Djúpivogur
A A

Fréttir

Kennari / leiðbeinandi óskast

Kennari / leiðbeinandi óskast í leikskólann til starfa strax eða sem fyrst.

Í boði er skemmtileg vinna með skemmtilegu og góðu fólki í fallegu umhverfi.

Umsóknarfrestur er til 29. apríl. Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

 

Guðrún S. Sigurðardóttir
leikskólastjóri

Sundlaugin lokuð vegna sundmóts

Laugardaginn 30. apríl verður sundlaugin lokuð vegna sundmóts Neista sem fer fram þann sama dag.

Það verður hins vegar opið í sund og þrek milli 11:00 og 15:00.

Starfsfólk ÍÞMD

27.04.2016

Sjómann vantar á strandveiðibát

Sjómann vantar á strandveiðibátinn Greifann SU, skel 26, sem gerður verður út frá Djúpavogi.

Allar upplýsingar í 893-1529.

Stefán Gunnarsson

27.04.2016

Fyrirkomulag strandveiða 2016

Aukning verður á veiðiheimildum á svæðum A og B fyrir strandveiðibáta á strandveiðitímabilinu sem hefst 2. maí og stendur til 31. ágúst 2016. Önnur ákvæði um veiðisvæði, veiðidaga, hámarksafla á dag og fjölda handfærarúlla verða óbreytt frá fyrri árum.

Við úthlutun aflaheimilda er byggt á svæðaskiptingu;

svæði A)
nær frá A. Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps,
svæði B)
nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps,
svæði C)
nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps og
svæði D)
nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar.

Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og var heildarmagnið þá 4.000 tonn. Á komandi vertíð verður leyfilegur heildarafli 9.000 tonn og er það aukning um 400 tonn frá fyrra ári. Reikna má með að útgefin veiðileyfi verði rúmlega 700.

Svæði D sker sig töluvert úr hvað varðar meðalveiði á bát, en þar er veiði að jafnaði mun lakari en á hinum svæðunum. Síðustu tvö ár voru um 100-200 tonn óveidd á svæði D. Núverandi veiðidagar á svæðum gera ráð fyrir um 30 – 60 dögum í veiði. Fæstir veiðidagar eru á svæði A en flestir á svæði D.

Til þess að ná meiri jöfnuði í meðalveiði á bát á komandi vertíð fyrir svæði A, B og C mun aukningin fara á svæði A og að auki 150 tonn frá svæði D. Þá verða 50 tonn flutt af svæði D yfir á svæði B.

 

Reglugerð um strandveiðar

 

 Svæði  Meðal- dagafjöldi á bát
2014/15
Meðalafli í kg. á bát á dag 2014/2015 Meðalveiði alls tonn  á bát 2014/2015 Fjöldi báta á svæði 2014/15

Líkleg meðalveiði
í tonnum á bát 2016 m.v. reglugerð

Breyting í tonnum á svæði 2016
A 32 394 12,6 233 15,1 +550
B 50 305 15,3 141 15,7  +50
C 56 282 15,8 147 15,8  0
D 66 171 11,3 120 11,3 -200

 

Úthlutun 2016:

Botnfiskur Maí Júní Júlí Ágúst
Svæði A 852 1.023 1.023 512
Svæði B 521 626 626 313
Svæði C 551 661 661 331
Svæði D 520 455 195 130
26.04.2016

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs

Aðalfundur Skógræktarfélags Djúpavogs verður haldinn þann 27. apríl nk. kl. 17:00 í Tryggvabúð.

Nýir félagar velkomnir!

Stjórnin

26.04.2016

Músik Festival

Músik Festival 2016 - sjá auglýsingu hér.

Skólastjóri

Dagur umhverfisins 2016

Í dag er dagur umhverfisins!

Við hvetjum alla til að leggja sérstaka áherslu á umhverfið í dag, hvort sem það er með því að tína upp rusl í kringum fyrirtækið/íbúðarhúsið/á víðavangi eða gera eitthvað allt annað í þágu umhverfisins.

Allt skiptir máli hversu lítið sem það er og allir geta gert eitthvað.

