Djúpivogur
A A

Fréttir

Fæðubótarefni til sölu hjá Sævari Þór

Ég er með til sölu SCITEC fæðubótarefni, sem er ein þau bestu á landinu í dag.

Prótein milli mála, brennsluefni og allt sem þig vantar til að ná betri árangri. Allar tegundir af bragði eru í boði og eru þeir þekktir fyrir að búa til prótein sem er gott fyrir bragðlaukana.

Á heimasíðu SCITEC á Íslandi er hægt að skoða það sem er í boði.

Þið getið síðan lagt inn pöntun hjá mér á netfangið saevar.rafns@gmail.com.

ATH. þið þurfið ekki að borga neinn sendingarkostnað.

Ég hvet áhugasama til að kynna sér þessi frábæru fæðubótarefni og hafa samband.

Með kveðju;
Sævar Þór Rafnsson

15.03.2012

Háflóð úti á söndum

Undirritaður tók nokkur myndskeið úti á söndum sl. sunnudag en þá var töluvert flóð. Áhugasamir geta skoðað þau hér að neðan.

 

ÓB

 

 

 

 

 

14.03.2012

Sumarstörf hjá Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Sundlaug Djúpavogs fyrir sumarið 2012.

Starfið felst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - vinna í afgreiðslu, við þrif og öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Nýjir starfsmenn skulu sækja sérstakt grunnnámskeið ætlað starfsfólki sundstaða sem verður haldið 7. - 8. júní nk. á Egilsstöðum.   

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 20 apríl.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Allar fyrirspurnir vegna umsókna skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Andrés Skúlason 
Forstöðum. ÍÞMD

14.03.2012

Sveitarstjórn: Fundarboð 14.03.2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14.03.2012

22. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps miðvikudaginn 14. mars 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1. Fundargerðir

a) HHN, dags. 1. febrúar 2012.
b) FMA, dags 23. febrúar 2012.
c) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 16. febrúar 2012.
d) Framkvæmdastjórn Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 14. febrúar 2012.
e) Samstarfsnefnd SÍS og KÍ v/ FL, dags. 9. febrúar 2012.
f) Samstarfsnefnd SÍS og KÍ v/ SÍ, dags. 6. febrúar 2012.
g) Hafnasamband Íslands, dags. 17. febrúar 2012.
h) Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. febrúar 2012.

2. Erindi og bréf

a) Kvennasmiðjan, dags. 29. febrúar 2012.
b) SSA, dags. 13. febrúar 2012.
c) Kirkjuráð, dags. 10. febrúar 2012
d) Í þínum sporum, dags. 23. febrúar 2012.
e) Vinnandi vegur, dags. 9. febrúar 2012.
f) Guðmundur Bjarnason, dags. 8. mars 2012.

3. Gatnagerð
4. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn
5. Staða ferða- og menningarmálafulltrúa
6. Fjarskiptaáætlun 2011 – 2014 / 2011 – 2022.
7. Skýrsla sveitarstjóra


Djúpavogi 12. mars 2012;
sveitarstjóri

12.03.2012

Hammondhátíð 2012

Hammondhátíð 2012 fer fram dagana 19. - 22. apríl nk. Dagskráin er að verða klár og fyrstu auglýsingar farnar að berast. Við hvetjum fólk til að kynna sér hátíðina í ár á heimasíðu Hammondhátíðar.

ÓB

Sumarvinna 2012 - Íþróttamiðstöð Djúpavogs

 

Laus eru til umsóknar störf vegna sumarafleysinga við Sundlaug Djúpavogs fyrir sumarið 2012.

Starfið fellst í meginatriðum í gæslu / eftirliti við sundlaug og í baðklefum - vinna í afgreiðslu, við þrif og eftir atvikum öðrum tilheyrandi verkum er falla til í ÍÞMD.  

Nýjir starfsmenn skulu sækja sérstakt grunnnámskeið ætlað starfsfólki sundstaða sem verður haldið 7 - 8 júní næstk. á Egilsstöðum.   

