Fréttir
Grænn apríl
Djúpavogshreppur er eitt sveitarfélaga á Austurlandi skráð í verkefnið "Grænn april" sem sjá má á sérstakri heimasíðu um verkefnið. Sveitarfélagið vinnur m.a. að því nú um stundir að þróa áfram og bæta flokkun á úrgangi og nú í apríl hefur meðal annars enn verið aukið á flokkunarmöguleika í Safnstöðinni. Þá var sömuleiðis ákveðið nú í april að ívilna sérstaklega þeim íbúum sem standa sig vel í flokkun á úrgangi með því að lækka sorphirðugjöld gegn innskilum á heimilistunnum. Með innskilum á heimilistunnum fylla viðkomandi íbúar jafnhliða út eyðublað á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem viðkomandi heita því með undirrskrift að fylgja vel leiðbeiningum um flokkun á úrgangi svo og fara þá viðkomandi íbúar með allan annan úrgang sjálfir sem fellur til af heimilunum og setja í þar til ætlaðan gám.
Nú þegar hafa nokkuð margir íbúar skilað inn heimilistunnum og hefur því fyrirkomulag þetta mælst vel fyrir.
Á heimasíðunni Grænn apríl má annars sjá eftirfarandi upplýsingar um Djúpavog. http://graennapril.is/2011/04/djupivogur-vinalegur-og-vistv%C3%A6nn-er-gr%C3%A6njaxl/
Kínverskt hlaðborð Við Voginn
Kínveskt hlaðborð verður í versluninni við Við Voginn, sunnudaginn 1. maí kl. 18:00.
Gestakokkur verður Divinigracia Rizon Germino.
Spennandi réttir á boðstólnum, allir velkomnir.
Verð:
3.300 kr. fyrir fullorðna
2.000 kr. fyrir 6-12 ára
Við Voginn
Brúðkaup aldarinnar ?
Börnin á leikskólanum Bjarkatúni fyljast sko alveg með því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi enda varla fjallað um annað þessa dagana en brúðkaup þeirra William og Kate í Bretlandi. Þegar börnin mættu í morgunsárið snérist umræðan milli barnanna um prinsessuna Kate og William prins. Þessi mikli áhugi þeirra varð til þess að kennarar deildarinnar fóru að finna myndir af þeim tilvonandi hjónakornum sem börnin gætu litað og var það auðfundið á netinu. Síðan var sjónvarpið sett upp í salnum svo börnin gætu nú fylgst með þessu konunglega brúðkaupi. Ekki voru nú samt allir með á nótunum þó áhuginn hafi smitað út frá sér en einn strákurinn á Kríudeild spurði kennarann sinn að því hvenær þau ætluðu eiginlega að fara að horfa á þessa prinsessumynd? En það var greinilegt að stúlkurnar voru aðeins áhugasamari heldur en strákarnir.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna þá skín áhuginn á þessu úr hverju andliti.
Börn sitja og fylgjast með komu Kate til kirkjunnar
Það var mikil umræða um það hvernig kjóllinn hennar yrði á litinn..bleikur, rauður eða ??
Bæði stórir og smáir fylgdust með
Þs
Miðasala á Hammondhátíð hafin
Miðasala á Hammondhátíð Djúpavogs, sem fram fer dagana 12.-15. maí nk., er hafin.
Sjá nánar á heimasíðu Hammondhátíðar, www.djupivogur.is/hammond.
ÓB
Umsóknir í Atvinnuþróunarsjóð Austurlands
Atvinnuþróunarsjóður Austurlands auglýsir eftir umsóknum til sjóðsins. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Atvinnuþróunarsjóðs.
Umsóknarfrestur er til og með 16. maí n.k. Nánari upplýsingar veitir Hafliði H. Hafliðason hjá Þróunarfélagi Austurlands haflidi@austur.is.
Atvinnuþróunarsjóður Austurlands styrkir frumkvöðla og fyrirtæki til að vinna að áætlunargerð tengdum hugmyndum og vöruþróun. Hámarksstyrkur er 500.000 kr. og er hann nú greiddur út í tvennu lagi. Fyrri hlutinn við undirritun samnings og síðari þegar verkefnum er lokið.
