Djúpavogshreppur
A A

Fréttir

Til íbúa í Djúpavogshreppi vegna Covid-19

ÞESSI FRÉTT VERÐUR Í REGLULEGRI UPPFÆRSLU.

Undanfarnir dagar hafa verið viðburðaríkir í kjölfar þess ástands sem upp er komið vegna COVID – 19 veirunnar. Stjórnendur og starfsfók sveitarfélagsins hafa endurskoðað vinnulag og skipulag innan stofnana þess með það fyrir augum að halda uppi sem mestri starfsemi samhliða því að gæta fyllsta öryggis.

Þrátt fyrir það er ljóst að starfsemi sveitarfélagsins mun verða með breyttu sniði næstu vikurnar. Athygli er einnig vakin á því að starfsemi stofnana kann að breytast með stuttum fyrirvara og eru íbúar því hvattir til að fylgjast vel með heimasíðu sveitarfélagsins og þeim tilkynningum sem kunna að berast frá einstökum stofnunum

01.04.2020

Íþróttavöllum lokað - Wszystkie boiska sportowe zostana zamkniete - Sports...

Því miður þarf nú að loka íþróttavöllum á meðan á samkomubanni vegna Covid-19 stendur og er það gert í samráði við aðgerðastjórn á Austurlandi. Skilti verða sett upp við vellina.

Þá er það áréttað, sem komið hefur fram í bréfum og tilkynningum frá Almannavörnum og Embætti landlæknis, að dregið sé sem mest úr samneyti barna og ungmenna utan skóla. Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfi ættu alls ekki að vera í návígi utan skóla. Við beinum því til foreldra og forráðafólks að ræða þetta við börnin.

01.04.2020

Frá skólunum vegna Covid-19

Það ástand sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar hefur óumflýjanlega haft töluverð áhrif á starfið í Leikskólanum og Grunnskólanum. Við viljum þakka skólasamfélaginu, börnum, foreldrum, starfsfólki og öðrum þau viðbrögð og þann skilning sem allir hafa sýnt þeim breytingum sem þurft hefur að gera á skólastarfinu. Þetta er stór áskorun fyrir alla og hvernig sem ástandið kann að breytast er það von okkar að munum við áfram bregðast við með skilningi og æðruleysi. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til innan skólanna eru fyrst og fremst með velferð og heilbrigði allra í huga.

01.04.2020

Samvinna eftir skilnað - barnanna vegna

Þann 1. apríl mun Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra opna rafrænan vettvang um sérðhæfða skilnaðarráðgjöf. Eins og kunnugt er hefur hann gert samning við danska fyrirtækið SES (Samarbejde efter Skilsmisse) vegna tilraunaverkefnis 2020 um innleiðingu sérhæfðrar skilnaðarráðgjafar í félagsþjónustu til foreldra á Íslandi. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir efnið á nýjustu þekkingu, sem byggir á bæði rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Nýjar danskar rannsóknir benda til verulegs ávinnings af því að nota þessa rafrænu fræðslu, auk ráðgjafar og námskeiðshalds fagfólks hjá sveitarfélögunum.

Reynsluverkefnið hér á landi verður til að byrja með í samvinnu við tvö sveitarfélög, Fljótsdalshérað og Hafnarfjörð. Markmið verkefnisins er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í félagsþjónustu og efla félagslega ráðgjöf með áherslu á skilnaðarmál, forsjár- og umgengnismál, barnanna vegna. Með því að veita ráðgjöf og þjónustu á fyrri stigum með ráðgjöf hjá félagsþjónustu standa vonir til þess hægt sé að draga úr líkum á ágreiningi á milli foreldra. Þannig má vonandi fækka þeim málum sem enda hjá sýslumönnum og vonandi létta eitthvað á því álagi sem þar hefur skapast.

Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Hagstofu Íslands enda tæplega 40% hjónabanda á Íslandi með lögskilnaði, en þá er ótalinn sá hópur foreldra sem á börn saman og slítur sambúð. Það má því ætla að börnin sem um ræðir séu uþb. 1100 - 1200 börn árlega á landsvísu, þ.e. í kringum 700 barnafjölskyldur á ári.

