Djúpivogur
A A

Fréttir

Fólkið okkar tekur þátt í sýningunni Að heiman og heim

Djúpavogshreppur tekur þátt í atvinnulífssýningunni Að heiman og heim á morgun, 1.september

Cittaslow

Íslenskunámskeið // Icelandic Courses // Kursy jezyka islandzkiego

Byrjendanámskeið í íslensku hefjast í september.

27.08.2018

Sindri/Neisti - KA á Neistavelli

Föstudaginn 24. ágúst kl. 17:00 verður fótboltaleikur á Neistavellinum.

23.08.2018

Atvinnulífssýningin Að heiman og heim

Djúpavogshreppur tekur þátt í atvinnulífssýningunni Að heiman og heim

22.08.2018

Styrkjamöguleikar í nýsköpun, menntun og menningu

Kynningarfundur á vegum Rannís 24. ágúst kl 9.00-13.00 í Austurbrú, Tjarnarbraut 39, Egilsstöðum.

22.08.2018

Gjafir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar

Munir úr dánarbúi Valgeirs Vilhjálmssonar til sýnis í Tryggabúð

Cittaslow

Frá bókasafninu

Á morgun, þriðjudaginn 21. ágúst, opnar bókasafnið aftur eftir sumarfrí.

Safnið verður opið frá 16-18 á þriðjudögum út ágúst en eftir það verður opið eins og áður, á þriðjudögum milli 16 og 19.

Bókasafnsvörður

20.08.2018

Síðustu forvöð að sjá Rúllandi snjóbolti/11

Síðasta opnunarhelgi Rúllandi snjóbolta /11 er framundan en sýningunni lýkur 19.ágúst.

17.08.2018

Viðvera byggingarfulltrúa

Sveinn Jónsson, byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, verður með viðveru á skrifstofu Djúpavogshrepps miðdvikudaginn 22. ágúst næstkomandi.

Þeir sem vilja setja sig í samband við Svein áður en hann kemur er bent á netfangið byggingarfulltrui@djupivogur.is.

Sveitarstjóri

16.08.2018

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli). Starfshlutfall starfs ræðst af umfangi hverju sinni en núverandi tímafjöldi á mánuði er 16 tímar.

Nánari upplýsingar veita:

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps (varðandi fyrirkomulag), 470-8700, sveitarstjori@djupivogur.is

Launafulltrúi Djúpavogshrepps 478-8288 (varðandi launamál), 470-8700, oli@djupivogur.is

Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en kl. 15:00, 24. ágúst 2018.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef Djúpavogshrepps og á bæjarskrifstofu.

Djúpavogi 14. ágúst 2018;
Sveitarstjóri

14.08.2018

Við Voginn leitar að starfsfólki

Við Voginn Djúpavogi leitar að fjölhæfum einstaklingi/um til vinnu frá og með 15. september 2018.

Viðkomandi þarf að hafa einstaka þjónustulund, vera stundvís, skipulagður, brosmildur, hafa frumkvæði, heiðarlegur og vinna vel með öðrum og undir álagi.

Við leytum að einhverjum með reynslu sem getur steikt hamborgara, séð um afgreiðslu og lagað frábæran kaffibolla, ásamt því að takast á við önnur tilfallandi verkefni.

Bílpróf er skilyrði og lágmarksaldur umsækjanda er 20 ára.

Við vekjum athygli á að Við Voginn er reyklaus vinnustaður.

Ef þú hefur áhuga, sendu okkur þá endilega ferilskrána þína til vidvoginn@simnet.is

https://www.facebook.com/VidVoginn/

14.08.2018

Verk Ríkarðs komið heim

Hestaplatti frá Ríkarði Jónssyni færður Djúpavogshreppi.

Cittaslow