Djúpivogur
A A

Fréttir

Spila spila spilavist

 

Spila spila spilavist 
Haldið verður áfram að spila í Löngubúð næstu þrjú föstudagskvöld þ.e. 1.apríl, 8. apríl og 15. apríl og hefst keppni kl. 20:30
Kvenfélagskonur

Haldið verður áfram að spila í Löngubúð næstu þrjú föstudagskvöld þ.e. 1.apríl, 8. apríl og 15. apríl og hefst keppni kl. 20:30

Kvenfélagskonur

BR

 

31.03.2011

Djúpavogshreppur auglýsir

 

Auglýst er eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til tveggja ára frá og með maí 2011.
Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 17. mars 2011.
 
Aksturstaxti 90.- kr./km. 
Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 800.-
Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr.3.000.
Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl  skal auk þess gr. fyrir ígildi 3ja hvolpa. 
Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn. 
Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn og byggt á samningsdrögum, sem unnin eru af landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps.    Drög verða send / afhent þeim, er þess óska.
Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 500.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl  2011. Umsóknir og frekari fyrispurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is 
Sveitarstjóri

Auglýst er eftir minkaveiðimönnum til starfa í Djúpavogshreppi til tveggja ára frá og með maí 2011.

Greiðslur til minkaveiðimanna verða eftirfarandi samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 17. mars 2011. 

Aksturstaxti 90.- kr./km. 

Tímakaup fyrir grenjaleit verður kr. 800.-

Verðlaun fyrir unnin dýr eru: Fullorðin dýr: kr. 3.000. Hvolpar kr.3.000.

Fyrir hvolpafullar læður, veiddar e. 15. apríl  skal auk þess gr. fyrir ígildi 3ja hvolpa. 

Æskilegt er að í umsóknum komi fram upplýsingar um; tækjakost, hundakost og eftir atvikum um aðstoðarmenn. 

Gengið verður frá sérstökum samningum við veiðimenn og byggt á samningsdrögum, sem unnin eru af landbúnaðarnefnd Djúpavogshrepps.    

Drög verða send / afhent þeim, er þess óska.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins eru 500.000 kr. ætlaðar til minkaveiða í ár.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl  2011. Umsóknir og frekari fyrispurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur /netfang: sveitarstjori@djupivogur.is
 

Sveitarstjóri

BR

 

30.03.2011

Stóra upplestrarkepnin

Ragnar Sigurður Kristjánsson nemandi í 7. bekk gerði sér lítið fyrir og sigraði  Stóru upplestrarkeppnina sem fram fór 23. mars síðastliðinn á Hornafirði. Elísabet Ósk Einarsdóttir tók líka þátt fyrir hönd skólans. Þrír skólar af Suð-Austulandi, Grunnskóli Djúpavogs,  Grunnskólinn  í Hofgarði og Hafnarskóli tóku þátt.  Anný Mist Snjólfsdóttir og Þórunn Amanda Þráinsdóttir spiluð á hljóðfæri. 

Myndir er hægt að sjá með því að smella hér. BE

Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum sigurvegari í spurningakeppni Neista

Úrslit í spurningakeppni Neista þetta árið réðust síðastliðinn laugardag á Hótel Framtíð. Að þessu sinni voru úrslitaviðureignirnar með örlítið breyttu sniði frá undankeppnunum og þurftu keppendur m.a. að hlaup og hringja bjöllu í bjölluspurningunum, þekkja tónlist sem spiluð var afturábak, viðra leiklistarhæfileikana og flokka rusl !

Fyrst riðu á vaðið Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum og Kvenfélagið Vaka. Vöku-konur héldu vel í við Ferðaþjónustuna þar til kom að leiknum atriðum en þá var staðan 19-15 fyrir Ferðaþjónustuna. Segja má að ferðaþjónustumenn hafi unnið sigur í þessari viðureign með góðum töktum í leiklist og næmu eyra fyrir afturábak-leikinni tónlist og varð lokaniðurstaðan 31-22.