Langtímaáhrif skilnaðar á líðan barna geta verið verulega íþyngjandi, fyrir börnin sjálf og samfélagið. Það er oft ekki skilnaðurinn sjálfur sem veldur mestum skaða, heldur það hvernig staðið er að honum gagnvart börnunum. Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir benda skýrt til þess að hægt sé að lágmarka skaðsemi skilnaðar ef foreldrar fá tímanlega aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu og ná að vinna saman í skilnaðarferlinu.

Með þessu verkefni er brugðist við því og á reynslutímanum gefst foreldrum sem eru að skilja eða slíta sambúð tækifæri til þess að prófa námskeið í þremur stafrænum áföngum. Auk þess sem fagfólk hjá félagsþjónustu umræddra sveitarfélaga bjóða sérstaklega upp á sérhæfða einstaklingsráðgjöf og námskeið fyrir fólk sem er skilið og á börn saman.

Umsjónarmenn verkefnisins eru Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi MA, aðjúnkt í félagsráðgjöf við HÍ og sérfræðingur í málefnum barna og Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ og þerapisti hjá Meðferðarþjónustunni Tengsl.

Félagsþjónusta Fljótsdalshérað mun bjóða upp á ráðgjöf og stuðning við foreldra sem eru að hugsa um að skilja, eru í skilnaðarferli eða hafa skilið fyrir einhverju síðan og vilja bæta samvinnu sín á milli. Boðið verður upp á námskeið fyrir foreldra en vegna stöðunnar í þjóðfélaginu verður líklegast ekki hægt að halda fyrsta námskeið fyrr en í haust. Fram að því mun félagsþjónustan veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðningsviðtöl. Einnig býðst foreldrum að taka þátt í námskeiði á netvangi verkefnisins.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á netvangnum www.samvinnaeftirskilnad.is eða með því að senda fyrirspurn til Guðrúnar Helgu Elvarsdóttur, verkefnisstjóra, í síma 4 700 700 eða með tölvupósti á gudrunhelga@egilsstadir.is

01.04.2020

Tillaga að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna lagningu ljósleið...

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 6. febrúar 2020 m.s.br. ásamt umhverfisskýrslu

01.04.2020

Spurt og svarað á covid.is

Sérfræðingar frá embætti landlæknis voru að uppfæra spurt og svarað inn á Covid.is.

01.04.2020

Tilkynningar frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 31. mars 2020

Hér birtast daglegar tilkynningar frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid-19

31.03.2020

Sveitarstjórn: Fundarboð 03.04.2020

6. aukafundur 2018 - 2022

31.03.2020

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs 2020

Ferðaáætlun Ferðafélags Djúpavogs er sem hér segir:

Cittaslow

Djúpavogsskóli auglýsir

Áherslur Djúpavogskóla eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og við leggjum mikla áherslu á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga. Skólinn er í mikilli þróun og á næsta skólaári verður áherslan meðal annars á teymis- og útikennslu, grenndarnám, núvitund og nýskapandi vinnu.

Tónlistarkennara vantar við Tónskóla Djúpavogs

Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónskóli og fyrir skólaárið 2020-2021 vantar okkur tólistarkennara í tón- og grunnskóla í 100% starf.

Djúpavogskirkja auglýsir samhliða eftir organista við kirkjuna en starfshlutfallið þar er 25%

Um frábært tækifæri er að ræða t.d. fyrir tvo tónlistarkennara og eru möguleikar á 100% starfshlutfalli fyrir báða aðila, t.d. með því að kenna í grunnskólanum, eða bjóða uppá tónlistarnám fyrir einstaklinga, kóra eða hvað sem er.

Áherslur Djúpavogskóla eru í takt við hugmyndafræði Cittáslow og við leggjum mikla áherslu á velferð og vellíðan. Starfsandinn er góður og tækifærin mörg fyrir skapandi og jákvæða einstaklinga.

Mikil samvinna er milli grunn- og tónskólans og á hverju ári er settur upp söngleikur þar sem allir nemendur grunnskólans taka þátt með aðstoð frá nemendum og starfsfólki tónskólans. Mikil hefð er fyrir frábæru tónlistarstarfi í sveitarfélaginu og margir aðilar hér sem sinna tónlistariðkun og því fjölbreyttir og skemmtilegir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríkt fólk.

Laun greiðast skv. kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Signý Óskarsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is eða í síma 698-9772.

