Djúpivogur
A A

Fréttir

Félagsvist í Löngubúð

Verðum með félagsvist í Löngubúð föstudagana 28. febrúar og 7. og 14. mars 2014.

Vistin hefst öll kvöldin kl. 20:30.

Allir velkomnir Kvenfélagið Vaka

28.02.2014

Frá Djúpavogskirkju

Guðsþjónusta sunnudaginn 2. mars á æskulýðsdaginn kl. 15.00 (ath. breyttan tíma)

Messukaffi fermingarbarna.

Fermingarbörn og börn í TTT (TíuTilTólf ára) starfinu taka þátt í guðsþjónustunni ásamt nemendum Tónskólans.

Börn sem fermast á næsta ári eru hvött til að koma ásamt fjölskyldum sínum.

Kaffiveitingar í boði væntanlegra fermingarbarna.

Verum öll hjartanlega velkomin,
sóknarprestur

28.02.2014

Fundarboð

Þann 31.maí næstkomandi fara fram kosningar til sveitarstjórnar. Fólk sem hefur áhuga á málefnum sveitarfélagsins boðar til fundar í Löngubúð 27. febrúar kl. 20:00.

Dagskrá: Framboðsmál

Allir velkomnir

27.02.2014

Danssýning

Alla síðustu viku stóðu yfir dansæfingar hjá Guðrúnu Smáradóttur sem heimsótti okkur og kenndi nemendum skemmtilega snúninga. Endað var á glæsilegri danssýningu á föstudaginn var. Má sjá brot af þeim myndum sem teknar voru til að fanga frábæra stemningu.

LDB

Og þess má geta að foreldrafélagið styrkti danskennsluna um 100.000.- krónur sem er frábært.  Viljum við þakka þeim kærlega fyrir það !!

HDH

Úrslit í spurningakeppni fermingarbarna

Úrslit í spurningakeppni  fermingarbarna á Austurlandi 2014  fór fram s.l. sunnudag 23. feb. eftir fjölskylduguðsþjónustu í Faskrúðsfjarðarkirkju. Þrjú lið kepptu til úrslita, þ.e. lið Djúpavogsprestakalls, lið Fáskrúðsfjarðar og lið Egilsstaða. Lið  Djúpavogsprestakalls sigraði eftir jafna og spennandi keppni, en liðið skipuðu þeir Ásmundur Ólafsson, Bergsveinn Ás Hafliðason og Jens Albertsson.

Þetta er í fjórða sinn sem spurningarkeppni fermingarbarna fer fram, en undankeppnin var á fermingarbarnanámskeiðinu í Kirkjumiðstöðinni við Eiðavatn í haust. Lið Egilsstaða hefur unnið  s.l. 3 ár og því haldið farandbikarnum sem vinningsliðið fær, en nú er sá bikar kominn í Djúpavogskirkju og verður þar næsta ár og vonandi lengur. 

Spurningar keppninnar voru almenns eðlis, en tengdust einnig því sem unglingarnir eru að fræðast um í fermingarundirbúningnum. Liðið stóð sig vel, en sigur vannst ekki fyrr en í lokaspurningunni og þá var það þekking okkar drengja um upprisu Jesú Krists á páskadag sem færði liðinu sigurinn, það var ánægjulegt!

Til hamingju með árangurinn fermingarbörn.

Sóknarprestur.

 


Bergsveinn Ás, Ásmundur og Jens að keppni lokinni

Við minnum á styrktartónleikana á morgun

Tónleikafélag Djúpavogs ætlar á morgun, laugardaginn 22. febrúar, að standa fyrir tónleikum til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu Baldursdóttur.

Tónleikarnir fara fram í Djúpavogskirkju og hefjast kl. 21:00.

Aðgangseyrir kr. 1.500.-
500 kr. fyrir 10. bekk og yngri.

Frjáls framlög.

Þeim sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styrkja er bent á áður auglýstan styrktarreikning, 1147-05-402500 - kt. 030247-3299

ÓB 

21.02.2014

Sveitarstjórn: Fundargerð 20.02.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

21.02.2014

Austurlandskippan

Sjá hér að neðan auglýsingu vegna Austurlandskippunar, samkeppni um hönnun á lyklakippu fyrir Austurland.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

20.02.2014

Nýjar Panorama-myndir

Við vorum að bæta 30 myndum í Panoramasafnið.

Smellið hér til að skoða það.

ÓB

 

 

 

 

 

 

19.02.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 20.02.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 20.02.2014

44. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni

a) Yfirdráttarheimild.

