Djúpivogur
A A

Fréttir

Langabúð auglýsir

Páska Pub Quiz í Löngubúð laugardaginn 30.mars kl. 21.30 Natan pub quiz gúrú sér um fjörið og hver veit nema mörgæsin mæti á staðinn líka.

Vinningar fyrir sigurliðið eins og venjulega.

Langabúð

27.03.2013

Zumba/dansnámskeið

Guðrún Smáradóttir, danskennari, frá Neskaupstað verður að kenna dans í Djúpavogsskóla vikuna 8.-12. apríl.  Hún hefur áhuga á því að bjóða uppá námskeið í Zumba og dansnámskeið fyrir fullorðna ef næg þátttaka fæst.

Boðið verður uppá þrjá Zumbatíma í vikunni og kostar hver tími 1.000.- fyrir fullorðna en 500 krónur skiptið fyrir 8.-10. bekk.

Boðið verður uppá þrjá danstíma í vikunni og kostar hver tími 1.000.- á mann.  Lágmark 10 manns.

Skráningarblöð hanga uppi í Íþróttamiðstöð.  Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem fyrst þannig að Guðrún viti hvort af þessu getur orðið eða ekki.  HDH

 

Opnunartími ÍÞMD um páskana

Opnun Íþróttamiðstöðvarinnar um páskana.

28. mars, skírdagur - opið 11:00 - 15:00
29. mars, föstudagurinn langi - Lokað
30. mars, laugardagur - opið 11:00-15:00
31. mars, páskadagur - Lokað 
1. apríl, annar í páskum - opið 11:00 - 15:00


Gleðilega páska;
Starfsfólk ÍÞMD
       

26.03.2013

Spurningakeppni Neista 2013

Jæja gott fólk, nú fer hin árlega spurningakeppni Neista að fara í gang og auglýsum við hér með eftir liðum fyrirtækja hér á Djúpavogi til þátttöku. Keppnin verður með svipuðu sniði og síðustu ár þar sem þriggja manna lið etja kappi en leyfilegt er að skrá varamann.

Keppnin verður haldin vikuna 15.-20. apríl. Þátttökugjald er 8.000 kr. og eru áhugasöm lið vinsamlegast beðin um að skrá sig í síðasta lagi miðvikudaginn 3. apríl hjá Guðmundi Helga í síma 848-6968 eða á netfangið neisti@djupivogur.is.

Stjórn Umf. Neista

25.03.2013

Djúpavogsskóli auglýsir

Menntaða grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Heimilisfræði, um 6 kst., textílmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., tungumál um 16 kst., íþróttir og sund um 12 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 7 kst., stærðfræði á mið- og unglingastigi um 12 kst.

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 6. bekk, u.þ.b. 70% starf.

Þá vantar menntaða leikskólakennara við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Sérkennsla 75% starf
Leiðbeinendur á yngri og eldri deildum, samtals 1x 100% staða og 3 x 75 stöður

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 90-100% starf

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 899-6913.  Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2013.

25.03.2013

Djúpavogsskóli auglýsir

Menntaða grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Heimilisfræði, um 6 kst., textílmennt um 6 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 12 kst., tungumál um 16 kst., íþróttir og sund um 12 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 7 kst., stærðfræði á mið- og unglingastigi um 12 kst.

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 6. bekk, u.þ.b. 70% starf.

Þá vantar menntaða leikskólakennara við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður næsta skólaár:

Sérkennsla 75% starf
Leiðbeinendur á yngri og eldri deildum, samtals 1x 100% staða og 3 x 75 stöður

Einnig vantar stuðningsfulltrúa með fötluðum dreng í 90-100% starf

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 899-6913.  Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2013.

Krakkabíó í Löngubúð

Krakkabíó verður í Löngubúð í dag föstudaginn 22. mars kl. 17:00

Múffur og popp, gaman gaman.

Langabúð

22.03.2013

Djúpavogshreppur auglýsir

Djúpavogshreppur auglýsir eftirfarandi til sölu:

Behr rafmagnshelluborð 2 hellur
Frigor frystikista

Upplýsingar fást á skrifstofu Djúpavogshrepps.

