Fréttir
Þorrablót Djúpavogshrepps 2016
Þorrablót skellur á Djúpavogshrepp af fullum þunga laugardagskvöldið næstkomandi, 6. febrúar!
Minnum á forsölu miða mánudag-þriðjudag-miðvikudag frá kl 18:00-20:00 á Hótel Framtíð.
8.500 kr í forsölu!
9.500 kr eftir að forsölu lýkur!
7.000 kr eldri borgarar (:
Tryggið ykkur miða á skemmtun ársins!!!
(a.m.k. þangað til það kemur í ljós hvaða hljómsveitir verða á Hammond)
Sjá nánar á auglýsingunni hér að neðan.....
Kynningardagurinn - sunnudagur 31. janúar
Kynningardagur félaga, samtaka, fyrirtækja og frumkvöðla
í Djúpavogshreppi
verður haldinn sunnudaginn 31. janúar 2016, kl. 15:00-17:00
í íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps.
Í Djúpavogshreppi er fjölbreytt flóra félaga, fyrirtækja og frumkvöðla. Virkni og starfssemi er misjöfn og kannski þörf á samstarfsaðilum, sjálfboðaliðum eða fleiri þátttakendum til að efla megi starfssemina hvort sem um ræðir félagasamtök, fyrirtæki eða frumkvöðlarekstur.
Langar þig að kynna starfsemi þíns félags, fyrirtækis eða þinna samtaka?
Vantar þátttakendur í þín samtök eða þitt félagastarf?
Vantar fólk í stjórn í þitt félag?
Langar þig að stofna nýtt félag eða samtök td. leikfélag, framfarafélag, stjörnuskoðunarfélag eða eitthvað allt annað?
Ávinningurinn gæti verið nýir félagar, ný sambönd, aukin sala, meiri skilningur og pottþétt skemmtilegur dagur fyrir alla íbúa Djúpavogshrepps.
Þátttakendur mæta kl. 14:00 til að stilla upp í íþróttasalnum. Lítil borð verða á staðnum en frekari innréttingar (borð, stólar, skilti, tölvur eða annað) þurfa þátttakendur að koma með sjálfir eða panta aukalega. Hvert borð verður merkt þátttakanda.
Félög og samtök geta nýtt sér þetta tækifæri til fjáröflunnar með sölu á kaffi, veitingum, happadrætti eða öðru.
Smáfyrirtæki, handverksfólk og listamenn eru hvattir til að kynna vinnuna á bakvið verk sín og starfsemi.
Frekari upplýsingar hjá Ágústu Margréti Arnardóttur
sími 863-1475 eða agusta@arfleifd.is
Bæjarlífið nóvember og desember 2015
Síðasti bæjarlífspakki ársins 2015 inniheldur bæði nóvember og desember.
Við förum á skauta, hengjum upp jólaseríu, kíkjum á aðventuhátíð, fáum okkur vöfflu, sjáum skrifstofustjóra henda forstöðumanni út og svo margt fleira.
Myndasafnið má skoða með því að smella hér.
ÓB
Brautargengisnámskeið fyrir konur
Haldinn verður kynningarfundur um brautargengisnámskeið fyrir konur á Vonarlandi Egilsstöðum, húsnæði Austurbrúar, föstudaginn 5. bebrúar kl. 12:00.
Það er mjög fjölbreyttur hópur sem sækir þetta námskeið. Konur sem hafa rekið fyrirtæki lengi og ætla sér að fara út í breytingar og aðrar sem eru með hugmynd sem varla er komin á „teikniborðið“
Á staðnum verður nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar á Austurlandi Katrín Jónsdóttir.
Bæjarlífið október 2015
Bæjarlífssyrpa októbermánaðar er að mestu leyti náttúrumyndir enda október sennilega sá mánuður ársins þar sem birtan fer mest á kostum. En við kíkjum líka á myndakvöld í Tryggvabúð, skoðum nýja björgunarsveitarbílinn og svo margt fleira.
