Djúpivogur
A A

Fréttir

Frá félagi eldri borgara

Fyrsti fundur vetrarins verður í Tryggvabúð föstudaginn 1. september 2017 kl. 17:00.

Nýir félagar velkomnir

Stjórnin

29.08.2017

UMF Neisti auglýsir eftir þjálfara

Ungmennafélagið Neisti óskar eftir starfsmanni í stöðu þjálfara fyrir starfsárið 2017-2018.

Um er að ræða 55% hlutastarf þar sem viðkomandi mun annast alla þjálfun á vegum Neista. Greinarnar sem um ræðir eru: Frjálsar íþróttir, fótbolti og sund. Einnig mun þjálfari fylgja iðkendum Neista á valin keppnismót og sjá um utanumhald á keppnisdögum sem fram fara á Djúpavogi.

Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af skipulagðri íþróttastarfsemi sem iðkendur eða stjórnendur.
  • Góð samskiptahæfni nauðsynleg.
  • Umsækjendur þurfa að búa yfir hæfni í stjórnun og skipulagi.
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax.

Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Óðinn í síma 820-0371 eða senda tölvupóst neisti@djupivogur.is

28.08.2017

Sindri/Neisti - Höttur á Neistavelli

Föstudaginn 25. ágúst kl. 17:00 og 17:50 mun 5. flokkur Sindra/Neista og Hattar spila hér á Neistavelli.

Við vonumst til að sjá sem flesta á vellinum að hvetja okkar lið áfram. 

Búum til hörku stemningu og gerum daginn ógleymanlegan.

UMF. Neisti

24.08.2017

Ferðafélag Djúpavogs - Ferð á Langanes 26.-27. ágúst

Lagt af stað kl 09:00 á laugardagsmorgun á eigin bílum frá Við Voginn.

Farið verður um Hellisheiði til Vopnafjarðar, Þórshafnar og út á Langanes þar sem ýmislegt er að sjá, t.d. útsýnispallurinn „Járnkarlinn“ á Skoruvíkurbjargi, eyðiþorpið Skálar á austurströndinni og margt fleira. Við förum Langanesið á enda, út á Font.

Gist um nóttina á Þórshöfn,þar er ágætis tjaldstæði ,einnig eru nokkur gistiheimili bæði í þorpinu og nágrenni ef einhverjir vilja panta sér gistingu.

Á sunnudaginn skoðum við Sauðaneshús,þar eru sagnir og munir af Langanesi.

Síðan höldum við sem leið liggur (með ýmsu stoppi) Vopnafjörður-Sænautasel-Jökuldalur-Heim.

Verð á mann 1.000 kr.

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrir kl.20 á föstudagskvöld

Steinunn s. 860-2916
Eiður s. 898-6056

23.08.2017

Plastlaus september

Djúpavogshreppur hvetur íbúa sína og fyrirtæki til að taka þátt í átakinu Plastlaus september.

Plastlaus september er árvekniátak sem er ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið.

Endilega kíkið á heimasíðuna Plastlaus september og sjáið hvernig átakið er hugsað og hvað hægt er að gera til að vera plastlaus.

Verum umhverfisvæn og verum plastlaus.

23.08.2017

Frá bókasafninu

Bókasafnið opnar aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 29. ágúst kl. 16:00.

Bókavörður

22.08.2017

Nóg um að vera

Það er nóg í boði af frábærum viðburðum á næstunni í Djúpavogshreppi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara:

  • Laugardaginn 19. ágúst stígur sú magnaða tónlistarkona Sóley á stokk hjá Havarí kl. 21:00. Ekki missa af þessum tónleikum! Lesið meira um Sóley á http://www.soleysoley.com
  • Sunnudagurinn 20. ágúst er síðasti opnunardagur Rúllandi snjóbolta/9, Djúpivogur. Það fer því hver að verða síðastur að skella sér og skoða verk í Bræðslunni eftir 31 af fremstu samtímalistamönnum heimsins. Sýningin er opin alla daga kl. 11:00-16:00 og aðgangur er ókeypis. Meira um Rúllandi snjóbolta/9.
  • Miðvikudaginn 23. ágúst kemur dúóið Anna og Sölvi fram í Djúpavogskirkju kl. 20:00. Anna og Sölvi voru valin björtustu vonirnar á íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og 2016. Tónlistin sem þau leika gæti flokkast sem melódískur djass undir þjóðlagaáhrifum þar sem spuninn er í fyrirrúmi. Hljóðdæmi.
  • Laugardaginn 26. ágúst kemur Bubbi Morthens fram á tónleikum í Havarí kl. 21:00. Þar mun hann flytja lög af nýju plötunni sinni í bland við eldra efni. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi Bubba um landið sem kallast Túngumál en það er einmitt titillinn á nýjustu plötu Bubba. Meira hér.
  • Laugardaginn 26. ágúst og yfir á sunnudaginn 27. ágúst fer Ferðafélag Djúpavogs í ferð á Langanes. Áhugasamir skrái sig hjá Eiði Ragnarssyni í síma 898-6056. Fésbókarsíða FFD.
  • Sunnudaginn 27. ágúst verður Litla ljóðahátíðin haldin í Havarí kl. 12-13:00. Þá er kjörið að taka sunnudagsrúnt að Karlsstöðum í Berufirði, fá sér hádegisverð og hlusta á nokkur fremstu ljóðskáld þjóðarinnar lesa úr verkum sínum. Meira hér

 

Ferða- og menningarmálafulltrúi

17.08.2017

Tankurinn

Framkvæmdir við Tankinn hafa mallað áfram í sumar með aðstoð frábærra heimamanna og stuðningi Uppbyggingarsjóðs Austurlands.

Hreinn Guðmundsson, gröfumeistari er búinn að laga til í kringum Tankinn þannig að vatnið úr mýrinni fyrir ofan ætti ekki að vera til eins mikilla trafala og Kalli í Smástál og Guðjón Sigurðsson hafa verið að vinna að gerð og uppsetningu ljósagrindar fyrir loft Tanksins.

Þrátt fyrir framkvæmdir er vel hægt að nýta Tankinn og um að gera að gera það.

Endilega hafið samband við Erlu Dóru í s. 859-0345 eða erla@djupivogur.is ef þið fáið einhverja frábæra hugmynd (eða bara einhverja hugmynd, hún þarf alls ekki að vera frábær) sem þið mynduð vilja láta verða að veruleika í Tanknum.

Fésbókarsíða Tanksins

 

Ferða- og menningarmálafulltrúi

 

08.08.2017