Fréttir
Lestrarátakið
Nú hefur lestrarátakið staðið yfir í rúmar tvær vikur og eins og þið sjáið á myndinni sem fylgir með þessari frétt, fjölgar laufblöðunum óðum á trjánum, enda er farið að vora og einhver tré eflaust farin að bruma.
Við ætlum að halda áfram allan marsmánuð og verður gaman að sjá hvernig tréð mun líta út þá. HDH
Undankeppni upplestrarhátíðar
Nemendur 7. bekkjar héldu æfingu fyrir Stóru upplestrarhátíðina í kirkjunni sl. föstudag. Venjulega þurfa þeir að ganga í gegnum undankeppni til að velja tvo þátttakendur úr bekknum, en þar sem nemendur bekkjarins eru aðeins þrír, kveða reglur keppnir á um það að allir skuli taka þátt. Er það einnig við hæfi að Djúpavogsskóli fái að senda þrjá keppndur í ár þar sem lokakeppnin verður haldin í Djúpavogskirkju þann 7. mars næstkomandi. Verður sá viðburður auglýstur nánar þegar að honum kemur.
Athöfnin í kirkjunni á föstudaginn var mjög notalega og er frábært að sjá hvað nemendurnir taka alltaf miklum framförum undir öruggri leiðsögn Berglindar Einarsdóttur. Foreldrar upplesaranna mættu í kirkjuna, auk þess sem nemendum 5.-10. bekkjar var boðið sem áhorfendum. Myndir eru hér. HDH
Öskudagssprell
Þriðji keppnisdagurinn var á öskudaginn. Nemendur Djúpavogsskóla og Grunnskóla Breiðdalshrepps kepptu í síðustu keppnisgreininni, sem var hæfileikakeppni. Fengu þeir ákveðin verkefni og höfðu um 2 klst. til að klára atriðið sitt. Mjög gaman var að sjá hversu fjölbreytt atriðin voru og skemmtileg.
Sigurvegarar í heildarkeppni yngri nemenda voru "Djúpalingarnir"og sigurvegarar eldri nemenda voru "Friends." Þau lið sem hlutu háttvísiverðlaun voru "Djúpalingarnir" og "Gígantísk græn sápa."
Eftir hæfileikakeppnina var húllumhæ í íþróttasalnum og var þátttaka foreldra og annarra fullorðinna mjög góð þetta árið. Myndir eru hér. HDH
Stofnfundur Skotmannafélags Djúpavogs
Stofnfundur Skotmannafélags Djúpavogs verður haldinn í Sambúð, sunnudaginn 26. febrúar nk. kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Fundarstjóri og ritari tilnefndir
3. Kynning á tilefni fundarins
4. Skráning stofnfélaga
5. Lögð fram drög að lögum félagsins til samþykktar
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
7. Önnur mál
ÓB
Öskudagssprell
Klukkan 10:30 hefst öskudagssprell í íþróttahúsinu. Nemendur grunnskólans sýna atriði sem er ein keppnisgreinin á Keppnisdögunum og úrslit verða kynnt. Síðan verður ball og húllumhæ á eftir.
Allir íbúar, foreldrar og aðrir eru velkomnir.
HDH
Annar keppnisdagur
Keppnin á Keppnisdögunum hélt áfram í dag. Mikið fjör var í skólanum og var gaman að fyljgast með flottum krökkum vinna margs konar verkefni. Myndir dagsins eru hér. HDH
Fjölgun í Djúpavogshreppi annað árið í röð
Það er sannarlega ánægjuefni fyrir okkur Djúpavogsbúa að skoða nýjustu tölur um fólksfjölda á Austurlandi.
Þar kemur í ljós að af öllum sveitarfélögum á Austurlandi fjölgaði hlutfallslega mest í Djúpavogshreppi milli áranna 2010 og 2011, um 15 manns eða 3,2%. Þetta er annað árið í röð sem fjölgar hjá okkur og í fyrra var Djúpavogshreppur einungis annað tveggja sveitarfélaga sem fjölgaði í á Austurlandi.
Það er því ljóst að við getum talið okkur vera komin á beinu brautina, en sé litið til þróunar á þessari öld þá var viðvarandi fólksfækkun hér í sveitarfélaginu frá árunum 2001 - 2005. Frá árunum 2006-2008 fjölgaði ýmist eða fækkaði þangað til stór skellur kom árið 2009 þegar fækkaði um 17 manns frá árinu áður.
