Djúpavogshreppur
A A

Fréttir

Sykursýkismæling á vegum Lionsklúbbsins

Lionsklúbburinn stendur fyrir ókeypis sykursýkismæling á morgun á milli 14:00 og 18:00 í Kjörbúðinni.

Allir velkomnir

Lionsklúbbur Djúpavogs

24.11.2017

Djúpavogshreppur hlaut minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2017

Minjastofnun Íslands veitti Djúpavogshreppi sérstaka viðurkenningu fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar á ársfundi stofnunarinnar í gær, 23. nóvember 2017. Viðurkenningin er veitt fyrir sérstaka áherslu á verndun menningararfs í stefnumörkun sveitarfélagsins á sviði skipulagsmála og atvinnuþróunar. Þetta er í annað sinn sem slík viðurkenning er veitt í tengslum við ársfund stofnunarinnar. Árið 2015 hlaut Vegagerðin viðurkenninguna fyrir frumkvæði að varðveislu og endurbyggingu sögulegra brúarmannvirkja á undanförnum árum.IMG_3116---Copy

Djúpavogshreppur er byggðarlag með 452 íbúa. Samfélagið þar hefur á undanförnum árum átt í vök að verjast í atvinnumálum og hafa stjórnendur sveitarfélagsins þurft að bregðast við ýmsum afleiðingum þess. Engu að síður hafa þeir lagt metnað sinn í því að marka byggðarlaginu sérstöðu í skipulags- og atvinnumálum með því að leggja áherslu á sögulega arfleifð staðarins í allri stefnumótun sveitarfélagsins, en Djúpivogur er meðal elstu verslunarstaða landsins. Þýskir kaupmenn hófu þar kaupskap og byggðu þar verslunarhús við voginn árið 1589. Frá þeim tíma hefur kauptúnið verið miðstöð verslunar, útgerðar og annars athafnalífs á sunnanverðum Austfjörðum. Af sýnilegum minjum vega þyngst hin friðuðu og endurbyggðu verslunarhús 18. og 19. aldar, Langabúð og Faktorshúsið.

Í aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 var sett fram metnaðarfull húsverndarstefna og á grundvelli hennar lét sveitarfélagið vinna viðamikla húsakönnun sem lokið var við árið 2014. Könnunin var unnin af Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur og er hún vandaðri og efnismeiri en flestar slíkar kannanir sem gerðar hafa verið hér á landi. Nær hún bæði til þéttbýlisins við voginn og dreifðari byggða við Álftafjörð, Hamarsfjörð og Berufjörð, auk Papeyjar, þar sem er að finna dæmi um sérstakt staðbundið byggingarlag sveitabæja frá fyrri tíð. Auk stefnumótunar hefur sveitarfélagið beitt sér fyrir og að hluta til kostað endurbyggingu þriggja gamalla húsa og er eitt þeirra, Geysir, nú ráðhús byggðarlagsins. Frumkvæði forráðamanna sveitarfélagsins á sviði húsverndar hefur orðið eigendum eldri húsa á staðnum hvatning til að gera upp hús sín og á þann hátt styrkja hina sögulegu ásýnd byggðarinnar.

Einnig var framkvæmd fornleifaskráning á svæðinu árið 2016 af Fornleifastofnun Íslands ses. og leiddi hún í ljós mikinn fjölda fornleifa á svæðinu, eða 51 fornleifar innan þess svæðis sem nú hefur verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Saman felur þessi menningarsögulegi arfur í sér mikil tækifæri til verndar og uppbyggingar.

Þann 15. október sl. staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra tillögu Djúpavogshrepps um verndarsvæði í byggð : „Verndarsvæði við Voginn“ í samræmi í lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Verndarsvæði við Voginn er fyrsta tillaga að verndarsvæði í byggð sem staðfest er á Íslandi.

Frétt af minjavernd.is

 


Andrés Skúlason, oddviti, veitir viðurkenningunni móttöku úr höndum Kristínar Huldar, forstöðumanns Minjastofnunar, fyrir hönd sveitarfélagsins.

