Djúpivogur
A A

Fréttir

Hótel Framtíð er framúrskarandi fyrirtæki 2014

Þriðja árið í röð er Hótel Framtíð á Djúpavogi í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. 

Af tæplega 34.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 577 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

  • Hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

Hótel Framtíð er meðal 1.7% fyrirtækja á Íslandi sem standast ofangreindar kröfur.

Vel gert Þórir og Guðrún Anna - innilegar hamingjuóskir!

ÓB

 

16.03.2015

17. mars í Djúpinu

 Vinnustofa í Djúpinu á morgun: mótun hugmynda, verkefnateymi, tengslanet og umsóknir um styrki.

 Lára Vilbergsdóttir kemur til okkar frá Austurbrú.

 

Vinnustofan er milli kl. 16 og 17:00

Lára Vilbergsdóttir er með viðveru milli kl. 17:00 og 18:00

 ED

 

 

 

 

 

 

16.03.2015

Húsakönnunin til sölu

Vegna talsverðar eftirspurnar hafa verið prentuð fleiri eintök af Húsakönnun í Djúpavogshreppi sem gefin var út fyrir skemmstu. Húsakönnunin er unnin af Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur alls 126 síður. Húsakönnunin er fyrsta útgáfa af glæsilegi úttekt á eldri og merkari húsakosti í sveitarfélaginu bæði í þéttbýli og dreifbýli og er hún fallega myndskreytt með ítarlegum upplýsingum um okkar merkustu hús á svæðinu. Verkefnið var gefið út með góðum stuðningi Minjastofnunar sem ber að þakka sérstaklega.

Húsakönninun er fáanleg á skrifstofu Djúpavogshrepps og kostar eintakið kr. 15.000,-

 

 

 

 

 

 


 Sýnishorn úr húsakönnun

 

Sýnishorn 2 úr Húsakönnun

13.03.2015

Auglýsingar og greinar í Bóndavörðuna

Næsta Bóndavarða kemur út í lok mars og verður að stórum hluta tileinkuð 10. Hammondhátíðinni.

 

Búið er að hafa samband við ýmsa aðila og félagasamtök um að skrifa fyrir blaðið, en ef einhver lumar á efni sem hann/hún vill láta birta er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við Erlu Dóru, ferða- og menningarmálafulltrúa.

 

Fyrir þá sem vilja auglýsa í Bóndavörðunni þá er gjaldskráin fyrir auglýsingar eftirfarandi:

Heilsíða: 10.000 kr

Hálf síða: 5.000 kr

Einn fjórði: 2.500 kr

 

Skila þarf inn auglýsingum og greinum fyrir mánudaginn næstkomandi, 16. mars á erla@djupivogur.is

ED

13.03.2015

Fundargerðir annarra nefnda

Nú er búið að setja inn á vefinn allar fundargerðir nefnda Djúpavogshrepps ársins 2015.

Hægt er að nálgast þær með því að smella hér.

ÓB

13.03.2015

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.03.2015

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

13.03.2015

Baggi ehf. er sigurvegari spurningakeppni Neista 2015

Úrslitakvöld spurningakeppni Neista fór fram laugardaginn 3. mars síðastliðinn. Þar áður höfðu verið háðar hatrömm einvígi um sæti í úrslitum á þremur undanúrslitakvöldum. Þegar upp var staðið voru það Kvenfélagið Vaka, Baggi ehf., Langabúð og Grafít sem kom inn sem stigahæsta tapliðið.

Í fyrri umferð mætti Langabúð liðið Bagga og Grafít mætti Kvenfélaginu. Til úrslita kepptu svo Grafít og Baggi ehf. þar sem Bragðavallabræðurnir höfðu að lokum sigur og eru því sigurvegarar spurningkeppni Neista 2015.

Til hamingju Baggi ehf!

Við birtum hér saman í safni myndir frá 2., 3. og 4. kvöldi keppninnar.

ÓB

13.03.2015

Félagsvist í Löngubúð

Næstu þrjá föstudaga ætlum við að spila vist í Löngubúð.

Föstudaginn 13. mars
Föstudaginn 20. mars
Föstudaginn 27. mars

Byrjað verður að spila 20:30 öll kvöld. Allir velkomnir.

