Djúpivogur
A A

Fréttir

Slökkvitækjaþjónusta Austurlands með viðveru

Föstudaginn 4. apríl verður Slökkvitækjaþjónusta Austurlands með þjónustu á slökkvitæjum í áhaldahúsinu á Djúpavogi frá 10:30 og fram eftir degi.

Einnig verðum við með eldvarnarbúnaður til sölu.

Slökkvitækjaþjónusta Austurlands

31.03.2014

Spurningakeppni Neista

Spurningarkeppni Neista hefst á morgun, 1. apríl, í Löngubúð kl 20.

Alls eru skráð 16 lið í keppnina að þessu sinni og tekur keppnin því 5 kvöld.

Hér að neðan má sjá hvernig liðin drógust saman og mun svo sigurvegarinn frá hverju kvöldi taka þátt í úrslitum sem fara fram 11. eða 12. apríl.

1. apríl kl 20

Vísir - Hrepparar

VMA - MA

3. apríl kl 20

Fiskmarkaðurinn - Leikskólinn

Kennarar - Eyfreyjunes

7. apríl kl20

Nemendur grunnskóli - Stjórn Neista

Langabúð - Hótel Framtíð

9. apríl kl 20

Kvenfélagið Vaka - Arfleifð

Sparisjóðurinn - Fiskeldi Austfjarða

Aðgangseyrir er 500 kr 

 

Eins og sjá má verður keppnin gríðarlega spennandi og skemmtileg að þessu sinni og á engin að láta þetta framhjá sér fara.

Stjórn Neista

SÞÞ

 

31.03.2014

Viðbrögð sveitarstjórnar Djúpavogshrepps

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps vill í tilefni af fréttatilkynningu frá Vísi hf. í dag um áformaðar skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins upplýsa íbúa Djúpavogshrepps um að fulltrúar sveitarfélagsins munu á næstu dögum og eins lengi og þurfa þykir beita sér af fullum krafti vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir byggðarlagið. Fulltrúar sveitarfélagsins hafa í dag átt fundi með fulltrúum Vísis hf, atvinnumálanefnd Djúpavogshrepps og öðrum hlutaðeigandi aðilum til að fara yfir og meta stöðuna.

Í framhaldi hafa fulltrúar sveitarfélagsins  nú þegar gert áætlanir sem miða að því að leita lausna og munu forsvarsmenn sveitarfélagsins funda með hlutaðeigandi og ráðamönnum í komandi viku með það fyrir augum.

Fulltrúar sveitarfélagsins munu beita sér fyrir því að sem allra fyrst verði hægt að og upplýsa íbúa nánar um framvindu mála og að sjálfsögðu vilja forsvarsmenn sveitarfélagsins trúa því að farsæl lending finnist á málum.

28.03.2014

Djúpavogshreppur auglýsir: Sumarstörf í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2014.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - afgreiðslu, við þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 15 apríl.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Allar umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Andrés Skúlason
Forstöðum. ÍÞMD

27.03.2014

Frá Löngubúð

Krakkabíó verður í Löngubúð fimmtudaginn 27. mars, kl. 17:00.

Múffur, poppkorn og safi

Sjáumst,
Langabúð

26.03.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 27.03.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 27.03.2014

45. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 27. mars kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

 

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Heimild til lántöku.

2. Fundargerðir

a) SBU, dags. 5. mars 2014.
b) FMA, dags. 5. mars 2014.
c) SSA, dags. 4. febrúar 2014.
d) Framkvæmdaráð SSA, dags. 3. mars 2014.
e) Framkvæmdaráð SSA, dags. 17. mars 2014.
f) Framkvæmdastjórn SKA, dags. 6. mars 2014.
g) StarfA, dags. 28. febrúar 2014.
h) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 7. mars 2014.
i) Hafnasamband Íslands, dags. 28. febrúar 2014.

3. Erindi og bréf

a) Þórunnborg Jónsdóttir og Steinunn Jónsdóttir, 9. mars 2014.
b) Þórir Stefánsson, Reynir Arnórsson, Kári Snær Valtingojer og Magnús Kristjánsson, dags. 10. mars 2014.
c) Austurbrú, dags. 24. febrúar 2014.
d) Gísli Sverrir Árnason, dags. 10. mars.
e) Ungmennafélag Íslands, dags. 28. febrúar 2014.
f) Ungmennafélag Íslands, dags. 28. febrúar 2014.
g) Velferðarráðuneytið, dags. 20. mars 2014.