Síðan þá hefur fjölgað um 24 sem verður að teljast mikill viðsúningur og ekki sjálfgefinn í sveitarfélagi af þessari stærðargráðu.
Hér að neðan er hægt að sjá íbúaþróun í Djúpavogshreppi frá árinu 2000.
Með því að smella hér er hægt að skoða frétta á agl.is um nýjustu íbúatölur á Austurlandi.
ÓB
2000: 523
2001: 521
2002: 498
2003: 493
2004: 479
2005: 458
2006: 463
2007: 450
2008: 456
2009: 439
2010: 448
2011: 463
Sykurmassanámskeið
Fyrirhugað er að hafa sykurmassanámskeið þann 17. mars ef næg þátttaka fæst. Skráning er hjá:
Bergþóra Arnórsdóttir
Verkefnastjóri símenntunar
Sími: 470 3804 / 8422838
Netfang: bergthora@tna.is
Veffang: www.tna.is
Lágmarksfjöldi er 8, hámarksfjöldi 15. Verð 10.500, kennslustundir 6. Kennari er Þóra. Vinsamlegast athugið að greiða skal námskeiðskostnað við upphaf námskeiðs. Hægt er að greiða með peningum, debetkortum og kreditkortum.
HRG
Keppnisdagar 2012
Jæja þá eru hinir árlegu Keppnisdagar í grunnskólanum í fullum gangi aftur. Þeir hófust í dag og eins og venjulega fengum við góða gesti úr Grunnskóla Breiðdalshrepps til að taka þátt í þeim með okkur. Keppnisgreinarnar í ár eru:
Heimilisfræði, sund, íþróttir, hæfileikakeppni, listsköpun og náttúrufræði.
Í dag kepptu yngri nemendur í íþróttum og æfðu sig síðan fyrir hæfileikakeppnina. Eldri nemendurnir fóru í heimilsfræði, þar sem þeir bökuðu tebollur og þaðan í sund þar sem þeir þurftu að leysa margs konar þrautir eins og brettaboðsund, flot, körfubolta, blak o.fl. Síðan fóru þeir í náttúrufræði þar sem gera þurfti tilraunir, greina fugla, steina o.fl. og síðan í listsköpun þar sem þeir unnu listaverk úr afgöngum.
Á morgun víxlast verkefnin og á öskudaginn verður uppskeruhátíð í íþróttahúsinu. Hún hefst klukkan 10:30 og eru allir íbúar sveitarfélagsins velkomnir.
Myndir af fyrsta keppnisdegi eru hér. HDH
Aðalfundur Umf. Neista
Aðalfundur Umf. Neista verður haldinn sunnudaginn 26. febrúar kl. 16:00 í Löngubúð.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur 2011.
3. Kosning nýrrar stjórnar.
4. Önnur mál.
Á fundinum verður íþróttafólk Neista sem stóð sig vel á síðastliðnu ári verðlaunað.
Ljóst er að meirihluti núverandi stjórnar mun ekki gefa kost á sér aftur og því skorum við á áhugasamt fólk að fjölmenna á fundinn og vinna fyrir félagið sitt.
Stjórnin
Aðalfundur Golfklúbbs Djúpavogs
Aðalfundur Golfklúbbs Djúpavogs verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar 2012.
Fundarstaður: Geysir
Hefst kl. 16:00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningar 2010 og fjárhagsstaðan vegna 2011.
3. Kosning nýrrar stjórnar (gefi einhverjir kost á sér).
4. Önnur mál.
Allir áhugasamir velkomnir.
F.h. stjórnar GKD;
Guðjón Viðarsson
Fundarstaður: Geysir
Hefst kl. 16:00
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningar 2010 og fjárhagsstaðan vegna 2011.
3. Kosning nýrrar stjórnar (gefi einhverjir kost á sér).
4. Önnur mál.
Allir áhugasamir velkomnir
F.h. stjórnar GKD;
Guðjón Viðarsson
Starfsmann vantar í Íþróttamiðstöð Djúpavogs
Íþróttamiðstöð Djúpavogs auglýsir eftir starfsmanni í fast stöðugildi frá og með 1. apríl. 2012.
Stöðugildið telst 56,5% frá september - maí og 100% yfir sumarmánuðina.