Félag eldri borgara

12.03.2015

Fundur í Djúpinu

Minnt er á fundinn sem haldinn verður í Djúpinu á morgun, 11. mars.

ED

 

 

 

 

 

 

 

 

10.03.2015

Utandagskrár dagskrá Hammondhátíðar

Fundur um utandagskrár dagskrá Hammondhátíðar verður haldinn í dag kl. 17:00 í Geysi.

Fundurinn er opinn og allir innilega velkomnir. 

Gerum þetta að enn eftirminnilegri Hammondhátíð!

ED

10.03.2015

Sveitarstjórn: Fundarboð 12.03.2015

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 12.03.2015
10. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 16:30.
Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 28. nóvember 2014.
b) Starfsendurhæfing Austurlands, dags. 30. janúar 2015.
c) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. janúar 2015.
d) Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 11. febrúar 2015.
e) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 11. febrúar 2015
f) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 12. febrúar 2015.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 13. febrúar 2015.
h) Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 23. febrúar 2015
i) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2015.
j) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags. 2. mars 2015
k) Fræðslu- og tómstundanefnd, dags. 4. mars 2015
l) Starfshópur um úttekt á Djúpavogsskóla, dags 10. mars 2015
m) Skipulags-, framkvæmda og umhverfisnefnd, dags. 11. mars.

2. Erindi og bréf

a) Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, styrkbeiðni, dags. 11. febrúar 2015.
b) Hildur Björk Þorsteinsdóttir, styrkbeiðni, dags. 15. febrúar 2015.
c) Austurbrú, fréttabréf janúar og febrúar, dags. 17. febrúar 2015
d) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, framlag til Teigarhorns, dags. 20. febrúar
2015.
e) Skipulagsstofnun, Lýsing fyrir tillögu að deiliskipulagi Teigarhorns dags. 25.
febrúar 2015.
f) Vinnumálastofnun, virkjum hæfileikana, dags. 25. febrúar 2015.
g) Skotmannafélag Djúpavogs, ósk um landsvæði fyrir starfsemi félagsins dags. 25.
febrúar 2015.
h) Innanríkisráðuneytið, staðfesting á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa Djúpavogshreppi
dags. 26. febrúar 2015.
i) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, umsögn um breytingu á Aðalskipulagi
Djúpavogshrepps 2008-2020 og breytta notkun á jörðinni Teigarhorn og
deiliskipulagi fyrir Teigarhorn dags. 3. mars 2015.
j) Skógrækt ríkisins, breytt landnotkun á Teigarhorni samanber tillögu að
deiliskipulagi dags. 3. mars 2015.
k) Minjastofnun Íslands, Teigarhorn – umsögn um breytingu á aðalskipulagi og um
lýsingu á deiliskipulagi dags. 6. mars 2015.

3. Félagsþjónustan
4. Starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi
5. Skólaskrifstofa Austurlands
6. Menningarráð Austurlands
7. Gjaldskrá vegna fráveitugjalds
8. Cittaslow
9. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi 9. mars 2015
Sveitarstjóri

10.03.2015

Mars og apríl í Djúpinu

Hér að neðan má sjá dagskrána í Djúpinu næstu vikur. Endilega kynnið ykkur hana.

ED

 

 

 

 

 

 

 

 

09.03.2015

Myndasýning í Tryggvabúð

� morgun m�nudag kl 17:00 ver�ur fimmta myndas�ningin fr� �ram�tum � Tryggvab�� �ar sem �eir Andr�s og �lafur halda �fram a� varpa upp g�mlum myndum �r hreppnum og eins og ��ur er �ess v�nst a� gestir taki virkan ��tt a� hj�lpa til me� a� greina einstakar myndir. ��A� �essu sinni ver�a flestar myndir s�ndar �r �lftafir�i og af Berufjar�arstr�nd.�

� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � Allir velkomnir

L�tum eina g��a fylgja h�r me� sem ver�ur me�al mynda � s�ningunni � morgun.