Þá stigu næst á stokk Við Voginn og H.B. Grandi. Eftir 20 hraðaspurningar var staðan miður góð fyrir lið Við Voginn því þeir voru undir 10-16 og bjölluspurningar framundan. Egill Egilsson fyrirliði Við Voginn reimaði þá á sig hlaupaskóna og bretti upp ermar, nú skildi sko taka nokkur stig í bjölluspurningunum ! Egill sýndi ansi góð tilþrif og skutlaði sér á bjölluna hvað eftir annað, en réttu svörin létu aðeins á sér standa. Staðan að loknum bjölluspurningum var 15-19 fyrir Granda. Við voginn hélt áfram að saxa á lið Granda í leiknu atriðunum og tónlistinni en því miður dugði það ekki til og lokastaðan var 25-28 fyrir Granda-mönnum.

Úslitakeppnin var æsispennandi og hnífjöfn frá byrjun. Að loknum hraða-og bjölluspurningum var staðan 17-16 fyrir H.B.Granda. Þá voru Granda-menn sendir út úr salnum á meðan Eyjólfsstaðir flokkuðu rusl í kappi við klukkuna. Búið var að útbúa þennan fína flokkunar-vegg með hólfum fyrir hvern flokk og þurftu menn að flokka heimilisrusl úr einum kaupfélagspoka og enda á að flokka pokann. Þetta vafðist nú ekki mikið fyrir Ferðaþjónustu-mönnum sem flokkuðu á fínum tíma og gerðu einungis 2 vitleysur. Þá var komið að H.B.Granda, þeir voru ekki eins vissir á því hvernig átti að flokka og þurftu stundum aðeins að hugsa sig um og ræða málin. Granda-menn tóku heldur lengri tíma í þetta og gerðu 5 vitleysur. Þá var staðan orðin 17-18 fyrir Ferðaþjónustunni. Að loknum tónlistargetraunum og lokaspurningu var staðan jöfn 23-23 og ljóst að draga þurfti fram aukaspurningarnar. Þegar búið var að spyrja 4 aukaspurninga var staðan enn jöfn 25-25 og sýnt að bráðabani var nauðsynlegur til að finna sigurvegara. Í bráðabananum var Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöum fljótari á takkanum, náði svarréttinn, svaraði rétt og vann sigur á liði H.B.Granda.
Liðin voru svo leyst út með páskaeggjum og að sjálfsögðu fékk Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum bikarinn eftirsótta til varðveislu þar til næsta keppni verður háð að ári.

Umf. Neisti vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirrra sem tók þátt, með einum eða öðrum hættti,  í að gera þessa keppni. Þetta er ein af stærstu fjáröflunum Neisti ár hvert og þökkum við keppnisliðum og áhorfendum kærleg fyrir stuðninginn.

Því miður var enginn ljósmyndari á vegum Neista á staðnum, en kunni einhverjir úr salnum að hafa tekið myndir og eru tilbúnir að birta þær á heimasíðunni, mega þeir hafa samband á netfangið djupivogur@djupivogur.is

SDB

28.03.2011

Auglýsing um verkefnastyrki Menningarráðs Austurlands

Menningarráð Austurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki á grunni samnings sveitarfélaga á Austurlandi og mennta- og menningarmálamálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um menningarmál. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Austurlandi.  Smellið á lesa meira til að fá nánari upplýsingar.

Áherslur ársins 2011. Menningarráð Austurlands hefur ákveðið að árið 2011 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: 
• Verkefni sem hvetja til samstarfs milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina. Sérstaklega er horft til verkefna sem eru samstarf þriggja eða fleiri aðila og tengja íbúa á Austurlandi saman.
• Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar, lista og menningartengdrar ferðaþjónustu.
• Verkefni sem hafa unnið sér sess og viðurkenningu og eru vaxandi.
• Verkefni sem fara fram á vinnustöðum á Austurlandi.
• Verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum, listnema og leikmanna.
• Verkefni sem miða að því að listnemar og ungir listamenn frá Austurlandi komi í auknu mæli að listsköpun og menningarstarfi í fjórðungnum.