Sveitarstjóri

22.03.2013

Sveitarstjórn: Fundargerð 21.03.2013

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

22.03.2013

Sveitarstjórn: Fundarboð 21.03.2013

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð 21.03.2013

35. fundur 2010 – 2014


Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 21. mars 2013 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:1.    Fundargerðir

a)    Stjórn SSA, dags. 5. febrúar 2013.
b)    Hafnasamband Íslands, dags. 15. febrúar 2013.
c)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. mars 2013.
d)    Framkvæmdaráð SSA dags. 18. mars 2013
e)    Skólaskrifstofa Austurlands, dags. 12. mars 2013

2.    Erindi og bréf

a)    Austurbrú, dags. 15. febrúar 2013.
b)    UMFÍ, dags. 1. mars 2013.
c)    Velferðarvaktin, dags. 20. febrúar 2013.

3.    Hafnarframkvæmdir
4.    Stjórnsýsluúttekt KPMG
5.    Frá Félagsmálanefnd
6.    Ný samþykkt um byggingartengd gjöld
7.    Cittaslow
8.    Sóknaráætlun Austurlands
9.    Málefni Safnahúss
10.    Skýrsla sveitarstjóraDjúpavogi 19. mars 2013;
Sveitarstjóri

19.03.2013

Bæjarvinna 2013

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2013:

1.    UNGLINGAR

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2013 sem hér greinir:

8. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
9. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.    
10. bekkur: Frá 1. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.    

Umsóknarfrestur til 24. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins)

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

2.    STARFSMENN Í ÁHALDAHÚSI

Djúpavogshreppur auglýsir eftirt. tímabundin sumarstörf til umsóknar:
Auglýst eru allt að 4 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. (Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum).  

Umsóknarfrestur til 24. maí (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.)

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.Sveitarstjóri

19.03.2013

Djúpavogshreppur auglýsir lausar stöður við Þjónustumiðstöð Djúpavogsh...

Djúpavogshreppur auglýsir eftirfarandi stöður við Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps lausar til umsóknar:


Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Djúpavogshrepps
 

Starfssvið:
Yfirumsjón með daglegum rekstri Þjónustumiðstöðvar Djúpavogshrepps, s.s. fráveitu, vatnsveitu, sorphirðu og flokkun, viðhaldi fasteigna sem og grænna og opinna svæða.
Þá skal forstöðumaður hafa allt starfsmannahald innan þjónustumiðstöðvar á höndum og annast skýrslu og áætlanagerð sem og skráningu verkbókhalds.
Menntunar- og hæfniskröfur:  
Meirapróf og vinnuvélaréttindi, skipulags- og samskiptahæfileikar og frumkvæði í starfi, góð tölvukunnátta æskileg, Excel og ritvinnsla.


Starfsmaður í Þjónustumiðstöð


Starfssvið:
Almenn verkefnavinna innan þjónustumiðstöðvar og verkefni er forstöðumaður leggur til hverju sinni.  
Menntunar- og hæfniskröfur:  
Vinnuvélaréttindi,  frumkvæði í starfi og samskiptahæfileikar.


Umsóknarfrestur um störfin er til 5. apríl en gert er ráð fyrir að nýir starfsmenn taki til starfa 1. maí.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

19.03.2013

Sumarvinna í Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Djúpavogs fyrir sumarið 2013.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - vinna í afgreiðslu, við þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Nýjir starfsmenn skulu sækja sérstakt grunnnámskeið ætlað starfsfólki sundstaða sem verður haldið 3-4 júní á Egilsstöðum.   


Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 15 apríl.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Allar umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Andrés Skúlason
Forstöðum. ÍÞMD

19.03.2013

Djúpavogshreppur auglýsir: Lausar stöður við Þjónustumiðstöð Djúpavogs...