Tilgangur sjóðsins er að aðstoða við að vinna hugmyndum brautargengi og auðvelda fólki að kanna hagkvæmni hugmynda sinna án þess að kosta sjálft til þess miklum fjármunum.
Nauðsynlegt er að styrkhafar skili inn lokagögnum sem uppfylla það sem sótt var um hverju sinni og kröfur sjóðsins. Atvinnuþróunarsjóður leggur áherslu á að þau gögn sem skilað er inn sé hægt að nota í áframhaldandi vinnu við verkefnið. Þannig vill stjórn sjóðsins trygga að þeir peningar sem úthlutað er nýtist sem best og skili sér aftur til samfélagsins.
Hlutafé
Atvinnuþróunarsjóður hefur í gegnum árin keypt hlutafé í mörgum félögum sem talin eru koma Austurlandi til góða. Alltaf er hægt að óska eftir við sjóðinn að hann kaupi hlutafé, og eru óskir teknar fyrir á stjórnarfundum. Beiðnir um kaup á hlutafé geta einnig borist þegar auglýst er eftir styrkumsóknum.
ÓB
Bóndavarðan - maíblaðið
Bóndavarðan er fréttablað sveitarfélagsins og kemur út fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Þar má fylgjast með því sem er að gerast í stofnunum sveitarfélagsins, ungmennafélaginu, félagasamtökum ásamt fréttum úr bæjarlífinu.
Blaðinu er dreift til allra íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu en auk þess býðst áhugasömum utan sveitarfélagsins að gerast áskrifendur að blaðinu.
Ársáskrift er kr. 3.000.- Hægt er að kaupa áskrift með því að senda póst á netfangið bondavardan@djupivogur.is
Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en síðasta fimmtudag fyrir útgáfu blaðsins.
Maíblaðið kemur út fimmtudaginn 5. maí nk. og því er frestur til þess að skila inn efni eigi síðar en á miðnætti fimmtudaginn 28. apríl nk.
Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.
Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.
Verðskráin er sem hér segir:
Heil síða 10.000.
-Hálf síða 5.000.
-1/4 síða 2.500.-
Ferða- og menningarmálafulltrúi
BR
Páska pub-quiz
Páska Pub - quiz verður haldið í Löngubúð laugardagskvöldið 23.apríl nk. Spurningarnar verða af öllum toga, milli himins og jarðar, léttar og auðveldar en umfram allt stórskemmtilegar !
Tilboð á íííííísköldum...
Eggjandi verðlaun fyrir sigurvegar kvöldsins !
Húsið opnar kl. 20:30 og hefjast leikar kl. 21:00.
Sjáumst!
Langabúð
BR
Opnunartími Iþróttamiðstöðvar um páskana
Opnunartími Íþróttamiðstöðvar um páskana
Fimmtudagur 21. apríl skírdagur: Lokað
Föstudagurinn langi. Lokað
Laugardagur: opið frá 10:00 – 16:00
Páskadagur: Lokað
Annar í páskum: Lokað
Forstöðum.ÍÞMD
Ferðaþjónustunámskeið á Djúpavogi
Fyrirhugað er að fara af stað með námskeið fyrir þá sem starfa, eða vilja starfa á eigin vegum eða á annan hátt í ferðaþjónustu í Djúpavogshreppi.
Lágmarksfjöldi er 5.
Farið verður yfir ýmis atriði er snúa að ferðaþjónustu t.d. eftirtalin:
• Þjónustu- og gæðamál
• Gönguleiðsögn á Djúpavogi
• Menningartengd ferðaþjónusta á svæðinu
• Kynning á gönguleiðum í Djúpavogshreppi
• Náttúru- og dýralíf í Djúpavogshreppi
• Ýmis atriði er varða móttöku á ferðamönnum
Námskeiðið er 16 kennslustundir og verður líklega um að ræða 5 kennslukvöld, en einnig kemur til greina að kenna yfir helgi / helgar ef það hentar þátttakendum betur.
Skráningarfrestur er til kl. 17:00 þriðjudaginn 26. apríl.