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Umsóknir skal senda inn í tölvupósti ásamt ferilskrá á andres@djupivogur.is fyrir 20. mars.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar í síma 478-8999 eða á netfangið andres@djupivogur.is.
Starfsmann vantar í Íþróttamiðstöð Djúpavogs
Íþróttamiðstöð Djúpavogs auglýsir eftir starfsmanni í fast stöðugildi frá og með 1. apríl. 2012.
Stöðugildið telst 56,5% frá september - maí og 100% yfir sumarmánuðina.
Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
Umsóknir skal senda inn í tölvupósti ásamt ferilskrá á andres@djupivogur.is fyrir 20. mars.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar í síma 478-8999 eða á netfangið andres@djupivogur.is.
Öxi 2012 - Göngu og hlaupahelgi fjölskyldunnar
Djúpavogshreppur í samstarfi við Umf. Neista og fyrirtæki í sveitarfélaginu ætlar að standa fyrir „Öxi 2012 - Göngu- og hlaupahelgi fjölskyldunnar" 30. júní og 1. júlí í sumar.
Aðalgrein helgarinnar er þríþraut þar sem keppt verður í sjósundi 750m (synt af Staðareyri suður yfir Berufjörð), hjólað 13 km (inn Berufjarðardalinn og upp á Öxi) og hlaupið 19 km (út í Fossárdal að Eyjólfsstöðum) og hjólað þaðan 18 km á Djúpavog. Einnig verða skipulögð styttri hlaup og gönguferðir við allra hæfi.
Nánari upplýsingar síðar.
Viðhorf ferðamanna til náttúruverndar jákvæð
Mikill meirihluti ferðamanna er heimsótt hafa Djúpavog síðastliðin tvö sumur telja líklegra en ella að þeir muni heimsækja þorpið og nágrenni þess aftur verði náttúruverndarstefna sveitarfélagsins framkvæmd. Þetta er ein meginniðurstaða rannsóknar sem Páll Jakob Líndal, doktorsnemi í umhverfissálfræði, hefur unnið fyrir Djúpavogshrepp síðastliðin tvö sumur en í staðfestu aðalskipulagi hreppsins fyrir tímabilið 2008-2020 er að finna metnaðarfulla stefnu í náttúruvernd. Sömuleiðis telur meirihluti ferðamanna heimsókn í Dúpavogshrepp vera andlega endurnærandi og streitulosandi.
Í könnun sem lögð var fyrir ferðamenn(bæði íslenska og erlenda) sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina Löngubúð, Hótel Framtíð og þjónustumiðstöð tjaldsvæðis Djúpavogs sumarið 2010 og 2011 sögðu 86,8% svarenda að viðhorf þeirra gagnvart Djúpavogshreppi yrðu jákvæðari næði stefna sveitarstjórnar í náttúruverndarmálum fram að ganga og sögðu 80% svarenda líklegra að þeir muni heimsækja svæðið á nýjan leik verði stefnan að veruleika. Athyglisvert var að þeir sem telja náttúruna líklegri en annað umhverfi til „að hlaða batteríin“ eru jákvæðari gagnvart verndunarstefnu sveitarfélagsins.
Landslag og náttúra er meginaðdráttarafl Djúpavogshrepps að mati ferðamanna en 73,2% svarenda völdu náttúru þegar þau voru beðin um að velja hvert eftirtalinna þeim líkaði best við: Náttúra, hið byggða umhverfi Djúpavogs, þjónusta og aðstaða sem boðið var upp í þorpinu eða mannlífið.
Tilgangur könnunarinnar var tvíþættur. Annars vegar að meta viðhorf ferðamanna til náttúruverndar og stefnu Djúpavogshrepps í þeim málum og hins vegar að kanna hvort ferðamenn telji heimsókn í Djúpavogshrepp vera andlega og líkamlega endurnærandi og hvort veðurfar á staðnum geti haft áhrif þar á. Almennt töldu ferðamenn sig upplifa streitulosun við að heimsækja svæðið en þó voru áhrif veðurfars á þá niðurstöðu merkjanleg þannig að Austfjarðaþokan hafði neikvæð áhrif á mat ferðamanna á endurheimt andlegrar og líkamlegrar orku.
Alls svöruðu 235 ferðamenn könnunni, þar af 65% erlendir.
Niðurstöður könnunarinnar má sjá með því að smella hér.