Djúpavogshreppur auglýsir eftirfarandi stöður við Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps lausar til umsóknar:


Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Djúpavogshrepps
 

Starfssvið:
Yfirumsjón með daglegum rekstri Þjónustumiðstöðvar Djúpavogshrepps, s.s. fráveitu, vatnsveitu, sorphirðu og flokkun, viðhaldi fasteigna sem og grænna og opinna svæða.
Þá skal forstöðumaður hafa allt starfsmannahald innan þjónustumiðstöðvar á höndum og annast skýrslu og áætlanagerð sem og skráningu verkbókhalds.
Menntunar- og hæfniskröfur:  
Meirapróf og vinnuvélaréttindi, skipulags- og samskiptahæfileikar og frumkvæði í starfi, góð tölvukunnátta æskileg, Excel og ritvinnsla.


Starfsmaður í Þjónustumiðstöð


Starfssvið:
Almenn verkefnavinna innan þjónustumiðstöðvar og verkefni er forstöðumaður leggur til hverju sinni.  
Menntunar- og hæfniskröfur:  
Vinnuvélaréttindi,  frumkvæði í starfi og samskiptahæfileikar.


Umsóknarfrestur um störfin er til 5. apríl en gert er ráð fyrir að nýir starfsmenn taki til starfa 1. maí.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Sveitarstjóri

19.03.2013

Miðar á Hammondhátíð í sölu á Hótel Framtíð

Næstu tvær vikurnar (18. mars - 1. apríl) verður hægt að kaupa miða á Hammondhátíð í afgreiðslu Hótels Framtíðar.

Mæta þarf á staðinn og eingöngu verður tekið við peningum.  Bæði verður hægt að kaupa heildarpassa og miða á staka viðburði.
 
Miðaverð eru sem hér segir:

Fimmtudagur    2.500.-
Föstudagur       4.000.-
Laugardagur     4.500.-
Sunnudagur      3.000.-
Heildarpassi     10.000.-

Allar upplýsingar um Hammondhátíð 2013 er að finna á heimasíðu hátíðarinnar, hammond.djupivogur.is.

Fylgist líka með á Facebooksíðu Hammondhátíðar.

Sjáumst á Hammond!

Hammondhátíðarnefnd

18.03.2013

Skólahreysti

Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega í Skólahreysti og enduðu í 6. sæti.  Þórunn Amanda gerði sér lítið fyrir og sigraði armbeygjukeppnina og óskum við henni og krökkunum til hamingju með flotta frammistöðu.

Klappliðið var líka til fyrirmyndar og skörtuðu þau gulu Neistagöllunum, ásamt því að skreyta hár sitt og andlit í gulum og páskalegum lit.

Á myndinni sem fylgir með fréttinni má sjá Þórunni í viðtali við sjónvarpsfólkið sem kemur alltaf með.  Þátturinn frá Egilsstöðum verður sýndur á RÚV þann 26. mars.
Það verður spennandi að fylgjast með á næsta ári því þeim hefur farið ótrúlega mikið fram.  HDH

Aðalfundur Neista – Gleðifréttir

Á framhaldsfund mættu félagar Neista sem áhuga hafa á að taka við keflinu af fráfarandi stjórnarmeðlimum. Er því ný stjórn tekin við.

Formaður:
Pálmi Fannar Smárason

Ritari:
Guðbjörg Aðalheiður Guðmundsóttir

Gjaldkeri (starfar aðeins sem gjaldkeri):
Guðný Helga Baldursdóttir

Meðstjórnendur:
Guðmundur Helgi Stefánsson og Júlía Hrönn Rafnsdóttir.

Varamenn eru:
Hafdís, Kristborg Ásta og Lilja Dögg.

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í þeim skemmtilegu verkefnum sem bíða hennar.

LDB

17.03.2013

Frá bókasafninu

Bókasafnið verður lokað þriðjudaginn 26. mars í dymbilvikunni.