Verð kr. 7.500.- Innifalið eru námsgögn, „kaffi og meðððí“.
Nánari upplýsingar veitir ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, Bryndís Reynisdóttir og tekur hún jafnframt við skráningum í síma 868 4682 eða á netfanginu bryndis@djupivogur.is
Ferða-og menningarmálafulltrúi
BR
Langabúð auglýsir
Starfsfólk óskast til sumarstarfa í Löngubúð. Um er að ræða almenn þjónustustörf, leiðsögn á safni og þrif.
Umsóknir berist á netfangið bryndis@djupivogur.is fyrir 2.maí n.k.
Nánari upplýsingar fást hjá Bryndísi í síma 868-4682
Langabúð
Námskeið um rétta aflameðferð um borð í smábátum
Landssamband smábátaeigenda og Matís efna á næstu dögum til námskeiða um bætta aflameðferð. Þar munu sérfræðingar Matís halda fyrirlestra um meðferð afla, hvernig skuli umgangast hann þannig að hæsta verð fáist við sölu hans og neytendur verði ánægðir með gæðin.
Afli smábáta er ferskasta hráefni sem völ er á, en til að tryggja enn betur að fiskvinnslan og neytendur fái sem bestan fisk í hendurnar er mikilvægt að smábátasjómenn þekki vel hvaða þættir hafa helst áhrif á gæðin.
Eins og fyrr segir munu Matís og Landssamband smábátaeigenda standa fyrir námskeiðunum sem haldin verða víðsvegar um landið á næstu vikum.
Námskeiðin eru opin öllum og er þátttaka gjaldfrjáls.
Hvert námskeið tekur 2-3 klst.
Næstkomandi miðvikudag 20. apríl kl 20:00 verður námskeið haldið í Hótel Framtíð á Djúpavogi
LS hvetur félagsmenn sína til að nýta sér þetta tækifæri og bæta þannig við þekkingu sína á þessu sviði.
Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna stóra
Matís
Landssamband smábátaeiganda
BR
Blak í íþróttahúsinu í kvöld
Blak í íþróttahúsinu kl.19:00 í kvöld.
Allir velkomnir,
Blakarar
Myndasýning á Helgafelli - lífríki í Djúpavogshreppi
Þriðudaginn 19. apríl kl 20:00 (annað kvöld) verður þriðja og jafnframt síðasta myndakvöldið á Helgafelli á þessum vetri. Efni fyrstu tveggja sýninganna var að mestu byggt upp á gömlum myndum úr safni sveitarfélagins sem borist hefur héðan og þaðan frá einstaklingum, burtfluttum sem og heimafólki á síðustu árum. Aðsókn var mjög góð á þessum tveimur sýningum og var sömuleiðis mjög skemmtileg stemming á þessum myndakvöldum þegar hinir hinir eldri miðluðu af þekkingu sinni á efninu til þeirra sem yngri voru.
Þar sem farið er að ganga á birgðir af gömlu myndefni sem undirritaður hefur undir höndum verður skipt um gír að þessu sinni og verður þetta síðasta myndakvöld vetrarins því helgað lífríkinu hér í Djúpavogshreppi og er það við hæfi nú þegar lífið er að lifna með vor í lofti. Sýningin verður alfarið byggð á myndum úr safni undirritaðs sem teknar hafa verið í Djúpavogshreppi og þar koma við sögu fuglar - selir - tófur - hreindýr - hvalir - blómamyndir og fl.
Verið velkomin
Andrés Skúlason
NU SKIN vörukynning
NU SKIN vörukynning - komið og sjáið Galvanic Spa (hrukkustraujárnið) sjáanlegur árangur á aðeins 15-20 mín.
Vörukynning, þriðjudaginn 19.april kl 20:00 í Sambúð.
Smellið hér til þess að sjá auglýsinguna stóra
Helga Hrönn
BR
Andoxunarmæling á TILBOÐI
Andoxunarmæling á TILBOÐI - færð þú nægjanlegt magn andoxunarefna úr þinni fæðu?
