Djúpivogur
A A

Fréttir

Sveitarstjórn: Fundarboð 08.01.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 08.01.2015

8. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 16:30. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
a) Endurfjármögnun langtímalána.

2. Fundargerðir

a) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 6. nóvember 2014. Lögð fram til kynningar.
b) Cruise Iceland, dags. 4. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
c) Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 10. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 12. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
e) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 12. desember 2014. Lögð fram til kynningar.
f) Framkvæmdaráð SSA, dags. 18. desember 2014. Lögð fram til kynningar.

3. Erindi og bréf

a) Eðvald Smári Ragnarsson og Hólmfríður Haukdal, athugasemdir vegna grenndarkynningar á Hammersminni 2, dags. 17. desember 2014.
b) Skipulagsstofnun, tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar, dags. 19. desember 2014. Lagt fram til kynningar.
c) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, starfsleyfi fyrir fráveitu þéttbýlisins við Djúpavog, dags. 29. desember 2014.

4. Hunda- og kattahald

5. Skýrsla sveitarstjóra

 


Djúpavogi 5. janúar 2014;
sveitarstjóri

05.01.2015

Vinnsla hafin hjá Búlandstindi ehf.

Í dag mættu 25 starfsmenn til vinnu hjá Búlandstindi ehf. en í kjölfar brotthvarfs Vísis af svæðinu var þetta gamla nafn endurvakið í nýju fiskvinnslufyrirtæki sem hóf vinnslu formlega í morgun. Fyrirtækið er í eigu Ósness og Fiskeldis Austfjarða.

Af þessu tilefni færði sveitarstjóri Elís Hlyni Grétarssyni, framkvæmdastjóra Búlandstinds, gjöf frá sveitarfélaginu og óskaði honum til hamingju með þennan merka áfanga. Þaðan var haldið niður í vinnslusal þar sem verið var að slátra eldisfiski úr Berufirði auk þess sem nokkrir starfsmenn voru að pakka saltfiski.

Elís segir að þegar séu hafin viðskipti við báta sem munu leggja upp hjá fyrirtækinu til að byrja með auk þess sem slátrun á eldisfiski muni verða stór partur af vinnslunni. Hann segist vonast til að heildarvinnsla hjá fyrirtækinu fyrsta árið komi til með að nema 1700 tonnum af bolfiski og líklega um 1500 tonnum af eldisfiski.

Heimasíðan óskar Elís og hans fólki hjá Búlandstindi velfarnaðar í þessu metnaðarfulla verkefni.

Ljósmyndari heimasíðunnar var með í för í morgun og tók nokkrar myndir sem má sjá með því að smella hér.

ÓB

05.01.2015

Þrettándagleði 2015

Hér að neðan er auglýsing frá Þrettándabrennunefnd vegna hátíðarhalda á morgun, þriðjudaginn 6. janúar.

Smellið á auglýsinguna til að stækka hana.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

05.01.2015

Íþróttamiðstöðin fær góða gjöf

Enn einu sinni hefur Kvenfélagið Vaka á Djúpavogi minnt okkur á hið góða starf sem þær eru að vinna jöfnum höndum að hér í samfélaginu, en í dag færðu þær Bergþóra Birgisdóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir Íþróttamiðstöð Djúpavogs gjöf frá kvenfélaginu að verðmæti 170.000.kr.  Gjöfin er blanda af ýmiskonar skemmtilegum og þroskandi leiktækjum fyrir yngstu börnin sem heimsækja Íþróttamiðstöðina reglulega. 

Kvenfélaginu Vöku eru hér með færðar hinar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf sem á sannarlega eftir að nýtast yngstu kynslóðinni vel í leik og starfi í Íþróttamiðstöðinni. Það má geta þess að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kvenfélagið Vaka gefur góðar gjafir til Íþróttamiðstöðvarinnar.  

Meðfylgjandi er mynd frá afhendingu gjafarinnar í ÍÞMD í dag.

                                                                                                                                      

                                                                                                             Forstöðum. ÍÞMD

                                                                                                              Andrés Skúlason

 

 

02.01.2015

Hugflæðifundur í Djúpinu

Hugflæðifundur verður í Djúpinu miðvikudaginn 7. janúar kl. 16:00.

Umræðuefni dagsins:

Hvaða hugmyndir eru í loftinu á Djúpavogi?
Hvaða leiðir eru til að koma hugmyndum í framkvæmd?
Hvaða mannauður er til staðar á Djúpavogi?
Hvaða tengslanet er til staðar?
Hvernig nýtum við tengslanetið?
Hvernig nýtum við Djúpið sem best?

Fundarstjóri er Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri skapandi greina hjá Austurbrú.

Heitt á könnunni, allir velkomnir!

Djúpið

 

02.01.2015