Fréttir
Tillaga að aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Tillaga að aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þ. 3. 9. 2009 tillögu að Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Tillagan var auglýst og lá frammi til kynningar á skrifstofu Djúpavogshrepps og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík frá 06.07 til og með 05.08. 2009 ásamt því að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins.
Athugasemdafrestur rann út þann 19. ágúst 2009 og bárust tvær athugasemdir í samtals 15 liðum. Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim, sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdir gáfu tilefni til óverulegra breytinga á tillögunni og hefur hún verið send til Skipulagsstofnunar sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu tillögunnar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skrifstofu Djúpavogshrepps að Bakka 1, sími 478-8288.
Djúpavogi 30.11.2009
Sveitarstjóri
Jólin nálgast á Djúpavogi
Í gær voru ljósin tendruð á jólatré Djúpavogsbúa. Í sveitarfélaginu býr fólk frá öllum heimshornum og því var það ákveðið að þessu sinni á fá íbúa frá Honduras, Claudiu Gomez, til þess að kveikja ljósin á trénu.
Að venju komu jólasveinarnir úr Búlandstindi með mandarínur til þess að gefa börnunum og svo var sungið og dansað í kringum tréð.
Sérstakar þakkir fá Berglind Einarsdóttir fyrir að stjórna fjöldasöng og Kristján Ingimarsson fyrir að spila á gítar en fingur hans hafa eflaust verið orðnir nokkuð kaldir í frostinu í gær.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir
BR
1. bekkur kom í heimsókn
Í síðustu viku kom fyrsti bekkur í heimsókn í leikskólann með bekkjarkennara sínum. Tóku tilvonandi nemendur fyrsta bekkjar á móti þeim en í ár eru tveir nemendur í leikskólanum sem fara í grunnskóla næsta vetur. Spjölluðum við saman um hvernig væri að vera í skóla og leikskóla og síðan fengu nemendurnir að byggja úr einingakubbum. Urðu til margar flottar byggingar eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja en fleiri myndir eru hér.
ÞS
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Daga Myrkurs
Það hefur dregist nokkuð að tilkynna úrslitin í ljósmyndsamkeppninni sem haldin var í tilefni af Dögum Myrkurs. Eftir heilmiklar vangaveltur og hugleiðingar komst tveggja manna dómnefnd að sameiginlegri niðurstöðu.
Myndin "Vofan við Sjávarminni" sem Bjarni Bragason sendi inn, hefur verið valin sigurvegari ljósmyndasamkeppninnar.
Fjölmörg atkvæði bárust með tölvupósti en þar var ein mynd sem fékk flest atkvæði. Það var myndin "Smábátahöfnin" sem Nína Jónsdóttir sendi inn.
Vinningsmyndina má sjá hér fyrir neðan
Myndina sem fékk flest atkvæðin í netkosningunni má sjá hér fyrir neðan
Við óskum Bjarna og Nínu til innilega hamingju með vinningsmyndirnar. Það verður að viðurkennast að viðbrögðin við ljósmyndasamkeppninni voru mun betri en undirrituð átti von á og því ber að þakka þátttakendum sérstaklega fyrir.
Aðrar myndir og höfunda þeirra má sjá hér
BR
Jólabasar Neista
Umf. Neisti verður með sölubás á Jólabasar kvenfélagsins í Löngubúð á morgun Laugardaginn 28. nóv. frá kl.14-16.
Á boðstólum verður :
Nýjir Neistagallar -barna og fullorðinsstærðir
Gamlir Neistagallar á ótrúlegu verði!!!- barna og fullorðinsstærðir
Neista-buff, Neista-sokkar, Neista-sundhettur.
Síld, humar og rækja
Sjáumst vonandi í Löngubúð í jólaskapi
Neisti
BR
Jólamarkaður kvenfélagsins
Hinn árlegi jólamarkaður verður í Löngubúð laugardaginn 28. nóv frá kl 14.00-16.00.
Á boðstólum verður handverk úr tré - gleri - perlum og steinum, sápur, dagatöl, blóm, geisladiskar, buff, sundhettur, kerti, laufabrauð, kjöt og fiskmeti, ásamt ýmsu fleiru.
