Djúpivogur
A A

Fréttir

Flott viðtal við Erlu Dóru Vogler í Víðsjá

Erla Dóra Vogler ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps er ekki aðeins góður fulltrúi Djúpavogshrepps á sviði ferða- og menningarmála í Djúpavogshreppi, en Erla hefur líka numið sönglistina og kemur reglulega fram á tónleikum þegar því er við komið með starfi sínu. Hér má heyra viðtal við Erlu Dóru og stallsystur hennar Evu Þyri Hilmarsdóttir í Víðsjá RÚV í gær en í dag stendur Erla Dóra ásamt Evu Þyri píanóleikara fyrir flottum tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Hér má heyra viðtalið og einnig innslag með söng Erlu Dóru við undirspil Evu píanóleikara. Við óskum Erlu Dóru að sjálfsögðu til hamingju með þennan flotta listviðburð sem hún stendur fyrir.

 

                                                                                         Samantekt. AS     

 

 

 

 

 

 

 

28.07.2015

Gist í tjöldum og bílum

Talsvert hefur borið á því að ferðamenn séu að gista í tjöldum eða bílum sínum um hvippinn og hvappinn á öllu Íslandi.

Djúpavogshreppur er ekki undanskilinn.

Til að stemma stigu við þessu er búið að láta útbúa skilti sem banna að tjaldað sé eða gist í bílum á völdum stöðum. Nokkur skilti eru þegar komin upp, en þeim mun fjölga á næstu dögum.

Vonir standa til að skiltin verði til þess að draga úr þessu vandamáli og að ferðamenn nýti frekar þau góðu tjaldstæði sem í boði eru í sveitarfélaginu.

ED

 

 

 

 

23.07.2015

Sumarlokun skrifstofu Djúpavogshrepps

Skrifstofa Djúpavogshrepps verður lokuð frá 18. júlí til og með 16. ágúst vegna sumarleyfa.
Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 17. ágúst kl. 13:00.

Sveitarstjóri

17.07.2015

Sumarlokun Tryggvabúðar

Tryggvabúð, félagsaðstaða eldri borgara í Djúpavogshreppi, verður lokuð frá 18. júlí til og með 16. ágúst. Opnað verður aftur mánudaginn 17. ágúst kl. 09:00.

Starfsfólk Tryggvabúðar

17.07.2015

Söfnun fyrir nýju orgeli í Djúpavogskirkju

Djúpavogssókn hefur tryggt sér nýtt orgel í kirkjuna. Orgelið kostar 2 milljónir króna.

Nú leitum við til fyrirtækja og einstaklinga eftir styrkjum vegna kaupanna.

Aðstandendur Hjalta Jónssonar heitins stofnuðu orgelsjoð og gáfu framlag í minningu hans.

Sóknaráætlun Austurlands (Austurbrú) veitti styrk tða upphæð kr. 400.000.-

Þess má geta að á næsta ári er 20 ára vígsluafmæli Djúpavogskirkju og vonumst við til að hægt verði að halda upp á afmælið með nýju orgel.

Reikningur orgelsjóðs er:
0169-05-401482
kt. 500169-2499

Sóknarnefnd Djúpavogskirkju

 

17.07.2015

Gæsluvöllur sumarið 2015

Ellefu börn voru skráð á gæsluvöllinn í sumar frá einni og upp í fjórar vikur. Ekki reyndust nægilega margar skráningar seinni tvær vikurnar og því verður gæsluvöllurinn starfræktur 20. – 31. júlí. 

Opið verður frá kl. 10:00-14:00. Börnin þurfa að koma nestuð fyrir daginn en aðstaða verður í leikskólanum til að borða inni ef veður er vont. Vikan kostar kr. 10.000. systkinaaflsáttur er 50%.

Greiðsluseðlar verða sendir út í byrjun júlí.

Sveitarstjóri

16.07.2015

Útboð vegna skólaaksturs 2015-2019

Djúpavogshreppur óskar hér með eftir tilboðum í skólaakstur í sveitarfélaginu frá upphafi skólaárs 2015 til loka skólaárs 2019, sbr. ákvæði í tilboðsgögnum.

