Djúpivogur
A A

Fréttir

Sveitarstjórn: Fundargerð 26.09.2013

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

27.09.2013

Nýjar Panorama myndir

Við vorum að bæta við nokkrum myndum í Panorama safnið.

ÓB

26.09.2013

Frá kirkjukórnum

Nú fer vetrarstarfið að hefjast.
Okkur vantar í karlaraddir og sópran.

Æft verður á miðvikudagskvöldum frá kl. 19:00 til kl.21:00

Alltaf kaffi og te. Nýir félagar hjartanlega velkomnir.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Kór Djúpavogkirkju

26.09.2013

Sveitarstjórn: Fundarboð 26.09.2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 26.09.2013

39. fundur 2010 – 2014

 

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1. Fjárhagsleg málefni
2. Fundargerðir

a) LBN, dags. 30. ágúst 2013.
b) SBU, dags. 16. september 2013.
c) AsAust, dags. 20. ágúst 2013.
d) SASSA, dags. 20. ágúst 2013.
e) HAUST, dags. 2. september 2013.
f) SSA, dags. 12. september 2013.
g) SSA, dags. 14. september 2013.
h) Brunavarnir á Austurlandi. dags. 6. september 2013
i) SÍS, dags. 13. september 2013.

3. Heilbrigðismál
4. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi 2013.
5. Teigarhorn, staða mála- skýrsla landvarðar – vinna við verndaráætlun
6. Skýrsla sveitarstjóra

 


Djúpavogi 24. september 2013;
sveitarstjóri

24.09.2013

Cittaslow Sunday 2013

Sunnudaginn 29. september verður í fyrsta skipti haldinn Cittaslow sunnudagur í Djúpavogshreppi.

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert síðasta sunnudag í september í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow.

Markmiðið er að kynna staðbundna framleiðslu, menningu og/eða sögu. Að þessu sinni verður lögð áhersla á ber, sveppi og annan jarðargróður.

Dagskráin stendur frá kl. 14:00-16:00 í Löngubúð og hefst með því að sveitarstjóri kynnir Cittaslow og svarar spurningum.

Að því loknu verður gestum boðið að bragða á afurðum unnum af heimamönnum s.s. sultum, saft, sveppum o.fl.

Allir velkomnir.

24.09.2013

Frá Bakkabúð

Framvegis verður Bakkabúð opin á fimmtudögum frá kl. 16:00 - 18:00.

Starfsfólk Bakkabúðar

24.09.2013

Félagsvist í Löngubúð

Spiluð verður félagsvist í Löngubúð föstudagana 27. september, 4. október og 11. október nk. kl. 20:30.

Sjáumst hress og kát.

Félag eldri borgara

24.09.2013

Jóga breyttur tími

Jóga verður á miðvikudaginn kemur kl. 18:00

Vinsamlegast mætið með teppi og púða.

Leiðbeinandi Pála.

Allir velkomnir.

23.09.2013

Frá Tannlæknastofu Austurlands

Helgi Sigurðsson tannlæknir verður á Djúpavogi,
föstudagana 27. sep, 4.okt, 1.nóv, 15. nóv og 6.des.

Tímapantanir í síma 471-1430

Bestu kveðjur
Tannlæknastofa Austurlands

19.09.2013

Fárviðri í Djúpavogshreppi

Fyrsta haustlægðin skall hér á aðfaranótt sunnudagsins 15. september og var hún með hraustlegra móti. Menn eru sammála um að fárviðrið sem hefur geysað hér síðan sé það versta í Djúpavogshreppi í fjöldamörg ár. Veðrið hefur þó verið með skárra móti í dag þó hviður hafi farið vel yfir 30 m/s á veðurstöðinni í Hamarsfirði. Hún sýndi 70,4 m/s að kvöldi sunnudagsins 15. sept. og í gær var jafn vindur þar um 35 m/s og hviður á milli 55-65 m/s. Þá var hins vegar mun verra veður hér úti á Djúpavogi heldur en á sunnudeginum. 

Björgunarsveitin Bára hefur sinnt fjölmörgum útköllum, bæði hér í bænum og við að aðstoða ferðamenn. Hér voru öll gistipláss pakkfull í gær af ferðamönnum sem hvorki komust lönd né strönd. Eins var töluvert af flutningabílstjórum, sem ekki komust á bílum sínum, fastir hér í tæpa tvo sólarhringa.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að 70,4 m/s sé hæsta vindhviða sem mælst hefur á láglendi svo snemma hausts. Landsmetið á láglendi er einnig í Hamarsfirði en það er 70,5 m/s svo ekki munaði miklu þar.