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars og fer úthlutun fram í apríl. Fyrirvari er gerður um frágang og undirritun nýs menningarsamnings við ríkið fyrir þann tíma sem og innbyrðis samning milli sveitarfélaga á starfssvæði ráðsins vegna hins sama.
 
Öll verkefni sem fara fram á árinu 2011 geta sótt um styrki, þó svo að verkefnið sé hafið eða því lokið þegar úthlutun verkefnastyrkja fer fram.

Með umsókninni verður að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur.  
Mikilvægt er að umsóknir séu rétt útfylltar og öllum skilyrðum uppfylgt að öðrum kosti verður umsókn hafnað.

Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Austurlands á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðunni. http://www.menningarrad.is/  Þar er einnig að finna stefnu sveitarfélaga á Austurlandi í menningarmálum, nýjar úthlutunarreglur  og  aðrar upplýsingar fyrir umsækjendur.

Styrkþegar frá síðasta ári verða að hafa skilað inn greinargerð skv. samningi til þess að þeir geti sótt um fyrir 2011. 

Allar nánari upplýsingar veitir Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi á Austurlandi, í síma 471-3230, 860-2983 eða með tölvupósti menning@menningarrad.is

Umsóknir skal senda í tölvupósti á menning@menningarrad.is og í átta eintökum i ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Austurlands, pósthólf  123, 700 Egilsstaðir.

BR

28.03.2011

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs

Aðalfundur Ferðafélags Djúpavogs verður haldinn í Sambúð, sunnudaginn 3. apríl 2011.

Hefst kl. 17:00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Allir félagsmenn hvattir til að mæta og nýir félagar boðnir velkomnir.

Stjórnin.

Dagskráin fyrir Hammondhátíð 2011 klár

Nú er dagskrá fyrir Hammondhátíð 2011 klár og búið að birta hana á heimasíðu Hammondhátíðar, www.djupivogur.is/hammond. Fylgist einnig með á Facebook-síðu Hammondhátíðar

ÓB

25.03.2011

Munurinn á flóði og fjöru á ofurtungli

Eins og fjallað var um í fjölmiðlum um síðastliðna helgi þá var svokallað "ofurtungl" á laugardaginn sl., en það þýðir að tunglið er eins nálægt jörðu og það getur orðið. Það er ekki á hverjum degi sem þetta gerist en þetta hefur gerst 15 sinnum á síðustu 400 árum. Þá var einnig stórstreymt, þar sem um fullt tungl var að ræða og þegar þetta tvennt fer saman er munurinn á flóði og fjöru ansi mikill.

Undirritaður fylgdist mikið með þessu um síðustu helgi og fram í vikuna. Það er sérstaklega gaman að vera á háfjöru úti á söndum og sjá hversu mikið land kemur í ljós þegar svo mikil fjara er. Þá er ekki síður magnað að vera staddur þar þegar háflóð er eins og var á mánudag og þriðjudag.

Munurinn var töluverður á mánudag, miðað við meðaltal hér á Djúpavogi, eða 2.38 metrar. Á landsvísu er það reyndar alls ekki mikið en til samanburðar er munur flóðs og fjöru einna mestur á nokkrum stöðum við Breiðafjörð, þar sem hann er um 4,1 m í stórstreymi, samkvæmt töflum Sjómælinga.

Til gamans má geta að mesti munur flóðs og fjöru er við Fundyflóa í Kanada, þar sem sjórinn flæðir inn í flóann á flóði og hækkar yfirborð sjávar um 12 metra.

Meðfylgjandi myndir sýna hvernig munurinn á flóði og fjöru getur verið hér á svæðinu. Fyrir neðan þær eru einnig myndbönd sem tekin voru á vettvangi á mánudag og þriðjudag.

ÓB

 

Vogurinn á háfjöru, mánudaginn 21. mars

Vogurinn á háflóði, mánudaginn 21. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háflóði, mánudaginn 21. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Langhólmi, við enda flugvallarins, á háflóði, þriðjudaginn 22. mars

Æðarsker á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Æðarsker á háfjöru, sunnudaginn 20. mars. Myndin tekin frá Langhólma

Æðarsker á háflóði, þriðjudaginn 22. mars. Myndin tekin úr Langhólma.