Kaffihúsið verður opið og þar verður hægt að fá sér eitthvað girnilegt og gott .
Hlökkum til að sjá ykkur
Kvenfélagið Vaka
Ljósin tendruð á jólatré Djúpavogsbúa
Sunnudaginn 29.nóvember kl.17:00 verða ljósin á jólatré Djúpavogsbúa tendruð. Að venju verður sungið og gengið í kringum tréð og von er á jólasveinum í heimsókn.
Vegna veðurs náðist ekki að fleyta kertum á vognum á Dögum Myrkurs og því ætlar Kvenfélagið Vaka að gera aðra tilraun á sunnudaginn.
Eins og undanfarin ár er það Skógræktarfélag Djúpavogs sem gefur íbúum sveitarfélagsins jólatréð.
Allir velkomnir
Ferða -og menningarmálafulltrúi Djúpavogs
BR
Göngugarpar
Undirritaður rakst á mjög skemmtilega síðu á netinu sem haldið er úti af þeim Óskari Ingólfssyni og Skúla Júlíussyni en þeir eru greinilega miklir fjallagarpar sem prufað hafa eitt og annað í þeim efnum. Haustið 2008, n.t. þann 11. október, gengu þeir á Stöng í Berufirði og nokkrum dögum seinna á Búlandstindinn. Ferðunum gera þeir skemmtilega skil í máli og myndum á síðunni.
Hægt er að skoða ferðina á Stöngina með því að smella hér og ferðina á Búlandstindinn með því að smella hér.
ÓB
Ígulker í heimsókn
Starfsfólkið í Ósnesi var svo elskulegt að senda okkur margs konar sýnishorn af botnlífverum, sem veiðst hafa sl. daga. Margt skemmtilegt var að skoða, t.d. ígulker, krossfiskur, kuðungakrabbar, beitukóngur, kórallar o.fl. Kennarar nýttu grenndarnámstímana í dag, í að skoða lífverurnar hjá nemendum og vöktu þær mikla lukku eins og sjá má á myndunum hér. Við þökkum starfsfólkinu í Ósnesi kærlega fyrir. HDH
Jólastemningin byrjar á Hótel Framtíð
Hótel Framtíð auglýsir jólamatseðil 2009. Auglýsinguna má sjá með því að smella hér
BR
Neisti bikarmeistari UÍA í sundi 2009 - myndir
Neistakrakkarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu Bikarmót UÍA í sundi sem fram fór í sundlaug Djúpavogs um helgina. Að launum fékk Neisti Djúpavogsbikarinn sem Djúpavogshreppur gaf og er farandbikar sem keppt verður um árlega hér eftir.
Neisti vann mótið með miklum yfirburðum með 337 stig en Leiknir Fáskrúðsfirði var í öðru sæti með 158 stig. Glæsilegur árangur hjá krökkunum okkar.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæsta stráka- og stelpuliðið og voru það Leiknis-stelpur og Neista-strákar sem hrepptu þá bikara.
Sundráð UÍA stóð fyrir þessu móti sem verður framvegis haldið hér í lauginni okkar í nóvember ár hvert. Sex lið mættu á staðinn með um 70 keppendur og var stemningin frábær.
Sundráð Neista sá um veitingasölu á staðnum, seldu ljúffenga súpu og samlokur.
Sundráð Neista vill kom á framfæri þökkum til Við Voginn fyrir að styrkja okkur um súpu og Samkaup Strax fyrir brauð, einnig viljum við sérstaklega þakka Guðmundu Báru Emilsdóttur fyrir að koma hingað til okkar og vera Yfirdómari á þessu móti, en Guðmunda er nýbúin með dómaranámskeið í sundi og stóð sig frábærlega. Þúsund þakkir.
