Fréttir
Djúpivogur á N4
Gísli Sigurgeirsson staldraði við hér á Djúpavogi um daginn og gerði skemmtilegt innslag fyrir þáttinn Glettur - Austurlandi á norðlensku sjónvarpsstöðinni N4.
Hægt er að skoða þáttinn með því að smella hér.
ÓB
Lestrarátakið í grunnskólanum
Í desember hefur staðið yfir lestrarátak í grunnskólanum. Við settum upp gervijólatré, skreyttum það með ljósum og stilltum því upp á ganginum. Síðan hafa nemendur smám saman verið að skreyta það, með bjöllum, kertum, hjörtum og fleira skrauti úr pappír. Á hvert skraut skrá börnin nafnið sitt, nafn bókarinnar og fjölda blaðsíðna. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er tréð orðið hæfilega skreytt og hætt við að ofskreyting gæti átt sér stað ef börnin verða dugleg að lesa þessa viku sem eftir er af skólanum, fram að jólafríi. HDH
Árshátíðin - til sölu!!
Nú er verið að leggja síðustu hönd á DVD diskana með "Bugsy Malone", árshátíð grunnskólans.
Diskarnir fara í sölu í næstu viku.
Þeir sem hafa áhuga geta lagt inn pöntun á skolastjori@djupivogur.is. Diskarnir kosta 1.500.- stykkið.
Diskarnir verða svo til sölu í versluninni "Við Voginn", frá og með miðvikudeginum 12. desember.
Diskarnir eru kjörnir í jólagjafir handa ömmum og öfum, frænkum og frændum um land allt :)
HDH
Brunavarnir í heimsókn
Í vikunni komu Brunavarnir Austurlands í heimsókn á Kríudeild. Tilgangur heimsóknarinnar er fræða börnin um eldvarnir og að kynna fyrir leikskólabörnunum slökkviliðsmanninn og þá sérstaklega reykköfunarmanninum sem getur verið ansi ógnvekjandi fyrir litla krakka. Hann er með mikinn útbúnað á sér auk þess sem það heyrast skringileg hljóð í honum. Sum börnin voru nokkuð smeyk í fyrstu en svo lagaðist það og fengu þau hugrökkustu að prófa hjálm slökkviliðsmannsins.
Skoða hjálminn
Talað við reykköfunarmennina
ÞS
Bæjarlífið nóvember 2012
Sprellfjörugur bæjarlífspakki nóvembermánaðar er kominn á alnetið.
ÓB
Jólaíþróttasprelldagur í íþróttamiðstöðinni
Laugardaginn 7. desember verður jólaíþróttasprelldagur fyrir leikskólabörn í Íþróttamiðstöð Djúpavogs frá kl. 11:00 - 12:30.
Hlökkum til að sjá sem flesta;
Foreldrafélag Djúpavogsskóla
Frá Djúpavogskirkju
Aðventuhátíð sunnudaginn 9. des. kl. 17.00.
Fjölbreytt dagskrá. Kirkjukór, karlakórinn Trausti og skólakór syngja aðventu- og jólalög. Helgileikir barna og unglinga.
Eigum saman góða aðventu- og hátíðarstund,
allir velkomnir,
sóknarprestur.
Piparkökubakstur og boð
Í dag var piparkökuboð leikskólabarna þar sem þau buðu foreldrum sínum að koma og smakka á piparkökunum sem þau höfðu bakað og skreytt í vikunni. Flest allir foreldrar komu við og fengu að bragða á góðgætinu en einhverjir áttu þo ekki heimangengt en fengu þá kökurnar sendar heim með barninu í lok dagsins.
Það er vandasamt að raða formunum á degið
Það þarf að vanda til verksins svo deigið verði slétt og fellt
Síðan er að skreyta þær
Mamma kom í heimsókn og fékk kaffi og piparkökur
ÞS
Landaður afli í nóvember 2012
Hér gefur að líta tölur yfir landaðan afla í Djúpavogshöfn í nóvember 2012.