Boðin er út akstursleiðin frá  Berufjarðarströnd í Djúpavogsskóla auk annars tilfallandi aksturs.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en kl. 14:00 mánudaginn 24. ágúst 2015, en þá og þar verða tilboð opnuð.
Tilboð, sem berast í pósti, skulu þannig merkt:

Skólaakstur í Djúpavogshreppi 2015 – 2019  TILBOÐ.

Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu sveitarfélagsins frá 17. ágúst 2015.

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna þeim öllum.

Sveitarstjóri

16.07.2015

Markaðsdagur í Sambúð

Laugardaginn 18. júlí verður settur upp markaður í Sambúð.

Markaðurinn hefst kl. 11:00 og stendur fram eftir degi.

Við vonumst til að flestir láti sjá sig og geri góð kaup!
Fyrstur kemur - fyrstur fær.

Athugið:
Öllum er velkomið að vera með bás en hver og einn sér umsig sjálfur. Þeir sem hafa áhuga á að vera með skulu mæta í Sambúð uppúr kl. 10:00 að morgni laugardagsins.

 

 

 

16.07.2015

Sveitarstjórn: Fundargerð 14.07.2015

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

15.07.2015

Bulsudiskó #4: Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar

Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson mun leika í Havarí á Karlsstöðum fimmtudaginn 23. júlí kl. 20:00.

Aðgangseyrir er kr. 2.000.-

Sigríður Thorlacius er ein ástsælasta söngkona landsins en hún kom upphaflega fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Hjaltalín árið 2006. Sveitin sú hefur gefið út þrjár hljóðversplötur auk tónleikaplötu og -myndar sem tekin var upp á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands snemmsumars 2010, ásamt því að hafa samið tónlist fyrir bíómyndir og leikhús. Sigríður og Heiðurspiltarnir hennar gáfu út plötuna Á ljúflingshól haustið 2009, en sú plata inniheldur lög þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Auk eigin verkefna hefur Sigríður sungið með ótal öðrum íslenskum listamönnum. Má þar t.d. nefna Retro Stefson, Baggalút, Björgvin Hallórsson, Memfismafíuna og Megas.

Sigríður lauk burtfararprófi frá jazzdeild FÍH vorið 2008. Kennarar hennar þar voru þau Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Sigurður Flosason. Samfara söngnámi gekk Sigríður í Menntaskólann við Hamrahlíð og söng í kór skólans og síðar Hamrahlíðarkórnum, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, í rúm tíu ár. 

Sigríður hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, árið 2013 og 2010, en þá vann hún verðlaunin sem rödd ársins. Hjaltalín var sama ár verðlaunuð fyrir plötu sína Terminal. 

Sigríði til halds og trausts verður undirleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir bassaleik í hljómsveitinni Hjaltalín en hann hefur spilað með fjölmörgum öðrum listamönnum og hljómsveitum, m.a. Mono Town og Helga Björns.

Það ætti enginn að verða svikinn af þessum tónleikum, en efnisval Sigríðar er jafnan mjög fjölbreytt.

ÓB

 

 

 

15.07.2015

Olga Vocal Ensemble í Djúpavogskirkju

Olga Vocal Ensemble mun halda tónleika í Djúpavogskirkju föstudaginn 24. júlí kl. 20:00. Strákarnir í Olgu héldu tónleika í kirkjunni fyrir tveimur árum síðan og því mikil tilhlökkun í hópnum að endurtaka leikinn enda hljómburður kirkjunnar mjög góður fyrir a cappella söng.

Olga Vocal Ensemble færir gleði og hamingju. Gleði og hamingju, sem Olga vill deila með heiminum. Þessir fimm ungu menn eru tilbúnir til að sigra hvert hjarta með kraftmiklum og fallegum söng ásamt einstakri framkomu. Olga fer nýjar leiðir í að nálgast gamlar hefðir. Með einlægri framkomu sinni sameinar hún eldmóð og kímnigáfu í leikrænni tjáningu sem hentar öllum aldurshópum.