Ormsbæli á háfjöru, sunnudaginn 20. mars

Ormsbæli á háfjöru, sunnudaginn 20. mars. Myndin tekin frá Langhólma.

Ormsbæli á háflóði, mánudaginn 21. mars. Myndin tekin úr Kiðhólma.

Ormsbæli á háflóði, mánudaginn 21. mars

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Kiðhólma, 29. janúar 2011 á hefðbundnu flóði.

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Kiðhólma, mánudaginn 21. mars á "ofurtunglsflóði".

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Sandey, 6. mars 2011 á fjöru.

Séð yfir Úlfseyjarsand frá Sandey, þriðjudaginn 22. mars á háflóði.

 

Í lokin eru svo tvö myndbönd, annað þeirra tekið mánudaginn 21. mars og hitt þriðudaginn 22. mars. Þau sýna staðkunnugum glögglega hversu mikið flóð var þessa daga.

Tekið við Langhólma, mánudaginn 21. mars. Sjórinn flæðir vel upp fyrir hólmann.

Tekið við Sandey, þriðjudaginn 22. mars. Þarna var orðið nánast ófært fyrir fótgangandi yfir í Sandey. Hugsanlega hefði verið hægt að sæta lagi á góðum vaðstígvélum en undirritaður lét það vera.

25.03.2011

Spurningakeppni Neista 2011 - 3. kvöld

Þriðji og síðasti riðill í spuningakeppni Neista fór fram síðastliðið sunnudagskvöld. Þar áttust við Djúpavogshreppur og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðuml annars vegar og Kirkjukórinn og Vísir hf hins vegar.
 
Viðureign Djúpavogshrepps og Ferðaþjónustunnar var nokkuð hörð og ljóst að bæði liðin voru staðráðin í að vinna. Fyrir lokahrinuna var staðan 19-16 fyrir Ferðaþjónustunni og enn 7 stig í pottinum. Á lokasprettinum voru Ferðaþjónustumenn eldsnöggir á ljósunum og náðu að svara síðustu spurningunum og unnu 23-16.

Þá mættust Kirkjukórinn og Vísir hf. Í byrjun virtist Vísir hf. ætlað að fara nokkuð létt með Kórinn, því eftir hraðaspurningar var staðan 13-7 fyrir Vísi.  Þá setti lið Kórsins í fluggírinn og fyrir lokahrinuna var staðan 14-15 fyrir Vísi. Þegar Gauti hafði spurt lokaspurningarinnar var ljóst að það þurfti framlengingu til fá fram sigurvegara því staðan var 17-17. Í framlengingunni hafði Kórinn betur og vann Vísi með 19 stigum gegn 18.
 
Í úrslitaviðureigninni mættust því Kórinn og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum. Nokkuð ljóst var frá upphafi þeirrar viðureignar að ferðaþjónustumenn voru ákveðnir að vinna, þeir höfðu nokkuð örugga yfirhönd allan tímann og lönduðu öruggum sigur 23-15.

Að þessum síðasta riðli afloknum er ljóst hvaða lið taka þátt í lokakeppni spurningakeppninnar, en það eru lið; Við Voginn, H.B. Granda, Ferðaþjónustunnar á Eyjólfsstöðum og Kvenfélagsins Vöku, sem kemur inn sem stigahæsta tapliðið.
 
Sigurvegarar 3. riðils, Ferðaþjónustan, fékk svo að draga sér mótherja til að kljást við á lokakvöldinu og drógu þeir Kvenfélagið. Það er því ljóst að laugardaginn 26. mars kl. 20:00 á Hótel Framtíð munu eigast við:

Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum - Kvenfélagið Vaka   
HB-Grandi - Við Voginn

Búist er við líflegri keppni og eins og venja er verður lokakeppnin örlítið frábrugðin undanförnum keppnum og óhætta að segja að keppendur fái að reyna á ýmsa hæfileika...