UMF Neisti
Ómar Enoksson sendi okkur skemmtilegar myndir frá verðlaunaafhendingunni. Þær má sjá með því að smella hér. Við þökkum Ómari kærlega fyrir myndirnar / ÓB
Sviðamessa - heimleið
Til gamans setjum við hér inn myndbandið fræga sem upphaf skemmtidagskrár Sviðamessu 2009. Myndbandið sló algerlega í gegn en það sýnir frækna för Gunnars Sigvaldasonar frá Reykjavík til Djúpavogs, en sem alþekkt er orðið mætti Gunnar alltof seint í messuna. Allt saman er þetta útskýrt í myndbandinu.
ÓB
Myrkragetraun á bókasafninu
Á meðan á Dögum Myrkurs stóð lá frammi myrkragetraun á bókasafninu. Þar var spurt um Djúpavogsbúa sem sagður er hafa barist við draug í Hamarsdal og hljómar spurningin svona
" Hvaða Djúpvægingur er sagður hafa barist við draug við Kjötklett í Hamarsdal snemma á 20.öld?"
Gestir bókasafnins áttu ekki í vandræðum með að finna svarið en þetta var Bensi í Borgargerði (Björgvin Björnsson).
Þeim sem tóku þátt er hér með þakkað fyrir.
Ferða -og menningarmálafulltrúi Djúpavogs
BR
Rafstöð Djúpavogs auglýsir
Erum með jólaseríur af öllum stærðum og gerðum til sölu, eigum líka flestar gerðir af perum fyrir seríur, aðventuljós og aðrar jólaskreytingar.
Allt efni til að tengja jólaljósin svosem fjöltengi, millistykki og framlengingarsnúrur.
Komið og kíkið á úrvalið.
Opið alla virka daga frá 8:00 til 18:00. föst viðvera á verkstæði frá 16:00 til 18:00.
Minnum einnig á að við þjónustum og seljum nánast allt sem tengist rafmagni. Tökum að okkur nýlagnir og endurbætur á rafkerfum húsa, bíla og bátarafmagn, síma og netlagnir, viðgerðir á tölvum, heimilistækjum og öðrum rafbúnaði.
Kári Snær 846-6679 og Guðjón 861-7022
Við Voginn auglýsir
Við Voginn vill vekja athygli á því að verslunin mun selja jólabækur í ár. Aldrei hefur verið gefið út eins mikið af bókum og fyrir þessi jól og því ættu allir að geta fundið bók við sitt hæfi.
Bjóðum alla velkomna að skoða úrvalið og velja réttu bókina í jólapakkann í ár.
Við Voginn
BR
Líndesign kynning á Djúpavogi
Laugardaginn 21.nóvember verður kynning á rúmfötum, handklæðum og öðrum vörum frá LínDesign í Við Voginn frá kl. 12:00-14:00
Allir velkomnir
Auglýsinguna má sjá stóra með því að smella hér
BR
Allar myndir í ljósmyndasamkeppni "Daga Myrkurs"
Þá er búið að setja allar myndir sem bárust í ljósmyndasamkeppni Daga Myrkurs inn á heimasíðuna. Hér fyrir neðan má sjá allar myndirnar
Myndin hér til hægri er mynd sem barst í ljósmyndasamkeppni Djúpavogs 2008 og heitir "Papeyjarkirkja í óvenjulegum ramma". Höfundur hennar er Þórhallur Pálsson.
Lesendum heimasíðunnar gefst tækifæri til þess að kjósa eina mynd sem þeim þykir best með því að senda tilnefningar á netfangið bryndis@djupivogur.is. Frestur til þess að senda tilnefningar rennur út á miðnætti á sunnudagskvöld.
Myndirnar má sjá með því að smella hér
BR
Brunavarnir í heimsókn
Þann 19. nóvember sl. kom slökkviliðsstjóri og aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Austurlands í leikskólann til að hitta elstu nemendurna. En leikskólinn er í samstarfi við Brunavarnir um fræðslu meðal elstu barna í leikskólanum. Sýndu þeir krökkunum myndband sem hægt er að skoða á netinu á slóðinni www.brunabot.is um þau Loga og Glóð. Þau fengu afhenta verkefnamöppu og sáu ýmis tæki sem notuð eru í brunavörnum.