Ráðningatímabil: 1. júní – 20. ágúst.

Umsóknarfrestur er til 20 apríl.

Óheimilt er að ráða starfsmenn yngri en 18 ára.

Allar fyrirspurnir vegna umsókna skulu berast á netfangið andres@djupivogur.is

Andrés Skúlason 
Forstöðum. ÍÞMD

12.03.2012

Sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps

Djúpavogshreppur auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar hjá Þjónustumiðstöð:


1.    Flokksstjórar             

Auglýst er eftir tveimur flokksstjórum sem einnig þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  o.fl.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

2.   Almennir starfsmenn

Auglýst er eftir tveimur starfsmönnum sem þurfa að geta tekið að sér slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu,  girðingavinnu og önnur tilfallandi störf.  Umsækjendur þurfa að hafa bílpróf og æskilegt er að þeir hafi vinnuvélapróf.   Launakjör skv. kjarasamn. AFLs.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl og skulu umsóknir berast á skrifstofu sveitarfélagsins. Þar er hægt að nálgast umsóknareyðublöð en einnig á heimasíðu sveitarfélagsins.

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Sveitarstjóri

09.03.2012

Skólahreysti

K�ru �b�ar
�ann 15. mars nk. ver�ur Sk�lahreysti � Egilsst��um.� Dagskr�in hefst klukkan 14:00 og ver�ur Dj�pavogssk�li me�al keppenda.� �r hvert er sk�lunum �thluta�ur litur og a� �essu sinni eigum vi� a� vera appels�nugul.
�ar sem appels�nugulur er ekki algengur litur � f�tum datt m�r � hug a� leita til �eirra sem eru � appels�nugula li�inu h�r � �orpinu.� Ef �i� eigi� � f�rum ykkar appels�nugular fl�kur sem �i� v�ru� tilb�in a� l�na nemendum 6.-10. bekkjar og starfsf�lki grunnsk�lans sem fer me� �� yr�um vi� mj�g �akkl�t.
Best v�ri a� merkja f�tin vel og koma �eim � grunnsk�lann til Halld�ru e�a Kristr�nar.

Me� fyrirfram �akkl�ti,
sk�lastj�ri

Vefmyndavélin í yfirhalningu

Eins og margir hafa tekið eftir er vefmyndavélin óvirk, eftir að hafa verið í hálfgerðu lamasessi síðustu vikur. Ljóst er að það þarf að taka hana niður og nostra svolítið við hana, til þess að hún nái sama styrk á ný.

Reynt verður að vinna hratt og vel að þessu brýna verkefni.

Vefmyndavélin er vinsæl, sérstaklega meðal brottfluttra og áhorf á hana hefur aukist jafnt og þétt síðan hún var sett upp árið 2008. Síðustu tölur sína að hún er skoðuð að meðaltali 800 sinnum á viku.

ÓB

07.03.2012

Frá Ferðafélagi Djúpavogs

Ferðafélag Djúpavogs  heldur áfram sunnudagsgöngunum

Sunnudaginn 11. mars nk. verður gengið í Fossárdal.

Mæting Við Voginn kl. 13:00

Allir velkomnir félagsmenn og aðrir, takið með ruslapoka

Ferðafélag Djúpavogs

Upplestrarhátíð frestað

Vegna óviðráðanlegra orsaka er búið að fresta Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.
Ekki er búið að ákveða annan dag, en það verður auglýst um leið og ákvörðun liggur fyrir.  HDH

Á óskalista

Í flóknu starfi grunn- og leikskóla er oft gott að breyta til og bregða á leik. 

Í leikskólanum fara börnin oft í hlutverkaleiki og klæða sig í "búninga" sem eru til þar.  Alltaf vantar föt í þennan leik og auglýsum við hér með eftir gefins hlutverkafötum.  Þetta geta t.d. verið hattar, slæður, gamlir kjólar, jakkar, búningar o.fl. sem ekki eru lengur not fyrir heima.

