Djúpavogshreppur
A A

Fréttir

Atvinnu og nýsköpunarhelgi á Reyðarfirði

Helgina 11. til 13. maí verður haldin Atvinnu- og nýsköpunarhelgi í Grunnskólanum á Reyðarfirði þar sem áhugasamir geta komið saman og unnið að því að gera hugmyndir sínar að veruleika.

Dagskrá:

Föstudagur:

•    17:30 Hús opnar
•    18:00 Diljá Valsdóttir, verkefnastjóri Innovit
•    18:30 Kvöldmatur (í boði Tærgesen's)
•    19:00 Hugmyndir þátttakenda kynntar
•    20:00 Teymi helgarinnar mynduð
•    21:00 Markmið sett fyrir helgina, verkaskipting innan teyma
•    22:00 Hús lokar

Laugardagur:

•    10:00 Hús opnar, morgunmatur (í boði Sesam Brauðhús)
•    12:00 Reynslusaga frumkvöðuls, Kjartan og Sævar stofnendur Gítargrip.is/Guitarparty.com
•    12:30 Hádegismatur (í boði Fjarðahótel)
•    13:00 Mentorar para sig með teymum
•    16:00 Reynslusaga frumkvöðuls, Ívar Ingimarsson stofnandi Ideas-shared.com
•    16:20 Síðdegishressing (í boði Sesam Brauðhús)
•    19:00 Kvöldmatur (frá Fjarðahótel)
•    22:00 Hús lokar

Nánari upplýsingar og skráning á www.anh.is

11.05.2012

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar tónskólans verða haldnir í Djúpavogskirkju föstudaginn 11. maí, klukkan 18:00.

Allir velkomnir.

Skólastjóri

Opið hús í leikskólanum

Opið hús verður í leikskólanum, þriðjudaginn 15. maí frá 17:00 - 19:00.  Verk úr vetrarstarfi verða til sýnis.  Allir velkomnir.  Smellið hér til að sjá auglýsinguna stóra.  HDH

Sannkallað strandveiðiævintýri

Í gömlum íslenskum sögnum segir frá svokölluðu síldarævintýri. Í glænýjum sögnum frá Djúpavogi segir frá strandveiðiævintýri. Sannkölluðu.

Ekkert lát virðist á komu aðkomubáta hér í höfnina, en um 40 bátar lágu við bryggju í kvöld. Ástæða þessa fjölda hér er að sögn (ekki gamalli) mokfiskirí á Hvítingum en undantekning hefur verið ef sjómenn hafa ekki verið að koma með skammtinn að degi loknum. Bátar allt frá Seyðisfirði hafa lagt leið sína hingað á Djúpavog og tökum við þessum aufúsugestum opnum örmum og fögnum hverjum þeim sem bætist í hópinn.

Hafi vefmyndavélin einhverntíma þurft að vera í fullu fjöri, þá er það núna. Því miður er ekki að sjá að hún sé á leiðinni heim á næstu vikum.

Við reynum þess í stað að setja inn myndir reglulega.

ÓB

 

 

09.05.2012

Hlutastarf við heimaþjónustu

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu (þéttbýli og dreifbýli).

Starfshlutfall ræðst af umfangi hverju sinni en áformað er að ráða í u.þ.b. 20% starf í upphafi.

Starfið er laust frá og með 21. maí 2012.

Nánari upplýsingar veita:

Fráf. starfsm., Hrafnhildur Kristjánsd. (s. 861-8806, varðandi fyrirkomul.)
Launafulltrúi Djúpavogshrepps (478-8288, varðandi launamál).

Umsóknir með uppl. um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en 17. maí 2012.

Umsóknareyðublöð má nálgast með því að smella hér og á bæjarskrifstofu, þangað sem umsóknir skulu berast.


Djúpavogi 10. maí 2012;

Sveitarstjóri

09.05.2012

Sveitarstjórn: Fundarboð 10.05.2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð 10.05.2012

24. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 10. maí 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni

a)    Ársreikningur Djúpavogshrepps 2011. Fyrri umræða.