Bókasafnsvörður

Sparisjóðurinn auglýsir

Sparisjóðurinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðný Helga í síma 470-8710 eða á gudnyhelga@sphorn.is

Sparisjóður Vestmannaeyja,
Útibú á Djúpavogi

16.03.2013

Aðalfundur Skotmannafélags Djúpavogs

Hér með er boðað til aðalfundar Skotmannafélgs Djúpavogs, þann 2. apríl 2013 kl. 20.00 í Sambúð, húsi AFLS og Bjsv. Báru                    

Dagskrá samkv. lögum félagsins:

1.  Fundarsetning.
2.  Fundarstjóri og ritari kosnir.
3.  Skýrsla stjórnar.
4.  Lagðir fram reikningar félagsins, og þeir  borni upp til samþykktar.
5.  Lagabreytingar. Teknar til umfjöllunar atugasemdir laganefndar  Í. S. Í á lögum félagsins , samkvæmt bréfi  dags. 19 jan. 2013.
6.  Kosning stjórnar, varamanna í stjórn, nefnda og skoðunarmanna reikninga,
7.  Upphæð árgjalds ákveðin.
8.  Önnur mál.

Fh. stjórnar;
Nökkvi F. Flosason

16.03.2013

Bingó

Kvenfélagið Vaka stendur fyrir bingói sunnudaginn 24. mars nk. á Hótel Framtíð.

Barnabingó  verður haldið kl. 14:00 og fullorðinsbingó kl. 20:30.

Kvenfélagið Vaka

15.03.2013

Aðalfundur UMF Neista - framhald

Aðalfundi UMF Neista verður framhaldið í Löngubúð sunnudaginn 17. mars kl. 16:00.

 - Kosning nýrrar stjórnar.

Við hvetjum áhugasama um ungmennastarfið að bjóða sig fram.

UMF Neisti

14.03.2013

Frá Löngubúð

Okkur finnst leiðinlegt að þurfa að fresta krakkabíóinu, sem átti að vera á morgun 15. mars, um 1 viku vegna flensu.  Vonum að allir verði orðinir hraustir og hressir þann 22. mars kl. 17.

Hlökkum mikið til

Langabúð

14.03.2013

Meistaradeildin á Hótel Framtíð í kvöld

Hótel Framtíð sýnir leik Bayern Munchen og Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld.

Komið og sjáið stolt enskrar knattspyrnu, fulltrúa þeirra sem trúa enn að enska deildin sé sú besta í heiminum, eina enska liðið sem eftir er í keppninni - komast áfram!

Pizzatilboð:
Pizza með þremur áleggstegundum og 1/2 af pepsí eða coke á kr. 1.850.-

Tilboð á ýmsum drykkjum, heitum og köldum.

Hótel Framtíð.

13.03.2013

Vefmyndavélin er komin í lag

Nú vonum við að krankleikar þeir sem hrjáðu vefmyndavélina á árinu 2012 séu fyrir bí.

Hún horfir allavega, eins og staðan er núna, björtum augum á þorpið okkar og yljar þeim sem eru haldnir ólæknandi heimþrá.

http://djupivogur.is/adalvefur/?pageid=1064

 

ÓB

11.03.2013

Skólahreysti

Nú er u.þ.b. hálftími þar til keppni í Skólahreysti lýkur á Egilsstöðum.  Mikil spenna var meðal stuðningsmanna keppenda áður en þau lögðu af stað í morgun, full bjartsýni og alveg dásamlegir unglingar, öll klædd í gular Neistatreyjur en liturinn okkar í ár er einmitt gulur.
Við sendum Annýju, Þórunni, Bjarna og Guðjóni alla þá orkustrauma sem við eigum .............  HDH

Miðasala á Hammondhátíð

Djúpavogsbúum mun standa til boða að kaupa miða á Hammondhátíð í afgreiðslu Hótels Framtíðar, dagana 18. - 24. mars næstkomandi. Mæta þarf á staðinn og eingöngu verður tekið við peningum.  Bæði verður hægt að kaupa heildarpassa og miða á staka viðburði.
 
Miðaverð eru sem hér segir:

Fimmtudagur    2.500.-
Föstudagur       4.000.-
Laugardagur     4.500.-
Sunnudagur      3.000.-
Heildarpassi     10.000.-

Allar upplýsingar um Hammondhátíð 2013 er að finna á heimasíðu hátíðarinnar, hammond.djupivogur.is.

Fylgist líka með á Facebooksíðu Hammondhátíðar.

Sjáumst á Hammond!

Hammondhátíðarnefnd

11.03.2013