Efnisskrá Olgu hefur vakið athygli fyrir óhefðbundna uppbyggingu, þar sem kraftmikil klassísk tónlist mætir vinsælum dægurlögum – allt frá íslenskum drykkjuvísum frá miðöldum, til angurværra tóna hinna gömlu góðu daga. Hljómurinn sem einkennir Olgu sameinar alla tónlist í eina heild á mjög áhrifaríkan hátt.

Olga leit fyrst dagsins ljós árið 2012 í tónlistarskóla HKU í Utrecht, Hollandi. Hún býr svo sannarlega yfir alþjóðlegum anda en meðlimir hennar eru af hollensku, íslensku og rússnesku bergi brotnu. Þau verk sem hún flytur eru frá fjölmörgum löndum, og eru eins mismunandi og þau eru mörg. Ferill Olgu er sannarlega glæsilegur en hún á nú þegar að baki ótal tónleika á Íslandi sem og erlendis. Frá upphafi hefur hún reglulega farið til Íslands á tónleikaferðalag. Til gamans má geta hefur hún haft það að sið að bjóða Olgum á hefðbundnu tónleika án endurgjalds og mættu í eitt skipti 13 Olgur á tónleika. Það gildir ekki fyrir kvöldverðartónleikana. Olgumenn tóku upp sinn fyrsta geisladisk árið 2014. Þeir hafa setið námskeið hjá Paul Phoenix, sem áður var í The King's Singers, og ættleiddu rauðan ketil sem lukkudýr, en hann gengur undir nafninu Ketill Olguson.

Paul Phoenix (fyrrverandi meðlimur The King's Singers) hafði þetta að segja um Olgu:
“In October 2014 I had the pleasure of spending three days working with Olga Vocal Ensemble at the Utrecht Music Conservatorium. Amongst many ensembles I've coached and worked with around the world, Olga stands out as being an outstanding group, performing to the highest standards and having great potential for the future. I love their style, their humour and spirit, as well as the unique sound which stems from their Icelandic roots and their love of folk music. See them in concert, listen to their recordings and be charmed by their wit!”

Tónleikadagskrá Olgu í sumar:

22. júlí – Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvöllur kl. 20:00
24. júlí – Djúpavogskirkja, Djúpivogur kl. 20:00
26. júlí – Tjarnarborg, Ólafsfjörður kl. 20:00
29. júlí – Háteigskirkja, Reykjavík kl. 20:00
30. júlí – Leikfimihúsið á Hvanneyri kl. 20:00
1. ágúst – Flateyjarkirkja, Flatey á Breiðafirði kl. 18:00
Hér er hægt að nálgast miða á venjulegu tónleikana:
http://midi.is/concerts/1/9035/Good_Ol'_Days

Kvöldverðartónleikar
21. júlí og 27. júlí í Iðnó kl. 18:00
Hér er hægt að nálgast miða:
http://midi.is/tonleikar/1/8962/Olga_Vocal_Ensemble


Heimasíða Olga Vocal Ensemble

Olga á samfélagsmiðlum:


 

14.07.2015

Árétting um bann vegna utanvegaaksturs á Búlandsdal

Í tilefni þess að á síðasta sveitarstjórnarfundi var fjallað um kvartanir og ábendingar sem borist hafa vegna utanvegaaksturs á Búlandsdal er rétt að árétta meginefni bókunar sveitarstjórnar um málið þar sem bannið gildir frá og með morgundeginum, það er þegar hreindýraveiðitímabilið hefst formlega. Sveitarstjórn hefur sömuleiðis þegar sent bókunina á stjórn Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum og starfsmann Umhverfisstofnunar á Austurlandi sem fer með stjórn hreindýraveiða á svæðinu. Áréttað skal að bannið er sett á í góðu samstarfi og samtali við bæði FLH og starfsmann UST. 

meginefni bókunar sveitarstjórnar undir lið 8. á fundi þann 9.júlí síðastliðinn. 

.............. samþykkir sveitarstjórn að allur akstur vélknúinna ökutækja, einnig vegna hreindýraveiða verði bannaður innan við göngubrú sem liggur yfir Búlandsá og uppbyggður vegur liggur að. Þá er áréttað að umferð ökutækja um fólkvanginn á Teigarhorni utan þegar lagðra vega er sömuleiðis með öllu óheimill. Sveitarstjórn er sömuleiðis sammála um að ekki sé hægt að réttlæta umferð ökutækja á umræddu svæði þar sem að nokkuð stórum hluta er um vatnsverndarsvæði sveitarfélagsins að ræða sem liggur beggja vegna Búlandsár á dalnum. Bann þetta skal taka gildi frá og með 15. júlí 2015 - samþykkt samhljóða. 

