Djúpivogur
A A

Fréttir

Alfa Freysdóttir með flotta sýningu í Löngubúð

Í gær var Alfa Freysdóttir með mjög áhugaverða sýningu á hönnunarverkefni sínu í Löngubúð, en Alfa hefur nýverið lokið meistaranámi í innanhúsarkitektúr frá háskóla (Academy of Art University) í San Francisco. Hönnunarverkefnið hennar Ölfu sem ber nafnið  Ægisdjúp er í senn glæsilegt og stórbrotið þar sem Alfa tók bræðslumannvirkin hér við Gleðivíkina og hannaði þau frá grunni að utan sem innan og breytti þeim í eina stóra og sannkallaða Menningarmiðstöð. Byggingin skiptist í fjölbreytt og margbrotinn rými og í tilfellum með stórkostlegu útsýni yfir fjörðinn.  Verkefnið ber með sér ferska vinda og jákvæða strauma frá arkitekinum unga hingað inn í samfélagið en Alfa hefur greinilega næma tilfinningu fyrir svæðinu enda fædd og uppalinn hér á Djúpavogi. Þá er það vissulega gaman að sjá hvernig Alfa nýtir á einstaklega smekklegan og skapandi hátt bæði efni og liti úr umhverfi og náttúru Djúpavogshrepps svo byggingin falli sem best að utan sem innan.

Það er ávallt mikið ánægjuefni þegar ungt og efnilegt fólk í skapandi greinum ræðst í að vinna verkefni í tengslum við æskustöðvar sínar og þá ekki síst í tilfellum þar sem lítil þorp á landsbyggðinni eiga í hlut. Djúpavogsbúar geta því verið og eiga að vera stoltir af því að eiga að efnilegt og skapandi fólk eins og Ölfu Freysdóttur sem hefur með þessu verkefni sínu gefið okkur Djúpavogsbúum tækifæri til að líta upp úr amstri dagsins, kíkja aðeins út fyrir kassann og sjá hlutina í nýju og fersku ljósi. 

Þeir sem eiga eftir að sjá þessa flottu sýningu eru hér með hvattir til að mæta í Löngubúð á morgun þ.e. þann 31. des. en þá stendur sýningin yfir frá kl 13:00 -15:00.  Kaffi og piparkökur í boði. 

Við óskum Ölfu Freysdóttur og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með sýninguna og þennan glæsilega áfanga í lífi sínu.

Andrés Skúlason

 

 

 

 

30.12.2012

Minningartónleikar um Jón Ægi Ingimundarson

Laugardaginn 29. desember nk. mun Tónleikafélag Djúpavogs standa fyrir minningartónleikum um Jón Ægi Ingimundarson á Hótel Framtíð. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.

Sjá nánar á auglýsingu hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

28.12.2012

Bóndavarðan

Bóndavarðan er fréttablað sveitarfélagsins og kemur út fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Þar má fylgjast með því sem er að gerast í stofnunum sveitarfélagsins, ungmennafélaginu, félagasamtökum ásamt fréttum úr bæjarlífinu.

Blaðinu er dreift til allra íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu en auk þess býðst áhugasömum utan sveitarfélagsins að gerast áskrifendur að blaðinu.

Ársáskrift er kr. 3.000.- Hægt er að kaupa áskrift með því að senda póst á netfangið bondavardan@djupivogur.is.
Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en síðasta fimmtudag fyrir útgáfu blaðsins.

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.
Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.

Verðskráin er sem hér segir:

Heil síða 10.000.-
Hálf síða 5.000.-
1/4 síða 2.500.-

Útgáfudagar Bóndavörðunnar og skilafrestur á efni fyrir veturinn 2012-2013 er sem hér segir:    

Mánuður

Útgáfudagur

Síðasti skiladagur efnis

Janúar

10. jan.

3.   jan.

Febrúar

7. feb.

31. jan.

Mars

7. mars

28. feb.

Apríl

4. apríl

28. mars

Maí

2. maí

25. apríl

Júní

6. júní

30. maí

September

5. sept.

29. ágúst

Október

3. okt.

26. sept.

Nóvember

7. nóv.

31. okt.

Desember 5. des. 28. nóv

 


Vinsamlegast athugið að Bóndavarðan er í sumarfríi í júlí og ágúst.

UH

28.12.2012

Áramótabrenna 2012

Kveikt verður í áramótabrennunni á Hermannastekkum kl. 20:30 á gamlárskvöld. SVD Bára mun sjá um flugeldasýningu.