v

�Vi� Sk�la � Berufjar�arstr�nd�

08.03.2015

Úrslitakvöld hjá Neista

Eftir hrikalega spennandi og skemmtileg undanúrslitakvöld er komið að  ÚRSLITAKVÖLDI í spurningakeppni Neista. Keppni hefst stundvíslega kl 20:00 laugardaginn 7. mars á Hótel Framtíð. Líkt og önnur kvöld kostar 500kr inn á spurningakeppnina óháð aldri og minnum við á að 12 ára og yngri eiga að vera í fylgd með ábyrgum aðila. Hvetjum alla til að koma og hafa gaman, styrkja gott málefni og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Tilboð á pizzum frá kl 18:00-19:30.
Liðin sem keppa eru sem hér segir:

Langabúð vs. Baggi
Kvenfélagið vs. Grafít

Þetta verður hörku stuð og augljóst að bikarinn góði fer í nýjar hendur.
Fiskmarkaðurinn er heima þessa stundina að fægja og pússa, með sorg í hjarta og tár á hvarmi yfir tapinu í undanúrslitunum.

06.03.2015

Karlsstaðahjónunum færð gjöf frá sveitarfélaginu

Það hefur vísast ekki farið framhjá neinum að það er mikið líf í kringum Karlsstaðahjónin, Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson. Þau standa í miklum framkvæmdum á Karlsstöðum, en þar rís nú snakkverksmiðja og Havarí gistiheimili er að verða klárt. Ekki hefur verið minna um að vera á tónlistarsviðinu en þau eru eins og flestir vita meðlimir í Prins Póló.

Eins og við greindum frá fyrir skemmstu voru íslensku tónlistarverðlaunin veitt nú á dögunum. Óhætt er að segja að Prins Póló hafi komið, séð og sigrað á hátíðinni. Besta plata ársins og lagahöfundur ársins.

Af þessu tilefni heimsóttu sveitarstjóri, meninngarmálafulltrúi og hirðljósmyndari Djúpavogshrepps þau hjón heim að Karlsstöðum og færðu þeim smá gjöf, forláta lómsegg eftir Sigurð Guðmundsson, með hamingjuóskum frá sveitarfélaginu.

Í lokin má geta þess að nú standa þau hjónin fyrir fjáröflun vegna snakkverskmiðjunnar á vefsíðunni Karolina Fund. Þegar þessi orð eru rituð þá hafa safnast 27% af takmarkinu sem þau setja inni á síðunni. Enn eru 30 dagar til stefnu og það verður spennandi að sjá hvort þau muni ná takmarkinu.

Til hamingju með íslensku tónlistarverðlaunin Svavar og Berglind - til hamingju með þetta allt!

Hér að neðan eru myndir frá heimsókninni.

ÓB

 


Karlsstaðabóndinn gaf sér smá tíma frá önnum dagsins til að ræða við útsendara sveitarfélagsins en hér er verið að stækka heimtaugina svo hægt verði að stinga snakkofninum í samband.


Svavar Pétur ræðir við Erlu Dóru Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúa og Gauta Jóhannesson, sveitarstjóra á hlaðinu á Karlsstöðum.


Í eldhúsinu á Karlsstöðum.


Einn - tveir og OPNA!


Þú voru yfir sig hrifin af lómsegginu hjónin.


Karlsstaðabændur kvaddir.


Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson

06.03.2015

Djúpavogshreppur fyrstur með Endurvinnslukortið

Segja má að Djúpavogshreppur hafi á mörgum sviðum tekið forystu meðal sveitarfélaga er varðar sýn á umhverfis- og náttúrutengd málefni og í því teljum við margháttuð tækifæri leynst til framtíðar litið. Cittaslow verkefnið sem sveitarfélagið er nú innleiða af fullum krafti um þessar mundir fellur mjög vel að umhverfisstefnu sveitarfélagsins og allt snýst þetta nú á endanum um að hlúa að því sem fyrir er og um leið bæta samfélagið okkar og ímynd sveitarfélagsins.
Eitt af þeim verkefnum sem fulltrúar sveitarfélagsins hafa verið að vinna að á síðustu mánuðum og vikum er að koma upp skilvirkum og upplýsandi vef í samstarfi við fyrirtækið nattura.is en þar er hægt að sjá margvíslegt og fræðandi efni er varðar umhverfismál.

