Djúpivogur
A A

Fréttir

Sveitarstjórn: Fundargerð 12.04.2012

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

13.04.2012

Gríðarlegur ávinningur af heilsársvegi um Öxi

Síðastliðinn miðvikudag birtist grein í morgunblaðinu eftir Guðna Nikulásson fyrrverandi rekstrarstjóra hjá Vegagerðinni á Fljótsdalshéraði. Í greininni sýnir Guðni fram á hve gríðarlega mikill fjárhagslegur ávinningur er af heilsársvegi um Öxi. Sjá hér greinina í heild sinni á http://oxi.is/   

AS

 

 

 

 

13.04.2012

Lestrarátaki lokið

Nú er lestrarátaki nemenda í grunnskólanum formlega lokið, þó nemendur séu að sjálfsögðu hvattir til að lesa áfram.
Eins og sjá má af trénu okkar góða eru greinarnar farnar að síga undan þunga laufblaðanna sem eru orðin ansi mörg.
Nemendur 5.-7. bekkjar ætla að taka laufblöðin niður af trjánum og vinna með þau í stærðfræði, útbúa súlurit o.m.fl.  Við leyfum ykkur örugglega að fylgjast með hvaða niðurstöðum þau komast að.  HDH

Bátasmiðjan Rán í fréttum RÚV

Bátasmiðjan Rán á Djúpavogi var í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.

Smellið hér til að sjá fréttina.

ÓB

11.04.2012

Spilavist í Löngubúð

Kæru Djúpavogsbúar

Kvenfélagið Vaka verður með félagsvist í Löngubúð eftirfarandi daga:

Föstudaginn 13.apríl 
Þriðjudaginn 17. apríl
Föstudaginn 27.apríl

Vistin hefst öll kvöldin kl. 20:30.

Kvenfélagið Vaka

 
Kæru Djúpavogsbúar

 

Kvenfélagið Vaka verður með félagsvist í

Löngubúð föstudaginn 13.apríl 

Þriðjudaginn 17. apríl og föstudaginn 27.apríl

Vistin hefst öll kvöldin kl. 20:30.

                  Kvenfélagið Vaka

11.04.2012

Orð skulu standa - á Hótel Framtíð

Leiksýningin Orð skulu standa verður sýnd á Hótel Framtíð 15. apríl næstkomandi, kl. 20:30.

Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúskjallaranum undanfarna mánuði, en hún er byggð á samnefndum útvarpsþætti sem árum saman naut mikilla vinsælda á Rás eitt.

Í sýningunni koma fram Sólveig Arnarsdóttir leikkona, Guðmundur Steingrímsson alþingismaður og Pálmi Sigurhjartarson tónlistarmaður, en með þeim eru tveir valinkunnir gestir, heimamennirnir Ólafur Áki Ragnarsson og Þorbjörg Sandholt.

Stjórnandi er Karl Th. Birgisson.

Tilboð á Pizzum, og 3ja rétta máltíð:
sjávarréttasúpa –kjúklingbringa eða ofnbakað lamba-fille með ilmaðari timian soðsósu- eftirréttur hússins
kr.5.250.-

Veitingastaðurinn opnar kl. 18:00, borðapantanir í síma 478 8887

 

 

11.04.2012

Annað bréf frá Ernst-Friedrich

Eins og einhverjir lesendur heimasíðunnar muna kannski eftir fengum við í grunnskólanum skemmtilegt bréf frá þýskum ferðamanni, sem ég birti á heimasíðunni 16. desember sl.  Ég fékk börnin í viðverunni til að búa til fallegt jólakort og síðan svaraði ég bréfinu til Ernst-Friedrich.  Þann 29. mars fékk ég svo tölvupóst frá Ernst sem mig langar til að deila með ykkur hér á síðunni.
Ég held að við getum titlað Ernst-Friedrich sem sérstakan vin Djúpavogs, frá og með þessum degi.  Bréfið hans kemur hér á eftir.  HDH

Lörrach, 29. mars 2012

Komdu sæl og blessuð, Halldóra!

Það var stór gleði að fá bréfið þitt og jólakort barnanna! Þakka ykkur kærlega fyrir það! Fyrirgefið þið hvað ég er lengi að svara!