4. KPMG - Stjórnsýsluskoðun 2013
5. Nýbyggingar í Djúpavogshreppi
6. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs
7. Starfsmannamál
8. Samþykktir SSA
9. Héraðs- og skólabókasafn Djúpavogs
10. Skýrsla sveitarstjóra

Djúpavogi, 25. mars 2014;
sveitarstjóri

25.03.2014

Brautryðjandinn Sigrún Svavars

Á RÚV í gær var afskaplega skemmtilegur þáttur sem ber nafnið Brautryðjendur, en í honum ræðir Þóra Arnórsdóttir við konur sem hafa rutt brautina á hinum ýmsu sviðum mannlífsins.

Sigrún Svavarsdóttir frá Djúpavogi sat fyrir svörum í gær og ræddi við Þóru um sjómannsferil sinn. Sigrún var t.a.m. fyrsta konan til að setjast á skólabekk í Stýrimannaskólanum og ruddi þannig brautina fyrir kynsystur sínar á því sviði. 

Hægt er að horfa á þáttinn með því að smella hér.

ÓB

24.03.2014

Uppskeruhátíð Neista

Í dag var haldin Uppskeruhátíð Neista. Sú tilbreytni var að hátíðn var haldin snemma dags eftir skólatíma og komu iðkendur saman í Löngubúð þar sem veittar voru viðurkenningar. Metmæting var og fengu allir Neistakrakkar köku og drykk með. Að því loknu voru íþróttamenn Neista fyrir árið 2013 valdir.

Geta má þess að samkvæmt stefnu Íþróttasambands Íslands eru iðkendum, 10 ára og yngri ekki veitt einstaklingsverðlaun heldur jafna viðurkenningu fyrir þátttöku.

Íþróttamaður ársins 2014

Bjarni Tristan Vilbergsson

Sundneistinn

Kamilla Marín 
Björgvinsdóttir

Sundástundun

Ísabella Nótt Ómarsdóttir

Fótboltaneistinn

Bjarni Tristan Vilbergsson

Fótboltaástundun

Bergsveinn Ás Hafliðason.

Við þökkum öllum iðkendum Neista fyrir frábært iðkendaár 2013 og stefnum á að minnsta kosti jafn frábært ár 2014.

Hér má sjá myndir af þessari skemmtilegu stund í dag.

Stjórn UMF Neista

LDB

21.03.2014

Skólahreysti

Keppt var í Skólahreysti í gær á Egilsstöðum. Okkar keppendur voru Anný Mist, Bjarni Tristan, Guðjón Rafn og Þórunn Amanda. Fylgdu þeim flestir nemendur í 6. - 10. bekk. Fengum við úthlutað litnum dökk bleikur og flögguðu nemendur þeim lit af öllum mætti við hvatningu okkar liðs. Þórunn vann armbeygjurnar en lið Djúpavogsskóla endaði í 5. sæti.

Hér má sjá þær myndir sem teknar voru á þessum skemmtilega degi.

LDB

Gömul mynd frá Höskuldsstöðum

Okkur var nýverið færð mjög skemmtileg gömul mynd sem tekin er á Höskuldsstöðum, bæ sem nú er löngu horfinn en hann stóð sunnan til á Brennikletti. 

Eigandi þessarar myndar er Albert Geirsson frá Stöðvarfirði, sá hinn sami og er í fanginu á Höskuldi Kristjáni Sigurðssyni, langafa sínum, á þessari mynd. 

Hér fyrir neðan eru einnig myndir sem teknar voru í gær af tættum gömlu Höskuldsstaða, ein frá sama sjónarhorni og gamla myndin er tekin og önnur tekin í vestur, með Búlandstindinn í baksýn.

Við þökkum Albert Geirssyni kærlega fyrir þessa merkilegu mynd.

ÓB

 

 


Albert Geirsson í fanginu á langafa sínum, Höskuldi Kristjáni Sigurðssyni. Myndin er tekin upp úr 1950.


Tættur Höskuldsstaða


Tættur Höskuldsstaða, Höskuldsstaðaklettur í bakgrunni

21.03.2014

Náttúran í Djúpavogshreppi

Í vetur höfum við verið að vinna mikið í þeim hluta heimasíðunnar sem við köllum Náttúra.

Mest vinna síðustu misseri hefur farið í að gera Búlandsnesi skil en þar höfum við sett inn myndir af helstu kennileitum, örnefnakort fyrir nokkur svæði og margt fleira.

Þetta er ansi viðamikið efni sem komið er inn og eru því allar ábendingar um það sem betur mætti fara vel þegnar.

Við hvetjum ykkur til að skoða náttúruna í Djúpavogshreppi - sem er engu lík.

ÓB

19.03.2014

Félagsvist í Löngubúð

Næstu þrjá föstudaga ætlum við að spila vist í Löngubúð.

Föstudaginn 21. mars
Föstudaginn 28. mars
Föstudaginn 4. apríl

Byrjað verður að spila 20:30 öll kvöld. Allir velkomnir.