Golfklúbbur Djúpavogs og Djúpavogshreppur

28.12.2012

Flugeldasala

Sjá hér að neðan auglýsingu frá SVD Báru vegna flugeldasölu.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

28.12.2012

Frá Hótel Framtíð

29. desember
Pizzatilboð 12” með 3 áleggstegundum og pepsí kr. 2.050.- frá kl. 18:00 til 20:00  

31. desember
ÁRAMÓTAGLEÐI á barnum frá kl. 01:00 til 04:00

Minnum á forsöluna 29. og 30. desember. kr. 1.850.- Frír drykkur fylgir hverjum keyptum miða

Eftir að forsölu líkur kr. 2.850.-

Aldurstakmark 18 ára (dagurinn)


Óskum öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Þökkum það liðna og hlökkum til ánægjulegs samstarfs á komandi nýju ári.

Með kveðju, starfsfólk á Hótel Framtíð.

28.12.2012

Ægisdjúp í Löngubúð

Dagana 29. og 31. desember nk. verður Alfa Freysdóttir með sýningu í Löngubúð á lokaverkefni sínu í Meistaranámi í innanhúsarkitektúr.

29. desember kl. 16-18
31. desember kl. 13-15

Ægisdjúp er hönnunarverkefni að Menningarmiðstöð Djúpavogs í Bræðslubyggingunum í Gleðivík.

Kaffi og piparkökur í boði - Verið velkomin

Langabúð

28.12.2012

Síðasta spilavistin á árinu

Síðasta spilavist ársins 2012 verður föstudagskvöldið 28. desember kl. 20:30 í Löngubúð.

Allir velkomnir

Kvenfélagið Vaka

27.12.2012

Frá Bakkabúð

Verslunin verður opin í dag frá 16:00 - 18:00.

Verið velkomin

Bakkabúð

27.12.2012

Litla sviðamessan 2012

Litla sviðaveislan, sem haldin er í minningu Helga Garðarssonar, verður 28. desember á Helgafelli í hádeginu.

Öllum er velkomið að koma og fá sér svið og lappir og eiga skemmtilega stund með okkur.

Nefndin

22.12.2012

Jólaballið í leikskólanum

Leikskólabörnin héldu lítið jólaball í leikskólanum þann 18. desember sl. þar sem þau dönsuðu í kringum jólatréð og fengu svo skemmtilegan gest til sín en það var hann Gluggagæir sem kom og vakti mikla lukku.  Hann dansaði með þeim í kringum jólatréð og síðan gaf hann öllum börnunum jólagjöf sem þau fóru með heim. 

Dansað í kringum jólatréð

Einhver að príla yfir grindverkið á pallinum

Það er jólasveinninn....

Gaf öllum svo pakka og spjallaði við börnin

Fleiri myndir eru hér

ÞS

Frá Íþróttamiðstöð Djúpavogs

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokuð frá 23. - 26. desember og frá 30. desember - 1. janúar.

Þökkum íbúum Djúpavogshrepps samskiptin á árinu.
Sjáumst hress á nýju ári.

Starfsfólk ÍÞMD

19.12.2012

Peran 2012

Menningarmálanefnd Djúpavogs efnir til lýðræðislegrar kosningar um bestu jólaskreytingu Djúpavogshrepps.

Kosningin fer þannig fram að hver og einn má kjósa 3 hús. Best skreytta húsinu skal gefa 3 stig, því næsta 2 og síðan 1 atkvæði til þess húss sem þar á eftir kemur.

Nóg er að nefna númer húss eða eiganda / eigendur.

Vinningshafinn mun síðan fá "Peruna" afhenta á Þorrablótinu, laugardaginn 26. janúar.

ATKVÆÐUM SKAL SKILA Á SKRIFSTOFU DJÚPAVOGSHREPPS EÐA NETFANGIÐ peran@djupivogur.is FYRIR KL. 13:00 ÞRIÐJUDAGINN 22. JANÚAR 2013.

Þeim sem ekki geta sent atkvæðin í tölvupósti bendum við á að prenta þessa frétt út, fylla út atkvæðaseðilinn hér fyrir neðan og skila á skrifstofu Djúpavogshrepps.