Það sem ber þó hæst í samstarfi sveitarfélagsins við natturu.is eins og nýverið hefur verið kynnt eru mjög ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar til íbúa og gesta á vefnum Endurvinnslukortið sem er áberandi linkur á heimasíðu okkar en þar eru upplýsingar um allt á einum stað (sjá nánar á vef ) þar sem íbúar og gestir geta leitað upplýsina um allt er varðar flokkun og endurvinnslu, sorphirðu, staðsetningu móttökustaða, úrgangsmál almennt og fl.    

Hér má sjá síðan sjá meðfylgjandi frétt á heimasíðu nattura.is þar sem vakin er sérstök athygli á að Djúpavogshreppur er fyrst sveitarfélaga til að skrifa undir samning við fyrirtækið sjá nánar smella hér.  Við getum því verið bæði ánægð og stolt að hafa riðið á vaðið og hafa tekið forystu í þessum efnum.

Það hefur verið mat sveitarfélagsins að það sé árangursvænlegast að innleiða þennan málaflokk hægt og bítandi, leyfa honum að þróast aðeins og ekki taka of skref í einu og því höfum við fyrst og fremst verið að einbeita okkur til þessa að ná árangri með flokkun og endurvinnslu og staðreyndin er að langstærstur hluti íbúa stendur sig orðið mjög vel í þessum efnum og er það þakkarvert.

Næstu skref sem byrjað er að vinna að og er til umfjöllunar hjá Umhverfisnefnd Djúpavogshrepps er moltugerð og plastpokalaust sveitarfélag. Þessum verkefnum ætlar umhverfisnefnd sveitarfélagsins að vinna að á næstu vikum og mánuðum og leita bestu leiða í sátt við íbúana.  Það er von undirritaðs að þið góðir íbúar gefið ykkur smá tíma til að kynna ykkur þær nytsömu upplýsingarnar sem Endurvinnslukortið hefur að geyma samfélaginu til heilla.

                                                                                                   

                                                                           Form. Umhverfisn. DPV. 
                                                                             Andrés Skúlason 

 

 

 

Skrifað undir samning við nattúra.is  Guðrún Tryggvadóttir og Andrés Skúlason oddviti Djúpavogshrepps

 

 

 

06.03.2015

Miðasala á Hammondhátíð 2015

Miðasala á Hammondhátíð 2015 hófst í gær á miði.is.

Því miður var ekki hægt að hefja miðasölu á Hótel Framtíð í gær eins og hafði verið auglýst, en hún mun hefjast þar mánudaginn 9. mars.

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru í skýjunum með hvernig salan hefur farið af stað og segja hana mun betri en nokkurn tímann áður. Einungis eru heildarpassar í boði til að byrja með, en sala á staka viðburði mun hefjast í næstu viku.

Eins og áður sagði fer miðasala fram á miði.is.

Hér neðst má sjá dagskrá hátíðarinnar en hér að neðan eru hér ýmsir tenglar tengdir hátíðinni.

Heimasíða Hammondhátíðar
Facebooksíða Hammondhátíðar
Viðburðurinn á Facebook
Miðasala á Miði.is

EDV

 

06.03.2015

Æskulýðsguðsþjónusta og messukaffi fermingarbarna í Djúpavogskirkju

Æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 8.mars kl. 14.00

Fermingarbörn og börn í TTT starfinu taka þátt í guðsþjónustunni ásamt nemendum Tónskólans.

Fermingarbörnin og foreldrar bjóða kirkjugestum kaffi og kökur, sem þau undirbúa, baka og leggja á borð.

Hvet fólk til að koma til kirkju og gleðja fermingarbörnin með því að þiggja veislu þeirra eftir guðsþjónustu.

                                       Sóknarprestur

06.03.2015

Utandagskrár-dagskrá Hammondhátíðar

Nú fer að líða að tíundu Hammondhátíð Djúpavogs með sinni stórglæsilegu dagskrá.