Leikskólinn fékk síðan fræðslubækling til að setja í hólf allra barnanna um brunavarnir á heimilum, auk þess sem sett var í hólfin bréf um tannvernd barna.
Hér er verið að sýna okkur reykskynjara
Hér er verkefnabókin sem við fáum
ÞS
Horfðum á myndband með Loga og Glóð
Ljósmyndasamkeppni "Daga Myrkurs"
Þá er komið að því að birta síðustu myndirnar sem bárust í ljósmyndasamkeppni Daga Myrkurs.
Lesendum heimasíðunnar gefst tækifæri til þess að kjósa eina mynd sem þeim þykir best með því að senda tilnefningar á netfangið bryndis@djupivogur.is. Frestur til þess að senda tilnefningar rennur út á miðnætti á sunnudagskvöld.
Allar myndirnar munu svo birtast hér á heimasíðunni seinna í dag.
Nöfn höfunda myndanna verða sett inn eftir að úrslitin eru ljós.
Myndin hér til hægri er mynd sem barst í ljósmyndasamkeppni Djúpavogs 2008. Höfundur hennar er Branka Petrunic
Hér fyrir neðan má sjá næstu myndir
"Gengið inn í þokuna" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Smábátahöfnin" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Langabúð" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Klettaandilit" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
BR
Sundmót á Djúpavogi
Sundmót á Djúpavogi.
Þá er komið að bikarmóti UÍA sem haldið verður á Djúpavogi næstu helgi. Laugardaginn 21. nóvember.
Mótið er héraðsmót sameiginlegt með Ungmennafélaginu Úlfljóti (Sunddeild Sindra)
Mæting er kl. 10:00 og hefst mótið kl. 11:00.
Súpa og brauð selt á staðnum.
Með kveðju
Sunddeild Neista.
"Aldraður hefur orðið"
"Aldraður hefur orðið" Jón Ægir Ingimundarson. Jón Ægir hefur getið sér góðs orðs fyrir eindæma einbeitingu á skeggsöfnuði á sama tíma og vart vaxi stingandi strá á höfði hans. Hann er einnig kunnur fyrir hljóðfæraleik, sviðsframkomu, tuborg, fjölmiðlafíkn, ljósastýringar og fyrir að vera sérlega góður elskhugi. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki en hefur tekið sér frí í fáeina daga til að halda upp á þennan merka áfanga með fjölskyldunni. Hann tekur glaður á móti árnaðaróskum í töluðu og bundnu máli í síma 8431114. Þeir sem áhuga hafa á veisluhöldum í tilefni dagsins er bent á að boðið er uppá hundakex og kaffi í fyrirtæki hans Fiskmarkaðs Djúpavogs milli kl. 14 og 15.
Fréttaveita FMD
Ljósmyndasamkeppni "Daga Myrkurs"
Hér koma næstu myndir úr ljósmyndasamkeppninni.
Lesendum heimasíðunnar gefst tækifæri til þess að kjósa eina mynd sem þeim þykir best með því að senda tilnefningar á netfangið bryndis@djupivogur.is. Frestur til þess að senda tilnefningar rennur út á miðnætti á sunnudagskvöld.
Nöfn höfunda myndanna verða sett inn eftir að úrslitin eru ljós.
Myndin hér til hægri í þetta skiptið er mynd úr ljósmyndasamkeppni Djúpavogs 2008 og heitir "Ströndin" eftir Guðrúnu Gunnarsdóttur.
Hér fyrir neðan má sjá næstu myndir
"Vofan við Sjávarmynni" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Himineldar" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Gremlins íhugar sjósund" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Gamla kirkjan" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Tríton" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
BR
Meira frá Sigga sjóara
Hér fyrir neðan gefur að líta nýtt myndband frá Sigga sjóara, en við birtum annað myndband eftir hann hér á síðunni um daginn. Það kom reyndar upp úr krafsinu að Siggi þessi heitir ekki Siggi, heldur Fjölnir Baldursson, að eigin sögn vegna þess að erlendis hafi það tíðkast að kalla hann Sigga, þar sem nafnið Fjölnir brýtur flestar erlendar tungur sem reyna við það. Þið ráðið því hvað þið kallið hann, en við ætlum að halda uppteknum hætti og kalla hann Sigga sjóara.