Félag eldri borgara

19.03.2014

Djúpavogshreppur auglýsir: Félagsleg íbúð, laus til umsóknar

Íbúðin að Borgarlandi 40 er laus til umsóknar.

 

Staðsetning:          Byggð:    Herb.:      Stærð:         Laus:
Borgarland 40         1990         3         109,6m2      5. apr. (u.þ.b.)


Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, miðvikudaginn 26. mars 2014.

 

Upplýsingar og eyðublöð fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Eyðublöð má einnig nálgast hér á heimasíðu Djúpavogshrepps.

 

Sveitarstjóri

18.03.2014

Vorblað Bóndavörðunnar

Vorblað Bóndavörðunnar kemur út fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi og því er frestur til þess að skila inn efni fimmtudaginn 27. mars. nk.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.

Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.

Verðskráin er sem hér segir:
Heil síða 10.000.
-Hálf síða 5.000.
-1/4 síða 2.500.-

Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en viku fyrir útgáfu blaðsins.

ÓB

18.03.2014

Aðalfundur Neista

Aðalfundur Neista verður haldin fimmtudaginn 20.mars í Löngubúð kl 18:00.

Á fundinum langar stjórninni að breyta uppsetningu á stjórn og ráðum hjá félaginu. 

Breytningarnar sem okkur langar að gera er að leggja ráðin niður en að fjölga meðlimum í stjórn úr 5 í 7.

Innan stjórnarinnar væru svo 2 sem færu með þau mál sem voru á höndum yngriflokkaráðs og 2 með mál sund og frjálsíþróttaráðs.

Vegna Skólahreystis hjá grunnskólabörnum þennan sama dag höfum við ákveðið að fresta Uppskeruhátið iðkenda Neista til föstudagsins 21. mars kl 14:00 í Löngubúð.

 Stjórn Neista 

17.03.2014

Auja og Steinþór verðlaunuð fyrir úrvalsmjólk

Auja og Steinþór á Hvannabrekku voru nú á dögunum verðlaunuð þriðja árið í röð fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins. Hvannabrekka var í ár eina kúabúið á Austurlandi sem hlaut þessa viðurkenningu.

Það er metnaður allra mjólkurframleiðenda að viðhalda miklum gæðum í íslenskri mjólkurframleiðslu. Það eru gerðar mjög strangar gæðakröfur til allrar mjólkur sem er lögð inn. Það eru tekin sýni úr allri mjólk sem sótt. Kannað er hvort um lyfjaleyfar geti verið að ræða og vikulega eru mældir hinir ýmsu þættir, s.s. gerlamagn(líftala), frumutala og fitusýrur sem ákvarða síðan hvort mjólkin stenst gæðakröfur.

Ef hún stenst ekki gæðakröfur er hún verðfelld og/eða sett er á sölubann frá viðkomandi búi. Þeir sem aftur á móti koma allra best út í þessum mælingum fá greitt sérstakt álag á mjólkurverðið eftir hvern mánuð fyrir úrvalsmjók. Á hverju ári eru það alltaf nokkrir sem ná því að vera með úrvalsmjólk alla mánuði ársins. 

Flokkunarreglur frumutölu:       Flokkunarreglur líftölu:
1A fl.  0 -220,000                    1A fl: 0-25
1 fl. 220,000-400,000              1 fl. 25- 200
2 fl. 400,000-500,000              2 fl. 200-400
3 fl. 500,00-                           3 fl. 400-3000
                                             4 fl. 3000-

Meðaltal frumutölu á Hvannabrekku fyrir síðasta ár var: 127,000  Meðaltalið á Austurlandi var: 200,000

Meðaltal líftölu á Hvannabrekku fyrir síðasta ár var: 6   Meðaltalið á Austurlandi var: 17

Við sem hér búum vitum að við eigum framúrskarandi bændur í öllu sveitarfélaginu, en það er hins vegar afskaplega ánægjulegt að sjá þá fá verðskuldaða viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Við óskum Auju og Steinþóri innilega til hamingju með árangurinn.

ÓB

 

15.03.2014

Síðustu forvöð að skrá lið í Spurningakeppni Neista

Í dag er síðasti dagur til að skrá lið til þátttöku í Spurningakeppni Neista.

Hægt er að skrá lið á netfangið neisti@djupivogur.is eða í síma 867-1477.

Þátttökugjaldið er kr 10.000 á lið. Hægt er að greiða þátttökugjald og vera styrktaraðili án þess að senda lið til keppni.