Smellið hér til að skoða myndasafnið.
ÓB
Hringvegur um Berufjarðarbotn
Stefnt er að því að bjóða út vegagerð um Berufjarðarbotn á þessu ári en þungi framkvæmda yrði þá árin 2017 og 2018, þetta er skilyrt því að fé fáist til framkvæmdanna. Í verkinu felst smíði nýrrar brúar. Að þessar vegagerð lokinni verður unnt að aka hringinn í kringum Ísland á bundnu slitlagi, þó ekki á Hringveginum sjálfum heldur með því að fara fjarðaleiðina á Austfjörðum.
Lýsing á verkinu:
Fyrirhuguð vegagerð fyrir Berufjarðarbotn er 4,9 km löng með 50 m langri nýrri brú og auk þess 1,6 km af nýjum heimreiðum.
Verkið felst í meginatriðum í eftirfarandi:
- Gerð nýs Hringvegar á 2,9 km löngum kafla norðan við og innst í Berufirði neðan við bæina Hvannabrekku og Berufjörð. Hluti þess kafla, 0,5 km langur, liggur um leirur og verður umflotinn sjó og er dýpsti állin þar um 5 m djúpur.
- Endurgerð Hringvegar á 2,0 km löngum kafla sunnan fjarðarins.
- Gerð 1,6 km langra héraðsvega, sem verða heimreiðar að bæjunum Hvannabrekku og Berufirði.
- Smíði nýrrar brúar á leirunum yfir Berufjarðará og sjávarföll, sem verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú í tveimur 25 m löngum höfum. Hún verður með 9,0 m breiðri akbraut og 0,5 m breiðum bríkum. Heildarbreidd brúarinnar er 10,0 m
- Hringvegur verður lagður samkvæmt vegtegund C8 og verður því 8 m breiður og héraðsvegirnir verða 4 m breiðir samkvæmt vegtegund C4.
Hinn nýi vegarkafli, sem liggur yfir leirurnar, mun tengjast núverandi Hringvegi og Axarvegi með T-vegamótum, þannig að endurgerður Hringvegur sunnan fjarðar og Axarvegur eru tengdir beint.
Jarðefnaþörfin er áætluð um 255 þúsund rúmmetrar og þar af koma um 35 þúsund rúmmetrar úr skeringum verksins. Margar námur með nothæfu efni eru í boði á svæðinu.
Umhverfisáhrif verksins hafa verið metin og umferðaröryggi rýnt.
Fréttatilkynning af vegagerdin.is
Síðustu dagar til að skila inn könnuninni
Könnun var borin út í öll heimili í Djúpavogshreppi í þeim tilgangi að aðstoða ferða- og menningarmálanefnd við að móta menningarstefnu sveitarfélagins.
Þetta er tækifæri allra íbúa til að láta sig varða það sem boðið er upp á í sveitarfélaginu og koma sínum hugmyndum eða skoðunum á framfæri hvað varðar framboð viðburða, námskeið o.fl. Allar tillögur eru vel þegnar!
Menning getur verið ótal margt:
Þjóðsögur
Saga svæðisins
Leiklist
Söfnin okkar
Ritlist
Gömul hús
Ljóð
Kórastarf
Dans
Myndlist
Tónlist
Útskurður
....og svo ótal margt fleira (:
Hægt er að skila könnuninnni annað hvort í Geysi eða í kassa í anddyri Samkaupa.
Síðasti skiladagur er 31. janúar.
Ef þú hefur týnt könnuninni (eða vilt fylla út aðra) þá er hægt að nálgast hana hér.
Þorrablót Djúpavogsbúa 2016
Þorrablót 2016 verður þann 6.febrúar á Hótel Framtíð.
Húsið opnar kl 19:06
Blótið hefst stundvíslega 19:48.
Hljómsveitin Kusk spilar fyrir dansi, allskonar dansi!
