Djúpavogshreppur
A A

Fréttir

Unnið úr trjáberki

Krakkarnir í 3. og 4. bekk hafa verið að vinna tálguverkefni í skólanum.  Ekki má uppljóstra hvað þau voru að búa til en í dag voru þau að leika sér með afganga, trjábörk og ýmislegt fleira.  Margt skemmtilegt og sniðugt kom út úr þeirri vinnu.  Myndir eru hér.  HDH

Jólaleikur - Piparkökuhús 2013

Nýr Jólaleikur, Piparkökuhús 2013, hefst á Djúpavogi 5. desember 2013 og eru allir hvattir til að taka þátt. Húsunum, merktum höfundi er skilað inn til starfsfólks í versluninni Við Voginn á milli 5. og 22. desember.

Leiknum er ætlað að stuðla að listrænum hæfileikum hjá börnum, foreldrum, pörum og einstaklingum og koma öllum í jólaskap.

Allir sem taka þátt fara í pottinn hennar Grýlu og Leppalúði dregur út heppinn vinningshafa á Þorláksmessu. Kertasníkir kemur svo vinningnum til skila á aðfangadag.

Hérastubbur bakari
Hálsaskógi

05.12.2013

Frá félagi eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara föstudaginn 6. desember kl. 14:00 í félagsmiðstöð eldri borgara, Markarlandi 2.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin

05.12.2013

Súmba fellur niður í dag

Súmba fellur niður í dag vegna jólaföndurs foreldrafélagsins.

ÓB

05.12.2013

Jólaföndur foreldrafélagsins

Foreldrafélag Djúpavogsskóla stendur fyrir jólaföndri í grunnskólanum á morgun, fimmtudaginn 5. desember.  Föndrað verður frá 17:00 - 19:00.  Allir íbúar eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir eiga börn eða ekki í Djúpavogsskóla.
Föndrarar eru beðnir að hafa með sér liti, skæri, lím, heftara og pening til að versla föndurvörur af foreldrafélaginu.

Nemendur í 8. og 9. bekk verða með kaffihús þar sem margar girnilegar kökur verða í boði.

Engin skylda er að föndra.  Þeir sem vilja mega koma og rölta um húsið, spjalla við fólk og hlusta á jólalög og setjast síðan inn á kaffihúsið og fá sér eitthvað gott í gogginn.  Vonumst til að sjá sem flesta. 

HDH og foreldrafélagið

Íþróttamiðstöðin verður lokuð á laugardaginn

Íþróttamiðstöðin verður lokuð laugardaginn 7.des.

                                                    Starfsfólk. ÍÞMD

04.12.2013

Frá Djúpavogskirkju

Aðventuhátíð 2. sunnudag í aðventu, 8. desember kl. 17.00.

Fjölbreytt dagskrá.

Kirkjukór, karlakórinn Trausti og barnakór flytja aðventu-og jólalög.

Helgileikir fermingarbarna og grunnskólabarna.

Eigum saman góða aðventu- og hátíðarstund,
allir velkomnir, sóknarprestur

03.12.2013

Árshátíðardiskurinn til sölu

Nú ætlum við að fara að selja árshátíðardiskinn okkar, "Footloose."  Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að leggja inn pöntun á skolastjori@djupivogur.is Einnig er hægt að hringja í grunnskólann og panta þar í síma:  478-8836
Verð á diskinum eru kr. 1.500.-

Skólastjóri

Tendrun jólatrésins 2013

Djúpavogsbúar tendruðu ljósin á jólatré sínu þann 1. desember.

Veður var ákjósanlegt, þó það hafi kannski ekki verið sérstaklega jólalegt - sunnanátt og 5 stiga hiti.

Það var Ríkey Elísdóttir sem kveikti á jólatrénu, jólasveinarnir kíktu í heimsókn og fullorðnir og börn dönsuðu í kringum jólatréð.

Myndir má sjá með því að smella hér.

ÓB

02.12.2013

Auglýst eftir myndum af Austurlandi til markaðssetningar

Markaðssvið Austurbrúar auglýsir eftir myndum af Austurlandi til markaðssetingar hérlendis sem erlendis, sem og til framleiðslu á póstkortum.

Markaðsvið Austurbrúar auglýsir eftir myndum af Austurlandi sem nota mætti til markaðssetingar sem og prentunar á póstkortum. Myndir sem falla vel að verkefninu munu verða valdar af sérstakri dómnefnd.
Keyptar verða myndir til markaðssetningar og prentunar á póstkort. Greitt verður kr. 5.000 fyrir hverja mynd og samið við hvern og einn um notkun hennar.

Óskað er eftir að áhugasamir sendi inn að hámarki 2 myndir í hverjum flokki, alls hámark 16 myndir frá hverjum ljósmyndara, miðað við eftirtalda flokka. Einnig má senda inn myndir í einstaka flokka:

1 Þéttbýli á Austurlandi: „Bærinn minn“
2 Söfn, setur og sögufrægir staðir
3 Áhugaverðir staðir í náttúrunni
4 Áhugaverð flóra á Austurlandi
5 Dýralíf á Austurlandi
6 Menningarlíf á Austurlandi
7 Fólkið á Austurlandi
8 Árstíðir Austurlands
9 Austurland í öðru ljósi

Æskilegt er að myndirnar endurpegli Austurland, samspil manns dýra og náttúru, séð með augum íbúa.

Leiðbeiningar:
Myndum ber að skila rafrænt í smárri upplausn (max. 800x600px) fyrir dómnefnd og er miðað við að ljósmyndarar eigi höfundarréttinn á myndunum sem hann/hún sendir inn. Hver mynd þarf að vera merkt höfundi í smáu letri hægra neðra horns. Tilgreina þarf fullt nafn ljósmyndara, netfang og kennitölu við innsendingu mynda. Koma þarf fram í hvaða flokk myndin telst, hvar hún sé tekin, hvenær og af hverju hún sé.

Þær myndir sem valdar verða þurfa að vera til í hárri upplaust fyrir prentun.

Skila ber myndum á tölvupóstfangið info@east.is fyrir 15. desember næstkomandi.

02.12.2013