Umf. Neisti

14.03.2014

Stóra upplestrarkeppnin

Djúpavogssskóli kom, sá og sigraði í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Hafnarkirkju í gær. Eins og venjulega fékk skólinn að senda tvo fulltrúa, úr 7. bekk, í keppnina. Í ár voru það Fanný Dröfn Emilsdóttir og Ísak Elíssson sem kepptu fyrir hönd skólans. Þau gerðu sér lítið fyrir og hrepptu tvö efstu sætin. Fanný fyrsta sætið og Ísak annað sætið, en tólf keppendur tóku þátt. Sigurvegari síðasta árs, Bergsveinn Ás Hafliðason, var kynnir hátíðarinnar og skilaði hann því hlutverki með miklum sóma.

Innilegar hamingjuóskir með þennan árangur.

Myndir með fréttinni.

Örnefnaskráning

Í vetur höfum við verið að vinna mikið í örnefnaskráningu á Búlandsnesinu. Þetta er töluverð vinna og vandasöm en nú höfum við merkt svo að segja allt nesið með dyggri aðstoð Eyjólfs Guðjónssonar og Ingimars Sveinssonar. Upphaflega var einmitt stuðst við örnefnakort Eyjólfs Guðjónssonar, sem hann gerði fyrir nokkrum árum.

Við viljum gefa ykkur smá sýnishorn af þessari vinnu og hér að neðan er mynd af Útlandinu og þeim örnefnum sem þar hafa verið merkt. Þetta er ekki endanleg útgáfu en gefa glögga mynd af því hvernig þetta mun líta út. Ætlunin er að gefa út örnefnakort af Búlandsnesinu öllu í nánustu framtíð.

Við mælum með því að þið hlaðið myndinni niður, hægt er að gera það með því að hægri smella á þennan hlekk og velja Save link as... eða Save target as... Myndin er í nokkuð hárri upplausn svo það þarf að zoom-a inn í hana til að geta lesið örnefnin.

Myndina má einnig sjá hér að neðan.

ÓB

 

 

 

12.03.2014

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Jeppaferðir 2014.

Sunnudaginn 16. mars,
Bæjarós í Lóni

Mæting Við Voginn kl 10:00

Allir velkomnir félagsmenn og aðrir
Ferðafélag Djúpavogs

12.03.2014

Spurningarkeppni Neista

Hin árlega spurningarkeppni Neista verður haldin eftir miðjan mars.

Ef einhver hefur áhuga á að vera með lið þá er hægt að skrá það í neisti@djupivogur.is eða í síma 8671477.

Þátttökugjaldið er kr 10.000 á lið. Hægt er að greiða þátttökugjald og vera styrktaraðili án þess að senda lið til keppni.

Skráningarfrestur er til 14. mars.

Stjórn UMF Neista

SÞÞ

10.03.2014

Nýtt þrek/styrktarnámskeið

Nýtt þrek/styrktarnámskeið hefst mánudaginn 10. mars og er í 4 vikur
Tímarnir eru á 
Mánudögum 06:45
Þriðjudögum 19:00 ef næg þátttaka fæst
NÝR TÍMI Fimmtudögum 06:45

Verð er 
1x í viku 2000kr
2x í viku 4000kr
3x í viku 5000kr

Skráning í sveinnthordur@gmail.com eða á staðnum

Kveðja

Sveinn Þórður

Íþróttafræðingur

08.03.2014

Gunnar Nelson í Löngubúð í kvöld

Langabúð sýnir frá UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov sem fram fer O2-höllinni í London í kvöld. 

Allir velkomnir, bardaginn hefst upp úr kl. 20:00.

Langabúð

08.03.2014

Fjör á félagsvist

Undirritaður leit við í Löngubúð í kvöld en þar var fjölmenni saman komið á hinni vikulegu félagsvist.

Við leyfum meðfylgjandi myndum að tala sínu máli.

ÓB

07.03.2014

Öskudagur á skrifstofunni

Við fengum margar skemmtilegar heimsóknir á skrifstofuna á Öskudag. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá hluta þeirra barna sem heimsótti okkur.

ÓB
Myndir: ASG/ÓB

06.03.2014

Tölvuskjáir fást gefins

Tölvuskjáir fást gefins í grunnskólanum. Um er að ræða nokkra "17 HP túbuskjái sem eru í fínu standi.

Þeir sem vilja mega nálgast skjái í grunnskólanum á opnunartíma.

ÓB

Myndband frá keppnisdögum

Undirritaður hefur sett saman stutt myndband frá Keppnisdögum sem fóru fram í grunnskólanum 3.-5. mars. Þessi myndbrot eru tekin á keppnisdegi 2 og sýna þær fjölbreyttu og skemmtilegu þrautir sem þessir dásamlegu krakkar tókust á við. Sem fyrr tók grunnskóli Breiðdalsvíkur þátt með okkur.

Myndir frá öllum dögum keppnisdaga má nálgast með því að smella hér.

Myndbandið er hér að neðan (við hvetjum ykkur til að horfa á það í góðum gæðum, velja tannhjólið í spilaranum og setja í 1080p).

Njótið vel.

ÓB