 

                                                    Sveitarstjórn Djúpavogshrepps

14.07.2015

Bóndavarðan á netinu

Bóndavarðan er staðarblað Djúpavogshrepps og hefur verið gefið út af sveitarfélaginu síðan 2010. Þar á undan var Bóndvarðan gefin út af Grunnskóla Djúpavogs og var fréttablað skólans. 

Við höfum nú sett inn til prufu síðustu útgáfu blaðsins, en það kom út í mars síðastliðnum og var að miklu leyti tileinkað Hammondhátíð Djúpavogs sem fagnaði 10 ára afmæli á árinu.

Meiningin er að gefa blaðið framvegis út á þennan hátt og á pappír fyrir þá sem það kjósa. Hvenær næsta tölublað kemur út er ekki alveg ljóst en búast má við að við setjum eldri tölublöð inn á netið á næstu vikum.

Hægt er að smella hér til að skoða síðasta tölublað, en það ætti einnig að birtast hér að neðan.

ÓB

 

13.07.2015

Bæjarlífið júní 2015

Hann er vægast sagt spikfeitur, bæjarlífspakki júní-mánaðar.

Smellið hér til að skoða hann.

Góða skemmtun.

ÓB

13.07.2015

Djúpavogshreppur auglýsir störf

Djúpavogsskóli – grunnskóli

Íþrótta- og sundkennsla, samtals 18 stundir á viku og smíðakennsla 8 stundir á viku, samtals 100% starf. Æskilegast að viðkomandi geti kennt allt saman en það er þó ekki skilyrði.
Skólaliði um 60% starf, vinnutími 8:00 – 13:00. Aðstoð inni í bekkjum, gæsla o.fl.
Skólaliði um 50% starf, vinnutími 12:00 – 16:00. Aðstoð við skólamötuneyti og gæsla í lengdri viðveru.

Djúpavogsskóli – leikskóli

Deildarstjóri á yngri deild, 100% starf.
Leikskólakennarar, 3 x 100% störf
Stuðningsfulltrúi með fötluðu barni, 100% starf
Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2015 og sendast umsóknir vegna grunn- og leikskóla á skolastjori@djupivogur.is

Djúpavogshreppur / Umf. Neisti

Djúpavogshreppur, í samvinnu við Ungmennafélagið Neista, auglýsir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogsskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:

Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.
Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.

Um er að ræða 100% starf frá og með 15. ágúst.

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum
  • Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1 , 765 Djúpavogi og er umsóknarfrestur til 31. júlí 2015. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri og má senda fyrirspurnir á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is

 

13.07.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 14.07.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14.07.2015

4. aukafundur 2014 – 2018

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps þriðjudaginn 14. júlí 2015. kl. 15:0. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020:
Breytt lega Hringvegar um Berufjarðarbotn – veglína Z.


Djúpavogi 13. júlí 2015
Sveitarstjóri

13.07.2015

Djúpavogshreppur auglýsir störf

Djúpavogsskóli – grunnskóli

Íþrótta- og sundkennsla, samtals 18 stundir á viku og smíðakennsla 8 stundir á viku, samtals 100% starf.  Æskilegast að viðkomandi geti kennt allt saman en það er þó ekki skilyrði.

Skólaliði um 60% starf, vinnutími 8:00 – 13:00.  Aðstoð inni í bekkjum, gæsla o.fl.

Skólaliði um 50% starf, vinnutími 12:00 – 16:00.  Aðstoð við skólamötuneyti og gæsla í lengdri viðveru.

Djúpavogsskóli – leikskóli

Deildarstjóri á yngri deild, 100% starf. 

Leikskólakennarar, 3 x 100% störf

Stuðningsfulltrúi með fötluðu barni, 100% starf

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2015 og sendast umsóknir vegna grunn- og leikskóla á skolastjori@djupivogur.is

Djúpavogshreppur / Umf. Neisti

Djúpavogshreppur, í samvinnu við Ungmennafélagið Neista, auglýsir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.  Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogsskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:

Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.

Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.

Um er að ræða 100% starf frá og með 15. ágúst.

Hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi

Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum

Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum

Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1 , 765 Djúpavogi og er umsóknarfrestur til 31. júlí 2015.   Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri og má senda fyrirspurnir á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is

 

 

Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur

Á morgun, 11. júlí, kl. 15:00, opnar alþjóðlega myndlistarsýningin Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur í Bræðslunni á Djúpavogi.

 

Djúpavogshreppur og Kínversk-evrópska menningarmiðstöðin bjóða alla íbúa Djúpavogshrepps innilega velkomna á opnunina. Viðstaddir verða Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi.

 

Eftirtaldir listamenn taka þátt í Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur:

Árni Páll Jóhannsson / Aernout Mik / Bård Breivik / Bjørn Nørgaard / Finnbogi Pétursson /

Guido van der Werve / Hekla Dögg Jónsdóttir / Hrafnkell Sigurðsson / Josie Jenkins / Kan Xuan / Kristján Guðmundsson / Libin Chen / Marike Schuurman / Marjan Laaper / Ólöf Nordal / 

Ragnar Kjartansson / Rúna Þorkelsdóttir / Sarah Mei Herman / Scarlett Hooft Graafland /
Sigurður Guðmundsson / Stevens Vaughn / Þór Vigfússon / Tim Chen Chuanxi / Voebe de Gruyter / Zhang Ya / Zhifei Yang

 

Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar í Xiamen, Kína.

 

10.07.2015

Sveitarstjórn: Fundargerð 09.07.2015

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

10.07.2015

Íslandsstofa á Austurlandi - Þjónusta við fyrirtæki í útflutningi

Björn H. Reynisson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, verður staddur á Austurlandi 3.-4. september nk.

Hann býður upp á viðtöl við fyrirtæki í útflutningi og aðra sem hyggja á útflutning á vöru eða þjónustu. Hér gefst tækifæri til að ræða hugmyndir, spyrja spurninga um útflutning og fá upplýsingar um þjónustu Íslandsstofu á þessu sviði.

Skráningarfrestur er til 26. ágúst.

Skráning og nánari upplýsingar hjá:
Katrín Reynisdóttir, verkefnastjóri - katrin@austurbru.is • 470 3870 • 853 7765

ÓB

 

 

 

Lógó Íslandsstofu

10.07.2015

Svavar Knútur með tónleika í Löngubúð

Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur tónleika í Löngubúð næsta sunnudag, 12. júlí kl. 16. Svavar Knútur hefur undanfarin ár getið sér gott orð sem söngvaskáld og farandsöngvari og ferðast víða með tónlist sína. Plötur hans Kvöldvaka, Amma og Ölduslóð hafa hlotið góðar viðtökur og vinnur hann nú að næstu plötu, sem ber vinnuheitið Brot. 

Svavar á ættir að rekja í Álftafjörðinn og hefur alltaf átt ríkar taugar til Djúpavogs og sótt í að leika þar. Það er honum því mikil ánægja að gera stutt stopp í þessu fallega bæjarfélagi til að halda tónleika.

Svavar mun leika blöndu af lögum sínum á tónleikunum og vonast til að sjá sem flesta.

Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana og er ókeypis fyrir börn. Annars er aðgangseyrir 1.500 kr.

Viðburðurinn á Facebook.

ÓB

 

 

 

 

10.07.2015

Námskeið í valdeflandi kennslufræði

Námskeið í valdeflandi kennslufræði fer fram í Verkmennatskóla Austurlands dagana 10. til 14. ágúst. Um hagnýta þjálfun er að ræða í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt fyrir kennara og nemendur. Námskeiðið er haldið á vegum Innoent Education á Íslandi í samvinnu við Fab Lab Austurland og Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar. Nánari upplýsingar og skráning er á lilja@austurbru.is.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir tvö svæði á Teigarhorni

Umhverfisstofnun hefur í samstarfi við stjórn fólkvangsins Teigarhorns unnið að gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir fólkvanginn Teigarhorn og náttúruvættið geislasteina í landi Teigarhorns í Djúpavogshreppi. Tillaga að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir svæðin tvö er hér með lögð fram til kynningar.