2. Fundargerðir

a) HAUST, dags. 15. janúar 2014.
b) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, stjórnarfundur, dags. 6. janúar 2014.
c) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, aðalfundur, dags. 30. janúar 2014.
d) Héraðsskjalasafn Austfirðinga, stjórnarfundur, dags. 11. febrúar 2014.
e) Framkvæmdaráð SSA, dags. 7. janúar 2014.
f) Hafnasamband Íslands, dags. 17. janúar 2014.
g) Cruise Iceland, dags. 24. janúar 2014.

3. Erindi og bréf

a) Bakkabúð, dags. 22. janúar 2014.
b) Fljótsdalshreppur, dags. 10. febrúar 2014.
c) Landssamband 60+, dags. 27. janúar 2014.
d) Innanríkisráðuneytið, dags. 27. janúar 2014.
e) ASÍ, dags. 13. janúar 2014.
f) Þjóðskrá Íslands, dags. 5. febrúar 2014.
g) Ívar Ingimarsson o.fl., dags. 6. febrúar 2014.
h) Landsnet, dags. 11. febrúar 2014.
i) Austurbrú, dags. 13. febrúar 2014.
j) SSA, dags. 10. febrúar 2014.
k) Skipulagsstofnun, dags. 5. febrúar.
l) Þórarinn Hávarðsson, dags. 10. febrúar 2014.
m) Fiskeldi Austfjarða, dags. 18. febrúar 2014.
n) SSA, dags. 18. febrúar 2014.

4. Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs
5. Nýbyggingar í Djúpavogshreppi
6. Samþykkt um byggingarnefnd
7. Skýrsla sveitarstjóra

 


Djúpavogi 18. febrúar 2014;
sveitarstjóri

 

18.02.2014

Rauðakrossbúðin

Rauðakrossbúðin verður opin laugardaginn 22. febrúar frá 13:00 – 15:00.

Sjáumst

Rauði krossinn á Djúpavogi

18.02.2014

Samkaup-strax auglýsir

Samkaup óskar eftir starfsmanni frá og með 1.maí í framtíðarstarf. Vinnutíminn er frá 10.00-14.00 alla virka daga og annan hvern laugardag.

Starfsmaður þarf að vera hraustur, jákvæður og sýna frumkvæði og metnað í starfi.


Nánari upplýsingar fást hjá verslunarstjóra í síma 8472810 eða djupivogur@samkaupstrax.is.

ÓB

18.02.2014

Styrktartónleikar í Djúpavogskirkju

Tónleikafélag Djúpavogs ætlar að standa fyrir tónleikum til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu Baldursdóttur.

Tónleikarnir fara fram í Djúpavogskirkju laugardagskvöldið 22. febrúar kl. 21:00.

Aðgangseyrir kr. 1.500.-
500 kr. fyrir 10. bekk og yngri.

Frjáls framlög.

Þeim sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styrkja er bent á áður auglýstan styrktarreikning, 1147-05-402500 - kt. 030247-3299

Vonumst til að sjá sem flesta,

Tónleikafélag Djúpavogs

 

18.02.2014

Frá Rauða krossinum á Djúpavogi

Aðalfundur Rauða kross Íslands á Djúpavogi verður haldinn þann 24. febrúar 2014, kl. 20:00 í Sambúð.

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.
4. Fjárhags- og framkv.áætlun næsta árs lögð fram til umræðu
5. Kosning formanns
6. Kosning annarra stjórnarmanna og varamanna
7. Kosning skoðunarmanna
8. Önnur mál

Eru allir hvattir til að mæta og sína í verki áhuga á því að starfsemi Rauði krossinn á Djúpavogi dafni og verði virk í hjálparstarfi og koma þannig að starfsemi deildarinnar að hún leggist ekki af vegna áhugaleysis íbúa sveitarfélagsins.

Stjórnin

17.02.2014

Zumba í dag

Fyrsti Zumbatíminn hjá Gunnu verður í dag klukkan 18:00 í Íþróttamiðstöðinni.

HDH

17.02.2014

Félagsþjónustan með viðveru í Geysi

Eygló Sigurvinsdóttir, ráðgjafi hjá Félagsþjónustunni, verður með viðveru á bæjarskrifstofu Djúpavogshrepps miðvikudaginn 19. febrúar nk.

Hægt er að panta viðtal í síma 4 700 705.

ÓB

17.02.2014

Miðasala á Hammondhátíð hefst á morgun

Dagskrá Hammondhátíðar 2014 er nú tilbúin. Það er óhætt að fullyrða að það komi allir til með að finna eitthvað við sitt hæfi á þessari hátíð en dagskráin er fjölbreytt sem aldrei fyrr. 

Hammondhátíð vill koma því á framfæri að miðasala hefst kl. 10:00 í fyrramálið (laugardaginn 15. febrúar) á MIDI.IS. Einnig verða miðar seldir á Hótel Framtíð frá og með mánudeginum 17. febrúar.