Það er gaman að segja frá því að ekki hefur verið landað jafn miklum afla síðan í október 2007, en einungis vantaði 24,5 tonn til að bæta þann mánuð. Í heildina voru þetta 2.202.546 kíló en 2.227.120 í október 2007.
ÓB
Skip/Bátur | Afli | Veiðarfæri | Fjöldi róðra |
Glaður SU | 268 | Handfæri | 2 |
Tálfi SU | 15.881 | Dragnót | 5 |
Birna SU | 664 | Landbeitt lína | 3 |
Öðlingur SU | 27.297 | Landbeitt lína | 6 |
Ragnar Alfreðsson GK | 13.093 | Landbeitt lína | 5 |
Gulltoppur GK | 141.688 | Landbeitt lína | 20 |
Hamar SH | 66.357 | Landbeitt lína | 9 |
Óli á Stað GK | 91.304 | Lína | 16 |
Þórkatla GK | 40.888 | Lína | 7 |
Olafur HF | 57.854 | Lína | 11 |
Guðmundur á Hópi GK | 56.822 | Lína | 10 |
Arnarberg ÁR | 44.711 | Lína | 2 |
Ágúst GK | 169.586 | Lína | 4 |
Fjölnir SU | 385.224 | Lína | 5 |
Kristín ÞH | 76.709 | Lína | 1 |
Páll Jónsson GK | 233.062 | Lína | 3 |
Sighvatur GK | 298.738 | Lína | 4 |
Sturla GK | 226.170 | Lína | 4 |
Tómas Þorvaldsson GK | 50.048 | Lína | 1 |
Valdimar GK | 186.962 | Lína | 4 |
Þinganes SF | 19.220 | Botnvarpa | 1 |
Samt | 2.202.546 |
Starfsmann vantar í leikskólann
Í Leikskólann Bjarkatún vantar starfsmann frá 1. janúar 2013 í 50% starf. Vinnutími frá 8:00 – 12:00.
Viðkomandi þarf einnig að geta leyst af matráð í morgunmat og hádegismat, þegar matráður er fjarverandi. Tímabilið sem um ræðir er 1. janúar – 1. júní 2013.
Umsóknarfrestur er til 15:00 þann 14. desember 2012.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma: 478-8832, 899-6913 eða á skolastjori@djupivogur.is
Sveitarstjórn: Fundargerð 03.12.2012
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Kveikt á jólatrénu
Eins og vaninn er voru jólaljósin kveikt á jólatré Djúpavogsbúa fyrsta sunnudag í aðventu, þann 2. desember. Veður var gott og fjöldi fólks samankominn.
Athöfnin hófst með ávarpi sveitarstjóra, Gauta Jóhanessonar. Að því loknu var kveikt á trénu og í þetta sinn var það hún Embla Rós Sigurbrandsdóttir sem fékk að kveikja á jólatrénu. Svo var dansað í kringum tréð þar sem Berglind Einarsdóttir stjórnaði söng og Kristján Ingimarsson spilaði undir.
Fjórir jólasveinar, þeir Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur og Þvörusleikir mættu á svæðið með mandarínur handa börnunum og dönsuðu með þeim í kringum tréð.
Eins og undanfarin ár er það Skógræktarfélag Djúpavogs sem gefur íbúum sveitarfélagsins jólatréð.
Myndir má sjá með því að smella hér.
ÓB
Tendrun jólatrésins
Kveikt verður á jólatré Djúpavogsbúa á Neistatúninu sunnudaginn 2. desember nk, kl. 17:00.
Að venju verður sungið og gengið í kringum tréð og von er á jólasveinum í heimsókn.
Eins og undanfarin ár er það Skógræktarfélag Djúpavogs sem gefur íbúum sveitarfélagsins jólatréð.
Ferða- og menningarnmálafulltrúi Djúpavogs