 

ED

25.04.2016

Opnunartími Bakkabúðar yfir Hammond

Bakkabúð verður opin föstudaginn 22. apríl og laugardaginn 23. apríl frá kl. 15:00 - 17:00.

Verið velkomin????????????

 

22.04.2016

Vormót Neista

 

Hið árlega Vormót Neista í sundi verður haldið í sundlaug Djúpavogs þann 30. apríl nk. Allar nánari upplýsingar má finna á meðfylgjandi auglýsingu. Spurningar sendist á neisti@djupivogur.is.

 

20.04.2016

Utandagskrá Hammondhátíðar

Utandagskrá Hammondhátíðar er frábær!

Hana má sjá hér að neðan, sem og á viðburðadagatali Djúpavogshrepps.

 

 

 

 

 

 

20.04.2016

Auglýstur opnunartími rangur

Aftan á Bóndavörðunni stendur að opið sé í Vínbúðinni fimmtudaginn 21. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 16-18:00.

Athugið að þetta eru mistök - ekki er opið í Vínbúðinni þennan dag.

 

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og vonast til þess að enginn muni hanga á snerlinum í von um áfengiskaup á fimmtudaginn.

 

 

 

Ritstýra Bóndavörðunnar

ED

19.04.2016

3.-5. bekkur safnaði fyrir ABC barnahjálp

Í síðusu viku gengum við í hús og söfnuðum peningum fyrir ABC barnahjálp svo hægt sé að veita fátækum börnum í þróunarlöndunum menntun. Söfnunin gekk frábærlega og alls safnaðist rúmar 70.000 krónur. Takk fyrir að taka vel á móti okkur og styrkja þetta málefni. Peningurinn er komin inn á reikning ABC.

3. - 5. bekkur í Djúpavogsskóla

 

 

 

 

 

 


Drífa hellir afrakstrinum í peningateljarann

Opnunarteiti Rafstöðvar Djúpavogs

Meðfylgjandi er auglýsing frá æringjunum í Rafstöð Djúpavogs en þar stendur mikið til.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

18.04.2016

Tónleikar í Djúpavogskirkju

Tríóið Þrjá klassíska Austfirðinga skipa Svanur Vilbergsson gítarleikari, Erla Dóra Vogler mezzósópran og Hildur Þórðardóttir flautuleikari.

Þremenningarnir haldnir ferna tónleika á Austurlandi um þessar mundir:
14. apríl, kl. 20:00 - Neskaupstaður, safnaðarheimilið
15. apríl, kl. 20:00 - Stöðvarfjörður, Sköpunarmiðstöðin
16. apríl, kl. 17:00 - Djúpivogur, Djúpavogskirkja
17. apríl, kl. 16:00 - Egilsstaðir, Sláturhúsið

Á tónleikunum verða m.a. frumflutt verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, þau Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur við ljóð Jóhanns Vals Klausen.

Miðaverð er 1.500 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri sem og nemendur við tónlistarskóla á Austurlandi.

Tónleikarnir og gerð tónverkanna er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands. Við kunnum sjóðnum og þeim sem að honum standa bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Fésbókarsíða tónleikanna: https://www.facebook.com/events/1686109804989091/

 

15.04.2016

Starfsmenn vantar í áhaldahúsið sumarið 2016

Auglýst eru allt að 3 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum.

Umsóknarfrestur til 20. maí.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 470-8700.

13.04.2016

Frá áhaldahúsinu vegna bæjarvinnu sumarið 2016

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2016 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 6. júní til og með 19. ág.: 4 klst. á dag.
9. bekkur: Frá 6. júní til og með 19. ág.: 4 klst. á dag.
10. bekkur: Frá 6. júní til og með 19. ág.: 8 klst. á dag.

Umsóknarfrestur til 20. maí.
Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.
Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

Sveitarstjóri

13.04.2016

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.04.2016

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

13.04.2016

Afreksfólk Neista 2015

Hér að neðan eru upplýsingar um afreksfólk Neista 2015, sem tilkynnt var um á uppskeruhátíð Neista í Löngubúð um miðjan mars.