Hér er samantekt yfir umfjallanir í netheimum og í sjónvarpi. 

ruv.is - Bálhvasst á Djúpavogi og í Hamarsfirði
agl.is - Hræddir ferðamenn leita skjóls á Djúpavogi
Fréttir RÚV - Aftakaveður á Norður- og Austurlandi
mbl.is - Hviðurnar fóru upp í 70,4 metra á sekúndu

Þá er hér líka myndband frá Magnúsi Kristjánssyni.

Að lokum eru hér myndir sem undrritaður tók 15. og 17. september.

ÓB

 

17.09.2013

Í berjamó

Í síðastliðinni viku fóru nemendur leikskólans í berjamó þar sem þeir tíndu bæði bláber og krækiber.  Berin voru síðan notuð með hádegismatnum og fengu börnin sér því berjaskyr.  Ekki þurftu þau að fara langt til að finna berin en börnin á Krummadeild fóru rétt út fyrir leikskólagirðinguna og þar var lyngið svart af krækiberjum og inn á milli voru bláberin.  Börnin á Kríudeild fóru hins vegar aðeins lengra eða utan við Bóndavörðuna í svokallað Loftskjól og var sama sagan þar, lyngið svart af berjum.   Misjafnt var hversu sólgin börnin voru í berin en sum börnin tíndu beint upp í sig á meðan önnur létu nægja að setja í pokann og voru lítið fyrir að smakka berin.  Við vorum líka svo einstaklega heppin þennan dag með veður þar sem við fengum glampandi sól, logn og mjög hlýtt.

Að tína ber

Í berjamó

Fleirri myndir hér

 

ÞS

Foreldrafundur

Fundarboð

Boðað er til almenns foreldrafundar í Djúpavogsskóla.  Fundurinn verður haldinn í grunnskólanum þriðjudaginn 10. september og hefst klukkan 18:00

Dagskrá

1.       Innlögn frá skólastjóra, farið yfir skóladagatal o.fl.

2.       Kosning í skólaráð.  Kosið var til tveggja ára haustið 2011.  Í skólaráði starfa nú:

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Berglind Einarsdóttir
Þórdís Sigurðardóttir
Elísabet Guðmundsdóttir
Þórir Stefánsson
Berglind Elva Gunnlaugsdóttir
Helga Rún Guðjónsdóttir
Óliver Ás Kristjánsson
Ragnar Sigurður Kristjánsson

Í skólaráði þurfa að vera fulltrúar stjórnenda og geri ég ráð fyrir því að Halldóra, skólastjóri, Berglind staðgengill í grunnskóla og Þórdís staðgengill í leikskóla starfi áfram.  Einnig verða formaður og varaformaður nemendaráðs í skólaráði.  Fyrsti fundur nemendaráðs verður miðvikudaginn 11. september og mun nemendaráð þá skipta með sér verkum.

Í skólaráð vantar því fjóra frambjóðendur.

3.       Kosning í umhverfisráð

Í umhverfisráði voru:

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Lilja Dögg Björgvinsdóttir
Gunnlaug Fía Aradóttir
Svala Bryndís Hjaltadóttir
Berglind Elva Gunnlaugsdóttir
Ágústa Arnardóttir
Hafdís Reynisdóttir / Sigurður Ágúst Jónsson
Kristborg Ásta Reynisdóttir / Stefán Kjartansson
Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir

Ásamt fjölmörgum nemendum grunnskólans og elsta árgangi leikskólans

Lilja Dögg, Halldóra, Elva og Júlía hafa gefið kost á sér í nýtt ráð.