2.    Fundargerðir

a)    LBN, dags. 27. apríl 2012.
b)    Framkvæmdarstjórn SKA, dags. 4. apríl 2012.
c)    SSA v/ AsAust., dags. 17. apríl 2012.
d)    Brunavarnir á Austurlandi, dags. 16. apríl 2012.
e)    Stjórn Hafnasambands Íslands, dags. 16. mars 2012.

3.    Erindi og bréf

a)    Eigendur meirihluta jarðarinnar Berufjörður, dags. 10. apríl 2012.
b)    Umhverfisráðuneytið, dags. 4. apríl 2012.
c)    Innanríkisráðuneytið, dags. 20. apríl 2012.
d)    Torfi Þorsteinn Sigurðsson, dags. 24. apríl 2012.

4.    Sumarstörf námsmanna á vegum Vinnumálastofnunar

5.    Reglur um fjárhagsaðstoð

6.    Samningur við Þjóðskjalasafn Íslands

7.    Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 8. maí 2012;
Sveitarstjóri08.05.2012

Spurningakeppni Neista hefst í kvöld

Spurningakeppni Ungmennafélagsins er nú að hefjast og má búast við skemmtilegri og spennandi keppni eins og undanfarin ár. Liðin sem mæta eftirfarandi kvöld eru:

1. kvöld - þriðjudaginn 8. maí:

Kvenfélagið Vaka – Hótel Framtíð              
Gr.sk. Nemendur - Vísir

2. kvöld - fimmtudaginn 10. maí:

Gr.sk. Kennarar - Eyfreyjunes
Djúpavogshreppur - Rán bátasmiðja.

Úrslitakvöld - sunnudaginn 13. maí:                            

Stigahæsta tapliðið kemst áfram í undanúrslit, sigurvegarar síðasta árs fara einnig beint í undanúrslit.


Viðureignirnar eru í Löngubúð kl. 20:00. 500 krónur inn. Frítt fyrir ófermda. Stefnt er að því að úrslitin ráðist svo sunnudagskvölið 13. maí, kl. 20:00 á Hótel Framtíð.

Stjórn Neista

08.05.2012

Silfurhafar!

Körfuboltalið Neista lenti í öðru sæti í Bólholtsbikarnum eftir æsispennandi úrslitaleik við Sérdeildina í gær, en Sérdeildin varð sigurvegari annað árið í röð.

Meðfylgjandi mynd af Neistaliðinu tók Sóley Dögg Birgisdóttir og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

Textinn þar fyrir neðan er fenginn af heimasíðu UÍA.

Við óskum Neistaliðinu innilega til hamingju með frábæran árangur á fyrsta ári þess í Bólholtsbikarnum.

ÓB

 


Lið UMF Neista

Lið Sérdeildarinnar varði titil sinn sem Bólholtsmeistara á æsispennandi úrslitahátíð Bólholtsbikarsins sem fór fram 6. maí í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Þar mættust lið Sérdeildarinnar, Neista, ME og Einherja. En lið Austra sem unnið hafði sér inn keppnisrétt í úrslitum, dró sig úr keppni og Einherji kom í þeirra stað.

Úrslitahátíðin hófst með viðureign ME og Neista, Neistamenn leiddu leikinn og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á ME 62 stig gegn 47.

Sérdeildin lagði lið Einherja að velli 62-51 og tók sér það með stöðu andspænis Neista í úrslitaviðureigninni.

Eftir kærkomið hádegishlé mættust Einherji og ME í leik um bronsið, þar réði leikgleðin ríkjum og leikmenn beggja liða sýndu skemmtileg tilþrif. Ásmundur Hrafn Magnússon í liði ME átti stórleik og skoraði 35 stig.