Þetta var fyrsta ferð mín til Íslands og  mér fannst hún stórkostleg, alveg ógleymanleg upplifun. Hún fór langt fram úr (miklu) væntingum mínum – íslenska landslagið er stórbrotið og íslendingar eru mjög vingjarnlegir og þægilegir. Djúpivogur og börnin Djúpavogsskóla eru góð dæmi um það – um fegurð landsins og um vingjarnleiki manna!

Til þess að undirbúa ferðina mína til Íslands – ég fór með bílferju til Seyðisfjarðar og var í þrjár vikur á Íslandi og í eina viku í Færeyjum – las ég um Ísland (til dæmis ferðasögu „Góðir Íslendingar“ eftir Huldar Breiðfjörð [á þýsku]) og ég reyndi að kynnast eitthvað gerð íslenskrar tungu. Á Íslandi reyndi ég að tala eitthvað á íslensku. Oft var fólk mjög  hjálpfúst og talaði hægt og greinilega við mig og hjálpaði mér. Það var gaman! Ef íslenska mín nægði ekki, talaði ég norsku, þýsku eða ensku. Það var ekki vandamál.

Núna var það ekki mjög erfitt fyrir mig að skilja bréfið þitt og kort barnanna – auðvitað með orðabók. Það er erfiðara að skrifa.

Í háskólanum í Freiburg læri ég nú íslensku. Kennarinn heitir Hafdís Sigurðardóttir. Hún er frá Akureyri. Kennslan er góð. Mjög erfitt eru fyrir mig framburðurinn og málfræði (beyingarendigarnar). Vonandi læri ég það! Sem betur fer er til „Beygingarlýsing íslensks nútímamáls“ eftir Kristin Bjarnardóttur í „Stofnun Árna Magnussonar í íslenskum fræðum“ og kennslubók í málfræði „Íslenska fyrir útlendinga“. Og ég æfi mig að lesa íslensku: Bréfið ykkar og kort, og bækur - handa börnum (Richard Scarry, „Fyrsta orðabókin mín) og handa fullorðnum (Góðir Íslendingar“ [núna á íslensku J] –  með hlóðbók).

Nú er komið vor hér í suðvestri Þýskalands (borgin mín Lörrach liggur að Svisslandi [Basel] og Frakklandi) – það er varmt (síðdegis yfir 20°C), sólin skín, og tréin, runnarnir og blómin blómstra. Það er mjög gott!

Ég vona að ég kann ferðast til Íslands líka þetta ár – og svo tala betri íslensku J!

Ég oska ykkur gleðilega páska!

Bestu kveðjur og gangi þér vel

Ernst-Friedrich

Bingó á Hótel Framtíð

Kvenfélagið Vaka heldur bingó á Hótel Framtíð sem hér segir:

Fullorðinsbingó laugardaginn 14. apríl, kl. 20:30 (Fermingarárið gildir)
600 kr spjaldið.

Barnabingó sunnudaginn 15. apríl 2012 kl. 13:00.
400 kr spjaldið.

Allur ágóði rennur í barnastarf á staðnum

Kvenfélagið Vaka

10.04.2012

Sveitarstjórn: Fundarboð 12.04.2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð 12.04.2012

22. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn 12. apríl 2012  kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni
2.    Fundargerðir

a)    SBU, dags. 4. apríl 2012.
b)    Framkvæmdaráð SSA, dags. 13. mars 2012.
c)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 15. mars 2012.
d)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 21. mars 2012.
e)    B-stofnsjóður í Sláturfélagi Austurlands, dags. 15. mars 2012.
f)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. mars 2012.
g)    Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. mars 2012.
h)    SSA, dags. 27. mars 2012.

3.    Erindi og bréf

a)    Húsafriðunarnefnd, dags. 14.mars 2012.
b)    Sláturfélag Austurlands, dags. 30. mars 2012.
c)    Menningarráð Austurlands, dags. 29. mars 2012.
d)    Búnaðarþing 2012, dags. 2. apríl 2012.