Miðaverð
Forsala: 8500kr
Eftir forsölu: 9500kr
Eldri borgarar 7000kr
18+ aldurstakmark (árið gildir)
Forsala miða fer fram á Hótel Framtíð 01.02. - 03.02. frá kl 17:58-19:47
ATHUGIÐ raðað verður í sæti. Hópar vinsamlegast látið vita hverjir vilja sitja saman!
Mætið temmilega drukkin
Ofurölvi ógildir miðann
Bæjarlífið september 2015
Nú gerum við septembermánuði skil og birtum flottan myndapakka frá þessum ágæta mánuði. Ferðamenn voru enn á ferli, starfsmenn Fiskeldis Austfjarða koma óþarflega mikið við sögu, Borgarland fékk ljósnet, Hlíð fékk gangstétt og höfnin nýjar flotbryggjur. Veðrið var algerlega til fyrirmyndar eins og margar myndanna gefa til kynna.
Þið getið skoðað þennan þétta myndapakka með því að smella hér.
ÓB
Bæjarlífið ágúst 2015
Nú gerum við ágústmánuði skil og birtum flottan myndapakka frá þessum ágæta mánuði. Það var ekkert lát á ferðamönnum, nokkrar af stofnunum sveitarfélagsins fengu yfirhalningu, börnin í unglingavinnunni luku störfum og veðrið var með hinu ágætasta móti. Ágúst kemur einnig við sögu. Svavar Pétur hélt síðan uppteknum hætti við að þrífa bílinn sinn.
Smellið hér til að skoða myndirnar.
ÓB
Nýtt gönguleiðakort - opinn fundur
Haldinn verður opinn fundur um nýtt gönguleiðakort fyrir Djúpavogshrepp, sem stefnt er á að komi út fyrir sumarið, í kvöld 25. janúar, kl. 20:00 í Löngubúð.
Gönguleiðakortið sem gefið var út fyrir nokkrum árum er að verða uppurið og nú er tækifærið fyrir alla til að koma á framfæri upplýsingum um villur eða leggja fram breytingartillögur.
Einhverjum upplýsingum um villur á kortinu hefur þegar verið komið á framfæri og þær skráðar. Á fundinum verður kynnt það sem breyta á og tekið á móti fleiri tillögum.
Vonast er eftir því að allir þeir sem hafa breytingartillögur eða vita af villum á kortinu annað hvort mæti á fundinn eða hafi samband við Erlu Dóru á skrifstofu Djúpavogshrepps. Nú er rétti tíminn.
Hafþór Snjólfur Helgason á Borgarfirði, sem vann kortið síðast, mun annast uppfærslu þess.
ED
Austfirskir kvenljósmyndarar, RIFF og Kynningardagurinn
Talsvert framboð er af viðburðum þessa vikuna í Djúpavogshreppi. Endilega kynnið ykkur dagskrána hér að neðan.
Miðvikudagur 27. janúar, kl. 15:00 Austfirskir kvenljósmyndarar
Tryggvabúð – Magnea Bára Stefánsdóttir opnar sýningu sína um austfirska kvenljósmyndara. Nicoline Weywadt á Teigarhorni var fyrsta íslenska konan sem lærði ljósmyndun og stundaði sjálfstæðan atvinnurekstur í greininni. Þrettán aðrar konur eru til umfjöllunar, þ. á m. Hansína Björnsdóttir á Teigarhorni.
Sýningin mun hanga uppi í Tryggvabúð til loka febrúarmánaðar.
Meira hér.
28., 30. og 31. janúar, kl. 20:00 Riff kvikmyndahátíð
Langabúð – Sýndar verða kvikmyndir af kvikmynda-hátíðinni Riff. Kvikmyndahátíðin setur unga kvikmynda-gerðarmenn og framsækna kvikmyndagerð á oddinn. Aðalverðlaun hátíðarinnar, Gyllti lundinn, eru t.d. tileinkuð kvikmyndagerðarmanni fyrir sína fyrstu eða aðra mynd. Aðgangseyrir 500 kr.
