Fréttir
Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Báru - opnunartími
Flugeldamarkaður Björgunarsveitarinnar Báru verður opinn næstu daga sem hér segir:
30. desember 13-22
31. desember 10-14
Björgunarsveitin Bára, Djúpavogi
BR
Áramótabrennan 2016
Kveikt verður í áramótabrennunni inni við Rakkaberg þann 31. desember kl. 17:00. Fólk er hvatt til að koma gangandi til brennunnar.
Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi.
ÓB
Desemberdagar í Bjarkatúni
Hefðbundið vetrarstarf fór í jólafrí í byrjun desember. Það var samt ekki setið auðum höndum í desember heldur hafa krakkarnir brallað ýmsilegt. Við fórum til dæmis alla miðvikudaga í vöfflukaffi í Tryggvabúð með hóp af báðum deildum. Þetta tókst vel og vakti lukku meðal barnanna. Sjá myndir frá vöfflukaffinu hér.
Í vöfflukaffi
Þá voru bakaðar piparkökur og boðið í piparkökukaffi. Börnin bökuðu og skreyttu sínar eigin piparkökur sem þau síðan buðu gestum sínum. Myndir af piparkökubakstri eru hér og úr piparkökukaffinu hér
Úr piparkökubakstrinum
Þá bjuggu börnin til jólaskraut sem þau fóru með heim til að setja upp um jólin. Það var leikið sér og farið í val á hverjum degi en þá ákveður þjónn dagsins hvað eigi að leika með þann daginn og börnin velja sér síðan hvert þau vilja fara eftir því hvað er í boði. Þau mega síðan skipta um svæði og fara að leika með eitthvað annað. Sjá má myndir frá því hér.
Jólastjarnan máluð
Jólatréð málað
Við héldum líka lítið jólaball og sáu elstu nemendur leikskólans um að skreyta tréð. Sjá myndir af skreytingunni hér. Dansað var í kringum jólatréð og eins og venja er á jólaböllum þá kom jólasveinn í heimsókn. Nokkur börn voru mjög hrædd við þennan skrítna mann í rauðum fötum og með mikið skegg. Þau héldu sig því til hlés á meðan kallinn dansaði í kringum jólatréð. En hann var ótrúlega fyndinn og skemmtilegur þannig að þegar kom að því að gefa krökkunum pakka þá voru öll börnin búin að ná hræðslunni úr sér og tóku glöð við pakka frá jólasveininum. Myndir af jólaballinu eru hér.
Dansað í kringum jólatréð
Þegar nær dró jólum fengum snjó sem var heldur betur ánægjulegt og fengu börnin að kíkja aðeins út á pall til að athuga hvort snjórinn hafi eitthvað breyst eftir sumarfríið. Það var ekki en þeim fannst rosalega gaman að hlaupa um á pallinum. Loksins kom snjór-myndir hér.
Hlaupið í snjónum
Síðasti opnunardagur leikskólans þetta árið er þorláksmessa og voru nokkur börn sem nýttu sér það að koma í leikskólann.
Róleg stund á þorláksmessu.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla
ÞS
Helgihald um jól og áramót
Aðfangadagskvöld kl. 18: Aftansöngur í Djúpavogskirkju
Organisti: Öystein M. Gjerde
Nýársdagur kl. 15: Hátíðarguðsþjónusta í Hofskirkju í Álftafirði
Stefanía Steinsdóttir guðfræðinemi prédikar og Hrafnhildur Eyþórsdóttir djákni þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.
Organisti: Guðlaug Hestnes.
Verum öll hjartanlega velkomin,
sóknarprestur
Við Voginn auglýsir skötuhlaðborð
Við Voginn auglýsir skötuhlaðborð í hádeginu 23.desember.
Skata - Saltfiskur - Kartöflur - Rófur - Rúgbrauð - Flatbrauð - Smjör - Hamsatólg
Kaffi og konfekt
Verð: 2300 kr
12 ára og yngri 1500 kr
Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna frá Við Voginn
BR
Opnunartími yfir hátíðarnar í íþróttamiðstöðinni
Opnunartími yfir hátíðarnar í íþróttamiðstöð Djúpavogs er sem hér segir:
Föstudagur 23. desember (Þorláksmessa), opið frá kl: 11:00 - 15:00.
Óbreyttur opnunartími
27.12 frá kl: 07:00-20:30
28.12 frá kl: 07:00-20:30
29:12 frá kl: 07:00-20:30
30.12 frá kl 07:00-20:30
Lokað dagana 24., 25., 26., 31. desember og 1. janúar.