Hótel Framtíð verður með ýmislegt gott á boðstólnum og að venju kostar 500 kr. inn, frítt fyrir ófermda.

Myndir frá þriðja kvöldinu má sjá með því að smella hér.

Texti: SDB
Myndir: ÓB

24.03.2011

Djúpavogskirkja auglýsir

 

Djúpavogskirkja
Kvöldsamvera með Taizesöngvum miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00.  
Þetta er sameiginleg vináttustund, sem við ætlum að eiga  með  kaþólska söfnuðinum  hér og prestarnir og munkarnir af Kapusinareglunni  á Reyðarfirði flytja bænir  ásamt sóknarpresti.   Fermingarbörn lesa friðarbæn.
Kaffi á eftir og þar munu Kapusinamunkarnir segja  stuttlega frá munkareglunni.  
Eigum saman góða föstu-og bænastund í kirkjunni og tökum vel á móti góðum gestum. 
Verum öll hjartanlega velkomin,
sóknarprestur     
   

Kvöldsamvera með Taizesöngvum miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00.  Þetta er sameiginleg vináttustund, sem við ætlum að eiga  með  kaþólska söfnuðinum  hér og prestarnir og munkarnir af Kapusinareglunni  á Reyðarfirði flytja bænir  ásamt sóknarpresti.   Fermingarbörn lesa friðarbæn.

Kaffi á eftir og þar munu Kapusinamunkarnir segja  stuttlega frá munkareglunni.  

Eigum saman góða föstu-og bænastund í kirkjunni og tökum vel á móti góðum gestum. 

 Verum öll hjartanlega velkomin, sóknarprestur  

BR     

22.03.2011

Skólahreysti 2011

Fimmtudaginn 17. mars var íþróttakeppnin Skólahreysti haldin á Egilsstöðum. Ellefu skólar frá öllu Austurlandi tóku þátt.  André Sandö, Telma Lind Sveinsdóttir og Auður Gautadóttir voru fulltrúar Grunnskóla Djúpavogs. Þau stóðu sig einstaklega vel og enduðu í fjórða sæti.  Öflugur hópur stuðningsmanna, í gulum Neistatreyjum með svarta stríðsmálningu, hvöttu okkar keppendur til dáða.  Myndir af þessum skemmtilega viðburði má sjá með því að smella hér. BE

Fulltrúi frá Menningarráði Austurlands með viðveru í Geysi

Signý Ormarsdóttir menningarfulltrúi verður með viðveru á hreppsskrifstofu, Bakka 1, þriðjudginn 22. mars, kl. 13:00-16:00, vegna umsókna menningarstyrkja hjá Menningarráði Austurlands.

Sjá nánar um styrkumsóknir með því að smella hér.

ÓB

22.03.2011

Gamlar myndir frá Rafni Kjartanssyni

Már Karlsson færði okkur fyrir stuttu gamlar myndir sem eru í eigu Rafns Kjartssonar. Búið er að bæta þeim í myndasafn hins síðarnefnda og hægt að nálgast þær með því að smella hér.

Þökkum Má og Rafni fyrir þessar myndir.

ÓB

21.03.2011

Dans á Helgafelli

Minnt er á að dansað verður á Helgafelli í kvöld kl. 20:00. Allir áhugamenn um dans eru hvattir til að mæta.

 

ÓB

21.03.2011

Félagsstarf á Helgafelli - Kennsla í þæfingu

Þæfingarnámskeið Bjargar í Sóhól hafa verið mjög vel sótt og vakið mikla lukku. Á morgun, laugardag heldur Björg áfram að kenna milli 14:00 og 16:00 á Helgafelli.