Sýningardagskrána þessi kvöld má finna á viðburðadagatalinu á heimasíðu Djúpavogshrepps.
Meira hér.
Sunnudagur 31. janúar, kl. 15:00-17:00 Kynningardagurinn
Íþróttamiðstöðin – Kynningardagurinn. Kynning á félögum, samtökum, fyrirtækjum og smárekstri í Djúpavogshreppi. Vettvangur fyrir íbúa til að kynnast starfsemi á svæðinu, vöru sem framleidd er hér, ganga í félagasamtök, stofna ný félög og ýmislegt fleira.
Upplýsingar hjá Ágústu Margréti Arnardóttur, s. 863-1475.
Meira hér.
Fundargerð sveitarsjtórnar 21.01.2016
Vegna tímabundinna tækilegra örðugleika birtist fundargerð að þessu sinni með breyttu sniði.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundargerð 21.01.2016
19. fundur 2010-2014
Fundur var haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Mættir voru: Andrés Skúlason, Rán Freysdóttir, Þorbjörg Sandholt, Kári Snær Valtingojer og Sóley Dögg Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Andrés stjórnaði fundi.
Oddviti óskaði eftir að fundargerð starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla liður l yrði tekin á dagskrá og liður 10. WAPP - samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
- 1. Fundargerðir
a) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2015.
Lögð fram til kynningar.
b) Stjórn Cruise Iceland, dags. 3. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
c) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 9. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
d) Félagsmálanefnd, dags. 9. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
e) Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Minjasafn Austurlands, dags. 11. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
f) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 14. desember 2015. Lögð fram til kynningar.
h) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 22 desember 2015.
Lögð fram til kynningar.
i) Hafnarnefnd, dags. 23. desember 2015. Liður 1, gjaldskrá 2016 staðfestur.
Að öðru leyti lögð fram til kynningar.
j) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 30. desember 2015.
Lögð fram til kynningar.
k) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 12. janúar 2016.
Lögð fram til kynningar.
l) Starfshópur um húsnæðismál Djúpavogsskóla dags. 19. janúar 2016.
Lögð fram til kynningar.
-
2. Erindi og bréf
a) Mannvirkjastofnun, dags. 10. desember 2015. Brunavarnaáætlun.
Lagt fram til kynningar.
b) Náttúruverndarsamtök Austurlands, dags. 17. desember 2015. Ályktanir aðalfundar. Lagt fram til kynningar.
c) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 22. desember 2015. Gjaldtaka í höfnum. Vísað til hafnarnefndar.
d) Velferðarráðuneytið, dags. 28. desember 2015. Beiðni um fjölgun dagdvalarrýma. Fjölgað verður um eitt dagdvalarrými frá og með 4. janúar 2016, úr þremur í fjögur.
e) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. janúar 2016. Vinna um samræmda lóðaafmörkun. Lagt fram til kynningar.
f) Skipulagsstofnun, dags. 8. janúar 2016. Staðfesting á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn Djúpavogshrepps 10. desember 2015. Lagt fram til kynningar.
-
3. Málefni dagforeldra
SDB kynnti með hvaða hætti staðið er að málefnum dagforeldra í nágrannasveitarfélögum. Sveitarstjóra falið að fullvinna tillögur í þeim efnum fyrir Djúpavogshrepp í samráði við formann fræðslu- og tómstundanefndar og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
-
4. Dómur í máli Kvennasmiðjunnar ehf. gegn Djúpavoghreppi, Gauta Jóhannessyni og Sóleyju Dögg Birgisdóttur.
Stefnandi var Kvennasmiðjan ehf. en í nafni félagsins höfðuðu málið hluthafarnir Eðvald Smári Ragnarsson, Eyrún Óskarsdóttir, Hólmfríður Haukdal og Kristrún Jónsdóttir. Endanlegar dómkröfur stefnanda voru aðallega þær að stefndu yrði in solidum gert að greiða skaðabætur að fjárhæð tæpar 8 milljónir auk vaxta og dráttarvaxta í tilefni af niðurfellingu á leigusamningi um fasteignina Löngubúð á Djúpavogi. Dómur féll í Héraðsdómi Austurlands 14. janúar þar sem öll stefndu voru sýknuð af öllum dómkröfum.