 

 

...en dagskrá Hammondhátíðar er aðallega á kvöldin. Hér með er kallað til fundar til að skipuleggja utandagskrár-dagskrá Hammondhátíðar (off venue viðburði), þ.e. aðra viðburði en þá sem hátíðarskipuleggjendur standa fyrir. Hátíðin nær auðvitað yfir fjóra daga og það væri gaman að hafa sem flest skemmtilegt í gangi allan þann tíma, og lang best ef ekkert (eða sem fæst) stangast á.

Bóndavarðan mun koma út í lok mars/byrjun apríl og vera að stórum hluta tileinkuð 10 ára afmæli hammondhátíðarinnar. Þar væri gaman að birta, auk dagskrá Hammondhátíðar, utandagskrár-dagskrá hátíðarinnar, en þá verður hún að vera tilbúin í síðasta lagi fyrir 20. mars. Þess vegna liggur á að hefjast handa við skipulagningu.

Viðburðirnir þurfa alls ekki að vera bundnir við Djúpavog, heldur væri skemmtilegt að dreifa þeim um allt sveitarfélagið. Uppi eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir um viðburði, s.s. gönguferðir, leiki í sundlauginni eða jafnvel einhvers konar tónleika, heimboð á sveitabæi, upplestra…. Því fjölbreyttari dagskrá, því betra, og þá ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Fundur til að skipuleggja utandagskrár-dagskrána, fara í hugmyndavinnu og önnur skemmtilegheit verður haldinn:

Í Geysi

Þriðjudaginn 10. mars

Kl. 17:00

Allir eru velkomnir á fundinn - ungir sem aldnir, fyrirtæki jafnt sem einstaklingar.

 

Ef einhver kemst ekki á fundinn, en vill taka þátt eða ef einhver er með frábærar hugmyndir sem sá hinn sami getur/vill ekki framkvæmt sjálfur, en vill koma á framfæri, þá endilega hafið samband við Erlu Dóru Vogler (s. 478-8228, erla@djupivogur.is), ferða- og menningarmálafulltrúa.

 

Eigum saman gleðilega Hammondhátíð!

ED

05.03.2015

Utandagskrár-dagskrá Hammondhátíðar

Senn líður að tíundu Hammondhátíð Djúpavogs með sinni stórglæsilegu dagskrá.

 

Hér með er kallað til fundar til að skipuleggja utandagskrár-dagskrá Hammondhátíðar (off venue viðburði), þ.e. aðra viðburði en þá sem hátíðarskipuleggjendur standa fyrir. Hátíðin nær auðvitað yfir fjóra daga og það væri gaman að hafa sem flest skemmtilegt í gangi allan þann tíma, og lang best ef ekkert (eða sem fæst) stangast á.

Bóndavarðan mun koma út í lok mars/byrjun apríl og vera að stórum hluta tileinkuð 10 ára afmæli hammondhátíðarinnar. Þar væri gaman að birta, auk dagskrá Hammondhátíðar, utandagskrár-dagskrá hátíðarinnar, en þá verður hún að vera tilbúin í síðasta lagi fyrir 20. mars. Þess vegna liggur á að hefjast handa við skipulagningu.

Viðburðirnir þurfa alls ekki að vera bundnir við Djúpavog, heldur væri skemmtilegt að dreifa þeim um allt sveitarfélagið. Uppi eru ýmsar skemmtilegar hugmyndir um viðburði, s.s. gönguferðir, leiki í sundlauginni eða jafnvel einhvers konar tónleika, heimboð á sveitabæi, upplestra… Því fjölbreyttari dagskrá, því betra. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Fundur til að skipuleggja utandagskrár-dagskrána, fara í hugmyndavinnu og önnur skemmtilegheit verður haldinn:

Í Geysi

Þriðjudaginn 10. mars

Kl. 17:00

Allir eru velkomnir á fundinn - ungir sem aldnir, fyrirtæki jafnt sem einstaklingar.

 

Ef einhver kemst ekki á fundinn, en vill taka þátt eða ef einhver er með frábærar hugmyndir sem sá hinn sami getur/vill ekki framkvæmt sjálfur, en vill koma á framfæri, þá endilega hafið samband við Erlu Dóru Vogler (s. 478-8228, erla@djupivogur.is), ferða- og menningarmálafulltrúa.

 

Eigum saman gleðilega Hammondhátíð!