Nánari upplýsingar:
Páll Jakob Líndal
N: pall.jakob.lindal@gmail.com
H: www.palllindal.com/is
Viðhorf ferðamanna til náttúruverndar jákvæð
Mikill meirihluti ferðamanna er heimsótt hafa Djúpavog síðastliðin tvö sumur telja líklegra en ella að þeir muni heimsækja þorpið og nágrenni þess aftur verði náttúruverndarstefna sveitarfélagsins framkvæmd. Þetta er ein meginniðurstaða rannsóknar sem Páll Jakob Líndal, doktorsnemi í umhverfissálfræði, hefur unnið fyrir Djúpavogshrepp síðastliðin tvö sumur en í staðfestu aðalskipulagi hreppsins fyrir tímabilið 2008-2020 er að finna metnaðarfulla stefnu í náttúruvernd. Sömuleiðis telur meirihluti ferðamanna heimsókn í Dúpavogshrepp vera andlega endurnærandi og streitulosandi.
Í könnun sem lögð var fyrir ferðamenn(bæði íslenska og erlenda) sem heimsóttu upplýsingamiðstöðina Löngubúð, Hótel Framtíð og þjónustumiðstöð tjaldsvæðis Djúpavogs sumarið 2010 og 2011 sögðu 86,8% svarenda að viðhorf þeirra gagnvart Djúpavogshreppi yrðu jákvæðari næði stefna sveitarstjórnar í náttúruverndarmálum fram að ganga og sögðu 80% svarenda líklegra að þeir muni heimsækja svæðið á nýjan leik verði stefnan að veruleika. Athyglisvert var að þeir sem telja náttúruna líklegri en annað umhverfi til „að hlaða batteríin“ eru jákvæðari gagnvart verndunarstefnu sveitarfélagsins.
Landslag og náttúra er meginaðdráttarafl Djúpavogshrepps að mati ferðamanna en 73,2% svarenda völdu náttúru þegar þau voru beðin um að velja hvert eftirtalinna þeim líkaði best við: Náttúra, hið byggða umhverfi Djúpavogs, þjónusta og aðstaða sem boðið var upp í þorpinu eða mannlífið.
Tilgangur könnunarinnar var tvíþættur. Annars vegar að meta viðhorf ferðamanna til náttúruverndar og stefnu Djúpavogshrepps í þeim málum og hins vegar að kanna hvort ferðamenn telji heimsókn í Djúpavogshrepp vera andlega og líkamlega endurnærandi og hvort veðurfar á staðnum geti haft áhrif þar á. Almennt töldu ferðamenn sig upplifa streitulosun við að heimsækja svæðið en þó voru áhrif veðurfars á þá niðurstöðu merkjanleg þannig að Austfjarðaþokan hafði neikvæð áhrif á mat ferðamanna á endurheimt andlegrar og líkamlegrar orku.
Alls svöruðu 235 ferðamenn könnunni, þar af 65% erlendir.
Nánari upplýsingar:
Rannsóknina má finna í heild sinni á heimasíða Djúpavogshrepps: www.djupivogur.is
Páll Jakob Líndal
N: pall.jakob.lindal@gmail.com
H: www.palllindal.com/is
Heilsumessa á Helgafelli - nánari dagskrá
Sjá hér fyrir neðan frétt frá Heilsumeistaraskólanum. Smellið á hana til að stækka.
Til að sjá nánari dagskrá, smellið hér.
ÓB
Konudagskaffi Við Voginn
Kaffihlaðborð verður í tilefni Konudagsins í versluninni Við Voginn sunnudaginn 19. febrúar nk.
Verð fyrir fullorðna 1.500.-
Börn 14 ára og yngri 600.-
Við Voginn
PubQuiz í Löngubúð
Natan ætlar að sjá um PubQuiz í Löngubúð, laugardagskvöldið 18. febrúar nk.
Hann segir að húsið opni kl. 21:00 og hann hefji spurningaflóðið kl. 21:30. Hann vill líka koma því á framfæri við íbúa sveitarfélagsins að eigi allir möguleika á að vinna, þar sem hann er ekki að fara að taka þátt sjálfur.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir alla til að næla sér í PubQuiz meistartitil.
Langabúð
Frá Ferðafélagi Djúpavogs
Ferðafélag Djúpavogs heldur áfram sunnudagsgöngunum.
Sunnudaginn 19. febrúar 2012 verður gengið út að Hvítasandi.