-
5. Fjárhagsáætlun Austurbrúar 2016.
Lögð fram til kynningar. -
6. Starfsáætlun Djúpavogssskóla skólaárið 2015-2016.
Lögð fram til kynningar. -
7. Deiliskipulag
Undir þessum lið kom Páll Líndal á fundinn og gerði grein fyrir stöðu skipulagsmála og kynnti drög að kostnaðar- og verkáætlun er varðar deiliskipulag- og mögulega breytingu á aðalskipulagi á Miðbæjarsvæði.
-
8. Ljósleiðaravæðing Djúpavogshrepps
Kári Snær Valtingojer kynnti skýrslu vinnuhóps um ljósleiðaravæðingu Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn er sammála um að fela formanni atvinnumálanefndar að senda skýrsluna áfram til fjarskiptastofnunar og kalla eftir viðbrögðum. Skýrslan verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.
-
5. Fjárhagsáætlun Austurbrúar 2016.
-
9. Húsnæðismál Djúpavogsskóla
Kári Snær Valtingojer og Rán Freysdóttir kynntu hugmyndir sínar um nýtingu Helgafells við Djúpavogsskóla. Hugmyndunum vísað til starfshóps um húsnæðismál Djúpavogsskóla.
-
10. WAPP
Sveitarstjórn sótti sér wapp-ið í símana sína og Þorbjörg Sandholt kynnti og leiddi okkur í gegnum smáforritið.
Fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið kl.19:30.
Fundargerðin færð í tölvu, lesin upp, staðfest, prentuð út og síðan undirrituð.
Sóley Dögg Birgisdóttir, fundarritari.
Þorrablót leikskólans 2016
Þorrablót leikskólans var haldið í dag, bóndadag. Dagurinn byrjaði á því að öllum karlmönnum sem komu með börnin sín í leikskólann var boðið upp á kaffi. Síðan fengu börnin sér morgunmat og eftir hann fóru þau í valtíma. Eftir valtímann var haldið diskótek þar sem börnin tjúttuðu við makarena, superman og hókí pókí auk fleirri skemmtilegra laga. Eftir ballið var opnað á milli og sest að snæðingi þar sem allir fengu að smakka á þorramatnum.
Með pabba og afa í heimsókn í leikskólanum
Við dönsum hókí pókí
Rosa stuð á balli
Allir gerðu sér þorrahatta
Síðan snæddu allir þorramat með "bestu" lyst og ýmislegt var smakkað
ÞS
Síðbúnar myndir frá jólamarkaði kvenfélagsins Vöku
Kvenfélagið Vaka hélt sinn árlega jólamarkað í byrjun desember.
Hér má sjá síðbúnar myndir frá þessum skemmtilega markaði.
ÓB
Síðbúnar myndir frá áramótabrennu 2015
Eins og lög gera ráð fyrir var haldin áramótabrenna hér á Djúpavogi á Gamlársdag. Hún fór þó ekki fram á hefðbundnum stað, en hún hafði verið haldin inni á Hermannastekkum árin þar á undan. Í þetta skiptið var ákveðið að halda hana í Blánni, þar sem þrettándabrennan er jafnan haldin. Var ekki annað að sjá en að það hefði mælst vel fyrir og var mæting með ágætum. Sennilega setti óspennandi veðurfar, rigning og 10 stiga hiti, eitthvað strik í reikninginn.
Dagskráin var að öðru leyti hefðbundin, Björgunarsveitin Bára sá um flugeldasýningu og Ævari Orri og Guðjón Rafn fóru gjörsamlega á kostum í hlutverkum olíuberanna.
Myndir má sjá með því að smella hér.