4.    Ferða- og menningarmálafulltrúi
5.    Rekstur Löngubúðar 2012
6.    Samþykkt um B-gatnagerðargjöld
7.    Uppfærðar reglur og gjaldskrá í félagsþjónustu.
8.    Dómur í máli Djúpavogshrepps gegn Stefaníu Lárusdóttur
9.    Austfirskar stoðstofnanir, AST – ákvörðun um stofnaðild
10.    Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi, 10. apríl 2012;
Sveitarstjóri

10.04.2012

Stóra upplestrarkeppnin 2012

Lokahátíð Stóru - upplestrarkeppninnar fór fram í Djúpavogskirkju þann 28. mars sl.  Mjög góð mæting var og fór athöfnin mjög vel fram.  Hún hófst á því að Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri, setti keppnina, en síðan tók Ragnar Sigurður Kristjánsson, sigurvegarinn frá því í fyrra við stjórnartaumunum.  Hélt hann þeim allt til loka og stóð sig með mikilli prýði.

Keppendur byrjuðu á því að lesa óbundið mál og að því loknu bauð foreldrafélagið uppá skúffukökur, pizzasnúða og kaffi en Mjólkursamsalan bauð uppá Kókómjólk.  Síðan héldu keppendur áfram, lásu fyrst ljóð eftir Gyrði Elíasson en síðan ljóð að eigin vali.  Svo fór að tvær stúlkur frá Hornafirði hrepptu 1. og 2. sætið en einn af okkar keppendum, Kristófer Dan Stefánsson hreppti þriðja sætið. 

Á meðan dómnefndin réð ráðum síðum fluttu nemendur og kennnarar við tónskólann fjölbreytt og vönduð tónlistaratriði, ásamt því að samsöngskórinn söng tvö lög.  Myndir má finna með því að smella hér.  HDH

Neistagallar

Nú stefnum við á að allir Neistar eignist nýjan Neistagalla fyrir sumarið svo mikil stemning skapist á ÚÍA í sumar. Ákveðið var að niðurgreiða barnagalla með þeim styrkjum sem auglýsingar gefa og fullorðinsgallar verða seldir á kostnaðarverði. Vonumst við til að allir taki þátt í gallaátakinu.

Hægt verður að panta nýja galla í íþróttahúsinu sem hér segir:
Laugardaginn 7. apríl frá 13:00 - 17:00.
Miðvikudaginn 10. apríl frá 10:00 - 14:00, ath. opið í hádeginu.
Fimmtudaginn 11. apríl frá 18:00 - 20:00.

Verð á göllum:
Barnagallar 6.000 kr
Fullorðinsgallar 10.000 og 11.000 (ath. tvær gerðir af göllum eru fyrir fullorðna).

UMF. Neisti

04.04.2012

Íþróttamiðstöðin - opnunartími um páska

Opnun Íþróttamiðstöðvarinnar verður með hefðbundnu sniði um páskana

5. apríl - Skírdagur lokað
6. apríl - Föstudagurinn langi lokað
7. apríl - Langur laugardagur opið frá 10:00 - 17:00
8. apríl - Páskadagur lokað  
9. apríl -  Annar í páskum lokað  

                                                                                                          Gleðilega páska

                                                                                                          Starfsfólk ÍÞMD

03.04.2012

Frá Sparisjóðnum

ATVINNA

Sparisjóðurinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða starfsmann til almennra banka- og póstafgreiðslustarfa, sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2012. Starfshlutfallið er 82%. Laun samkvæmt kjarasamningi SSF. Viðkomandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu, jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðný Helga og skal umsóknum skilað til hennar.

Sparisjóður Vestmannaeyja,
Útibú á Djúpavogi
Sími 470 8710       

03.04.2012

Frá Kvenfélaginu Vöku

Kvenfélagið Vaka er með skeyti til sölu fyrir fermingar. Í boði eru eftirtaldir textar.

a)  Innilegar hamingjuóskir með fermingardaginn. Bjarta framtíð.
b)  Guð blessi þér fermingardaginn og framtíðina. Kær Kveðja.
c)  Hjartanlegar hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra í tilefni dagsins. Kær kveðja.

Einnig er hægt að panta texta að eigin vali.