Prestur Sr. Alfreð Örn Finnsson veitir nánari upplýsingar á alfred.orn.finnsson@kirkjan.is eða í síma 891-6138.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 30. apríl 2020.

Laust starf á fjármálasviði nýs sameinaðs sveitarfélags á skrifstofunni...

Um er að ræða 75% starf

Leitað er að einstaklingi í framtíðarstarf sem hefur drifkraft og frumkvæði og finnst skemmtilegt að vinna með öðru fólki. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 1. júní 2020.

Helstu verkefni eru:

 • Skráning, vinnsla og frágangur í tengslum við launaútborganir.
 • Skýrslugerð og frágangur skilagreina vegna launa.
 • Þátttaka í ársuppgjörum og fjárhagsáætlunarvinnu.
 • Taka þátt í vinnu við fasteignagjöld, reikningagerð og fleiri tilfallandi verkefni.
 • Samskipti við viðskiptamenn og afstemmingar.
 • Almenn afgreiðsla, símsvörun og móttaka á skrifstofu.
 • Vinnsla fer að stærstum hluta fram í fjárhagskerfum sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði fjármála og starfsmannamála æskileg.
 • Þekking og reynsla úr umhverfi launa- og fjárhagskerfa mikilvæg.
 • Þekking og reynsla úr umhverfi NAV fjárhagskerfa æskileg.
 • Samskipta- og tjáskiptahæfileikar, metnaður og frumkvæði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur er til 17. apríl.

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri, sveitarstjori@djupivogur.is / 470 8700

Kveðja frá samráðshópum um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Aus...

Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi hafa nú verið virkjaðir vegna Covid-19 faraldursins, en í þeim hópum sitja fulltrúar Rauða krossins, Félagsþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, lögreglu og Þjóðkirkjunnar á svæðinu. Með þessari kveðju til íbúa Austurlands viljum við vekja athygli á þeirri þjónustu sem í boði er og hvetja til uppbyggilegrar samstöðu.

30.03.2020

Vegna fasteignagjalda og annarra gjalda

Vakin er athygli á því að eindagar fasteignagjalda sem gjaldfalla í apríl og maí hefur verið seinkað fram til nóvember og desember 2020. Þeim sem það kjósa er því óhætt að fresta greiðslum án þess að eiga á hættu að greiða viðbótarkostnað eða vexti. Jafnframt verður unnið að því að þjónustugjöld sveitarfélagsins verði leiðrétt í samræmi við skerta þjónustu s.s. í leik- og grunnskóla. Þessar aðgerðir eru liður í viðleitni sveitarfélagsins til að koma til móts við íbúa og fyrirtæki nú þegar efnahagslegra áhrifa Covid-19 er farið að gæta í auknum mæli.

30.03.2020

Rafræn útgáfa vottorða til staðfestingar á sóttkví

Starfsmenn í sóttkví samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda geta nú sjálfir skráð upplýsingar um það inn á vefinn heilsuvera.is og fengið vottorð þar að lútandi. Vottorðin eru án endurgjalds. Vakin er athygli á því að skráning í heilsuveru krefst þess að notandi sé með rafræn skilríki.

30.03.2020

Fjölmenni á fjarfundi um stöðu sameiningar

Tæplega sextíu starfsmenn sveitarfélaganna fjögurra komu saman til fjarfundar þann 24. mars til að fara yfir stöðu verkefnisins Sveitarfélagið Austurland. Noktun fjarfundabúnaðar í samskiptum er í samræmi við stefnu nýs sveitarfélags um að vera leiðandi í rafrænni þjónustu og stjórnsýslu.

Nauðsynlegt er að gera breytingar á tíma-og verkáætlun verkefnisins í kjölfar frestunar sveitarstjórnarkosninga vegna heimsfaraldurs Covid-19. Frestun kosninganna leiðir til þess að staðfesting sameiningarinnar frestast einnig og þar með að sveitarfélagið taki formlega til starfa. Í því felast bæði áskoranir og tækifæri. Með auknum tíma gefst tækifæri til að vinna nánar í ákveðnum verkefnum og undirbúa fyrir nýja sveitarstjórn. Hins vegar frestast ákvarðanir sem ný sveitarstjórn skal taka, svo sem um val á nafni, afgreiðsla á reglum og endanleg afgreiðsla stjórnskipulags.