Allir velkomnir

18.03.2011

Kristján Ingimarsson spilar á Hótel Framtíð

Sjá hér fyrir neðan auglýsingu frá Hótel Framtíð.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

17.03.2011

Keppnisdagar 2011 - Myndir

Eins og fram hefur komið voru keppnisdagar í grunnskólanum í síðustu viku. Nú eru allar myndir af þessari skemmtilegu þriggja daga hátið komnar í hús og hægt að skoða þær með því að smella hér. BE

Spurningakeppni Neista 2011 - 2. kvöld

Í gærkvöldi fór fram annar riðill í spurningakeppni Neista. Langabúð var þétt setin og góð stemmning í salnum.

Fyrst öttu kappi kennarar Grunnskólans gegn nemendum sínum. Eftir hraðaspurningar voru nemendur tveimur stigum yfir og ljóst að börnin fá góða kennslu í skólanum okkar. Kennurum tókst þó með herkjum að hafa betur gegn nemendum sínum með góðum lokaspretti og sigruðu 20-19.

Þá mættust Samkaup og H.B.Grandi og má segja að úrslitin þar hafi endurspeglast i skyráti liðanna, Billi át eins og vindurinn en Heiða var öllu settlegri í þessu og tók sér sinn tíma. Úrslitin í þessari viðureign urðu 21-8 fyrir H.B.Granda.

Í úrslitarimmunni þetta kvöldið mættust því kennarar og H.B. Grandi. Ljóst var frá upphafi að Granda-menn voru ákveðnari og hungraðri í sigurinn. Því það fór svo að H.B. Grandi vann kennara nokkuð örugglega 29-17.

Það er þá orðið ljóst að H.B. Grandi og Við Voginn eru komin með öruggt sæti á úrslitakvöldi keppninnar.

Síðasta riðlakeppnin fer svo fram sunnudaginn 20. mars, þar sem mætast Djúpavogshreppur og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum annarsvegar og Kirkjukórinn og Vísir hf hinsvegar. Að venju byrjum við kl. 20:00 í Löngubúð, 500 kr. inn og frítt fyrir ófermda. 

Myndir má sjá hér.

Texti: SDB
Myndir: ÓB

16.03.2011

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum

Iðnaðarráðuneyti í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum í styrki til verkefnisins Atvinnusköpun í sjávarbyggðum sem byggja á tekjum af sölu aflaheimilda fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011 til að veiða skötusel og til frístundaveiða, sbr. lög um stjórn fiskveiða.

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum er tímabundinn verkefnasjóður sem hefur það að markmiði að skapa varanleg störf, efla atvinnusköpun og auka fjölbreytni atvinnulífs í sjávarbyggðum.

Áhersla verkefnisins er á hagnýtingu nýrra hugmynda og leitast verður eftir því að styðja verkefni sem fela í sér nýsköpun, þekkingaryfirfærslu og hugverk. Stuðningur getur m.a. falist í viðskipta- og vöruþróun, markaðssókn og erlendri markaðsfærslu.

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum leitar eftir verkefnum sem fela í sér ný atvinnutækifæri og byggja á styrkleikum sjávarbyggða.

Hvatt er sérstaklega til stærri samstarfsverkefna fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnanna þar sem fram koma skýrar hugmyndir um afurðir í formi vöru eða þjónustu sem skila varanlegum verðmætum og atvinnu. Lögð er áhersla á klasasamstarf en það er ekki forsenda fyrir stuðningi úr Atvinnusköpun í sjávarbyggðum.

Rafræn umsóknareyðublöð má finna á www.nmi.is/impra  

Nánari upplýsingar veitir Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands , arnalara@nmi.is  

16.03.2011

Loftmyndir í tugatali

Nú er búið að setja inn á heimasíðuna loftmyndir sem teknar voru af Andrési Skúlasyni í ágúst 2005.

Þetta er nokkuð magn af myndum og því er búið að skipta þeim í þrjú myndasöfn; Búlandsnes, Djúpivogur og Papey.

Við hvetjum alla til að skoða þessar skemmtilegu myndir en þær er hægt að nálgast vinstra megin á síðunni undir Myndasafn - Loftmyndir, eða bara með því að smella hér.

ÓB

Myndakvöld á Helgafelli í kvöld

Andrés Skúlason heldur áfram að sýna gamlar ljósmyndir á Helgafelli í kvöld frá 20:00 - 22:00. Allir velkomnir.