Verð í íþróttahúsinu miðvikudaginn 19.apríl kl 13:00-16:00
Á innan við tveimur mínútum getur þú séð hvort að rétt matartæði og fæðubótarefni eru að veita þér þá andoxunarvörn sem þú þarft á að halda.
Helga Hrönn
BR
Helgihald í Djúpavogsprestakalli um páska
Berufjarðarkirkja: Messa og ferming á pálmasunnudag, 17. apríl kl. 14.00.
Fermd verður:
Ársól Þöll Guðmundsdóttir, Urðarbrunni 82, 113 Reykjavík
Djúpavogskirkja - Skírdagur: Messa, ferming og skírn kl. 14.00.
Fermd verða:
Anton Karl Jóhannsson, Kambi 8
Ágústa Mekkín Guðmundsdóttir, Búlandi 6
Bjartur Elí Egilsson, Borgarlandi 26
Bryndís Þóra Sigfúsdóttir, Borgarlandi 24
Föstudagurinn langi:Lestur Passíusálma.
Lesarar: Fjölbreyttur hópur íbúa Djúpavogs á ýmsum aldri. Lestur hefst kl. 11.00 og lýkur væntanlega um fjögurleytið.
Kaffi og vöfflur í safnaðarheimilinu á meðan á lestrinum stendur.
Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 9.00. Kirkjukórinn syngur "Ofar regnbogans gliti" (Somewhere over the rainbow) og Andrea Kissné Refvalvi spilar á fiðlu fallegt verk eftir Saint Saens.
Morgunverður í boði sóknarnefndar eftir messu.
Djúpavogskirkja
BR
Bóndavarðan
Bóndavarðan er fréttablað sveitarfélagsins og kemur út fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Þar má fylgjast með því sem er að gerast í stofnunum sveitarfélagsins, ungmennafélaginu, félagasamtökum ásamt fréttum úr bæjarlífinu.
Blaðinu er dreift til allra íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu en auk þess býðst áhugasömum utan sveitarfélagsins að gerast áskrifendur að blaðinu.
Nýjasta blað Bóndavörðunnar má sjá með því að smella hér
Ársáskrift er kr. 3.000.- Hægt er að kaupa áskrift með því að senda póst á netfangið bondavardan@djupivogur.is
Innsent efni skal sendast á netfangið bondavardan@djupivogur.is eigi síðar en síðasta fimmtudag fyrir útgáfu blaðsins.
Áhugasamir eru hvattir til að senda inn pistla, vísur eða hvað annað sem menn telja að eigi heima í blaðinu.
Einnig býðst fyrirtækjum og félagasamtökum að kaupa auglýsingu í blaðinu.
Verðskráin er sem hér segir:
Heil síða 10.000.-
Hálf síða 5.000.-
1/4 síða 2.500.-
BR
Sveitarstjórn: Fundargerð 14.04.2011
Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.
ÓB
Djúpavogshreppur auglýsir eftir refaveiðimönnum
Auglýst er eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til tveggja ára frá og með miðjum maí 2011:
Svæði 1: Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)
Svæði 2: Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)
Svæði 3: Sunnan Hamarsár að Múlahálsi
Svæði 4: Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðt.)
Greiðslur til refaveiðimanna verða samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 17. mars 2011. Drögin verða send / afhent þeim, er þess óska.
Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er 1 milljón kr. ætluð til refaveiða í ár.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2011. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur / netfang: sveitarstjori@djupivogur.is
BR
Við Voginn auglýsir - Svið og lappir í hádeginu í dag
Föstudaginn 14. apríl verða svið og lappir í hádeginu í versluninni Við Voginn.
Nammi namm.
Við Voginn
Skólaskipið Dröfn
Síðasta fimmtudag fóru nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans í vettvangsferð með skólaskipinu Dröfn. Í ferðinni voru nemendur fræddir um sjávarútveg og vistkerfi hafsins áður en haldið var út í Berufjörð þar sem trolli var dýft í sjóinn. Nemendur voru mjög vel upplýstir um hinar ýmsu lífverur sem finna má í sjónum og áttu í litlum vandræðum með að nefna hinar ýmsu tegundir sem fiskifræðingur frá Hafró spurði þau um. Þegar haldið var inn í Berufjörð var trollinu svo dýft í sjóinn. Aflinn var góður, um hálft tonn og er þetta næst stærsti aflinn sem Dröfn hefur veitt á þessu ári. Var þá farið í að kanna aflann og skemmtu nemendur sér konunglega við það. Að lokum fengu svo allir með sér heim fulla poka af góðgæti hafsins.