4.       Kynning á starfi nýs íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

Framboð í sund- og frjálsíþróttaráð

Í því eru nú:  Claudia og Dröfn

Framboð í yngriflokkaráð

Í því eru nú Hafdís og Lilja

5.       Aðalfundur foreldrafélagsins

Í stjórn voru sl. skólaár: 

Dröfn Freysdóttir

Júlía Hrönn Rafnsdóttir

María Dögg Línberg

Helga Björk Arnardóttir

Rannveig Þórhallsdóttir

Bergþóra Valgeirsdóttir

6.       Önnur mál

 

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, skólastjóri

 

Eitt stærsta eintak scolecite sem fundist hefur

Í ár starfaði í fyrsta sinn landvörður á Teigarhorni. Teigarhorn er friðlýst náttúruvætti vegna fjölbreyttra geislasteina sem mynduðust í berginu við sérstæðar aðstæður. Jafnframt er jörðin nýfriðlýstur fólkvangur. Gott samstarf er milli Djúpavogshrepps og Umhverfisstofnunar um skipulag og umsýslu á landinu og hefur landvörður á Teigarhorni, Brynja Davíðsdóttir, tekið virkan þátt í undirbúningi að skipulagsvinnu varðandi umsýsluáætlun fyrir friðlýsta svæðið að beiðni Djúpavogshrepps.

Teigarhorn er óvenju falleg jörð og laðar meðal annars að vegna fegurðar sinnar, jarðsögunnar og sögu Weywadt-fjölskyldunnar sem þar bjó svo og Weywadthúss sem er í eigu þjóðminjasafnsins og bíður uppbyggingar. Margir ferðamenn hafa lagt leið sína á Teigarhorn í sumar gagngert til að sjá geislasteina í sínu náttúrulega umhverfi. Þetta gerir Teigarhorn að sérstæðum og spennandi áningarstað. Landvörður hefur unnið að skipulagningu göngustígs í samvinnu við Djúpavog og Pál Líndal, umhverfissálfræðing, þar sem geislasteinar, menningarminjar og falleg umgjörð Teigarhorns verða á vegi gesta.

Þá hefur Brynja landvörður komið upp safni af helstu tegundum geislasteina sem finnast á Teigarhorni en gaman er að segja frá því að komið hefur á góðu samstarfi milli landvarðar á Teigarhorni og Breiðdalsseturs og hafa forstöðumenn setursins sett mikla vinnu í að greina eintök í geislasteinasafninu. Yfir 300 eintök eru í safninu en einn safngripanna er sérstæðari en aðrir. Eintakið sem um ræðir er af tegundinni scolecite og kom í ljós við eftirlitsferð þar sem hann sat laus á klettasyllu, en berg hafði hrunið frá honum í vor. Ljóst þótti að þarna var meiriháttar eintak á ferð og lögum samkvæmt ber landverði að halda slíkum eintökum til haga enda eign allra Íslendinga. Steininum var komið í hús með hjálp vanra sigmanna úr björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi og oddvitanum Andrési Skúlasyni. Líklegt er að um þjóðargersemi sé að ræða og eitt stærsta eintak scolecite sem fundist hefur á landinu. Síðast fannst svipað eintak á Teigarhorni um 1960. Sérfræðingur frá Náttúrufræðistofnun Íslands kom til að meta steininn og skráði í safn stofnunarinnar.

Sjónvarpsviðtal um Teigarhorn sem tekið var við Brynju landvörð og Andrés oddvita fyrr í sumar má nálgast á vef fréttastofunnar N4 (ca 15 mínútur inn í þáttinn).

- Frétt af UST.is

 

Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn

Brynja landvörður á Teigarhorni með steininn

Martin, forstöðumaður Breiðdalsseturs, greinir smágerða geislasteina í holufyllingu

Martin, forstöðumaður Breiðdalsseturs, greinir smágerða geislasteina í holufyllingu

Ferðamenn á Teigarhorni

Ferðamenn á Teigarhorni

Horft yfir hluta jarðarinnar. Búlandstindur, Búlandsdalur og Búlandsá tilheyra jörðinni að stórum hluta.

Prjónakvöld Við Voginn

Prjónakvöldin munu hefjast aftur þann 10. september kl 20:00 í versluninni Við Voginn.

Þessi hittingur er haldinn fyrir alla sem hafa áhuga á prjónaskap og vilja prjóna í góðum félagsskap, spjalla, sjá hvað aðrir eru með á prjónunum og skiptast á gagnlegum og skemmtilegum hugmyndum.

Hvetjum byrjendur og lengra komna endilega til að mæta. Þaulvanar prjónakonur verða á staðnum með mikið af spennandi uppskriftum og góðum hugmyndum.

Allir velkomnir, verð kr. 300 og heitt á könnunni.

Prjónafólk

04.09.2013

Jóga í íþróttamiðstöðinni

Jógatímar hefjast í dag, miðvikudag, í Íþróttamiðstöð Djúpavogs kl. 17:00. Gott er að hafa með sér púða og teppi.

ÍÞMD

04.09.2013