24.11.2017

Viðvera byggingarfulltrúa

Sveinn Jónsson, byggingarfulltrúi Djúpavogshrepps, verður með viðveru á bæjarskrifstofunni mánudaginn 27. nóvember milli 13:00 og 16:00.

ÓB

24.11.2017

Jóladagskráin í Djúpavogshreppi

Nú stendur til að safna saman upplýsingum um viðburði og opnunartíma verslana og þjónustu í eina auglýsingu sem yrði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum.

Upplýsingar um viðburð eða opnunartíma óskast sendar eigi síðar en 1.desember.

Nánari upplýsingar veitir ferða- og menningarmálafulltrúi, á netfanginu bryndis@djupivogur.is eða í síma 868-4682.

Ferða- og menningarmálafulltrúi.

BR

24.11.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 16.11.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

20.11.2017

Djúpavogshreppur auglýsir

Djúpavogshreppur óskar eftir tilboðum í veitingarekstur Löngubúðar frá 1. janúar 2018.

Tilboðum skal skila á skrifstofu sveitarfélagsins fyrir kl. 15:00 föstudaginn 8. desember. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 14:00 mánudaginn 11. desember að viðstöddum þeim bjóðendum sem óska. Tilboð skulu gilda í tvær vikur frá opnun þeirra.

Djúpavogshreppur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vakin er athygli á að ýmsar kvaðir fylgja rekstrinum sem áhugasömum er bent á að kynna sér.

Frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 470-8700 og á sveitarstjori@djupivogur.is og núverandi rekstaraðili Rán Freysdóttir ran@ran.is

Sveitarstjóri

20.11.2017

Jólahlaðborð Tryggvabúðar

Jólahlaðborð Í Tryggvabúð verður haldið 2. desember kl. 18:00.

Allir 60 ára og eldri velkomnir meðan húsrum leyfir.

Aðgangseyrir 3.500 kr.

Skráning í síma 470-8745 fyrir 21. nóvember næstkomandi.

Skvísurnar í Tryggvabúð.

17.11.2017

Frá Skrifstofuþjónustu Austurlands

Kynnum starfsemi okkar í Sambúð mánudaginn 20. nóvember kl. 16.00

Fjölbreytt bókhalds- og skattaþjónusta.
Heitt á könnunni.

Skrifstofuþjónusta Austurlands

14.11.2017

Myndasýning í Tryggvabúð

Nú ætla þeir félagar, Andrés Skúlason og Ólafur Björnsson, að endurvekja myndasýningarnar vinsælu í Tryggvabúð. 

Næsta myndasýning verður miðvikudaginn 15. nóvember kl. 17:00.

Allir hjartanlega velkomnir.

ÓB

 

 

 

 

 

14.11.2017

Sveitarstjórn: Fundarboð 16.11.2017

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 16.11.2017

39. fundur 2014-2018

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 16. nóvember 2017 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
a) Ákvörðun um útsvarsprósentu 2018.
b) Gjaldskrár 2018 til fyrri umræðu.
c) Eignabreytingar og framkvæmdir 2018.
d) Styrkbeiðnir, samningsbundnar greiðslur o.fl. v. ársins 2018.
e) Drög að rekstrarútkomu Djúpavogshrepps 2017.
f) Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2018. Fyrri umræða.

2. Fundargerðir
a) Félagsmálanefnd, dags. 17. október 2017.
b) Fræðslunefnd, skólastjórar og sveitarstjórn, dags. 18. október 2017.
c) Stjórn Hafnasambands íslands, dags. 25. október 2017.
d) Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. október 2017.
e) Hafnarnefnd, dags. 31. október 2017.
f) Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dags. 1. nóvember 2017.
g) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 2. nóvember 2017.
h) Stjórn Brunavarna Austurlands, dags. 10. nóvember 2017.
i) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 13. nóvember 2017.
j) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 15. nóvember 2017.