Móttaka fermingarskeyta er í símum:
478-8124 - 849-3439    Bergþóra
478-8895 - 892-8895    Hólmfríður
478-8128 – 864-2128   Ingibjörg

Fermt verður í Djúpavogskirkju á skírdag 5. apríl kl. 14:00.
Fermingarbörnin í ár eru:
Anný Mist Snjólfsdóttir Vörðu 12
Bjarni Tristan Vilbergsson Borgarlandi 12
Díana Sif Guðmunsdóttir Búlandi 6
Elísabet Ósk Einarsdóttir              Lindarbrekku 2
Guðjón Rafn Steinsson Brekku 5
Óliver Ás Kristjánsson Búlandi 8
Ragnar Sigurður Kristjánsson Búlandi 8

Á Hvítasunnudag fermist í Hofskirkju.
Bergey Eiðsdóttir Bragðavöllum 

Verð pr. skeyti er 1000 kr. Við byrjum að taka á móti pöntunum mánudaginn 2. apríl og verðum að fram til kl 12 á hádegi á skírdag.

03.04.2012

Myndir úr Kvenfélagsferð

Guðrún Guðjónsdóttir færði okkur myndir úr ferð sem kvenfélagið Vaka fór "einhverntíman á síðustu öld".

Hægt er að skoða þessar fínu myndir með því að smella hér.

03.04.2012

„Hallelúja“ eftir Handel á Djúpavogi

Í hátíðarguðsþjónustu á páskadag í Djúpavogskirkju verður flutt kórverkið „Hallelúja“ úr óratoríunni Messíasi  eftir G.F.  Handel. Kirkjukór Djúpavogskirkju og karlakórinn Trausti sameinast í söng og nemendur tónlistarskólans verða með  í tónlistarflutningnum, en stjórnandi og kórstjóri er Jószef Bela Kiss og fiðluleikari og meðstjórnandi er Andrea Kissné Refvalvi.

 „Hallelúja“ er vissulega  þekkt kórverk, en jafnframt erfitt. Kór sem er skipaður eingöngu áhugafólki hefur lagt mikið að mörkum undir styrkri stjórn kórstjórans. Þetta metnaðarfulla verkefni sýnir vel, hvað hægt er að gera þegar áhugi, vilji og samvinna er fyrir hendi.           

Hátíðarguðsþjónustan er kl. 9.00 og hvet ég fólk til að koma, sjá og heyra um fögnuð upprisunnar og kórverkið Hallelúja eftir George Friedrich Handel.     

Sóknarprestur

03.04.2012

Helgihald um páska

Fermingarmessa kl. 14.00 í Djúpavogskirkju skírdag 5. apríl.

Lestur Passíusálma í Berufjarðarkirkju á föstudaginn langa, 6 apríl frá 11.00 - 16.00. Lesarar verða íbúar Djúpavogs á ýmsum aldri. Kaffiveitingar í gamla Berufjarðarbænunum á meðan lestur fer fram.  

Hátíðarguðsþjónusta kl. 9.00 í Djúpavogskirkju á páskadag. Kirkjukór og karlakórinn Trausti ásamt nemendum tónskólans flytja kórverkið "Hallelúja" eftir Handel.

Morgunverður  í boði sóknarnefndar eftir guðsþjónustu.

Sóknarprestur

03.04.2012

Verðlaunaveiting fyrir heilsuátak

Í dag voru kunngerð í Íþróttamiðstöðinni úrslit í heilsuátaki sem ÍÞMD og SAMKAUP STRAX stóðu fyrir í janúar og febrúar. Þátttaka í heilsuátaki þessu var með afbrigðum góð en samtals 51 einstaklingar í sveitarfélaginu tóku virkan þátt í átakinu. Margir fóru í styttri og lengri göngutúra hér í sveitarfélaginu, sumir hjóluðu, aðrir syntu og svo voru líka margir duglegir í þreksalnum. 

Um leið og öllum þátttakendum er hér þökkuð þátttakan, notum við hér tækifærið og birtum mynd frá afhendingu verðlaunana til þeirra sem mældust virkastir í átakinu og óskum þeim að sjálfsögðu eins og öllum hinum til lukku með árangurinn. 

1. Gréta Jónsdóttir
2. Guðný Ingimundardóttir
3. Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir   

Að lokum væntum við þess að sem flestir haldi áfram að hreyfa sig því góð hreyfing er sannarlega gulli betri.

ÍÞMD / SAMKAUP STRAX

 

Gréta - Guðný og Inga ásamt fulltrúa Samkaupa Írisi Dögg sem afhenti verðlaunin.

Hér eru svo vöðvarnir hnyklaðir svo um munar 

02.04.2012