Myndbandið finnst okkur frábært. Njótið.
ÓB
Frá grunnskólanum / foreldrafélaginu
Ákveðið hefur verið, af stjórn foreldrafélagsins að árlegt jólaföndur fari fram í grunnskólanum, þriðjudaginn 1. desember, frá klukkan 17:00 - 19:00. Hægt verður að kaupa föndur á staðnum. Einnig verður kaffihús á vegum 6. og 7. bekkjar á sama tíma. Allir íbúar eru hjartanlega velkomnir.
Einnig stendur til að selja geisladiska með árshátíðum sl. tveggja ára, þ.e. Grease og Kardemommubæinn. Nemendur grunnskólans fá senda miða heim, þar sem foreldrar geta lagt inn pöntun en einnig verða sett pöntunareyðublöð í Samkaup-Strax og Við Voginn þar sem fólk getur lagt inn pöntun. Verður þetta gert á allra næstu dögum.
Þá verður foreldrafélagið með "bás" á markaði kvenfélagsins í Löngubúð þann 28. nóvember þar sem geisladiskarnir og lakkrís verða til sölu. HDH / foreldrafélagið
Ljósmyndasamkeppni "Daga Myrkurs"
Þá er komið að því að birta fleiri myndir úr ljósmyndasamkeppninni sem stóð yfir á meðan á Dögum Myrkurs stóð.
Lesendum heimasíðunnar gefst tækifæri til þess að kjósa eina mynd sem þeim þykir best með því að senda tilnefningar á netfangið bryndis@djupivogur.is. Frestur til þess að senda tilnefningar rennur út á miðnætti á sunnudagskvöld.
Nöfn höfunda myndanna verða sett inn eftir að úrslint eru ljós.
Myndin hér til hægri er myndin sem varð í þriðja sæti í ljósmyndasamkeppni Djúpavogs árið 2008 og heitir "Norðann garri" eftir Jón Karlsson.
Hér fyrir neðan má sjá næstu þrjár myndir úr ljósmyndasamkeppni Daga Myrkurs.
"Húmar að" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Fire in the sky" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Tungl og tindar" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
BR
Gestavika
Nú stendur yfir Gestavika í skólanum. Aðstandendur barnanna eru sérstaklega boðnir velkomnir í heimsókn þessa vikuna. Í morgun lék undirrituð mömmu og fór í tjáningartíma hjá Berglind. Þar voru fleiri foreldrar og vorum við svo einstaklega heppin að læra að dansa "Thriller" dans með Michael Jackson. Sýndum við ótrúlega tilburði.
Foreldrar hafa einnig fylgst með samsöng, farið í smíðatíma og tölvutíma auk stærðfræði, íslensku o.fl. HDH
Ljósmyndasamkeppni á Dögum Myrkurs
Í gær birtust fyrstu myndirnar úr ljósmyndasamkeppninni sem stóð yfir á Dögum Myrkurs og nú er komið að því að birta fleiri myndir.
Lesendum heimasíðunnar gefst tækifæri til þess að kjósa eina mynd sem þeim þykir best með því að senda tilnefningar á netfangið bryndis@djupivogur.is. Frestur til þess að senda tilnefningar rennur út á miðnætti á sunnudagskvöld.
Nöfn höfunda myndanna verða sett inn eftir að úrslint eru ljós.
Myndin sem birtist nú hér til hægri er mynd Drafnar Freysdóttur, sem varð í öðru sæti í ljósmyndasamkeppni Djúpavogs 2008, en hún heitir "Skuggavera"
Hér fyrir neðan má sjá næstu fjórar myndir úr ljósmyndasamkeppni Daga Myrkurs.
"Tunglið og Tríton" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Skuggi" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Margt býr í þokunni" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
"Þorp í þoku" Myndina má sjá stóra með því að smella hér
BR