Djúpivogur
A A

Fréttir

Stattu upp!!

Skoðanakannanir, vegna Evróvision, voru gerðar af tveimur bekkjardeildum í dag.  Annars vegar 3.-4. bekkjar og hins vegar 5.-7. bekkjar.  Niðurstöður eru hér fyrir neðan:

STATTU UPP!
Nemendur 3. - 4. bekkjar (ásamt Unni kennara) spáðu í dag fyrir um úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Börnin fengu að fara inn í tíma hjá öllum nemendum skólans og einnig á kennarastofuna til þess að fá álit allra á því hvaða lag við Íslendingar eigum að senda í Evrovision keppnina í Azerbaijan í maí n.k.

Niðurstaðan varð eftirfarandi:

1.  Stattu upp - með 26 atkvæði
2.  Hugarró – með 9 atkvæði
3.  Hjartað brennur - með 7 atkvæði
4.  Hey – með 3 atkvæði
5.  Mundu eftir mér – með 2 atkvæði
6.  & 7.  Aldrei sleppir mér og Stund með þér – hlutu engin atkvæði

Nemendur 3.-4. bekkjar Djúpavogsskóla spá því laginu ,,Stattu upp“ sigri í keppninni annað kvöld!
Fylgjumst öll spennt með og höfum gaman af!     
                                                                            UMJ og 3.-4.b

Hjá 5. og 6. bekk var niðurstaðan keimlík. 

1.  Stattu upp - með 27 atkvæði
2.- 3.  Hugarró og Hjartað brennur - 6 atkvæði
4.  Hey - með 3 atkvæði
5.-6. Mundu eftir mér og
Aldrei sleppa mér
7. Oj (ætla ekki að horfa) - 1 atkvæði
8.  Stund með þér - 0 atkvæði

Þau tóku sig einnig til og gerðu súlurit og er hægt að sjá myndir af því
hér.                                                                                                                                            ALH og 5.-7. b

Sveitarstjórn: Fundargerð 09.02.2012

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

10.02.2012

Starfsmann vantar í Þjónustumiðstöð Djúpavogs

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í þrjá mánuði í fullt starf hjá Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps.

Starfið er laust frá og með 1. mars 2012.

Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.

Umsóknir með uppl. um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist til skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en á hádegi föstudaginn 24. febrúar 2012.

Eyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Djúpavogshrepps og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 478-8288.

Djúpavogi 10. febrúar 2012;
Sveitarstjóri

10.02.2012

Starfsmann vantar í Þjónustumiðstöð Djúpavogs

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í þrjá mánuði í fullt starf hjá Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps (áhaldahús).

Starfið er laust frá og með 1. mars 2012.

Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.

Umsóknir með uppl. um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist til skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en á hádegi föstudaginn 24. febrúar 2012.

Eyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Djúpavogshrepps og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 478-8288.

Djúpavogi 10. febrúar 2012;
Sveitarstjóri

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ / STARFSMANN VANTAR

 

 

Djúpavogshreppur auglýsir eftir starfsmanni í þrjá mánuði í fullt starf hjá Þjónustumiðstöð Djúpavogshrepps.

 

Starfið er laust frá og með 1. mars 2012.

 

Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Samninganefndar sveitarfélaga.

 

Umsóknir með uppl. um menntun, reynslu, fyrri störf og annað, er að gagni má koma, berist til skrifstofu Djúpavogshrepps eigi síðar en á hádegi föstudaginn 24. febrúar 2012.

 

Eyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Djúpavogshrepps og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 478-8288. 

Djúpavogi 9. febrúar 2012;

 

Sveitarstjóri

 

10.02.2012

112 dagurinn á Djúpavogi er á morgun

Sjá meðfylgjandi auglýsingu frá viðbragðsaðilum á Djúpavogi. Smellið á hana til að stækka.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

10.02.2012

Bókasafnið lokað í kvöld

Af óviðráðanlegum orsökum verður bókasafnið lokað í kvöld.

Bókasafnvörður.