ÓB

14.03.2011

Spurningakeppni Neista 2011 - 1. kvöld

Húsfyllir var í Löngubúð í gærkvöldi þegar 1. kvöld í spurningakeppni Neista fór fram.

Kvöldið byrjaði með keppni Kvenfélagsins Vöku og Hótels Framtíðar, þar sigruðu kvenfélagskonur með góðum endaspretti 18-15. Þá tók við keppni Við Voginn og Eyfreyjunes, þar sem sjóararnir urðu að játa sig sigraða 24-16.

Það var því ljóst að Kvenfélagið Vaka og Við Voginn myndu berjast til sigurs þetta fyrsta kvöld. Óhætt er að segja úrslitaviðureignin hafi verið æsispennandi, því í loka spurningunni náðu Vöku-konur að vinna upp 2 stiga forskot Við Voginn. Þá voru aukaspurningar dregnar upp til að ná fram úrslitum en ekki dugði það til því staðan var enn jöfn eftir 4 aukaspurningar og ljóst að stefndi í bráðabana. Í bráðabananum höfðu Egill, Steinunn og Kristján hjá Við voginn betur og unnu 19-18.

Því miður var myndatökumaður heimasíðunnar fjarri góðu gamni og því engar myndir til frá keppni gærkvöldsins.

Næstu viðureignir verða annað kvöld (þriðjudaginn 15. mars) en þá eigast við; Nemendur grunnskólans og Kennarar grunnskólans annarsvegar og Samkaup og H.B. Grandi hinsvegar. Ljóst er að þetta verða skemmtilegar viðureignir og að venju verðum við í Löngubúð kl. 20:00 og 500 kr. inn, frítt fyrir ófermda.

14.03.2011

Opið í kvöld í Samkaup-strax

Mánudagskvöldið 14.mars verður opið hjá okkur frá 20.00-22.00. Vorum að taka upp nýjan fatnað á barnið, unglinginn og konuna.

Einnig er komið í hús fullt af ódýru DVD.

Hvetjum alla til þess að kíkja á okkur, verðum með heitt á könnunni og með því.

Samkaup-Strax

14.03.2011

Boltatilboð í mars á Hótel Framtíð

Sjá meðfylgjandi auglýsingu frá Hótel Framtíð.

 

 

 

 

 

 

 

 

11.03.2011

Fundur hollvinasamtaka um gömlu kirkjuna

Hollvinasamtök um gömlu kirkjuna á Djúpavogi efna til fundar í Löngubúð, laugardaginn 12. mars kl. 14:00.

Allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Þór Vigfússon
Jón Sigurðsson
Unnur M. Jónsdóttir

11.03.2011

Ýmsar gamlar myndir

Eins og oft hefur komið fram er óhemju magn af gömlum myndum í "hreppstölvunni" í Geysi. Mikið af þessum myndum er búið að birta á heimasíðunni, en það er enn mikið magn sem eftir á að setja inn.

Einn flokkur, sem ég kýs að kalla "ýmsar myndir", inniheldur myndir þar sem eigandi er óþekktur. Þetta eru myndir sem teknar eru héðan og þaðan úr sveitarfélaginu og spanna flest alla áratugi seinni hluta síðustu aldar. Myndirnar er ekki í tímaröð.

Nú er búið að seta þessar myndir inn á heimasíðuna. Ef einhverjir telja sig eiga einhverjar af þessum myndum eru þeir endilega beðnir um að hafa samband símleiðis eða með því að senda tölvupóst á netfangið djupivogur@djupivogur.is.

Myndirnar í þessu safni eru fæstar merktar en bót verður ráðin á því á næstu mánuðum.

Smellið hér til að skoða myndirnar.

11.03.2011

DVD-markaður í Samkaup-Strax

Vorum að fá fullt af DVD á 999.- og einnig 24 stunda myndum á frábæru verði.

Endilega kíkið við:)

Samkaup-Strax

11.03.2011