ED

05.03.2015

Heimili og skóli í heimsókn

Á morgun, fimmtudaginn 5. mars verða fulltrúar frá Heimili og skóla og SAFT með foreldrakynningu í grunnskólanum.  Hún hefst klukkan 18:00 og tekur um eina klukkustund.  

Yfirskriftin er:  Börn - snjalltæki - samfélagsmiðlar: Í erindinu er farið yfir notkun barna og unglinga á netinu. Fjallað um helstu samfélagsmiðla sem börn og ungmenni eru að nota í dag og hvað þau gera á þeim, miðla eins og Facebook, Snapchat, Instagram, Ask.Fm og fleiri.  Einnig er fjallað um neteinelti, myndbirtingar og ofnotkun svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar gegna lykilhlutverki hvað þetta varðar og fá góð ráð um rafrænt uppeldi.

Skólinn greiðir fyrir þetta erindi þannig að kostnaður foreldra er enginn.  Á föstudagsmorguninn verður einnig fræðsla fyrir 5.-7. bekk annars vegar og síðan 8.-10. bekk hins vegar.

Ég hvet ykkur öll til að mæta því það er mikilvægt að við foreldrar séum ábyrg þegar kemur að þessum málum og hjálpum börnum okkar að umgangast þessi tæki með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum að leiðarljósi.

Skólastjóri

Kristín Sigfinnsdóttir - hugleiðingar um Hans Jónatan

Eins og flestir vita kom bókin Hans Jónatan - maðurinn sem stal sjálfum sér eftir Gísla Pálsson út í haust. Vel lukkað útgáfuhóf var haldið í Löngubúð, þar sem margir, sumir hverjir afkomendur Hans Jónatans, kváðu sér hljóðs og fluttu erindi.

Einn þessara afkomenda er Kristín Vilhelmína Sigfinnsdóttir, búsett í Sjólyst á Djúpavogi, Hún flutti mjög skemmtilegar hugleiðingar um þennan merkilega forföður sinn sem vöktu mikla lukku viðstaddra.

Þó nokkrir hafa komið að máli við Kristínu og beðið um að fá afrit af hugleiðingunum. Kristín vildi endilega nýta sér tæknina til þess og því birtum við hugleiðingarnar hér á heimasíðunni með kærri þökk fyrir til Kristínar.

Við höfum komið efninu fyrir í veftrénu hér til vinstri, undir Innsent efni.

Einnig er hægt að skoða hugleiðingarnar beint með því að smella hér. Athugið að einnig er í boði að sækja þær í .pdf skjali.

ÓB 

04.03.2015

Fréttir af erninum

Í vikunni var birt frétt á fésbókarsíðu birds.is um haförn sem sótti nýverið heim Gunnar, bónda á Krossi í Berufirði.

Nú hafa aðrar fréttastofur sýnt fréttinni áhuga og birt efni þar um (sjá slóðir hér að neðan).

Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofa Austurlands hafa einnig sýnt erninum áhuga. Nú eru Skarphéðinn Þórisson og Andrés Skúlason m.a. að taka saman örnefni er tengjast örnum í sveitarfélaginu og heimildum tengdum þeim, en það voru býsna mörg arnaróðöl hér um slóðir áður fyrr.

ED

 

http://www.visir.is/kom-ad-haferni-a-flogri-inni-i-fjarhusi/article/2015703049895

 

 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/03/haforn_flaug_inn_i_fjarhus/

04.03.2015

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 6. mars kl. 14:00 í Tryggvabúð, félagsaðstöðu eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

04.03.2015

Endurvinnslukortið

Nýr linkur/flipi er komin í loftið hér á aðalsíðu Djúpavogshrepps sjá hér vinstra megin á síðunni merkt "Endurvinnslukortið"