Hér að neðan er plakat sem fór í dreyfingu í dag. Á því má sjá alla dagskrána.

Allar frekari upplýsingar um Hammondhátíð eru á heimasíðu hátíðarinnar, hammond.djupivogur.is.

Svo er Fésbókarsíða Hammondhátíðar mjög virk og allar tilkynningar varðandi hátíðina koma fyrst þar.

Semsagt, MIDI.IS kl. 10:00 í fyrramálið (laugardaginn 15. febrúar).

ÓB

 

 

14.02.2014

Frá Djúpavogskirkju

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 16. febrúar kl. 11.00. 

Rebbi refur kemur í heimsókn og börn úr TTT starfinu sýna leikþátt.

Birgitta Rán Freydísardóttir spilar forspil.

Öll börn sem verða 5 ára á þessu ári eru sérstaklega boðin velkomin og fá að gjöf bók frá kirkjunni.

Verum öll velkomin,
sóknarprestur

14.02.2014

List án landamæra

Djúpavogshreppur hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu "List án landamæra 2014."

Hátíðin hefur verið haldin á Fljótsdalshéraði síðastliðin 7 ár og á síðasta ári var hátíðin í fyrsta skipti haldin á Seyðisfirði og í Fjarðabyggð.  Í ár er svo ætlunin að gera betur og útvíkka hátíðina enn frekar á Austurlandi og hafa Vopnafjörður, Djúpivogur og Borgafjörður eystri lýst yfir áhuga á að taka þátt þetta árið.

List án Landamæra er árleg listahátíð þar sem fjölbreytileiki mannlífsins er í fyrirrúmi og er öllum velkomið að taka þátt.  Hátíðin er haldin um allt land og er markmiðið að sjá tækifæri en ekki takmarkanir,  brjóta múra á milli fatlaðra og ófatlaðra einstaklinga og er markmiðið ná til sem flestra hópa samfélagsins og  virkja þá til þátttöku. Uppskeruhátíð fyrir List án landamæra á Austurlandi hefur fram að þessu verið í maí og gjarnan stílað inn á að halda opnunarhátíð einhverja helgi í þeim mánuði með tilheyrandi viðburðum og sýningum. 

Þemað fyrir List án landamæra á Austurlandi 2014 er: Þjóðsögur og vættir.

Ákveðið hefur verið að halda opnunarhátíð hér á Djúpavogi í maí 2014 og er undirbúningur fyrir verkefnið að fara af stað.  Þeir sem hefðu áhuga á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Halldóru á netfangið:  skolastjori@djupivogur.is en hún mun halda utanum verkefnið þar til Ugnius kemur heim úr fríi. 

Vonumst við að sjálfsögðu til þess að sem flestir taki þátt.

HDH

 

13.02.2014

Excel fyrir byrjendur

Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið í Excel fyrir byrjendur á Djúpavogi.

Kennd eru grunnatriði í forritinu en einnig skoðaðir ýmsir möguleikar sem Excel býður upp á. Þátttakendur búa til eigin skjöl, setja upp töflur og texta ásamt gerð einfaldra formúla, reiknilíkana og myndrita.

12 klst - Verð: 30.000.-

Staður og stund: Djúpivogur, hefst þegar þátttaka næst. Tímasetning í samráði við þátttakendur.

Skráning og nánari upplýsingar á:

www.austurbru.is

ÓB

 

 

10.02.2014

Mono Town, VAX og RockStone á upphafskvöldi Hammondhátíðar

Mono Town, VAX og hljómsveitin RockStone frá Tónskóla Djúpavogs koma fram á upphafskvöldi Hammondhátíðar 2014.

Mono Town er sannarlega eitt mest spennandi band landsins um þessar mundir. Þeir eru nýbúnir að gefa út plötuna In the eye of the storm á tónlistarveitunni Deezer.com, en hún inniheldur eitt vinsælasta lag landsins um þessar mundir, lagið Peacemaker. Lagið Jackie O hefur einnig verið að gera það gott. Mono Town hét áður B.Sig og gat sér mjög gott orð hér á Austurlandi með líflegum tónleikum, m.a. á Bræðslunni. Þeir hafa verið að gera það gott með tónleikum erlendis og hituðu m.a. upp fyrir hinna goðsagnakenndu sveit Pixies á stuttri tónleikaferð hennar um Scandinavíu í nóvember. Plata Mono Town er mesta spilaða plata tónlistarveitunnar Deezer í löndum á borð við Kanada, Ítalíu og Brasilíu, auk fjölda annarra landa. Skyldi Mono Town vera næsta stóra nafnið frá Íslandi? 

Hljómsveitin VAX er Austfirðingum að góðu kunn enda búin að vera starfandi í tæp 15 ár. VAX hélt tónleika í Löngubúð á Djúpavogi í september 2011 og mun nú loksins koma fram á Hammondhátíð. VAX spilar frumsamin lög í bland við vel valin tökulög.

