Djúpivogur
A A

Fréttir

Nýtt þrek og styrktarnámskeið

Nýtt Þrek og styrktarnámskeið hefst þriðjudaginn 4. febrúar og er í fjórar vikur. 

Tímarnir hjá okkur eru kl 6:45 á mánudögum og föstudögum og kl 19 á þriðjudögum.

Tímarnir eru þannig uppsettir að það eiga lang flestir að geta tekið þátt og hver fer á sínum hraða.

Hægt er að velja í hvaða tímum þú tekur þátt. 

Gjaldskráin er þannig  

1 tími í viku 2500 kr

2 tímar í viku 4000 kr

3 tímar í viku 5000 kr

Þeir sem ekki hafa mætt áður geta mætt í einn prufutíma.

Hægt er að skrá sig og frekari upplýsingar í sveinnthordur@gmail.com, á facebook eða koma til mín í íþróttamiðstöðina.

Kv.

Sveinn Þórður

Íþróttafræðingur

29.01.2014

Vísir hf. auglýsir eftir starfsmanni

Starfsmaður óskast til starfa hjá Vísi á Djúpavogi við viðhald á vélum og tækjum. Hann þarf að vera laghentur með verkfærin og vera með jákvætt hugarfar til að læra meira á vélar og tæki.

Nánari upplýsingar gefur Ómar í síma 856-5797

Vísir hf.

29.01.2014

Gjöf til skólans

Grunnskólanum barst höfðingleg gjöf um daginn, frá Fjölsmiðjunni í Reykjavík.  Þannig er að Þorleifur, fyrrverandi "bóndi" í Hamraborg er deildarstjóri tölvudeildar Fjölsmiðjunnar.  Þeir áttu 20 tölvuskjái sem þeir þurftu ekki að nota og datt Þorleifi þá í hug að mögulega væri þörf á þessum skjám hér á Djúpavogi.  Hann hafði samband við Ólaf Björnsson, yfirmann tölvumála í skólanum sem þáði skjáina með þökkum fyrir hönd skólans.

Myndirnar hér að neðan tók Ólafur af glöðum krökkum í grunnskólanum þegar skjáirnir voru komnir í hús.  Vil ég, fyrir hönd nemenda og starfsfólks skólans, senda Þorleifi og öðrum í Fjölsmiðjunni í Reykjavík okkar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Halldóra Dröfn, skólastjóri

 

 

 

Verður gaman á blóti?

Þið verðið að dæma það sjálf út frá þessu myndbandi - með kveðju frá nefndinni.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 


Nefndin á æfingu í gær.

28.01.2014

Forsala aðgöngumiða á Þorrablótið

Eitthvað ber nefndinni og hótelinu ekki saman um tímasetningu á miðasölu en við höldum að vissara sé að treysta því sem hótelið sendir frá sér.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

27.01.2014

Miðasala á Þorrablótið

MIÐASALA Á ÞORRABLÓTIÐ HEFST KLUKKAN 04:00 AÐFARANÓTT ÞRIÐJUDAGS

FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ!
KVEÐJA NEFNDIN

27.01.2014

Frá Þorrablótsnefndinni

Þessi mynd segir meira en 1000 orð.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.01.2014

Samkaup-strax auglýsir

Samkaup-strax á Djúpavogi auglýsir eftir starfsfólki í sumarvinnu !

Við sækjumst eftir jákvæðum og hraustum einstakling sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi.

Fullt starf og hlutastarf er í boði.

Áhugasamir vinsamlegast fyllið út umsókn hér: http://samkaup.is/Atvinnuumsokn/ og sendið okkur.


Samkaup-strax, Djúpavogi

27.01.2014

Þorrablót leikskólans

Þorrablót leikskólans var haldið í dag.  Byrjað var á balli þar sem tjúttað var við hin ýmsu lög, meðal annars dansaður hókí pókí, superman og fugladansinn svo eitthvað sé nefnt.  Síðan var opnað á milli deilda og borðuðu öll börnin saman í salnum og inn á deildum.  Fengu börnin að smakka allt sem á boðstólum var eða hefðbundinn þorramat.  Börnin voru dugleg að smakka og sumt fannst þeim gott en annað ekki.  Eftir átið var svo boðið upp á frostpinna sem var vel þeginn. 

Börnin bjuggu sér til hatta fyrir þorrablótið

Smakka matinn

Á þorrablóti

Ís í eftirrétt

Fleiri myndir hér

ÞS

Bæjarlífið desember 2013

Þá er komið að síðasta bæjarlífspakka ársins 2013. 

Smellið hér til að skoða hann.

Njótið vel.

ÓB

 

 

 

 

 

24.01.2014

Frá Þorrablótsnefndinni

Okkur barst dularfull orðlaus sending frá Þorrablótsnefndinni á netfangið okkar í dag.

Sendingin innihélt meðfylgjandi myndir og þær staðfesta að minnsta kosti að nefndin hefur ekki setið auðum höndum upp á síðkastið. Við látum þær bara tala sínu máli.

Þorrablót Djúpavogsbúa verður haldið laugardaginn 1. febrúar næstkomandi. Miðasala auglýst síðar.

ÓB

 

 

 

 

22.01.2014

Skonrokk á Hammondhátíð

Hammondhátíð Djúpavogs tilkynnti óvænt í dag hvað verður í boði fyrir gesti hátíðarinnar á föstudagskvöldinu í ár, nánar tiltekið 25. apríl.

Það óhætt að segja að það verði sannkölluð flugeldasýning á Hótel Framtíð þar sem Tyrkja-Gudda ætlar að mæta og flytja mörg af bestu lögum rokksögunnar undir yfirskriftinni Skonrokk. 

