Fréttir
Ný heimasíða Djúpavogshrepps
Það er fagnaðarefni að ný heimasíða er komin í loftið.
Dreifnám á Djúpavogi?
Dreifnám á Djúpavogi?
Austurbrú boðar nemendur á verðandi unglingastigi (7. – 9.bekk), foreldra barna á mið- og unglingastigi sem og alla sem áhuga hafa á fræðslumálum og byggðastefnu, á fund í Sambúð, mánudaginn 30. apríl kl. 20:00. Stutt kynning verður á Dreifnámi og kynning á því sem hefur verið á Vopnafirði síðustu tvö skólaárin.
Umræður á eftir.
Vonumst til að sjá sem flesta.
F.h. Austurbrúar,
Lilja Dögg og Else
Vorbingó Kvenfélagsins Vöku 2018
Vorbingó Kvenfélagsins Vöku verður laugardaginn 5. maí á Hótel Framtíð.
Barnabingó kl. 14:00.
Spjaldið kr. 400.-
Fullorðinsbingó kl. 20:00.
Spjaldið kr. 600.-
Aðgangur miðast við fermingaraldur
Í fullorðinsbingóinu er aðalvinningur utanlandsferð.
Góða skemmtun.
Vöku-konur

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs 2018
Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs
verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 26.apríl kl 17:00
Venjuleg aðalfundarstörf
Allir velkomnir
Skógræktarfélags Djúpavogs

Utandagskrá Hammondhátíðar 2018
Hér má sjá utandagskrá á Hammondhátíðinni 2018 sem verður haldin dagana 19. - 22.apríl nk.
Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna stóra
Ferða- og menningarmálafulltrúi
BR
Hammondhelgin 2018 á Hótel Framtíð
Hér að neðan má sjá allar upplýsingar um gistingu og matsölu á Hótel Framtíð um Hammondhelgina.
Hammondhátíð hefst á morgun - orðsending frá Hammondnefnd
Á morgun hefst Hammondhátíð Djúpavogs í þrettánda sinn.
Að gefnu tilefni langar okkur til að benda á nokkur atriði.
- Það eru enn til miðar, bæði heildarpassar og miðar á staka viðburði. Hægt er að kaupa miða á www.tix.is. Einnig verður hægt að kaupa miða í Bakkabúð á opnunartíma alla tónleikadagana.
- Það er enn laust í gistingu á Hótel Framtíð. Það hefur hins vegar verið að rugla suma að www.booking.com segir að allt sé uppbókað, en hótelið hefur alltaf lokað fyrir bókanir á booking um Hammondhelgina. Hægt er að bóka gistingu með að hringja í 478-8887.
- Armbönd (Hammbönd) verður hægt að nálgast í Bakkabúð á milli 14:00 og 18:00, en einnig við innganginn á tónleikastað þegar húsið opnar. Við hvetjum hins vegar sem flesta til að nálgast armböndin í Bakkabúð, en það minnkar biðröðina við innganginn á tónleikastað.
Fleira var það nú ekki, en við hlökkum alveg hreint ótrúlega til að sjá ykkur um helgina!
Hammondgengið
Heimasíða Hammondhátíðar
Facebooksíðu hátíðarinnar
Viðburðurinn á Facebook

Niðurstöður skoðanakönnunar í Djúpavogshreppi
Fyrir skemmstu var framkvæmd skoðanakönnun meðal sex sveitarfélaga á Austurlandi þar sem leitað var eftir viðhorfi íbúa á sameiningum eða auknu samstarfi viðkomandi sveitarfélaga. Þátttaka íbúa var framar vonum og gefa vísbendingar fullt tilefni til umræðu um þessi mál í komandi sveitarstjórnarkosningum en framkvæmd þessarar könnunar var ekki síst sett fram til að væntanleg framboð gætu áttað sig á viðhorfi íbúa til þessara mála.
Hér meðfylgjandi er samantekin niðurstaða skoðanakönnunarinnar einungis úr Djúpavogshreppi sem sýnir umtalsverðan vilja til sameiningar.
Smellið á myndina hér að neðan til að stækka.
Starfsmenn vantar í áhaldahúsið sumarið 2018
Auglýst eru allt að 3 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Fjöldi flokkstjóra verður ákveðinn þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr grunnskólanm.
Umsóknarfrestur er til 25. maí og skulu umsóknir berast á skrifstofu Djúpavogshrepps.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.
Nánari upplýsingar, m.a. um launakjör í síma 470-8700.
Sveitarstjóri