Mæting Við Voginn kl 13:00
Allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.
Takið með ruslapoka.
Ferðafélag Djúpavogs
Blessuð sólin elskar allt
Það er óhætt að segja að sólin sé búin að leika við hvurn sinn fingur hér á Djúpavogi síðustu daga, ekki síst á morgnana. Í morgun er óhætt að segja að hún hafi farið á kostum þegar hún læddi sér upp fyrir sjóndeildarhringinn og litaði meira og minna allan hreppinn stórkostlegri birtu.
Þegar því var lokið kórónaði hún þennan stórleik sinn með því að lýsa upp Búlandstindinn einan, þannig að hrein unun var að horfa á.
Við sjáum ástæðu til að vara burtflúna með heimþrá við meðfylgjandi myndum.
ÓB
Við settum hitamet
Meðfylgjandi frétt er tekin af mbl.is
Hlýtt hefur verið víða á landinu það sem af er febrúar. Á öðrum tímanum í fyrri nótt fór hitinn í 14,8 stig á Teigarhorni við Berufjörð, sem er nýtt hitamet í febrúar á þessari fornfrægu veðurstöð, að því er Sigurður Þór Guðjónsson skrifar í bloggi sínu (nimbus.blog.is).
Meðalhitinn í Reykjavík fyrstu 14 daga febrúar er 3,4 stig sem er 3,8 stigum yfir meðallagi þegar horft er til síðustu 60 ára. Meðalhiti á Akureyri sömu daga er 4,0 stig og 6,4 stigum fyrir ofan meðallag þar í bæ.
ÓB
Bæjarlífið janúar 2012
Og þið sem hélduð að bæjarlífssyrpan hefði sungið sitt síðasta? Aldeilis ekki. Hér er hvorki meira né minna en glæný syrpa. Hún innheldur að megninu til myndir úr janúarmánuði, en nokkrar desembermyndir slæddust með fremst í syrpunni.
Smellið hér til að skoða.
ÓB
112 dagurinn á Djúpavogi - myndir og myndband
112 dagurinn var haldinn hér á Djúpavogi 11. febrúar sl.
Var hann með hefðbundnu sniði þar sem viðbragðsaðilar keyrðu um götur með tilheyrandi látum og buðu svo til kaffisamsætis í Sambúð þar sem gestum og gangandi gafst kostur á að kynna sér starfsemi og tækjakost.
Hægt er að skoða myndir með því að smella hér.
Með því að smella hér er svo hægt að skoða myndband sem Magnús Kristjánsson tók á 112 deginum.
ÓB
Neisti 57 - 59 ME
UMF. Neisti tók á móti liði Menntaskólans á Egilsstöðum í Bólholtsbikarnum í gær.
Leikir Neista í vetur hafa verið gríðarlega jafnir og var engin undantekning á í gær. Lokatölurnar 59-57 fyrir ME bera þess glöggt vitni.
Magnús Kristjánsson var með nýju myndavélina á leiknum og sendi okkur stutta stiklu úr leiknum.
Smellið hér til að skoða hana.
ÓB
Hammondhátíð 2012
Hammondhátíð 2012 fer fram á Hótel Framtíð dagana 19. - 22. apríl nk.
Nánar auglýst síðar.
ÓB
Skólahreystitækin
Eins og þið vitið auglýsti ég, fyrir jól, eftir styrktaraðilum vegna kaupa á tækjum til að æfa fyrir Skólahreysti. Skemmst er frá því að segja að Samkaup - Strax og Umf. Neisti brugðust skjótt við og styrktu grunnskólann samtals um 150.000.- þ.e. 75.000.- krónur hvor aðili.
Tækin komu fyrir nokkru og í vikunni fékk ég þær Sóleyju Dögg, formann Neista og Írisi Dögg, verslunarstjóra Samkaupa-Strax á Djúpavogi í heimsókn í íþróttahúsið til að taka af þeim þessa fínu mynd. Með þeim á myndinni eru upprennandi "skólahreystikeppendur." Undankeppni Skólahreysti fer fram á Egilsstöðum 15. mars nk. og eru unglingarnir okkar á fullu að undirbúa sig fyrir það.
Grunnskólinn þakkar fyrrnefndum styrktaraðilum kærlega fyrir frábæra gjöf, sem á eftir að nýtast öllum nemendum skólans á næstu árum.
HDH