Myndir má sjá hér.
HIÞ
Bókasafnsdagurinn 14. apríl 2011
Bókasafn Djúpavogs vill vekja athygli á Bókasafnsdeginum sem er fimmtudaginn 14. apríl.
Dagurinn er tileinkaður bókasöfnum landsins til að vekja áhuga almennings á mikilvægi bókarinnar. Slagorð dagsins að þessu sinni er Bókasafn, heilsulind hugans.
Bókasafn Djúpavogs er ekki stórt safn en hýsir þó yfir 10.000 titla. Safnið kaupir reglulega bækur á safnið allt árið um kring þó að flestir titlarnir komi inn fyrir jólin.
Allir eru velkomnir að mæta á safnið þennan dag sem og aðra daga, en opnunartíminn er sem fyrr þriðjudaga 17:00 – 19:00 og fimmtudaga 18:00 – 20:00.
Athygli er vakin á því að Bókasafn Djúpavogs verður lokað síðasta þriðjudag fyrir páska, þann 19. apríl næstkomandi.
Bókasafnsvörður
Smellið hér til þess að sjá auglýsingu um Bókasafnsdaginn
BR
Bingó Kvenfélagsins Vöku
Kvenfélagið Vaka verður með bingó á Hótel Framtíð sunnudaginn 17. apríl 2011
Barnabingó hefst kl. 15:00, spjaldið kostar kr. 400.-
Fullorðinsbingó hefst kl. 20:30, spjaldið kostar kr. 600.- (miðað við fermingarárið).
Kvenfélagskonur
BR
Fótboltaþjálfari óskast
Umf. Neisti óskar eftir fótboltaþjálfara fyrir sumarið. Gert er ráð fyrir að æfingar standi frá byrjun júní fram að verslunarmannahelgi. Frekari upplýsingar má fá hjá Klöru 897-0509 og/eða Sóleyju 849-3441.
UMF Neisti
Fótboltaþjálfari óskast
Umf. Neisti óskar eftir fótboltaþjálfara fyrir sumarið. Gert er ráð fyrir að æfingar standi frá byrjun júní fram að verslunarmannahelgi. Frekari upplýsingar má fá hjá Klöru 897-0509 og/eða Sóleyju 849-3441.
UMF Neisti
Sveitarstjórn: Fundarboð 14.04.2011
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps: Fundarboð 14. 04. 2011
10. fundur 2010-2014
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 14 apr. 2011 kl. 17:00. Fundarstaður: Geysir.
Dagskrá:
1. Fjárhagsleg málefni
a) Innkaupareglur fyrir Djúpavogshrepp.
2. Fundargerðir
a) SBU, dags. 15. mars 2011
b) Landbúnaðarnefnd, dags. 17. mars 2011
c) Austfirskar stoðstofnanir, dags. 22. febrúar 2011
d) Hafnarsamband Íslands, dags. 10. mars 2011
e) Austfirzk eining, dags. 11. mars 2011
f) Austfirzk eining, dags. 1. apríl 2011
g) Atvinnuþróunarsjóður Austurlands, dags. 4. apríl 2011
h) Heilbrigðiseftirlit Austurlands, dags. 6. apríl 2011
i) Framkvæmdaráð SSA, dags. 8. apríl 2011
3. Samkomulag um kjarasamningsumboð
4. Refa- og minkaveiðar
5. Erindi og bréf
a) Búnaðarfélag Lónsmanna, dags. 22 mars 2011.
b) Ríkissaksóknari, dags. 11. mars 2011.
c) Specialisterne, mars 2011.
d) Vinnumálastofnun, dags. 8. apríl 2011
e) Umboðsmaður barna, dags. 21. mars 2011
6. Skýrsla sveitarstjóra
Djúpavogi, 12. apríl 2011;
Sveitarstjóri