Hluti jarðarinnar Teigarhorns var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975. Friðlýsingin var endurskoðuð árið 2013 með auglýsingu um friðlýsingu geislasteina í landi Teigarhorns. Sama ár var einnig undirrituð friðlýsing fólkvangsins Teigarhorns í Djúpavogshreppi, en fólkvangurinn nær yfir alla jörðina Teigarhorn.

Markmiðið með friðlýsingu geislasteina í landi Teigarhorns er að varðveita og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins, einkum m.t.t. þeirra jarðlaga sem eru rík af geislasteinum. Enn fremur er það markmið friðlýsingarinnar að tryggja möguleika á rannsóknum á jarðmyndunum svæðisins, sérstaklega geislasteinum.

Markmiðið með friðlýsingu jarðarinnar Teigarhorns sem fólkvangs er að tryggja útivistarsvæði í fögru umhverfi þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast sérstakri náttúru svæðisins og sögu jarðarinnar Teigarhorns, en auk þeirra náttúruminja sem finnast á svæðinu eru þar einnig merkar menningarminjar.

Markmiðið með gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir svæðin tvö er að leggja fram stefnu um verndun svæðanna og hvernig viðhalda skuli verndargildi þeirra þannig að sem mest sátt ríki um. Sérstaða svæðisins er mikil og með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins.

Frestur til að skila athugasemdum er til fimmtudagsins 13. ágúst 2015. Hægt er að skila inn athugasemdum eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, umhverfisstofnun@umhverfisstofnun.is.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Vésteinsdóttir, hildurv@umhverfisstofnun.is, eða í síma 591-2000.

Til að skoða stjórnar- og verndunaráætlunina, smellið hér.

Fréttatilkynning af UST.is

 

09.07.2015

Friðarhlaupið í Djúpavogshreppi

Friðarhlaupið kom við á Djúpavogi mánudaginn 6. júlí sl., á leið sinni hringinn í kringum Ísland.

Meðlimir í Neista hittu friðarhlauparana við afleggjarann inn að Djúpavogi og hlupu með þeim síðasta spölinn inn í þorpið og að friðartrénu sem sveitarfélagið gróðursetti í hittífyrra fyrir utan íþróttamiðstöðina.

Ljósmyndir: Jóhanna Reykjalín

 

 

 

 

 

 

 

Um Friðarhlaupið

Friðarhlaupið – Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run 2015


Dagana 1.-24. júlí fer fram Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið um allt Ísland, en þá mun 12 manna alþjóðlegur hópur hlaupara hlaupa á milli byggða með logandi Friðarkyndilinn. Öllum gefst færi á að taka þátt, en sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna. Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins. Friðarhlaupið hófst árið 1987 með þátttöku rúmlega 40 landa og var haldið annað hvert ár fram undir árþúsundamótin 2000, en síðustu árin hefur hlaupið verið haldið árlega.  Rúmlega 140 lönd hafa tekið þátt frá upphafi og flest löndin taka þátt árlega.
Friðarhlaupið er skipulagt af sjálfboðaliðum, en talsmaður Friðarhlaupsins er Carl Lewis, nífaldur ólympíugullverðlaunahafi.  Meðal 
annarra sem stutt hafa hlaupið má nefna Nelson Mandela, Mikhail Gorbachev, Móður Teresu og Desmond Tutu.
Ísland hefur tekið þátt frá upphafi.  Árið 1987 settu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri hlaupið. Mörgum er það í fersku minni þegar Sri Chinmoy, stofnandi Friðarhlaupsins, lyfti Steingrími Hermannssyni, sem hélt á Friðarkyndlinum, en það var í opnunarathöfn íslenska hlaupsins árið 1989. Meðal íslenskra stuðningsmanna hlaupsins má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, sem var verndari hlaupsins í forsetatíð sinni, Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra og forseta Alþingis, Stefán Karl Stefánsson skemmtikraftur og mannvinur og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri.