Tónskóli Djúpavogs mun eins og í fyrra senda frá sér hljómsveit. Í grunninn er þetta sama hljómsveit og í fyrra en hefur fjölgað um tvo. Þeir kalla sig RockStone en drengirnir vöktu verðskuldaða athygli með frábærri frammistöðu á SamAust í nóvember.

Það lítur því út fyrir frábært fimmtudagskvöld á Hammondhátíð og dagskrá hátíðarinnar í heild er að taka á sig mynd en áður var búið að segja frá þátttöku Todmobile, Skonrokk og Ragga Bjarna. 

Hér að neðan geta lesendur glöggvað sig betur á Mono Town og VAX.

Fylgist með á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

ÓB

 

09.02.2014

Sparisjóðurinn auglýsir

Sparisjóðurinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða afgreiðslustjóra til starfa, sem fyrst. Sparisjóðurinn sinnir banka, póst og tryggingaþjónustu.

Umsóknarfrestur er til  og með 19. febrúar  2014. Starfshlutfallið er 82%.

Laun samkvæmt kjarasamningi SSF.

Viðkomandi þarf að hafa góða almenna menntun, jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum. Góðrar íslensku- og tölvukunnáttu er krafist.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Anna Halldórsdóttir, forstöðumaður á Höfn og skal umsóknum skilað til hennar eða í bankaútibúið á Djúpavogi.


Sparisjóður Vestmannaeyja

Útibú  á Djúpavogi, sími 470 8710
Anna Halldórsdóttir, sími  470 8700   

07.02.2014

Dagur leikskólans

Fimmtudaginn 6. febrúar er Dagur leikskólans.  Af því tilefni ætlum við að bjóða upp á ljósmyndasýningu á tjaldi í Við Voginn.  Sýningin verður látin rúlla frá 12:00 - 18:00 og eru þetta alls um 500 ljósmyndir af leikskólabörnum við leik og störf. 
Við hvetjum ykkur öll til að kíkja við, í Við Voginn á morgun og fá ykkur kaffisopa og horfa á fallegar myndir af fallegum börnum.

Starfsfólk leikskólans

Todmobile, Skonrokk og Raggi Bjarna á Hammondhátíð

Þá er Hammondhátíð Djúpavogs búin að gefa það út hverja búið er að staðfesta á hátíðina í ár, sem fer fram 24.-27. apríl.

Búið var að gefa út áður að boðið yrði upp á Skonrokk á föstudeginum. Á laugardeginum mun hin goðsagnakennda hljómsveit Todmobile stíga á svið og á lokatónleikum hátíðarinnar, á sunnudegi í Djúpavogskirkju, verður enginn annar en Ragnar Bjarnason, sem fagnar 80 ára afmæli á árinu. Með honum verða Hammondleikarinn Jón Ólafsson og bassaleikarinn Róbert Þórhallsson.

Hammondhátíð útilokar ekki að fleiri atriði kunni að bætast við ofantalda tónleika.

Fimmtudagurinn verður auglýstur síðar. Þá verður hljómsveit Tónlistarskóla FÍH einnig kynnt til leiks þegar nær dregur en frábær frammistaða Gaukshreiðursins, fulltrúa FÍH í fyrra, er mörgum í fersku minni.

Miðasala hefst laugardaginn 15. febrúar á midi.is

Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

ÓB

 

05.02.2014

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara föstudaginn 7. febrúar kl. 14:00 í Tryggvabúð.

Nýir félagar velkomnir

Félag eldri borgara

05.02.2014

Félagsvist í Löngubúð

Næstu þrjá föstudaga ætlum við að spila vist í Löngubúð.

Föstudaginn. 7. febrúar
Föstudaginn 14. febrúar
Föstudaginn 21. febrúar

Byrjað verður að spila 20:30 öll kvöld. Allir velkomnir.

Félag eldri borgara

05.02.2014

Rekinn rostungur við Kálk

Nú um síðastliðna helgi hefur rostungsurtu rekið á land við Kálk úti á Búlandsnesi. Ekki er gott að segja hvort rostungurinn hafi verið dauður þegar honum skolaði á land. Hann er um 2,5 metrar á lengd, virðist vera nokkuð horaður og tennurnar vantar í hann.

Há sjávarstaða var um helgina og mikið hvassviðri og eru skýr ummerki þess víða um nesið. Grjót og þari þöktu stóran hluta Víkurlandsins á Djúpavogi og mikill sandburður hefur verið úti á landi, þannig að landið hefur á mörgum stöðum stækkað sjáanlega.

Hægt er að skoða myndir af rostungnum með því að smella hér.

ÓB

  

04.02.2014