3. Erindi og bréf
a) Stígamót, styrkbeiðni, dags. 15. október 2017.
b) Skipulagsstofnun, vegna Borgargarður, dags. 20. október 2017.
c) Ungt Austurland, styrkbeiðni, dags. 25. október 2017.
d) Ríkiseignir, vegna Hamarssels, dags. 31. október 2017.
e) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 1. nóvember 2017.
f) Hólmfríður Haukdal og Eðvald Smári Ragnarsson, kaup eða leiga á Hammersminni 2b, dags. 1. nóvember 2017.
g) Skipulagsstofnun, vegna Hamarssels, dags. 9. nóvember 2017.
h) Fiskeldi Austfjarða, vegna athugasemda, dags. 14. nóvember 2017

4. Hitaveita Djúpavogshrepps
5. Starfsmannamál
6. Ályktanir aðalfundar SSA 2017
7. Bygginga- og skipulagsmál
8. Samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna bókunar 1 í kjarasamningi aðila
9. Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Djúpavogshrepps
10. Málefni Djúpavogsskóla
11. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 13. nóvember 2017
Sveitarstjóri

13.11.2017

Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði

Mat á umhverfisáhrifum - frummatsskýrsla í kynningu.

Kynningartími stendur til 17. nóvember 2017.

Fiskeldi Austfjarða hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar í Djúpavogshreppi og Fjarðabyggð.

Frummatsskýrslan liggur frammi til kynningar á eftirtöldum stöðum: Bókasafni Djúpavogs, Bókasafni Fjarðabyggðar á Fáskrúðsfirði, bæjarskrifstofu Djúpavogshrepps, bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni. 

Frummatsskýrslan er einnig aðgengileg hér.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. nóvember 2017 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Frétt af skipulagsstofnun.is

10.11.2017

Laus vistunarpláss í janúar 2018

Laus eru 2 vistunarpláss í leikskólanum Bjarkatúni í janúar 2018. Vinsamlegast sækið um fyrir 1. desember 2017. Umsóknir sem þegar eru komnar eru í gildi.

Inntökureglur eru á heimasíðu leikskólans undir Um Bjarkatún, skráningar og innritunarreglur.

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í s: 470-8720 eða á bjarkatun@djupivogur.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu leikskólans einnig er hægt að sækja um hjá leikskólastjóra að Hammersminni 15 en öllum umsóknum skal skila þangað.

Guðrún S. Sigurðardóttir
Leikskólastjóri

Gjöf frá kvenfélaginu Vöku til ÍÞMD

Enn og aftur hefur kvenfélagið Vaka á Djúpavogi sýnt velvilja í verki hér í samfélaginu. Í dag kom Ingibjörg Stefánsdóttir, formaður félagsins, færandi hendi með gjöf til handa Íþróttamiðstöð Djúpavogs, annars vegar, hástökksdýna og hinsvegar hjartastuðtæki. En geta skal þess að þetta er í annað sinn sem að kvenfélagið gefur hjartastuðtæki í Íþróttamiðstöðina og áður hefur kvenfélagið gefið íþróttahúsinu veglegar gjafir á liðnum árum.

Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu á miðri æfingu hjá Neistakrökkunum sem voru auðvitað himinglöð. Við færum hér með kvenfélaginu Vöku á Djúpavogi okkar innilegustu þakkir fyrir þessar dýrmætu gjafir.

                                                       Djúpavogshreppur / starfsfólk ÍÞMD

 

 

 

 

 

 

08.11.2017

Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður, Rúnar Matthíasson, hefur tekið til starfa hjá Djúpavogshreppi.

Starfið felst í eftirfarandi: Landvarsla Teigarhorn / úttektaraðili byggingarfulltrúa / eftirlitsaðili með viðhaldi fasteigna Djúpavogshrepps, samanlagt 100% starf.

Stöðugildi landvarðar á Teigarhorni verður 70% starf frá og með næsta ári í stað 100% starfshlutfalls áður, mótframlag hefur fylgt landvörslustarfinu. Auk landvörslu mun landvörður /staðarhaldari m.a. einnig sinna viðhaldi fasteigna á Teigarhorni og annast úrkomumælingar í samstarfi við Veðurstofu Íslands og sinna öðrum þeim verkum sem til falla.  

