Djúpavogshreppur
A A

Fréttir

Þeir fiska sem róa - Júní 2009

 

 

Landaður afli - Júní 2009
Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi
Birna SU 11.171 Handfæri 7
Öðlingur SU 22.397 Handfæri 10
Glaður SU 843 Handfæri 2
Már SU 34.553 Handfæri 19
Daðey GK 17.836 Handfæri 6
Magga SU 19.529 Handfæri 17
Guðný SU 20.808 Handfæri 15
Emilý SU 10.446 Handfæri 8
Sigurvin SU 590 Net 5
Tjálfi SU 23.185 Dragnót 12
Sólborg RE 117.526 Dragnót 9
Goði SU 102 Landbeitt lína 1
Dögg SF 31.862 Lína 6
Benni SF 20.811 Lína 4
Páll jónsson GK 207.695 Lína 3
Ásta GK 12.972 Lína 2
Samt 552.326    
Landaður afli
Júní  2009
Skip/Bátur Afli veiðarfæri Róðra fjöldi
Birna SU 11.171 Handfæri 7
Öðlingur SU 22.397 Handfæri 10
Glaður SU 843 Handfæri 2
Már SU 34.553 Handfæri 19
Daðey GK 17.836 Handfæri 6
Magga SU 19.529 Handfæri 17
Guðný SU 20.808 Handfæri 15
Emilý SU 10.446 Handfæri 8
Sigurvin SU 590 Net 5
Tjálfi SU 23.185 Dragnót 12
Sólborg RE 117.526 Dragnót 9
Goði SU 102 Landbeitt lína 1
Dögg SF 31.862 Lína 6
Benni SF 20.811 Lína 4
Páll jónsson GK 207.695 Lína 3
Ásta GK 12.972 Lína 2
Samt 552.326    
06.07.2009

Svavar Knútur snýr aftur í Löngubúð-skyldumæting

Svavar Knútur Kristinsson er nú á ferðalagi um landið ásamt fleiri hljómsveitum undir yfirskriftinni“Hver á sér fegra föðurland”. Fimmtudagskvöldið 9.júlí hefði átt að vera fríkvöldið hans en þess í stað hefur hann ákveðið að heiðra okkur Djúpavogsbúa með nærveru sinni og spila lögin sín í Löngubúð.En hann mætti svo eftirminnilega til okkar í fyrra og spilaði í svo svartri þoku að sást vart á milli húsa.

Fyrir þá sem ekki þekkja til Svavars, þá hefur hann getið sér gott orð fyrir lagasmíð og söng, var valinn sigurvegari trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2005 og er forsöngvari hljómsveitarinnar Hrauns.

Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og aðgangseyrir er 1000 kr.

Við hvetjum alla Djúpavogsbúa til þess að fjölmenna á fimmtudagskvöldið í Löngubúð

06.07.2009

UMF Neisti vinnur stigabikar í á sundmóti ÚÍA

Sú frétt var að berast rétt í þessu að sunddeild Neista hefði unnið stigabikarinn á sundmóti ÚÍA sem haldið er á Egilstöðum um helgina og einnig fékk Bjarni Tristan Vilbergsson bikar fyrir sín afrek í flokki sveina 11-12 ára. Óskum við krökkunum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Myndir og fleiri fréttir af Sumarhátíðinni birtast væntanlega í næstu viku.

 

BR

04.07.2009

Sveitarstjórn - Fundargerð 2. júlí 2009

Hægt er að nálgast fundargerðina með því að smella hér.

03.07.2009

Frá Safnstöðinni

Eins og áður hefur verið tilkynnt munu starfsmenn Áhaldahúss Djúpavogshrepps fara um bæinn og hreinsa úr heimilistunnunum frá og með júlí og mun stefnan verða sett á að losa framvegis annan hvern fimmtudag.  Við viljum af þessu tilefni vinsamlega minna íbúa á að muna að setja aðeins óflokkanlegan úrgang í heimilistunnurnar og þá er mikilvægast að allur úrgangur sé settur í poka og honum lokað vel,  svo starfsmenn eigi auðveldara með að hreinsa úr tunnunum.  

Með sumarkveðju og von um gott samstarf
Starfsfólk Áhaldahússins.

03.07.2009

AÐALSKIPULAG DJÚPAVOGSHREPPS 2008-2012

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps auglýsir hér með  tillögu að AÐALSKIPULAGI DJÚPAVOGSHREPPS 2008-2020, dreifbýli og þéttbýli, ásamt umhverfisskýrslu.

Tillagan er auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. og verður til sýnis í Ráðhúsi Djúpavogshrepps, Bakka 1 á Djúpavogi á venjulegum  opnunartíma frá 6. júlí - 5. ágúst 2009.  Jafnframt verður tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík og á vefsíðu Djúpavogshrepps, www.djupivogur.is.

Þeir, sem vilja gera athugasemd við tillöguna, skulu gera það skriflega í síðasta lagi fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 19. ágúst 2009.

Athugasemdum skal skilað á skrifstofu Djúpavogshrepps, Ráðhúsinu, Bakka 1, 765 Djúpavogi.  Þeir sem ekki gera athugasemd við tillögu þessa innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.

Sveitarstjóri

02.07.2009

Sveitarstjórn - Fundarboð 02.07.2009

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps:  Fundarboð  02. 07. 2009

Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Djúpavogshrepps fimmtud. 2. júlí 2009 kl. 16:00. Fundarstaður: Geysir.

Dagskrá:

1.    Fjárhagsleg málefni, stofnanir o. fl.:

a)    Fjárhagsáætlun Djúpavogshrepps fyrir 2009. Endurskoðun, síðari umræða.
b)    Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2009 til endurskoðunar.
c)    3ja ára áætlun 2010 – 2012, síðari umræða.
d)    Álit skoðunarmanna v/ ársreiknings 2008
e)    Mötuneytismál v/ leikskóli.
f)    Hlíðarendi ehf., stofnskrá.
g)    Sjálfsmat, skýrsla Grunnskóla Djúpavogs, l.f.f..

2.    Fundargerðir / afgreiðslumál frá nefndum:

a)    Skólanefnd, dags. 18. maí 2009.
b)    SBU, dags. 23. júní 2009
c)    1. – 5. fundur samstarsnefndar um samein. Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps.

3.    Erindi og bréf:

a)    Samþykkt stjórnar SÍS 26. júní, um „stöðugleikasáttmálann“.
b)    Sjávarútvegsráðuneytið, dags. 26. júní 2009.
c)    SSA, tilk. um aðalfund 25. og 26. sept. 2009.
d)    Samgönguráðuneytið, dags. 10. júní ásamt stjórnsýslukæru lögmanns eigenda Vörðu 18, dags. 5. júní 2009. Kynnt drög að svari sveitarfélagsins.

4.    Málefni varðandi búfjárhald:

a)    Gísli M. Auðbergsson, dags. 25. júní 2009, afrit bréfs til héraðsdýralæknis.
b)   Farið yfir hvernig unnið hefur verið með bókun í lið 2 a) í fundargerð frá 11. júní 2009

5.    Skýrsla sveitarstjóra.


Djúpavogi 30. júní 2009;

Sveitarstjóri

01.07.2009