Áður en úrslitaviðureignin hófst spreyttu fulltrúar liðanna sig í spurningarkeppninni Skotið út í loftið, undir styrkri stjórn Stefáns Boga Sveinssonar Útsvarsjöfurs. Í keppninni, sem reyndi á visku keppenda, leikhæfileika og öryggi í vítaskotum, mættust tvö firna árennileg lið. Annars vegar lið Stefáns Más Gunnlaugssonar Einherja, Evu Ránar Ragnarsdóttur Neista og Valgeirs Eyþórssonar ME og hinsvegar lið Erlings Guðjónssonar SE/Ásins, Sigurðar Jakobssonar, ME og Sigurdórs Sigvaldasonar Sérdeildinni. Liðin skiptust á að leiða keppnina en lið Stefáns, Evu og Valgeirs seig framúr á lokasprettinum og hafði sigur. Þar munaði meðal annars um, vel útfærða leikræna túlkun Evu Ránar á körfuknattleikskappanum Larry Bird.

Það ríkti spenna meðal keppenda jafnt sem áhorfenda þegar kom að úrslitaviðureigninni, enda liðin sem þar mættust bæði sterk og tilbúin að gera fullt tilkall til bikarsins góða. Leikurinn allur bar þess glöggt vitni og varð jafn og spennandi og hart barist um hvern bolta. Sérdeildin hafði yfirhöndina að stærstum hluta í leiknum en lið Neista fylgdi þeim fast eftir og var á tímabili, meðal annars í síðasta leikhluta, yfir. Sérdeildin spýtti þá í lófana og landaði sigri við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna 54-49. Viggó Skúlason var stigahæstur í liði Sérdeildarinnar með 15 stig en Neistamaðurinn Óskar Ragnarsson átti flest stig í leiknum eða 22.

Sérdeildin hóf því Bólholtsbikarinn á loft öðru sinni, en þeir sigrðu keppnina einnig í fyrra.

Veitt voru verðlaun fyrir Stigakóng keppninnar og þau hlaut Nökkvi Jarl Óskarsson sem setti niður 152 stig, að þessu sinni voru einnig veitt viðurkenning fyrir Stigadrottningu keppninnar en hana hlaut Eva Rán Ragnarsdóttir sem spilaði með Neista í mótinu og skoraði þrjú stig.

Körfuknattleiksráð UÍA þakkar Bólholti, dómurum keppninnar, leikmönnum, áhorfendum og öðrum sem lögðu okkur lið fyrir skemmtilega úrslitahátíð og undankeppni.

07.05.2012

Stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi

Stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi verður haldinn í Búðareyri 1 – Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, þriðjudaginn 8. maí. Í kjölfar hans verður haldið málþing. Stofnfundur er öllum opinn en einungis fulltrúar stofnaðila hafa atkvæðisrétt á stofnfundir.

Ríkisstjórn Íslands mun sama dag halda ríkisstjórnarfund á Gistihúsinu á Egilsstöðum.

Á stofnfundinum mun ríkisstjórnin undirrita viðaukasamninga vegna sameiningar stoðstofnana og samning umframlag ríkisins til sameinaðar stoðstofnunar.

Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar kl. 11:30 á Gistihúsinu á Egilsstöðum.

Stofnfundur dagskrá kl. 13:00-14:30
• Fundarsetning, Valdimar O. Hermannsson, formaður verkefnisstjórnar
• Ávarp forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur
• Kynning á störfum verkefnisstjórnar, Stefanía G. Kristinsdóttir, verkefnisstjóri
• Tillaga að samþykktum AST kynnt og lögð fram til samþykktar
• Tillaga starfsháttanefndar um stjórn og fagráð, Björn Hafþór Guðmundsson, formaður starfsháttanefndar
• Önnur mál

Fundargerð stofnfundar borin upp til samþykktar og undirritunar.

Landshlutar í sókn! málþing kl. 15:00 - 17:00

• Ávarp - Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
• Ávarp formanns stjórnar - um sameinaða stoðstofnun á Austurlandi
• Regional development and demography in the North Atlantic - Klaus Georg Hansen, aðstoðarframkvæmdastjóri og sérfræðingur hjá NORDREGIO
• Sóknaráætlanir landshlutana – Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri
• Grenndarstjórnsýsla og félagslegur auður landsbyggðanna - Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðastofnunar.
• Þekkingarstörf í þorpið mitt - Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Sagnabrunns
• Umræður og pallborð

Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Nánari upplýsingar veitir: Valdimar O. Hermannsson, formaður verkefnisstjórnar, netfang valdimarh@hsa.is og sími 860-6770.