Söngvararnir Birgir Haraldsson, Magni Ásgeirsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Pétur Örn Guðmundsson fara fyrir þessum hópi en þá eru einnig hljóðfæraleikararnir Stefán Örn Gunnlaugsson, Birgir Nielsen, Ingimundur Níels Óskarsson, Einar Þór Jóhannsson og Sigurgeir Sigmundsson.

Búið var að gefa út áður að dagskrá Hammondhátíðar yrði tilkynnt í byrjun febrúar, en aðstandendur hátíðarinnar segjast hafa viljað gefa fólki örlítið forskot á sæluna með þessari tilkynningu.

ÓB

 

 

18.01.2014

Félagsvist í Löngubúð

Minnum á félagsvistina í kvöld kl. 20:30

Allir velkomnir

Kvenfélagið Vaka

17.01.2014

Jóga fellur niður

Jógatíminn, sem vera átti á morgun, miðvikudaginn 15. janúar, fellur niður.

Pála

14.01.2014

Styrktarreikningur vegna andláts Guðnýjar Helgu Baldursdóttur

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur vegna andláts Guðnýjar Helgu Baldursdóttur.

Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna geta gert það með því að leggja inn á reikning

1147-05-402500 - kt. 030247-3299

ÓB

10.01.2014

Hammondhátíð Djúpavogs tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Hammondhátíð Djúpavogs er eitt af 10 verkefnum sem möguleika eiga á því að hljóta Eyrarrósina 2014. 

Sú nýbreytni er nú tekin upp á tíu ára afmæli Eyrarrósarinnar að í stað þriggja tilnefndra verkefna, er nú birtur Eyrarrósarlistinn 2014, listi yfir tíu verkefni sem möguleika eiga á því að hljóta Eyrarrósina í ár.

Þann 2. febrúar næstkomandi verður sagt frá því hvaða þrjú hljóta viðurkenningu. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en tvö verkefni hljóta 300.000 króna viðurkenningu og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 15. febrúar næstkomandi í Menningarmiðstöðinni Skaftelli á Seyðisfirði. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin að vanda.

Eyrarrósarlistinn 2014 er:
Verksmiðjan Hjalteyri
Hammondhátíð á Djúpavogi
Áhöfnin á Húna II
Skrímslasetrið á Bíldudal
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri
Tækniminjasafn Austurlands
Reitir á Siglufirði
Listasetrið Bær í Skagafirði
Kómedíuleikhúsið
Þjóðahátíð Vesturlands

Nánar má lesa um þetta á vef Listhátíðar í Reykjavík

ÓB

10.01.2014

Íþróttamiðstöð Djúpavogs lokuð laugardag

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokuð á morgun laugardag vegna jarðarfarar. 

                                                                                Starfsfólk ÍÞMD

10.01.2014

Leikskólinn opinn á morgun, laugardag

Ákveðið hefur verið að bjóða uppá pössun fyrir börn, í leikskólanum, laugardaginn 11. janúar á meðan jarðarför stendur yfir.

Húsið opnar klukkan 13:30 og sækja skal börnin klukkan 15:00, eða um leið og athöfn í kirkju lýkur.

Börnin fá ekki að borða og eiga því að koma södd í leikskólann.

 

Vinsamlegast látið vita í dag hvort þið munið nýta ykkur þessa þjónustu á netfangið skolastjori@djupivogur.is

 

Skólastjóri

Sveitarstjórn: Fundargerð 09.01.2014

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

10.01.2014

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður í félagi eldri borgara föstudaginn 10. janúar kl. 14:00 í félagsmiðstöð eldri borgara, Tryggvabúð, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir

Stjórnin.

08.01.2014

Jóga byrjar aftur eftir áramót

Jóga byrjar aftur í dag, miðvikudag kl. 18:00 í Sambúð. 

Kveðja Pála

08.01.2014

Frá Löngubúð

Langabúð óskar öllum gleðilegs árs og þakkar liðnar stundir.

Athugið að félagsvistin byrjar föstudaginn 17. janúar kl. 20:30

Starfsfólk Löngubúðar

08.01.2014

Frá Tannlæknastofu Austurlands

Tannlæknir verður á Djúpavogi eftirfarandi föstudaga:

10. janúar
31. janúar
21. febrúar
14. mars
4. apríl
2. maí
23. maí

Tannlæknastofa Austurlands

08.01.2014

Sveitarstjórn: Fundarboð 09.01.2014

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 09.01.2014

43. fundur 2010-2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 9. janúar kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

 

Dagskrá:  

1. Breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020

2. Fundargerðir

a) Félagsmálanefnd, dags. 16. desember 2013.
b) StarfA, dags. 3. desember 2013
c) Hafnasamband Íslands, dags. 13. desember 2013
d) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. desember 2013

3. Erindi og bréf

a) Seyðisfjarðarkaupstaður, dags. 19. desember 2013.
b) SÍS, dags. 23. desember 2013.
c) Alþingi, dags. 6. janúar 2013.

4. Skýrsla sveitarstjóra

 

 

Djúpavogi, 7. janúar 2014

sveitarstjóri

07.01.2014

Engir Zúmbatímar í janúar

Engir Zúmbatímar verða í janúar í íþróttamiðstöðinni.

ÍÞMD

06.01.2014

Þrettándabrenna 2014

Þrettándabrennan verður haldin niðri í Blá, mánudaginn 6. janúar kl. 18:00.

Blysför verður farin frá Sparisjóðnum kl. 17:30.

Við hvetjum fólk til að koma með friðarkerti og kveikja á fyrir utan Sparisjóðinn.

Þrettándanefnd

04.01.2014

Lokað vegna bænastundar

Lokað verður í Samkaup - Strax og Vínbúðinni í dag frá kl 17:40 vegna bænastundar í Djúpavogskirkju. 

03.01.2014