Byggingarfulltrúi og úttekaraðili byggingarfulltrúa.
Til að mæta eftirspurn eftir þjónustu byggingarfulltrúa hefur verið gerður samningar við Verkfræðistofuna Mannvit á Reyðarfirði um stöðu byggingarfulltrúa fyrir Djúpavogshrepp.  Byggingarfulltrúi Mannvits mun mæta a.m.k. eina ferð í mánuði á Djúpavog. Svo ná megi sem mestri hagkvæmni í þessum málaflokki sem hefur farið vaxandi hefur Rúnar Matthíasson byggingariðnfræðingur og húsasmíðameistari verið ráðin í 30% stöðugildi sem úttektaraðili byggingarfulltrúa til að sinna þeim verkum sem byggingarfulltrúi felur honum hér í Djúpavogshreppi. 

Með þessu fyrirkomulagi er horft sérstaklega til þess að ná fram hagkvæmni með því að úttektaraðili Rúnar Matthíasson sinni flestum verkum á heimaslóð í nánu samráði og í umboði byggingarfulltrúa og með því felst m.a. mikill sparnaður í akstri.  (Rúnar hefur þegar tekið til starfa sem úttekaraðili byggingarfulltrúa og verður viðvera og viðtalstímar úttektaraðila auglýst innan skamms og nánara fyrirkomulag útlistað til upplýsingar fyrir íbúa.)

Jafnframt mun Rúnar sjá um aðra þætti fyrir sveitarfélagið í starfi sínu sem felst í að halda utan um og skrá helstu viðhaldsverkefni á fasteignum sveitarfélagsins og gera tillögur til sveitarstjórnar í þeim efnum. 

Rúnar er giftur Þuríði Elísu Harðardóttir Minjaverði Austurlands og eiga þau tvö börn. Það á sérstaklega vel við að minjavörður svæðisins hafi búsetu á einu af okkar helstu og þekktustu minjasvæðum á Austurlandi sem Teigarhorn er. Ljóst er að menntun og þekking Þuríðar mun því einnig styrkja Teigarhorn og þau miklu menningarverðmæti sem svæðið hefur að geyma.

                               Djúpavogshreppur býður Rúnar Matthíasson velkomin til starfa 

08.11.2017

Félagsvist í Löngubúð - breyttur tími

ATHUGIÐ BREYTTUR TÍMI Á FÉLAGSVISTINNI

Félagsvistin verður á sínum stað í kvöld 3. nóvember.
Við viljum þó vekja athygli á breyttum tíma.

Nú hefst vistin kl. 20:00, húsið opnar 19:30.

Allir velkomnir.

Starfsfólk Löngubúðar

03.11.2017

Allra heilagra messa í Djúpavogskirkju

Guðsþjónusta sunnudaginn 5. nóvember kl. 14.00 - Allra heilagra messa.

Við minnumst látinna ástvina og kveikjum á kertum við altarið í minningu þeirra.

Hrafnhildur Eyþórsdóttir djákni prédikar

Organisti: Guðlaug Hestnes

Njótum saman góðrar stundar í kirkjunni og helgum minningar um látna ástvini,

sóknarprestur

02.11.2017

Dagar myrkurs á Hótel Framtíð

Hér má sjá matseðill sem verður í boði á Hótel Framtíð á Dögum myrkurs 2017.

Smellið á matseðill til að stækka hann.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

31.10.2017

Sveitarstjórn: Fundargerð 19.10.2017

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

30.10.2017

Destination Austurland needs your help! - Survey

Destination Austurland is a project managed by Austurbrú, involving many different interest groups. It is intended to develop and establish the brand Austurland. We want to create a good community to visit and for us to live and work in.

We seek the experiences and opinions of locals and ask for as many answers as possible so feel free to share this survey with other locals.

All answers are important. All answers are untraceable.

Thank you very much for your time and answers.

If there are any questions regarding the survey or the project, please contact María Hjálmarsdóttir, maria@austurbru.is, sími: 470 3826 / 848 2218

Link to the survey:
https://www.surveymonkey.com/r/DAlocals

24.10.2017

Áfangastaðurinn Austurland - takið þátt í könnun

Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland hefur verið unnið fyrir opnum tjöldum af Austurbrú með aðkomu ólíkra hagsmunahópa í því skyni að þróa og búa til vörumerkið Austurland. Við viljum búa til gott samfélag til að búa í, starfa í og heimsækja.