08.07.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 09.07.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 09.07.2015
14. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. júlí 2015 kl. 15:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
2. Fundargerðir

a) Stjórn Brunavarna á Austurlandi, dags 15. júní 2015.
b) Almannavarnanefnd Múlaþings, dags 15. júní 2015.
c) Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23. júní 2015.
d) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 24. júní 2015.
e) Félagsmálanefnd, dags. 25. júní 2015.
f) Hafnarnefnd, dags. 30. júní.

3. Erindi og bréf

a) Eðvald Smári Ragnarsson og Hólmfríður Haukdal, ósk um rétt til að kaupa Hammersminni 2b, dags. 11. júní 2015.
b) Lárus Einarsson, kaup á stáltönkum við bræðsluhúsið í Gleðivík, dags. 21. júní 2015.
c) Þjóðskrá Íslands, Fasteignamat 2016, dags. 24. júní.
d) Byggðastofnun, umsókn um þátttöku í verkefninu „Brothættar byggðir“, dags. 26. júní
e) Verkefnisstjóri sveitarstjórnarmála, tilnefningar til Menningarverðlauna SSA, dags. 26. júní 2015.
f) Félagsmálanefnd, Átak í meðferð heimilisofbeldismála, dags. 29. júní.

4. Kjör fulltrúa sveitarfélagsins
5. Lögreglusamþykkt
6. Sóknaráætlun Austurlands 2015-2019
7. Aðalfundur SSA 2.-3. október á Djúpavogi
8. Búlandsdalur – Hreindýraveiði
9. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2015
10. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 6. júlí 2015;
sveitarstjóri

06.07.2015

Friðarhlaupið í Djúpavogshreppi

Friðarhlaupið kemur við á Djúpavogi í dag, 6. júlí, á leið sinni hringinn í kringum Ísland.

Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að slást í för með friðarhlaupurunum.

Gert er ráð fyrir því að hittast við upplýsingaskiltin um Djúpavog (fremst við afleggjarann að þorpinu) kl. 15:00 og hlaupa með friðarhlaupurunum síðasta spölinn inn í þorpið og að friðartrénu sem sveitarfélagið gróðursetti í hittífyrra fyrir utan íþróttamiðstöðina.

Neisti

 

 

Um Friðarhlaupið

Friðarhlaupið – Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run 2015


Dagana 1.-24. júlí fer fram Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið um allt Ísland, en þá mun 12 manna alþjóðlegur hópur hlaupara hlaupa á milli byggða með logandi Friðarkyndilinn. Öllum gefst færi á að taka þátt, en sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna. Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins. Friðarhlaupið hófst árið 1987 með þátttöku rúmlega 40 landa og var haldið annað hvert ár fram undir árþúsundamótin 2000, en síðustu árin hefur hlaupið verið haldið árlega.  Rúmlega 140 lönd hafa tekið þátt frá upphafi og flest löndin taka þátt árlega.
Friðarhlaupið er skipulagt af sjálfboðaliðum, en talsmaður Friðarhlaupsins er Carl Lewis, nífaldur ólympíugullverðlaunahafi.  Meðal 
annarra sem stutt hafa hlaupið má nefna Nelson Mandela, Mikhail Gorbachev, Móður Teresu og Desmond Tutu.
Ísland hefur tekið þátt frá upphafi.  Árið 1987 settu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri hlaupið. Mörgum er það í fersku minni þegar Sri Chinmoy, stofnandi Friðarhlaupsins, lyfti Steingrími Hermannssyni, sem hélt á Friðarkyndlinum, en það var í opnunarathöfn íslenska hlaupsins árið 1989. Meðal íslenskra stuðningsmanna hlaupsins má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, sem var verndari hlaupsins í forsetatíð sinni, Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra og forseta Alþingis, Stefán Karl Stefánsson skemmtikraftur og mannvinur og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri.

06.07.2015

Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð, laus til umsóknar

Djúpavogshreppir auglýsir íbúðina í Borgarlandi 20b lausa til umsóknar.

Íbúðin er 3ja herbergja, 88 fermetrar.

Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, föstudaginn 17. júlí 2015.

Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Eyðublöð fást einnig hér á heimasíðu Djúpavogshrepps.

Sveitarstjóri

06.07.2015