Á fundinum var farið yfir helstu atriði úr minnisblöðum starfshópa verkefnisins, en þar koma fram fjölmargar hugmyndir og tillögur fyrir starfsemi nýs sveitarfélags. Minnisblöðin má nálgast á vefnum www.svausturland.is, en þátttakendur í starfshópum eru rúmlega 30.

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Projects fór yfir stöðu vinnu sinnar, en hennar hlutverk er að greina áhugasvið, færni og styrkleika starfsfólks og vera framkvæmdahópnum til ráðgjafar í mannauðsmálum. Hún hefur rætt við 55 starfsmenn, m.a. til að afla upplýsinga fyrir endanlega útfærslu á stjórnskipulagi og hlutverki og verkefnum starfsmanna nýs sveitarfélags.

Á fundinum komu fram spurningar og ábendingar til Undirbúningsstjórnar verkefnisins. Flestum þeirra var svarað á fundinum, en fjallað verður um aðrar á næsta stöðufundi sem fram fer í fjarfundakerfinu ZOOM þann 6. apríl næstkomandi. Áætlað er að halda reglulega rafræna stöðufundi fram að gildistöku sameiningarinnar.

25.03.2020

Informacje o Covid-19 w j zyku polskim - Information on Covid-19 in En...

Informacje o Covid-19 w j zyku polskim. Information on Covid-19 in English.

23.03.2020

Bóksafn Djúpavogs lokað vegna Covid-19

Nú er komið að því að við þurfum að loka tímabundið á bókasafninu vegna hertra takmarkana á samkomubanni. Þrátt fyrir að bókasafnið sé lokað þá eru ýmsar leiðir til að lesa.

23.03.2020

Informacja dla mieszkańców wschodniej Islandii - Notice to residents of...

Because of the COVID-19 epidemic, it is important that we support each other and consider the well-being of everyone in our community. The police, the Health Directorate of East Iceland (HSA) and the social services in the area are well acquainted with their clients and will try to secure service to everyone.

23.03.2020

Íþróttamiðstöð Djúpavogs lokuð frá 24. mars

Frá og með þriðjudeginum 24. mars verður Íþróttamiðstöðin lokuð.

Opnun verður auglýst um leið og aðstæður leyfa.

23.03.2020

Lagning ljósleiðara um Djúpavogshrepp frá Stekkjarhjáleigu að sveitarfélagamörkum...

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 - 2020 dags. 9. mars 2020, ásamt umhverfisskýrslu.

23.03.2020

Börn og sóttkví

Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.

20.03.2020

Samkomubann og börn

Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum.

Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.

20.03.2020

Frá Íþróttamiðstöð Djúpavogs vegna Covid-19

Sundlaugin og þreksalur verða opinn enn um sinn en frá og með 20. mars verður íþróttasalurinn lokaður um óákveðinn tíma ásamt ljósabekk og gufu. Gestir eru beðnir um að þrífa alla snertifleti eftir sig í tækjasal með sótthreinsandi efnum sem eru á staðnum.

Höfða verður til skynsemi gesta varðandi nánd og 2 m. regluna á öllum svæðum innanhúss í Íþróttmiðstöðinni .

Ákvarðanir varðandi opnun verða endurskoðaðar eftir atvikum.

Forstöðum. ÍÞMD

20.03.2020

Sveitarstjórnarkosningum frestað

Með vísan til þess að heilbrigðisráðherra hefur á grundvelli sóttvarnalaga takmarkað samkomur tímabundið í fjórar vikur til að hægja á útbreiðslu COVID-19 hafa sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar lagt til við samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra að sveitarstjórnarkosningum sem fram eiga að fara 18. apríl næstkomandi verði frestað.

19.03.2020

Neðsti hluti Borgarlands - breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps samþykkti þann 12. mars 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í neðsta hluta Borgarlands, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagssvæðið er 1,35 ha að stærð og nær yfir neðsta hluta Borgarlands á Djúpavogi. Samkvæmt breytingartillögunni er gert ráð fyrir nýrri afmörkun fjögurra íbúðarlóða, stækkun einnar lóðar og nýrri aðkomu, auk bílastæða og göngustíga.

Hægt er að skoða uppdrátt og greinargerð með því að smella hér.

19.03.2020

Sveitarstjórn: Fundarboð 19.03.2020

5. aukafundur 2018 - 2022

18.03.2020