Djúpavogshreppur óskar eftirtöldum einstaklingum innilega til hamingju og hvetur þau og aðra áfram til dáða.

 

Íþróttamenn ársins: Jens Albertsson & Bergsveinn Ás Hafliðason

Báðir æfa knattspyrnu af miklum metnaði með Neista og Fjarðarbyggð. Spiluðu síðasta sumar undir formerkjum UÍA og tóku einnig þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þeir mæta gríðarlega vel á æfingar og leggja sig fram í hvert einasta skipti. Þeir eru frábærar fyrirmyndir í einu og öllu og sýna mikinn metnað í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Einnig má til gamans geta að þeir tóku að sér að þjálfa þegar vantaði þjálfara hjá Neista. Óeigingjarnt og göfugt framtak.

 

Fótboltaneistinn 2015: Diljá Ósk Snjólfsdóttir.

Diljá er metnaðarfull íþróttakona á öllum sviðum. Hún æfir knattspyrnu hjá Neista ásamt því að gera sér ferð á Höfn reglulega til að æfa með jafnöldrum hjá Sindra. Hún sótti fótboltamót með Sindra síðasta sumar og fór til dæmis til Vestmanneyja að keppa á einu stærsta móti sumarsins í stúlknafótbolta. Hún er jákvæð og hvetjandi einstaklingur sem er góð fyrirmynd fyrir yngri krakkana hjá Neista sem ætlar sér greinilega stóra hluti í framtíðinni. Við hvetjum Diljá til að halda áfram á sömu braut.

 

Fótboltaástundun & framfarir 2015: Ragnar Björn Ingason.

Ragnar byrjaði að æfa knattspyrnu árið 2015. Framfarirnar hafa aldeilis ekki leynt sér. Hann hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður og bætt sig á öllum sviðum knattspyrnu. Hann sýnir einnig mikil tilþrif í markinu og aldrei að vita nema þarna sé framtíðar markmaður á ferð. Ragnar sýnir okkur að það er heilmikið sem getur gerst á einu ári ef krakkar eru dugleg að æfa sig, sýna íþróttinni áhuga og æfa sig aukalega. Við hvetjum Ragnar til að halda áfram að æfa sig og þannig mun hann verða enn betri og betri.

 

Sundneistinn 2015: Þór Albertsson.

Þór átti frábært sundár í fyrra. Hann var stigahæstur í sínum aldursflokki á Sumarhátið UÍA en þar var hann gríðarlega sigursæll. Hann landaði þremur gullverðlaunum á Unglingalandsmóti UMFÍ; í 100m bringusundi, 50m bringusundi og 100m fjórsundi í flokki 11-12 ára. Ásamt því að vera mjög duglegur að æfa hjá Neista. Þór er frábær íþróttamaður, hann leggur hart af sér og mjög duglegur í íþróttasalnum og lauginni. Þór er flott fyrirmynd fyrir yngri Neista krakka og hvetjum við hann til að halda áfram að synda af svona miklu metnaði og áhuga.

 

Sundástundun & framfarir 2015: Diljá Ósk Snjólfsdóttir.

Diljá er metnaðarfull íþróttakona. Hún var gríðarlega sterk í lauginni árið 2015. Hún var stigahæst í sínum aldursflokki UÍA en vann einnig til verðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ. Hún mætir mjög vel allar æfingar sem Neisti býður upp á í sundi og leggur sig samviskusamlega fram á þeim. Við hvetjum Diljá til að synda áfram af kappi.

UMF Neisti

 

Afreksfólk Neista 2015
Frá vinstri: Diljá Ósk Snjólfsdóttir, Ragnar Björn Ingason, Þór Albertsson, Jens Albertsson og Bergsveinn Ás Hafliðason

Aðalfundur björgunarsveitarinnar Báru

Aðalfundur björgunarsveitarinnar Báru verður haldinn í Sambúð mánudaginn 18. apríl, kl. 20:00.

 

Hefðbundin aðalfundarstörf (sjá auglýsinguna hér að neðan).

