guðmundssonar listamanns.
Þetta er sjötta árið í röð sem sýningin er sett upp en ár hvert má gera ráð fyrir að rúmlega átta þúsundir gesti sæki sýninguna heim.
Á opnunni flutti tónlistarkonan María Viktoría Einarsdóttir nokkur lög, staðgengill mennta- og menningarmálaráðherra, Auður Edda Jökulsdóttir, var heiðursgesturinn í ár og þá var einnig fulltrúi frá Kínverska sendiráðinu, Ms.Gao Chunyan á staðnum og flutti ávarp. Kvenfélagið Vaka sá um veitingar og bauð gestum upp á íslenska brauðsúpu og Austri Brugghús bauð upp á bjórana Vökva og Vöku. Þessum aðilum er hér með þakkað kærlega fyrir sinn þátt í opnuninni.
Sýningin stendur til 18.ágúst nk. og er opin alla daga frá kl. 11:00 – 16:00. Frítt er inn á sýninguna.
Við bjóðum alla velkomna á sýninguna Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur
Atvinnu- og menningarmálafulltrúi,
Staða atvinnu- og menningarmálafulltrúa
Djúpavogshreppur óskar eftir að ráða atvinnu- og menningarmálafulltrúa í 100% starf tímabundið frá 1. september 2019 – 31. maí 2020 vegna fæðingarorlofs, möguleiki er á hlutastarfi.
Starfssvið:
- Að aðstoða við uppbyggingu og kynningu fjölbreyttrar atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu og veita fyrirtækjum víðtæka ráðgjöf.
- Að kynna og stuðla að öflugu menningarlífi í samvinnu við einkaaðila, félagasamtök og opinberar stofnanir ásamt því að hafa yfirumsjón með málefnum safna í sveitarfélaginu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Færni í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á frumkvæði, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst
Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri sveitarstjori@djupivogur.is og í síma 470-8700 / 843-9889.
Áningarstaður ferðamanna í Fossárvík
Nú eru komnar í kynningu tillögur að breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi vegna áningarstaðar ferðamanna í Fossárvík.
Hægt er að skoða tillögurnar með því að smella hér.
Sveitarstjórn: Fundargerð 11.07.2019
13. fundur 2018 - 2022.
Sveitarstjórn: Fundarboð 11.07.2019
13. fundur 2018 – 2022
Kosið um sameiningu þann 26. október
íbúar fá tækifæri til að kjósa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna
DJÚPAVOGSDEILIN - KAUP LEIKMANNA Í HÁDEGINU
Nú hefur félagsskiptaglugganum verið lokað