Nýverið skrifaði Djúpavogshreppur fyrst sveitarfélaga í landinu undir samning við fyrirtækið Náttúra.is um þjónustuvef sem kallast endurvinnslukortið en mörg sveitarfélög hafa fylgt  í kjölfarið og þegar hafið innleiðingu á þessari þjónustu við íbúa sem og ferðamenn.  Í stuttu máli má segja að hér sé um að ræða miðlægan gagnagrunn þar sem íbúar og gestir geta á einfaldan hátt fengið ítarlegar upplýsingar um hvernig standa skal að endurvinnslu og skilum á hinum ýmsu efnum svo og hvernig þjónustu er almennt háttað á hverju svæði, sjá nánar hér.  Á aðalsíðu endurvinnslukortsins er m.a. hægt að stækka upp loftmynd þar sem hægt er að sjá nánari staðsetningu þeirra staða þar sem skila á viðkomandi efnum og svo þegar skrollað er niður á aðalsíðunni þá er hægt að sjá nánari lýsingu á hverjum stað fyrir sig með því að smella á nöfnin, sbr. Safnstöð Djúpavogs - garðaúrgangs- og jarðvegstippur - gámastöð við Háaura og endurvinnslan.

Þá eru flipar með fenúrmerkjum undir hverjum stað og ef smellt er á þá geta menn séð ítarupplýsingar og hverju á að skila á hvaða stað.  Ef smellt er t.d. á nafnið Safnstöð Djúpavogs eru þar upplýsingar um opunartíma og aðra þjónustu sem er í boði og hið sama á við um hina móttökustaðina.  Vefur þessi mun taka breytingum eftir því sem við á og í hvert sinn sem við kunnum að þurfa að breyta eða bæta umhverfi okkar í þessum efnum verður vefurinn lagaður að því og uppfærður.

Þá er þess að geta að hægt er að ná í sérstakt app í þessum efnum til að auðvelda leit sjá hér og svo hér. Þetta er líka gert fyrir þá sem eru á ferðalögum og vilja finna viðkomandi móttökustaði hvar sem er á landinu. En aðeins þau sveitarfélög sem eiga aðild að verkefninu er þar að finna.  

Fram til þessa hafa verið afar takmarkaðar upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins um flokkun og endurvinnslu. sorphirðu og fl. En hér er hinsvegar leyst úr því öllu á einum og sama staðnum með mjög ítarlegum og góðum upplýsingum til hagsbóta fyrir íbúa og gesti okkar. 

Má segja að hér sé um að ræða mjög góða viðbót í Cittaslow sveitarfélaginu Djúpavogshreppi sem vinnur með sjálbærni að leiðarljósi á öllum sviðum samfélagsins. Það er von sveitarfélagsins að vefur þessi mælist vel fyrir meðal íbúa og þeir kynni sér hann vel í alla staði.   

                                                                       F.h. Djúpavogshrepps     

                                                                          Andrés Skúlason  

 

 

 

 

 

 

 

  

 

   

  

03.03.2015

Spurningakeppni Neista, önnur umferð

Þá er komið að annarri umferð spurningakeppni Neista þriðjudagskvöldið 3.mars. Þriðja umferð og siðasta umferð verður á fimmtudaginn (5.mars) og svo úrslit á laugardagskvöld (7.mars).

Í annarri umferð takast á sigurvegarar síðasta árs, Fiskmarkaður Djúpavogs og lið Leikskólans. Eyfreyjunes mætir svo Hótel Framtíð í æsispennandi viðureign. Takið eftir að þetta er kvöldið sem þið getið séð fiskmarkaðinn falla!!!..... eða standa og eiga möguleika á að verja titilinn.

Spyrill er Gauti Borgarstjóri, höfundur spurninga Birgir Thorberg og stigaverður Guðrún S. Sigurðardóttir.

Keppni hefst stundvíslega kl 20. Aðgangseyrir er 500kr óháð aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu. Minnum á að börn undir 12 ára komi í fylgd með fullorðnum og séu í þeirra umsjón meðan á keppni stendur. 

Hvetjum alla til að mæta, styðja sitt lið, styrkja Neista og eiga skemmtilegt kvöld saman.


 

02.03.2015

Breytingar á opnunartíma skrifstofu

Breytingar verða gerðar á opnunartíma skrifstofu Djúpavogshrepps í Geysi frá og með 2. mars.

Afgreiðsla skrifstofunnar verður opin sem hér segir:
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 13:00-15:00.

Skiptiborð verður áfram opið alla virka daga 10:00-12:00 og 13:00-15:00.

Sveitarstjóri

02.03.2015