Nú er leitað eftir viðhorfum heimamanna á Austurlandi um Austurland. Við biðjum sem flesta að svara þessari könnun en góð þátttaka í henni mun reynast verkefninu afar dýrmæt.

Öll svör eru mikilvæg og órekjanleg.

Takk fyrir þátttökuna og takk fyrir hjálpina!

Ef þú vilt vita meira um verkefnið má hafa samband við Maríu Hjálmarsdóttur, maria@austurbru.is, sími: 470 3826 / 848 221

Könnunin:
https://www.surveymonkey.com/r/Heimamenn

 

24.10.2017

Tæming rotþróa í Djúpavogshreppi

Í þessari viku fer fram tæming rotþróa í sveitum og er því beint til ábúenda og annarra viðkomandi að passa að aðgengi að þrónum sé óteppt.

Sveitarstjóri

24.10.2017

Kjörfundur í Djúpavogshreppi vegna alþingiskosninga 2017

Laugardaginn 28. október næstkomandi fara fram kosningar til Alþingis. Í Djúpavogshreppi fer atkvæðagreiðslan fram í Tryggvabúð og hefst kjörfundur kl. 10:00 og stendur a.m.k. til kl. 18:00 sbr. lög nr. 5/1998

„66. gr. Atkvæðagreiðslu má ekki slíta fyrr en átta klukkustundir eru liðnar frá því að kjörfundur hófst og ekki fyrr en hálf klukkustund er liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.“

Á kjörstað geri kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.

Formaður kjörstjórnar

23.10.2017

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á skrifstofu Djúpavogshrepps

Hægt er að kjósa utankjörfundar vegna Alþingiskosninganna 2017 á skrifstofu Djúpavogshrepps frá 08:00 - 15:00 alla daga fram að kjördegi, sem er 28. október.

ÓB

23.10.2017

Jarðfræði Teigarhorns og nágrennis

Birgir V. Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, fræðir áhugasama um jarðfræði Teigarhorns og nágrennis í dag. Allir velkomnir!

Sjá auglýsingu viðburðarins hér að neðan.

 

22.10.2017

Andrés Skúlason ræðir um Verndarsvæðið við voginn í Mannlega þættinum á...

Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni þá staðfesti Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi, sunnudaginn 15. október. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við Vog­inn".

Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra en vinna stendur yfir hjá 22 öðrum.

 

Að verkefninu vann TGJ skipulagsskrifstofa Djúpavogshrepps með doktor Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing í fararbroddi auk þess sem að Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur sá um mikilvægan þátt verkefnisins, þá vann Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps einnig ötullega að verkefninu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Andrés var viðmælandi Gunnars Hanssonar og Guðrúnar Gunnarsdóttur í Mannlega þættinum á Rás 1 í gærmorgun, þar sem hann ræddi við þau um tillöguna.

Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella hér, en það hefst á 28. mínútu.

Hægt er að skoða greinargerðina og uppdrætti með því að smella hér.

ÓB

20.10.2017

Verndarsvæðið við voginn staðfest

Kristján Þór Júlí­us­son mennta­málaráðherra staðfesti, að veittri um­sögn Minja­stofn­un­ar Íslands, til­lögu um vernd­ar­svæði í byggð á Djúpa­vogi, sunnudaginn 15. október. Til­lag­an nefn­ist „Vernd­ar­svæðið við Vog­inn".

Alþingi samþykkti lög um verndarsvæði í byggð fyrir rúmum tveimur árum en markmið þeirra er að stuðla að vernd og verðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi.

Í sumar samþykkti sveitarstjórn Djúpavogshrepps að leggja fram tillögu um verndarsvæði sem byggðist á lögunum.

„Svæðið sem um ræðir er 60-150 m breið skák meðfram strönd sjálfs Djúpavogs að austanverðu, inn fyrir botn vogsins og út fyrir gömlu verslunarhúsin að vestanverðu (Löngubúð og Faktorshús), og þaðan upp með götunni Búlandi að austanverðu og suður á hæðina Aurinn eða Kirkjuaurinn, þar sem gamla Djúpavogskirkja stendur,“ segir í lýsingu með tillögunni.