Gleðileg Jól
Starfsfólk ÍÞMD
Sveitarstjórn: Fundargerð 15.12.2016
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
BR
Við Voginn auglýsir jólahlaðborð í hádeginu í dag
Jólahlaðborð í Við Voginn í hádeginu í dag, föstudaginn 16.desember.
Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna stóra
Forréttir:
Birkireyktur lax, grafinn lax, marineruðsíld, sinnepssíld, jólasíld, hátíðarsíld Við Voginn, villibráðapaté, hátíðarpaté, Sveitapaté, nautatunga.
Aðalréttir:
Hangikjöt, kalkúnn, hamborgarahryggur, purusteik.
Eftirréttir:
Möndlugrautur, súkkulaðikaka, konfekt og mandarínur.
Meðlæti:
Waldorfssalat, fersktsalat, maísbaunir, rauðkál, grænarbaunir, uppstúfur, rauðbeður, rauðbeðusalat, kartöflusalat, brúnaðarkartöflur, flatbrauð, laufabrauð, rúgbrauð, heitar og kaldar sósur, sulta.
Verð er 3.900 á manninn, börn yngri en 12 ára 2.900.
Verið velkomin
Við Voginn
BR
Jólatré - jólatré - jólatré
Sunnudaginn 18. desember 2016, frá kl. 13:00 – 14:00 verða seld jólatré úr skógræktinni.
Farið er upp afleggjarann við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré.
Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk. Verð kr. 3.000.-
Skógræktarfélags Djúpavogs
BR
Bæjarlífið október 2016
Októbermánuður einkenndist af einmuna veðurblíðu. Svo var eitthvað um þakskipti. Og Stebbi Kjartans kaus.
Annars getið þið kynnt ykkur allt um þetta með því að smella hér.
ÓB
Bæjarlífið september 2016
Bæjarlíf septembermánaðar er komið á netið.
Stuttur en hnitmiðaður, september er annars dásamlegur mánuður.
Smellið hér til að skoða.
ÓB
Við Voginn kynnir Höddahamborgaradaga
Öll þriðjudags- og miðvikudagskvöld eru Höddahamborgaradagar hjá Við Voginn.
Þá gefst gestum tækifæri á að prófa nýja hamborgara sem eiga eftir að trylla bragðlaukana og til að toppa þetta þá eru vöfflufranskar með.
Þetta er sannkölluð hamborgaraveisla sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara.
Gerðu þér dagamun á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum og láttu Hödda sjá um kvöldmatinn.
Við Voginn
BR
Sveitarstjórn: Fundarboð 15.12.2016
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 15.12.2016
29. fundur 2010-2014
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2017; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.
2. Fundargerðir
a) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 11. nóvember 2016.
b) Félagsmálanefnd, dags. 16. nóvember 2016.
c) Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 24. nóvember 2016.
d) Stjórn Samtaka íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2016.
e) Stjórn SSA, dags. 29. nóvember 2016.
f) Fræðslu og tómstundanefnd, dags. 6. desember 2016.
g) Fundur bæjar- og sveitarstjóra, dags. 6. desember 2016.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 7. desember 2016.
i) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 7. desember 2016.
j) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 7. desember 2016.
3. Erindi og bréf
a) Samband íslenskra sveitarfélaga, Íslandsmót iðn- og verkgreina, dags. 17. nóvember 2016.
b) Sveitarfélagið Hornafjörður, breytingar á sorpmálum, dags. 21. nóvember 2016.
c) Landgræðslan, styrkbeiðni, dags. 24. nóvember 2016.
d) Skógræktarfélag Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 30 nóvember 2016.
e) Aflið,, styrkbeiðni, dags. 1. desember 2016.
f) Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, Ársreikningur 2015, dags. 2. desember 2016.
g) Hammondhátíð Djúpavogs, styrkbeiðni, dags. 5. desember 2016.
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, tilkynning um skil starfshóps, dags. 6. desember 2016.
i) Áfangastaðurinn Austurland, staðfesting á framlagi sveitarfélaga, dags. 7. desember 2016.
j) Þroskahjálp, skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki, dags. 7. desember 2016.
k) Sýslumaðurinn á Austurlandi, rekstur sýslumannsembættisins, dags. 8. desember 2016.
l) Sjávarklasinn, Verstöðin Ísland, ódags.
4. Jarðhitaleit í Djúpavogshreppi
5. Ísland ljóstengt 2017
6. Skipulags- og byggingamál
7. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi 12. desember 2016
Sveitarstjóri
Hangikjötsveisla í Sambúð
Næstkomandi laugardag, 17. desember, ætlar Björgunarsveitin Bára að halda sannkallaða hangikjötsveislu í húsnæði sveitarinnar, í boði verður hið frábæra heimareykta hangikjöt frá Lindarbrekku, sem getur hefur af sér gott orð víða um veröld. Að sjálfsögðu verða í boði kartöflur, uppstúfur og annað meðlæti.