Hvetjum við alla til að koma og kynna sér störf björgunarsveitarinnar.

 

Stjórnin

 

 

 

 

11.04.2016

Djúpavogsskóli fær styrk fyrir innleiðingu Cittaslow

 

Þær gleðifréttir bárust okkur í Djúpavogsskóla þann 5. apríl s.l. að Sprotasjóður Mennta- og menningarráðuneytisins muni styrkja okkur um 2,1 milljónir króna við innleiðingu hugmyndafræði Cittaslow í skólana. Þessa önn hafa starfsmenn verið að undirbúa þetta spennandi þróunarstarf og verður styrkurinn til þess að auðvelda okkur að ýta verkefninu af stað með nemendum og að halda vel utan um verkefnið næsta vetur. Í rökstuðningi við gerð umsóknar segir m.a. ,,Hugmyndafræði Cittaslow fjallar um eina mikilvægustu þætti mannlífsins í dag, umhverfismál, náttúruvernd, samskipti, heilbrigt líferni og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Verkefnið leggur einnig áherslu á að efla nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem nemendum er hjálpað við að koma eigin hugviti í framkvæmd með það að markmiði að efla sjálfbært skapandi samfélag."

Sprotasjóði er ætlað að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum landsins . Gaman er að geta þess að sótt var um styrki í sjóðinn að þessu sinni að upphæð rúmlega 300 mkr. en sjóðurinn hafði aðeins  um 60 mkr. til ráðstöfunar. Af þeim fengum við 2.1 milljón sem segir okkur að fleiri hafa trú á þessu verkefni en skólafólkið í Djúpavogsskóla, sem gefur okkur byr undir báða vængi. Frétt og lýsing á þróunarverkefninu er í Bóndavörðunni sem kom út í vikunni.

Þar sem verkefnið mun teygja anga sína víða inn í samfélagið og hafa þannig jákvæð áhrif á einstaklinga, hópa og fyrirtæki á staðnum segi ég ,,til hamingju öll".

 

 

Bryndís Skúladóttir verkefnastjóri

Bóndavarðan apríl 2016

Nýjasta útgáfa Bóndavörðunnar, staðarblaðs Djúpavogshrepps, er nú aðgengileg á netinu.

Hægt er að smella hér til að skoða síðasta tölublað, en það ætti einnig að birtast hér að neðan.

Hægt er að skoða þær Bóndavörður sem komnar eru á netið með því að smella hér.

ÓB

 

 

 

 

 

08.04.2016

Félagsvist í Löngubúð

Kvenfélagið sér um spilavistina í Löngubúð næstu þrjú spilakvöld. Spilað verður eftirfarandi kvöld:

Föstudaginn 9. apríl, kl. 20:30
Föstudaginn 16. apríl, kl. 20:30
Miðvikudaginn 20. apríl, kl. 20:30


Kvenfélagið Vaka

08.04.2016

Sveitarstjórn: Fundarboð 12.04.2016

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 12.04.2016

22. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 12. apríl 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni 

Ársreikningur Djúpavogshrepps 2015 – fyrri umræða.

2. Fundargerðir

a) Stjórn SSA, dags. 15. mars 2016.
b) Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs, dags. 16. mars 2016.
c) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 18. mars 2016.
d) Starfshópur um þróun almenningssamgangna, dags. 21. mars 2016.
e) Starfshópur um svæðaskipulag, dags. 22. mars 2016.
f) Starfshópur um húsnæðismál, dags. 30. mars 2016.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 1. apríl 2016.
h) Starfshópur um fjárhagsleg málefni, dags. 6. apríl 2016.