ATKVÆÐASEÐILL:

1. sæti (3 atkvæði): ____________________________________

2. sæti (2 atkvæði): ____________________________________

3. sæti (1 atkvæði): ____________________________________

19.12.2012

Frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga

Starf forstöðumanns Héraðsskjalasafns Austfirðinga er laust til umsóknar

Um er að ræða fullt starf. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og lipur í mannlegum samskiptum. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í námsgrein sem nýtist starfsemi safnsins og staðgóða þekkingu á starfssviði þess. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af safnastarfi og fjármálastjórn. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga er sjálfstæð skjalavörslustofnun í eigu sveitarfélaganna í Múlasýslum. Meginhlutverk safnsins er að safna, varðveita og skrá skjöl aðildarsveitarfélaganna og annarra afhendingarskyldra aðila á starfssvæði safnsins. Nánar um hlutverk og starfsemi Héraðsskjalasafnsins vísast til laga um Þjóðskjalasafn (nr. 66/1985) og reglugerðar um héraðsskjalasöfn (nr. 283/1994). Frekari upplýsingar um Héraðsskjalasafn Austfirðinga má finna á vefsíðu safnsins www.heraust.is

Forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga leiðir starfsemi safnsins og annast daglegan rekstur þess samkvæmt starfslýsingu. Forstöðumaður undirbýr starfs- og fjárhagsáætlun með stjórn safnsins, hefur umsjón með sérverkefnum og ræður starfsmenn.

•    Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga ræður í starf forstöðumanns. Miðað er við að viðkomandi hefji störf í byrjun febrúar 2013.
•    Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Huggarðs, Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.
•    Nánari upplýsingar um starfið og launakjör veita Ólafur B. Valgeirsson, stjórnarformaður Héraðsskjalasafnsins (s. 898 1439 / nf. obv@simnet.is ) og Hrafnkell Lárusson, forstöðumaður (s. 861 9077).
•    Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsferil og meðmælendur sendist Héraðsskjalasafni Austfirðinga, Laufskógum 1, 700 Egilsstaðir. Skal umslagið merkt „Starfsumsókn“. Umsóknir sem sendar eru í tölvupósti skal senda á netfangið: hl@heraust.is  
•    Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2013.
•    Stjórn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga

19.12.2012

Auglýsing frá jólasveinunum

Tökum á móti pökkum í íþróttamiðstöð Djúpavogs laugardaginn 22. desember frá klukkan 14 – 15.

Höfum ráðið Neistafólk til að safna pökkunum fyrir okkur þann dag. Verð fyrir hvert heimili er 500 kr.

Vinsamlega merkið pakkana vel svo þeir ruglist ekki í atgangnum á aðfangadag.

Jólasveinarnir

19.12.2012

Sveitarstjórn: Fundargerð 14.12.2012

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

ÓB

18.12.2012

Upplestur úr barna- og unglingabókum í Löngubúð

Í dag kl. 17:00 verður lesið úr nýjustu bókunum fyrir börn og unglinga í Löngubúð.

Hvetjum mömmur og pabba, afa og ömmu til að mæta með börnin og hlusta á skemmtilegar sögu.

Langabaúð

18.12.2012

Jólatréð skreytt

Á hverju ári fá elstu nemendur leikskólans að skreyta jólatréð fyrir jólaball leikskólans. Skemmtu þau sér vel við verkið og skiluðu líka þessu fína jólatréi eins og sést á þessum myndum.

Verið að hengja kúlur og skraut á tréð

Svona lítur tréð út og þau stilltu sér upp að verki loknu

Á morgun verður svo dansað og sungið í kringum jólatréð.  

ÞS

Opinn fundur um ferðaþjónustu fer fram á Hótel Framtíð

Fyrirhugaður fundur verður færður niður á Hótel Framtíð kl. 17:00.

Opinn fundur um ferðaþjónustu á Djúpavogi verður því haldinn á Hótel Framtíð þriðjudaginn, 18. desember nk. kl. 17:00.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.    Formaður FMA, Albert Jensson fer yfir stöðu ferðamála og helstu verkefni. 
2.   Vest Norden 2012 ferðakaupstefna. Ugnius Hervar, ferðamálafulltrúi og Þórir Stefánsson fara yfir helstu atriði sem þar komu fram.   
3.    Sumarið 2012 í ferðaþjónustunni. Umræður og spjall með ferðaþjónustuaðilum á svæðinu (hvað gekk vel og hvað má fara).
                                                                                       
Allir velkomnir;

Ferða- atvinnu- og menningarmálanefnd.

17.12.2012

Frá Löngubúð

Minnum á upplestur úr jólabókum í kvöld.

Við ætlum við að eiga saman notalega stund í Löngubúðinni í kvöld þar sem lesið verður úr nýútkomnum bókum.  
Lesturinn hefst kl. 20:00.

Tilvalið tækifæri til þess að setjast niður í amstri jólanna, hlusta á skemmtilegar sögur og njóta góðra veitinga í Löngubúðinni.

Verið velkomin
Langabúð

17.12.2012

Jólabingó Neista

Sunnudaginn 16. desember verður  hið árlega jólabingó Neista á Hótel Framtíð.
Fjöldi glæsilegra vinninga frá gjafmildum styrktaraðilum.