„Tillagan fjallar um verndargildi byggðarinnar á umræddu svæði, sem þrátt fyrir rösklega 400 ára búsetu og athafnalíf, skartar að talsverðu leyti nánast ósnortinni fjöru, minjum sem gefa góða mynd af sögu og þróun byggðar við voginn allt frá lokum 16. aldar og byggingum sem eru meðal þeirra elstu á landinu.

Við þetta tvinnast síðari tíma framkvæmdir, svo sem hafnargerð, veglagningar og önnur mannvirkjagerð. Saman eru staðhættir, umhverfi, húsin, mannvirkin og leifar þeirra áhugavert dæmi um aldalanga byggðaþróun. Með tillögu um verndarsvæðið við voginn verður verndargildi svæðisins fest í sessi.“

Tillagan er staðfest að fenginni umsögn Minjastofnunar Íslands sem meðal annars horfir til afmörkunar verndarsvæðis, og gagna sem liggja til grundvallar greinargerð sem fylgir tillögunni, þ.m.t. fornleifaskráningar, húsakönnunar, mats á varðveislugildi og skilmála um verndun og uppbyggingu innan marka verndarsvæðisins.

Í umsögn Minjastofnunar segir að tillagan sé „að öllu leyti vel unnin og geri skilmerkilega grein fyrri öllum þeim þáttum sem áskildir eru.

Afmörkun svæðisins er vel rökstudd og tekur mið af staðháttum og sögulegum sérkennum byggðarinnar. Skilmálar um vernd og uppbyggingu innan verndarsvæðisins eru greinargóðir og til þess fallnar að markmið tillögunar um verndun og svipmót hinnar sögulegu byggðar nái fram að ganga.“

Djúpa­vogs­hrepp­ur er fyrsta sveit­ar­fé­lagið til að ljúka vinnu við til­lögu að vernd­ar­svæði í byggð með staðfest­ingu ráðherra en vinna stendur yfir hjá 22 öðrum.

Kristján Þór Júlíusson undirritaði tillöguna við Djúpavogshöfn í gær að Með undirritun ráðherra sem fór fram í blíðskaparveðri við Djúpavogshöfn að viðstöddum sveitarstjóra Gauta Jóhannessyni ásamt fulltrúum úr sveitarstjórn.

Að verkefninu vann TGJ skipulagsskrifstofa Djúpavogshrepps með doktor Pál Jakob Líndal umhverfissálfræðing í fararbroddi auk þess sem að Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur sá um mikilvægan þátt verkefnisins, þá vann Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps einnig ötullega að verkefninu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Frétt af www.austurfrett.is

Greinargerðina og uppdrætti má skoða með því að smella hér.

ÓB

 


Mynd: Magnús Kristjánsson


Mynd: Magnús Kristjánsson

 

20.10.2017

Umsóknir um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

 

Um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða gilda nýlega breytt lög um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nr. 75/2011 og ný reglugerð nr. 782/2017 og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér efni þeirra.


 

Framkvæmdasjóðurinn styrkir framkvæmdir sveitarfélaga og einkaaðila á ferðamannastöðum sem: 

a) Stuðla að náttúruvernd.
b) Auka öryggi ferðamanna.
c) Bæta úr skorti á nauðsynlegum innviðum.
d) Framkvæmdum sem búa til nýja ferðamannasegla/staði á „köldum“ svæðum eða árstímum.
e) Undirbúning og hönnun fyrir ofangreint.

Aðeins eru veittir styrkir til verkefna en ekki til staða eða aðila

Sótt er um á rafrænni þjónustugátt Ferðamálastofu. Byrja þarf á að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í farsíma. Þegar innskráningu er lokið skal velja flipann "Umsóknir" og síðan Umsókn um styrki frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða undir liðnum Framkvæmdasjóður ferðamannastaða. 

Umsóknarfrestur er til miðnættis 25. október 2017. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.

Allar nánari upplýsingar má finna hér á upplýsingasíðu um sjóðinn.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535-5500 eða með tölvupósti á netfangið framkvaemdasjodur@ferdamalastofa.is.

ÓB

18.10.2017