Djúpavogshreppur auglýsir: Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs
Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2018.
Starfið fellst í meginatriðum í gæslu/eftirliti við sundlaug og í baðklefum, við afgreiðslu, þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD. Um er að ræða 100% stöðugildi á tímabilinu. Einnig geta tveir aðilar tekið sig saman og sótt um eina stöðu ef vera kynni að það hentaði einhverjum.
Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.
Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.
Umsóknir skal senda á netfangið andres@djupivogur.is
Upplýsingar í síma 8995899
Andrés Skúlason
Forstöðum. ÍÞMD
Skipulag leikskólastarfs í Bjarkatúni
Skipulag leikskólastarfs í leikskólanum Bjarkatúni, Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2018-2019 fer fram í maí.
Mikilvægt er að umsóknir um leikskólapláss hafi borist í síðasta lagi 15. maí næstkomandi fyrir næsta skólaár.
Inntökureglur eru á nýrri heimasíðu leikskólans undir Bjarkatún - Skráningar- og innritunarreglur leikskólans.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í s: 470-8720 eða á bjarkatun@djupivogur.is.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu leikskólans. Einnig er hægt að sækja um hjá leikskólastjóra að Hammersminni 15.
Guðrún S. Sigurðardóttir
Leikskólastjóri
Viðvera byggingarfulltrúa
Sveinn Jónsson, byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, verður með viðveru á skrifstofu Djúpavogshrepps mánudaginn 16. apríl næstkomandi.
Þeir sem vilja setja sig í samband við Svein áður en hann kemur er bent á netfangið byggingarfulltrui@djupivogur.is.
Sveitarstjóri
Opinn íbúafundur 2018
Boðað er til opins íbúafundar laugardaginn 14. apríl kl. 14:00 á Hótel Framtíð
Dagskrá:
Ársreikningur 2017
Staða og framvinda ýmissa verkefna
Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
Íbúar eru hvattir til að fjölmenna.

Faktorshúsið í sjónvarpsfréttum RÚV
Í tilefni þess að Faktorshúsið á Djúpavogi hlaut hæsta styrk á landsvísu úr húsafriðunarsjóði, var innslag í sjónsvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi um húsið. Þar ræddi Rúnar Snær við Andrés Skúlason oddvita og Egil Egilsson húsasmíðameistara um þetta merkilega hús, hvar verkefnið er statt og hver næstu skref séu.
Smellið hér til að skoða innslagið.
ÓB

Rúmar 17 milljónir í Djúpavogshrepp úr húsafriðunarsjóði
Rúmar 64 milljónir voru veittar til margvíslegra austfirskra verkefna þegar úthlutað var úr húsafriðunarsjóði fyrir skemmstu.
Faktorshúsið á Djúpavogi er það verkefni sem hæsta styrkinn fær á landsvísu.
Að þessu sinni er veitt tíu milljónum til Faktorshússins en endurbygging þess hófst árið 2007. Húsið, sem stendur neðan við Löngubúð, var byggt árið 1848 og friðlýst 1990.
Endurbygging gömlu kirkjunnar á Djúpavogi er einnig meðal þeirra verkefna sem mest fá, fimm milljónir.
Aðrar úthlutanir til verkefna í Djúpavogshreppi eru:
Hofskirkja í Álftafirði - 1.500.000
Gamli bærinn á Karlsstöðum í Berufirði - 500.000
Sólvangur á Djúpavogi - 400.000
Alls var úthlutað 340,7 milljónum króna að þessu sinni til 215 verkefna.
Hér má sjá heildarlista yfir úthlutanir Húsafriðunarsjóðs árið 2018.
ÓB

Breytingar á opnunartíma í Tryggvabúð
Tryggvabúð verður lokuð á föstudögum næstu vikurnar.
Opið verður á hefbundnum tíma mánudaga - fimmtudaga.
Ef breytingar verða, munum við tilkynna þær hér á heimasíðunni.
Forstöðukonur Tryggvabúðar

Utandagskrá Hammondhátíðar 2018
Hér má sjá utandagskrá á Hammondhátíðinni 2018 sem verður haldin dagana 19. - 22.apríl nk.
Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna stóra
Ferða- og menningarmálafulltrúi
BR
Viðvera ferða- og menningarmálafulltrúa í Geysi
Ferða- og menningarmálafulltrúi verður með viðveru á skrifstofu Djúpavogshrepps í næstu viku. Viðvera verður sem hér segir:
Þriðjudagur 10. apríl frá kl. 13:00 - 16:00.
Miðvikudagur 11.apríl og föstudagur 13.apríl frá kl. 09:00 - 16:00.
Hægt er að óska eftir fundi með því að senda póst á netfangið bryndis@djupivogur.is eða í síma 868-4682.
Ferða- og menningarmálafulltrúi
BR

Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum
Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með miðjum maí 2018:
Svæði 1: Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)
Svæði 2: Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)
Svæði 3: Sunnan Hamarsár að Múlahálsi
Svæði 4: Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðt.)
Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er 1,25 milljón kr. ætluð til refaveiða í ár.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2018. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.
Sveitarstjóri
Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum
Djúpavogshreppur auglýsir eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til eins árs frá og með maí 2018.
Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi:
Aksturstaxti 117.- kr./km.
Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 1.500.-
Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr. 3.000.
Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl skal auk þess gr. fyrir ígildi 4ja hvolpa.
Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn.
Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn líkt og undanfarin ár.
Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 700.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2018. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is
Sveitarstjóri

Slökkvitækjaskoðun á Djúpavogi
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 verður Slökkvitækjaþjónusta Austurlands með þjónustu á slökkvitæjum í áhaldahúsinu á Djúpavogi frá 10:00 og fram eftir degi.
Einnig verðum við með eldvarnarbúnaður til sölu.
Slökkvitækjaþjónusta Austurlands