Barnabingó hefst kl. 16:00

Fullorðinsbingó – frá fermingaraldri - hefst kl. 20:00
 
Stjórn Neista;
 
Kveðja Lilja.

14.12.2012

Jólatré til sölu

Sunnudaginn 16. desember 2012, frá kl. 13:00 - 14:00 verða seld jólatré úr skógræktinni. Farið er upp afleggjarann við kirkjugarðinn og fólk getur valið sér tré. Félagar skógræktarfélagsins verða á staðnum og saga fyrir fólk.

Verð kr. 2.000.-

Stjórn Skógræktarfélags Djúpavogs

13.12.2012

Sveitarstjórn: Fundarboð 14.12.2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14.12.2012

32. fundur 2010-2014


Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps föstudaginn 14. desember 2012 kl. 16:00. Fundarstaður: Langabúð.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsáætlun 2013; fjárhagsleg málefni, málefni stofnana o. fl.

a)    Gjaldskrár 2012.      
b)    Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2013.
c)    Eignabreytingar og framkvæmdir 2013.
d)    Erindi um styrki o.fl. til afgreiðslu.
e)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps 2013. Síðari umræða.

2.    Fundargerðir

a)    Ferða- menningar- og atvinnumálanefnd, dags. 6. desember 2012.
b)    Félagsmálanefnd, dags. 10. desember 2012.
c)    Heilbrigðisnefnd Austurlands, dags. 14. nóvember 2012.
d)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 22. nóvember 2012.
e)    Aðalfundur Héraðskjalasafns Austfirðinga, dags. 22. nóvember 2012.
f)    Héraðsskjalasafn Austfirðinga, dags. 30. nóvember 2012.
g)    Hafnasamband Íslands, dags. 19. nóvember 2012.
h)    Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. nóvember 2012.
i)     Samband sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 22. nóvember 2012.

3.    Erindi og bréf

a)    Karlakórinn Trausti, dags. 13. nóvember 2012.
b)    Tónlistarfélag Djúpavogs, dags. 12. desember 2012.
c)    Tónleikafélag Djúpavogs, dags. 5. desember 2012.
d)    Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, dags. 13. nóvember 2012.
e)    Skólastjórafélag Austurlands, dags. 14. september 2012.
f)    Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps, dags. 28. nóvember 2012.
g)    Deloitte, dags. 3. desember 2012.
h)    Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ódags.
i)     Skógræktarfélag Íslands, dags. 30. nóvember 2012.

4.    Sérstakar húsaleigubætur
5.    Héraðsskjalasafn Austfirðinga
6.    Breyting á lögum um gatnagerðargjöld
7.    Skýrsla sveitarstjóra

 

Djúpavogi, 12. desember 2012;
sveitarstjóri

12.12.2012

Upprennandi söngstjörnur

Fyrir nokkru gaf kvenfélagið segulkubba í leikskólann.  Stelpurnar á Krummadeild voru ekki lengi að finna út úr því hvernig sniðugast væri að leika með kubbanna. Eins og sjá má hér vita þær alveg hvað á að gera við svona

Innlifunin leynir sér ekki

Síðan voru einsöngstónleikar

Fleiri myndir af börnunum á Krummadeild eru hér

ÞS

12.12.2012

Eins og víða annars staðar sló klukkan 12 mínútur yfir 12 í Grunnskóla Djúpavogs þennan 12. dag 12. mánaðar ársins 2012.

Í tilefni þess stilltu nemendur í 2. og 3. bekk sér upp með Þórunnborgu til að festa á mynd þessa sérstöku stund.

ÓB

 

 

 

 

 

 

Myndband frá Gulltoppi GK

Stakkavíkurbáturinn Gulltoppur GK hefur landað hér í Djúpavogshöfn í haust og vetur.

Við rákumst á þetta skemmtilega myndband frá þeim félögum sem tekið var í róðri sem farinn var 5. desember sl. Það er virkilega skemmtilegt að sjá hvernig þetta fer allt saman fram á svona línubáti og gaman að sjá þá koma inn innsiglinguna í lok dags og fylgjast með lönduninni.

Smellið hér til að sjá myndbandið.

ÓB

11.12.2012

Fleiri myndir frá Árna Ingólfssyni

Árni Ingólfsson hefur verið einstaklega duglegur að senda okkur myndir upp á síðkastið og þökkum við honum kærlega fyrir það.

Nú síðast sendi hann okkur myndir frá þremur brúarframkvæmdum í sveitarfélaginu; frá smíði Hofsárbrúar, 1955, smíði Selárbrúar á Lónsheiði 1957 og smíði Berufjarðarbrúar 1958.

Myndirnar settum við í tvö myndasöfn.

Smellið hér til að komast í myndasafn Árna.

ÓB

11.12.2012