ÓB
Síðbúnar myndir frá skötuveislu í Tryggvabúð
Félag eldri borgara í Djúpavogshreppi efndi til heljarinnar skötuveislu í Tryggvabúð á nýliðinni Þorláksmessu. Þar var boðið upp á afbragðs skötu með öllu tilheyrandi auk saltfisks og svo var auðvitað boðið upp á kaffi og konfekt eftir átið. Veislan var gífurlega vel sótt en líklega hafa milli 60 og 70 manns mætt í það heila.
Þetta var skemmtileg samverustund sem vonandi verður að árlegum viðburði hér í Djúpavogshreppi.
Myndir má sjá hér.
ÓB
Ævintýralandið á Nýjalóni
Það er vandfundið betra skautasvell en það sem myndast á Nýjalóni hér utan við bæinn. Sá galli fylgir reyndar þeirri Njarðargjöf, einfaldlega vegna staðsetningar okkar á Íslandskortinu, að það er óþarflega sjaldan sem þetta svell myndast. Það hjálpar þó til að það þarf ekki mikið frost til að lónið frjósi, enda ekki nema rétt um 2 fet á dýpt. Nú er sá árstími þar sem bestur möguleiki er á að renna sér á skautum (þó veðrið í dag eigi ekkert skylt við slíka iðju).
Undirritaður brá sér á skauta fyrir um viku síðan og smellti nokkrum myndum af fótfráum skautasnillingum, ungum sem öldnum, sem renndu sér fyrirstöðulaust um þetta flennisvæði sem lónið er. Ekki skemmdi birtan fyrir, en sól var tekin að setjast og þegar linsunni var beint í átt til hennar var engu líkara en að maður væri staddur í einhverskonar ævintýri.
Myndirnar má sjá með því að smella hér.
ÓB
Dósasöfnun 9. bekkjar
9.bekkur í Djúpavogsskóla, sem er að safna sér fyrir útskriftarferð, ætlar að vera á ferðinni um þorpið seinnipartinn í dag föstudaginn 22. janúar að safna flöskum og dósum. Að þessu sinni langar okkur að biðja bæjarbúa að setja dósirnar í pokum út á götu og við verðum á ferðinni eftir kl. 17 og tínum upp.
Með fyrirfram þökkum fyrir góðar móttökur,
9. bekkur
Rúllandi snjóbolti/6 tilnefndur til Eyrarrósarinnar
Djúpavogshreppi er það mikil ánægja að tilkynna að nútímalistasýningin Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur, sem sýnd var í Bræðslunni sl. sumar, hefur verið tilnefnd til Eyrarrósarinnar ásamt 10 öðrum verkefnum. Tilnefningin er strax mikill heiður og þess má geta að Hammondhátíð Djúpavogs hlaut tilnefningu 2014.
Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005.
Við óskum öllum þeim sem komu að Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur og lögðu hönd á plóg við að gera þetta ótrúlega verkefni að veruleika innilega til hamingju!
Meira um tilnefninguna í ár.
Styrkir til atvinnumála kvenna
Fyrir frumkvöðlakonur
Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2016 lausa til umsóknar.
Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.
• Verkefnið sé í eigu konu/kvenna (50%) og stjórnað af konu.
• Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun
• Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar
• Viðskiptahugmynd sé vel útfærð
• Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar.
• Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd.
Sérstök áhersla er að styðja við þau verkefni sem eru á frumstigi þróunar og hafa ekki hlotið styrki.
Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 35.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 3.000.000. Ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 400.000.
Umsóknarfrestur er frá 18. janúar til og með 22. febrúar og skal sækja um rafrænt á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is
Ennfremur má finna á síðunni nánari upplýsingar um reglur um styrkina og þau skilyrði sem þarf að uppfylla en einnig gefur starfsmaður nánari upplýsingar í síma 531-7080 eða netfangið asdis.gudmundsdottir@vmst.is
Sveitarstjórn: Fundarboð 21.01.2016
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 21.01.2016
19. fundur 2010-2014
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Fundargerðir
a) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. nóvember 2015.
b) Stjórn Cruise Iceland, dags. 3. desember 2015.
c) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags. 9. desember 2015.
d) Félagsmálanefnd, dags. 9. desember 2015.
e) Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Minjasafn Austurlands, dags. 11. desember 2015.
f) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. desember 2015.
g) Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 14. desember 2015.
h) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 22 desember 2015.
i) Hafnarnefnd, dags. 23. desember 2015.
j) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 30. desember 2015.
k) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 12. janúar 2016.