09.02.2012

Félagsvist í Löngubúð

Nú ætlum við að spila félagsvist í Löngubúð sem hér segir:

Föstudaginn 10. febrúar

Föstudaginn 17. febrúar 

Föstudaginn 24. febrúar


Byrjum 20:30 öll kvöld, vonumst til að sjá sem flesta.

Félag eldri borgara

08.02.2012

Lestrarátak í grunnskólanum

Í gær hófst lestrarátak í grunnskólanum.  Starfsfólk skólans hefur undanfarið fylgst með umræðum í þjóðfélaginu um læsi (ólæsi) barna á Íslandi og fannst okkur ómögulegt annað en að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að reyna að koma í veg fyrir ólæsi barna á Djúpavogi.  Bókasafnsvörður Djúpavogshrepps hafði einnig lýst áhyggjum sínum vegna þess hversu lítið færi út af bókum á safninu, þá sérstaklega hjá unglingunum.

Var því ákveðið að blása til sóknar og nú er átakið hafið.  Við lögðum höfuð okkar í bleyti til að finna út hvernig best væri að standa að þessu og niðurstaðan varð sú að við fengum lánaða trjágrein í garði hér í næsta nágrenni og erum búin að "planta" henni hér innanhúss.  Fyrirkomulagið verður þannig að í hvert sinn sem nemandi klárar bók skráir hann á laufblað nafn bókar, nafn höfundar, fjölda blaðsíðna, nafn sitt og gefur síðan bókinni einkunn.  Laufblaðið klippir hann síðan út og hengir á tréð.  Hver bekkjardeild hefur sinn lit:  1.og 2. bekkur eru græn, 3. og 4. bekkur eru gul, 5. - 7. bekkur eru bleik og 8.-10. bekkur eru fjólublá.

Einu sinni í viku ætla ég síðan að taka mynd af trénu og setja hana hér á heimasíðuna þannig að þið getið fylgst með.  Lestrarátakið stendur fram að páskum og eftir páska ætla elstu nemendurnir að taka niður laufblöðin og vinna verkefni í stærðfræði, taka saman fjölda lesinna bóka, fjölda blaðsíðna o.m.fl.  HDH

Frá Hótel Framtíð

Meðfylgjandi er auglýsing frá Hótel Framtíð í tilefni af heilsuátaki Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs og Samkaupa.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

08.02.2012

Sveitarstjórn: Fundarboð 08.02.2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  09.02.2012

21. fundur 2010 – 2014

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtudaginn. 9. febrúar 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá: 

1.        Fjárhagsleg málefni

a)      Þriggja ára áætlun

2.        Fundargerðir

a)      Framkvæmdaráð SSA 22. janúar 2012

b)      Samstarfsnefnd SSA 27. janúar 2012

c)      Samband íslenskra sveitarfélaga 27. janúar 2012

d)      Heilbrigðisnefnd Austurlands 2. febrúar 2012

e)      Stjórn SSA 3. febrúar 2012

f)       Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefnd 7.febrúar 2012

  3.    Erindi og bréf

a)        Jafnréttisstofa 16. janúar

b)        Rarik 20. janúar

c)        Fiskistofa 1. febrúar

d)        Samband íslenskra sveitarfélaga 1. febrúar

e)        Skólahreysti, ódags.

4.        Samgönguáætlun 2011-2014 / 2011-2022

5.        Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

6.        ADSL þjónusta á Djúpavogi

7.        Skýrsla sveitarstjóra

07.02.2012

Dagur leikskólans

Eins og fram kom á heimasíðunni fyrir nokkru var Dagur leikskólans í gær.  Af því tilefni fór starfsfólk leikskólans með sýnishorn af listaverkum nemenda upp í íþróttamiðstöð þar sem þau munu fá að hanga í nokkrar vikur.  Hvetjum við alla til að fara og skoða þessi fallegu verk.

Af sama tilefni afhenti Þórdís Sigurðardóttir, Andrési, oddvita, plakat, sem félag leikskólakennara lét útbúa í tilefni dagsins en árið 1950 bundust leikskólakennarar í samtök og er því félag leikskólakennara nú 62 ára.  Á Djúpavogi eru aðeins tveir starfsmenn Djúpavogshrepps sem eru í félagi leikskólakennara, en það eru þær Guðrún og Þórdís.  Nokkrar myndir af sýningunni eru hér.  HDH

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag, 7. febrúar. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir” og munu yfir 60 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag þar sem til umfjöllunar verða ýmis verkefni þar sem tæknin tengir kynslóðir saman. Áhersla verður lögð á að kynslóðir miðli af þekkingu sinni og reynslu milli kynslóða, en þannig má stuðla að jákvæðri og öruggri notkun Netsins.

Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda Insafe netverkið (www.saferinternet.org), og nærri 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ungt fólk og fullorðna til þess að vekja athygli á og ræða um Netið. Netverkið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á Netinu (www.saft.is ) og sýnd í sjónvarpi næstu daga.

Í grunnskólanum verður í dag og næstu daga, farið yfir netöryggi og ýmislegt annað unnið í framhaldinu af þessum degi.  Foreldrar eru hvattir til að kynna sér málið og þau tæki sem í boði eru til að stuðla að öruggri netnotkun barna sinna.  HDH

Leik Neista og ME FRESTAÐ.

Leik Neista og ME sem fara átti fram í ÍÞMD í dag hefur verið frestað.

ÓB

04.02.2012

Neisti - ME í íþróttamiðstöðinni í dag

Körfuboltalið Neista tekur á móti liði ME í Bólholtsbikarnum, kl. 17:00 í dag. Mætum öll og styðjum okkar menn.

ÓB

04.02.2012

Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er á mánudaginn, þann 6. febrúar. Af því tilefni munu leikskólabörnin fara með sýnishorn af listaverkum sem þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur í íþróttamiðstöðina.  Þar verða verkin til sýnis í einhverjar vikur.  Við hvetjum alla til að gera sér ferð í íþróttahúsið til að skoða þessi fallegu verk.
Tilgangurinn með Degi leikskólans er að vekja athygli á því fjölbreytta og mikilvæga starfi sem fram fer í leikskólum landsins.  HDH

Landaður afli í janúar 2012

Hér má sjá tölur yfir landaðan afla í Djúpavogshöfn í janúar.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

Skip/Bátur Afli Veiðarfæri Fjöldi róðra
Tjálfi SU 6.906 Dragnót 4
Sigurvin SU 129 Net 1
Gjafar SU 270 Plógur 2
Öðlingur SU 14.204 Landbeitt lína 4
Goði SU 97 Landbeitt lína 1
Fjölnir SU 73.545 Lína 1
Páll Jónsson GK 366.277 Lína 5
Jóhanna Gíslad ÍS 279.113 Lína 3
Sighvatur GK 276.759 Lína 4
Kristín ÞH 273.707 Lína 4
Samtals 1.291.007
29
03.02.2012

Ferð á Snjótind í september 2011

Mér datt í hug að setja inn myndir úr ferð á Snjótind sem undirritaður fór ásamt Kristjáni Ingimarssyni í september síðastliðnum.

Algengast er að gengið sé á tindinn af Lónsheiði en við gengum frá Fauskaseli, upp í svokallaða Hestabotna. Þegar ofan úr þeim var komið tók við smá príl upp á tindinn sjálfann. Nokkuð skemmtileg leið og ekki mjög erfið, líklega hefur gangan tekið rúma 4 tíma fram og til baka. Reyndar fórum við ekki alveg sömu leið til baka, heldur fórum við niður af tindinum norðan megin. Gengum svo niður eftir Hlíðarfjalli, norðan við Grenistind (Grenjatind) og nokkurn vegin beint af augum niður í Fauskasel.

Útsýnið ofan af tindinum er hreint út sagt magnað, allt frá Vestrahorni austur að Streitishvarfi og svo inn á hálendið þar sem Þrándarjökull lúrir yfir Djúpavogshreppi.

Myndir úr ferðinni má sjá með því að smella hér.

ÓB

Aðalskipulag

Nokkrir hafa sýnt áhuga á að eignast eintak af aðalskipulagi Djúpavogshrepps.  Fljótlega verða prentuð nokkur aukaeintök. Þeim sem vilja tryggja sér eintak, sem kostar kr. 10.000, er bent á að hafa samband við skrifstofuna.

Sveitarstjóri

01.02.2012