Í grunnskólann vantar okkur Legó-kubba.  Gott er að breyta til, t.d. í viðveru og í yngstu bekkjum og eru Legó-kubbar mjög þroskandi leikföng, sem börnin hafa mjög gaman af því að vinna með.

Ef einhverjir eiga Legó-kubba (sem þeir vilja lána, eða gefa) eða hlutverkaföt / búninga má hafa samband við:  Halldóru, Berglind, Kristrúnu, Þórdísi eða Guðrúnu.  HDH

Aðalfundur Neista

Aðalfundur Neista var haldinn síðastliðinn sunnudag í Löngubúð. Fundurinn var góður þó mæting foreldra á fundinn hefði mátt vera betri. Á fundinum kom fram að mikill kraftur er í starfi félagsins og nánast öll börn (6-16 ára) á staðnum taka þátt í starfi á vegum Neista. Fyrir fundinn var ljóst að mikil mannaskipti þyrftu að eiga sér stað í stjórn og ráðum félagsins. Út úr stjórn gengu: Sóley Dögg, Klara, Hlíf og Albert.

Í nýja stjórn Neista voru kosin: Kristborg Ásta Reynisdóttir, Ester Sigurásta Sigurðardóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Pálmi Fannar Smárason og Óðinn Sævar Gunnlaugsson.

Í nýtt sundráð voru kosin: Snjólfur Gunnarsson, Elísabet Guðmundsdóttir og Dröfn Freysdóttir.

Yngriflokkaráð á eftir að fullskipa og eru þeir sem áhuga hafa á fótboltaiðkunn barnanna beðnir um að gefa sig fram við nýja stjórn eða á neisti@djupivogur.is.

Fráfarandi stjórn vill þakka öllu Neista-fólki kærlega fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskar nýrri stjórn velfarnaðar. 

Íþróttamenn Neista 2011

Á aðalfundi Neista voru þau börn verðlaunuð sem höfðu staðið sig sérstaklega vel á síðastliðnu ári. Venja er fyrir því að veita verðlaun fyrir mestu framfarir í sundi og fótbolta, sund-Neistann, fótbolta-Neistann og Íþróttamaður ársins.

Að þessu sinni fengu eftirfarandi verðlaun:
Sund-Neistinn: Ásmundur Ólafsson
Mestu framfarir í sundi: Ísak Elísson
Fótbolta-Neistinn: Kristófer Dan Stefánsson
Mestu framfarir í fótbolta: Þór Albertsson
Bikarinn fyrir íþróttamann ársins fengu krakkarnir í sunddeild Neista, sem þriðja árið í röð stóðu sig eins og hetjur og unnu öll mót sem þau fóru á.  

Eftirfarandi eru myndir frá aðalfundi:

Fundurinn.

 

Formaður flytur tölu.

 

Fundarstjóri og stjórn Neista.

 

Halldóra fer með tölu fyrir sunddeild.

 

Kristborg fer með tölu fyrir yngri flokka.

 

Sund-Neistinn:                                            Mestu framfarir í sundi:

 

 

Fótbolta-Neistinn:                                       Mestu framfarir í fótbolta:

 

 

Verðlaunahafar:

 

Íþróttamenn ársins:

02.03.2012

Gestavika

Jæja, þá er komið að seinni Gestaviku þessa skólaárs.  Hún verður í grunn-, leik- og tónskólanum alla næstu viku, þ.e. frá 5.-9. mars.  Allir íbúar eru sérstaklega boðnir velkomnir í heimsókn þessa daga.

Í leikskólanum er opið sem hér segir:
Krummadeild frá 9:00 - 11:00 og 13:30 - 16:00
Kríudeild frá 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00

Best er ef börnin í leikskólanum eru heimsótt þegar verið er að koma með þau, eða fara.  Það veldur minnsta raskinu hjá þeim.

HDH

Kökubasar

Kökubasar verður í Samkaup-strax á morgun föstudag, kl. 16:00.

Foreldrarfélag Djúpavogsskóla