Verðið verður 3.000 kr. og mun allur aðgangseyrir renna í sjálfboðaliðsstarf sveitarinnar.
Börn undir 12 ára greiða 1.500 kr.
Húsið opnar 18:30 og hefst átið fljótlega uppúr því.
Hangikjötið hugnast mér,
hér er góður staður.
Svangur kemur, svangur fer
sérhver ferðamaður.
ÓB
Opinn fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi
Opinn fundur um ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi verður haldinn miðvikudaginn 14. desember nk. kl. 20:00, í Löngubúð. Þar er ætlunin að fara yfir síðastliðið sumar og ræða næstu skref í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Allir velkomnir,
Ferða- og menningarmálafulltrúi
PUB Quiz í Löngubúð á laugardaginn
PUB quiz í Löngubúð á morgun, laugardaginn 10. desember.
Opnum barinn kl. 21:00 og byrjum að spila um 21:30.
Tilboð á barnum milli 21:00 og 22:00
Langabúð
BR
Frá Djúpavogskirkju
Jólastund sunnudagaskólans, sunnudaginn 11. des. kl. 11.00.
Börnin kveikja á 3ja kertinu á aðventukransinum.
Biblíusaga og jólalög og brúður koma í heimsókn.
Piparkökur og djús á eftir.
Djúpavogskirkja
BR
Upplestur úr nýjum bókum í Tryggvabúð
Félag eldri borgara á Djúpavogi auglýsir upplestur úr nýjum bókum í Tryggvabúð, sunnudagskvöldið 11.desember. Lesturinn hefst kl. 20:30.
Heitt á könnunni og bragðgóðir molar í skál,
Allir velkomnir,
Félag eldri borgara á Djúpavogi
BR
Bóndavarðan jólablað 2016
Nýjasta útgáfa Bóndavörðunnar, staðarblaðs Djúpavogshrepps, er nú aðgengileg á netinu.
Hægt er að smella hér til að skoða síðasta tölublað, en það ætti einnig að birtast hér að neðan.
Hægt er að skoða þær Bóndavörður sem komnar eru á netið með því að smella hér.
Við minnum á að hægt er að kaupa blaðið í áskrift og fá eintak sent heim að dyrum. Þeir sem þess óska er bent á að hafa samband við ferða- og menningarmálafulltrúa á netfangið bryndis@djupivogur.is eða með því að hringja í síma 470-8700.
ÓB
Húsnæðisbætur (áður húsaleigubætur) 2017
Vakin er athygli á því að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir allt landið.
Fólk er hvatt til að kynna sér þessa breytingu sem fyrst.
Leiðbeiningar um húsnæðisbætur
Upplýsingar um húsnæðisbætur
Allar nánari upplýsingar eru á www.husbot.is
Sveitarstjóri
Lýsing á deiliskipulagstillögu - kynning
Blábjörg í Djúpavogshreppi: Deiliskipulag ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis
Samkvæmt 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að deiliskipulagi ferðaþjónustu-, útivistar- og landbúnaðarsvæðis í landi Blábjarga í Djúpavogshreppi dags. 30. nóvember 2016 ásamt ásamt meðfylgjandi drögum að tillögu dags. 24. nóvember 2016.
Samkvæmt lýsingu er markmið skipulagsgerðarinnar að koma fyrir þremur smáhúsum til reksturs gistiþjónustu í næsta nágrenni íbúðarhússins á jörðinni. Lögð verður áhersla á að húsin fari vel í landi og þau myndi samfellu, án þess að yfirgnæfa íbúðarhúsið. Um er að ræða 3 stök hús, hvert um sig um 65 m² að stærð. Gert er ráð fyrir að tvær gistieiningar verði í hverju húsi.
Ofangreind lýsing liggur frammi til kynningar á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, Djúpavogi, frá og með 7. desember til og með 19. desember 2017. Einnig er lýsingin aðgengileg hér á heimasíðu Djúpavogshrepps undir liðnum Aðalskipulag.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna. Ábendingum við lýsinguna skal skila skriflega til sveitarstjóra Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is, eigi síðar en 18. desember 2016. Vinsamlegast gefið upp nafn, kennitölu og heimilisfang sendanda innsendra ábendinga.