07.05.2012

Hleðsla á riffilskotum

Skotmannafélag Djúpavogs auglýsir námskeið í endurhleðslu á riffilskotum.

Það verður haldið á Djúpavogi dagana 19. og 20. maí.

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Magnús í síma 895-3331 eða Skúla í síma 891-9440.

Þátttökugjald er 5000 kall á kjaft.

07.05.2012

Frá Djúpavogskirkju

Minni á samveru um sorg og sorgarviðbrögð kl. 20.00 í kvöld, mánudaginn 7. maí í Djúpavogskirkju. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu og formaður Nýrrar dögunar, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með fyrirlestur og umræður. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ferli sorgar og gerð grein fyrir tilfinningum og úrvinnslu sorgar.  

Mig langar að hvetja ykkur að koma og fræðast um mikilvægt málefni.

Sóknarprestur.    

07.05.2012

Sumarlokanir

Nokkrar umræður hafa verið milli foreldra og starfsfólks leikskólans varðandi sumarlokanir leikskólans.  Skólastjóri tók að sér að kanna hvernig þessu væri háttað í leikskólum á Austurlandi.  Í þeirri vinnu fengum við upplýsingar frá fleiri stöðum og einnig frá Reykjavíkurborg.
Þar kemur í ljós að Leikskólinn Bjarkatún er að loka í fjórar vikur að sumri, eins og nánast allir þeir leikskólar sem svöruðu fyrirspurnum.  Einhverjir leikskólar loka í fimm vikur, aðrir í tvær eða þrjár, en langflestir loka í fjórar vikur, seinnipart sumars.  Aðeins einn leikskóli í Reykjavík er opinn allt árið.

Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta skoðað upplýsingar um leikskóla í Reykjavík hér og leikskóla á Austurlandi og öðrum stöðum en Reykjavík, hér.  HDH

Dvergsvanir á ferð - annar merktur

Þessa dagana má sjá tvo dvergsvani á ferð og flugi hér í sveitarfélaginu en annar þeirra heldur sig út af svokallaðri Krossflöt við botn Hamarsfjarðar en hinn dvelur við Fossárvík og sást þar síðast í gær.  Dvergsvanurinn við Hamarsfjörð er merktur eins og sjá má hér á mynd sem tekin var í Hamarsfirði í dag.
Heimkynni dvergsvana eru á túndrum Rússlands og þeir eru minnstir svana á norðurhveli.  AS 

 

 

 

 

 

 

 

 Strandveiðar hafnar

Í gær, 2. maí, hófst strandveiðitímabilið þetta sumarið. Strandveiðimennirnir okkar hafa verið í óðaönn að undirbúa bátana sl. vikur og eflaust komin spenna í marga þeirra að fara í fyrsta túrinn. Undirrituðum er til efs að sjómenn hafi geta beðið um betra veður, slíkt var lognið og blíðan bæði þegar þeir sigldu út um morguninn og þegar þeir lögðu að seinni partinn.

Skv. hafnarverði komu á land rúmlega 9 tonn í gær og hann talaði um að flestir hefðu náð skammtinum.

ÓB

 

 

 

 


Greifinn undir krananum


Guðný SU


Guðný SU


Freyr SU rennir sér inn


Freyr SU undir krananum, Guðný SU að taka olíu

Sjómenn og aðrir skoða aflatölur dagsins

03.05.2012

Fundarboð: Félag eldri borgara

Fundur verður haldinn í félagi eldri borgara laugardaginn 5. maí kl. 14:00 á Helgafelli.

Nýir félagar velkomnir.

Stjórnin.

03.05.2012

Fjáröflun

Nemendur í 7. - 10. bekk eru að fara í sólarhringsdvöl í Arasel um helgina á vegum Foreldrafélags Djúpavogsskóla. Ætla þeir, til að fjármagna ferðina, að selja sælgætispoka frá Freyju á 1.000 kr pokann og ganga í hús í kvöld. Vinsamlega takið vel á móti þeim.

03.05.2012