2. Erindi og bréf
a) Mannvirkjastofnun, dags. 10. desember 2015. Brunavarnaáætlun.
b) Náttúruverndarsamtök Austurlands, dags. 17. desember 2015. Ályktanir aðalfundar.
c) Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 22. desember 2015. Gjaldtaka í höfnum.
d) Velferðarráðuneytið, dags. 28. desember 2015. Beiðni um fjölgun dagdvalarrýma.
e) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. janúar 2016. Vinna um samræmda lóðaafmörkun.
f) Skipulagsstofnun, dags. 8. janúar 2016. Staðfesting á breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 sem samþykkt var í sveitarstjórn Djúpavogshrepps 10. desember 2015.
3. Málefni dagforeldra
4. Dómur í máli Kvennasmiðjunnar ehf. gegn Djúpavoghreppi, Gauta Jóhannessyni og Sóley Dögg Birgisdóttur.
5. Fjárhagsáætlun Austurbrúar 2016.
6. Starfsáætlun Djúpavogssskóla skólaárið 2015-2016.
7. Deiliskipulag
8. Ljósleiðaravæðing Djúpavogshrepps
9. Húsnæðismál Djúpavogsskóla
10. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi 18. janúar 2016
Sveitarstjóri
Landsleikurinn "Allir lesa"
Allir lesa aftur af stað!
Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmannaeyingar í efsta sæti en Djúpivogur stóð sig vel og hafnaði í 7. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar en fróðlegt verður að sjá hvernig lesturinn dreifist í ár. Nú þegar hefur öll borgarstjórn Reykjarvíkur skráð sig til leiks og ljóst að höfuðborgin stefnir á að lesa til sigurs.
Liðakeppnin skiptist í þrjá flokka: vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk.
Landsleikurinn er tilvalin leið til að hrista fólk saman og skemmta sér við lestur um leið og keppt er til sigurs. Hægt er að mynda lið með hverjum sem er, til dæmis vinnustaðnum, fjölskyldunni, leshringnum, saumaklúbbnum eða vinahópnum. Þátttakendur mynda lið og skrá lestur á vefinn allirlesa.is. Þau lið sem verja samanlagt mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum.
Skráning liða hefst á allirlesa.is þann 15. janúar og landsleikurinn er í gangi frá 22.janúar til 21. febrúar.
Nánari upplýsingar veitir
Bergrún Íris Sævarsdóttir - 6981985, allirlesa@allirlesa.is
http://www.allirlesa.is | http://www.facebook.com/allirlesa | http://www.instagram.com/allirlesa
Starfsmaður óskast
Starfsmaður óskast í leikskólann í 100% starf annars vegar og í 50% starf eftir hádegi hins vegar vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs.
Umsóknarfrestur er til 22. janúar en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf fljótlega.
Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.
Guðrún Sigurðardóttir
leikskólastjóri
Starfsmaður óskast
Starfsmann vantar í leikskólann;
Starfsmaður óskast í leikskólann í 100% starf og í 50% starf eftir hádegi vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs.
Umsóknarfrestur er til 22. janúar en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf fljótlega.
Laun eru skv. kjarasamningi.
Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.
Guðrún Sigurðardóttir
leikskólastjóri
Starfsmaður óskast
Starfsmann vantar í leikskólann:
Starfsmaður óskast bæði í 100% og 50% stöðu eftir hádegi, strax, vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs.
Laun eru skv. kjarasamningi.
Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 470-8720 – umsóknir sendist á netfangið gudrun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.
Guðrún Sigurðardóttir
Leikskólastjóri