Sveitarstjóri
Árshátíðin 2016 til sölu
Árshátíð Grunnskólans sem fram fór í nóvember síðastliðnum hefur nú verið færð á svokallað DVD form. Já, við höfum alltaf reynt að aðlaga okkur nýjustu tækni og vísindum og bjóðum því upp á þetta nýstárlega form, í þeirri vissu um að heimili sveitarfélagsins verði öll komin með svokallaðan DVD-spilara innan fárra missera og þannig geti heimilisfólk sameinast þegar því hentar framan við sjónvarpið og horft saman á dýrðina.
Já, þið lásuð rétt - með DVD tækninni ræður þú hvenær þú horfir og getur meira að gert hlé á sýningunni, fært myndina áfram og til baka, allt eftir þínum hentugleik.
Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Dýrunum í Hálsaskógi á DVD formi er ráðlagt að senda rafrænan póst á netfangið oli@djupivogur.is eða hringja þrjár langar og eina stutta í síma 863-9120.
ÓB
Prinsinn sendir jólakveðju til heimsbyggðarinnar!
Ef það er eitthvað sem er jafn öruggt og sólaruppkoman, þá er það að Karlsstaðabóndinn finnur sér alltaf eitthvað til dundurs.
Nýjasta uppátækið er fallegt framtak í samstarfi við UNICEF á Íslandi, sem snýr að jólátakinu sannar gjafir.
Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Gjöfunum sem keyptar eru í vefverslun UNICEF er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest.
Sannar gjafir UNICEF eru keyptar í nafni þess sem þig langar að gleðja. Þú færð fallegt gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni og lætur viðkomandi fá bréfið. Hjálpargögnin sjálf eru hins vegar send úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð.
Hægt er að velja um margs konar hjálpargögn í öllum verðflokkum. Öll eiga þau eitt sameiginlegt: Að bæta líf barna um víða veröld.
Liður í þessu átaki er lagið Jólakveðja, sem prinsinn gaf út ásamt vinum sínum í Gosum, en Gosar héldu einmitt eftirminnilega tónleika í Havarí á Karlsstöðum í október. Lagið er gjöf frá Prins Póló til UNICEF. Við lagið eru þeir félagar búnir að búa til þetta skemmtilega myndband, sem sjá má hér að neðan.
Þið getið kynnt ykkur sannar gjafir nánar með því að smella hér.
Með því að smella hér getið þið hlustað á viðtal sem Prins Póló fór í hjá Harmageddon á X977.
ÓB
Jólamarkaður Kvenfélagsins Vöku
Hinn árlegi jólamarkaður Kvenfélagsins Vöku fór fram í Löngubúð í gær. Hann var vel sóttur og fjölmargir aðilar með sölubása.
Myndir má sjá með því að smella hér.
ÓB
Myndir frá kynningarfundi NMÍ og matarsmiðju á Karlsstöðum
Þann 23. nóvember fór fram skemmtilegur kynningarfundur á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Havarí á Karlsstöðum.
Meðal þeirra sem fram komu voru Katrín Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar á Djúpavogi og Karl Friðriksson framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt fleirum. Havarí bauð upp á bulsusnakk og nýja snakktegund, grænkálssnakk auk nýrrar uppskriftar af rófusnakk. Að loknum fyrirlestrum stigu heimamenn með tónlistaratriði, þau Greta Mjöll Samúelsdóttir, William Óðinn Lefever, Ýmir Már og Svavar Pétur Eysteinsson.
Á meðan á fyrirlestrum stóð bauð Svavar Pétur upp á matarsmiðju fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Í þessari smiðju var börnunum leiðbeint hvernig nýsköpun í matargerð fer fram, allt frá hugmynd til tilbúinnar vöru. Þau voru beðin um að hanna sinn eigin drykk, framleiða, velja nafn á hann og hanna umbúðir utan um hann. Matarsmiðjan var vel sótt og var ekki annað að sjá en að börnin væru yfir sig ánægð með afraskturinn.
Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá með því að smella hér.
ÓB
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2016/2017 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 641, 8. júlí 2016
Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Djúpavog
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1056/2016 í Stjórnartíðindum
Snæfellsbær (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík)
Húnaþing vestra (Hvammstangi)
Grýtubakkahreppur (Grenivík)
Fjarðabyggð (Mjóifjörður og Stöðvarfjörður)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2016.
Fiskistofa, 1. desember 2016.
Aðventuhátíð í Djúpavogskirkju
Aðventuhátíð sunnudaginn 4. des. kl. 17.00 í Djúpavogskirkju.
Kirkjukórinn syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Berglindar Einarsdóttur og Guðlaugar Hestnes.
Einsöngur: Berglind Einarsdóttir.
Börnin syngja og flytja helgileik og fermingarbörnin verða með leikþátt
Verum öll hjartanlega velkomin og njótum saman góðrar stundar,
sóknarprestur