3. Erindi og bréf

a) Skólaráð, dags. 15. mars 2016. Dekkjakurl á sparkvelli.
b) Bæjarstjórn Seyðisfjarðar, dags. 17. mars 2016. Bókun vegna Fjarðarheiðarganga.
c) Minjastofnun Íslands, dags. 18. mars 2016. Styrkveiting til Faktorshúss.
d) Minjastofnun Íslands, dags 21. mars 2016. Styrkúthlutun – verndarsvæði í byggð.
e) UMFÍ, dags. 21. mars 2016. Ályktun.
f) Míla ehf, dags 21. mars 2016. Vegna lagningar ljósleiðara.
g) Kálkur ehf, dags. 23. mars 2016. Framlenging á leigusamningi.
h) Vodafone, dags. 29. mars 2016. Vegna lagningar ljósleiðara.
i) Minjastofnun, dags. 29. mars 2016. Styrkveiting til gömlu kirkjunnar á Djúpavogi.
j) Ferðamálastofa, dags. 31. mars 2016. Styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
k) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars. Framkvæmd heilbrigðiseftirlits.
l) Torfi Sigurðsson, dags. 7. apríl 2016. Upprekstrarsamningur.

4. Reglur um félagslega liðveislu og fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
5. Lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum.
6. Samþykkt um byggingarleyfisgjöld
7. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 7. apríl 2016
Sveitarstjóri

07.04.2016

Munið viðburðadagatalið!

Viðburðadagatalið á heimasíðu Djúpavogshrepps var virkjað að nýju í sumar, grein birt um það á heimasíðunni og einstaklingar, fyrirtæki og félög hvött til að nýta sér það.

 

Hér með eru íbúar minntir á að nýta sér þetta dagatal.

Það er einstaklega gott að geta skoðað það þegar verið er að skipuleggja hina ýmsu viðburði í samfélaginu (spurningakeppni, bingó, íþróttamót, tónleika... eða bara hvað sem er). Þetta er ekki stórt samfélag en hér er margt í gangi og best ef viðburðir stangast ekki á. Dagatalið er fínasta hjálpartæki til þess arna!

 

Dagatalið er neðst og hægra megin á heimasíðunni (sjá þessa fínu mynd hér að neðan). Blálitaðir dagar eru dagar með viðburði. Ef músarbendillinn er yfir deginum kemur upp hvaða viðburður er þann dag og ef smellt er á daginn koma upp nánanir upplýsingar um viðburðinn. Heiti þessara viðburða renna einnig yfir skjáinn þarna efsta á síðunni og eru góð áminning.

 

 

Endilega verið dugleg að sendið tölvupóst á annað hvort netfangið hér að neðan til að fá settan inn viðburð í sveitarfélaginu:

oli@djupivogur.is

erla@djupivogur.is

ED

07.04.2016

Námskeið fyrir þá sem eru að nálgast eftirlaunaaldur

Námskeið í boði AFLs, Félagsmálaskóla alþýðunnar og Austurbrúar um réttindi launafólks til eftirlauna frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum.

15. apríl kl. 9-12:00 í Djúpinu.

 

Sjá nánar á auglýsingunni hér að neðan.

 

 

 

 

 

07.04.2016

Bókasafnið lokað í dag

Bókasafn Djúpavogshrepps verður lokað í dag, þriðjudaginn 5. apríl, vegna forfalla.

 

Bókasafnsvörður

05.04.2016

Fyrirkomulag spurningakeppni Neista 2016

Nú styttist í að spurningkeppni Neista 2016 hefjist.

Fyrirkomulagið verður eins og hér segir:

Þriðjudagur 5. apríl:
A) Búlandstindur-Grafít
B) Langabúð-Fiskeldi 1
1) Sigurvegarar A)- Sigurvegarar B)

Fimmtudagurinn 7. apríl
C) Grunnskóli starfsfólk-Havarí
D) Baggi ehf.-Fiskeldi 2
2) Sigurvegarar C)- Sigurvegarar D)

Þriðjudagurinn 12. apríl
E) Grunnskóli nemendur-Kvenfélagið
F) Landsbankinn-Leikskólinn
3) Sigurvegarar E)- Sigurvegarar F)

Laugardagur 16. apríl – Lokakvöld (á Hótel Framtíð)
4) Sigurvegarar 1) - Sigurvegarar 2)
5) Sigurvegarar 3) - Stigahæsta taplið
Sigurvegari 4) – Sigurvegari 5)

Allir hjartanlega velkomnir
500 kr. aðgangseyrir

 

04.04.2016