Djúpavogshreppur
A A

Fréttir

14.06.2019

430 ára verslunarafmæli Djúpavogs

sveitarfélagið býður öllum í köku, kaffi og kakó í Löngubúð

Kvennahlaupið 2019

Kvennahlaup ÍSÍ 2019 á Djúpavogi, 15. júní.

13.06.2019

Laust starf hjá Landsbankanum

Landsbankinn auglýsir laust til umsóknar 50% starf við almenna afgreiðslu bankans og póstsins á Djúpavogi.

13.06.2019

17. júní - Dagskrá

Hátíðardagskrá Neista

Cittaslow

Djúpavogshreppur auglýsir

eftir starfsmanni í hlutastarf við heimaþjónustu

Aðalfundur Skógræktarfélagsins

verður haldinn í Tryggvabúð fimmtudaginn 13. júní kl 17:00

Cittaslow
07.06.2019

Staða varaslökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi

Laus er til umsóknar staða varaslökkviliðsstjóra Brunavarna á Austurlandi

07.06.2019

​Djúpavogsprestakall

Gítar- og skógarhelgistundí Hálsaskógi á hvítasunnudag kl. 14.00.


06.06.2019

1. og 2. bekkur gróðursetja tré

ásamt skólastjóra, umsjónarkennara og tveimur öðrum starfsmönnum

Cittaslow

HVAÐ tímaritið er komið út!

Djúpavogsbúar gera það gott!

Cittaslow

Bókasafn Djúpavogs opnunartímar í júní

Bókasafn Djúpavogs verður opið á þriðjudögum út júní kl.16:00 - 18:00.04.06.2019

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Næstu daga verður íþróttamiðstöðin og sundlaugin lokuð vegna viðhaldsverkefna sem hér segir:

Föstudagur 31. maí: Sundlaugin verður lokuð vegna vatnsskipta frá og með kl 16:00. Opið í annað.
Laugardagur 1. júní: Íþróttamiðstöð lokuð
Sunnudagur 2. júní: Íþróttamiðstöð lokuð
Mánudagur 3. júní: Íþróttamiðstöð lokuð
Þriðjudagur 4. júní: Íþróttamiðstöð opnuð

Reikna má með nokkrum dögum í upphitun á sundlauginni.

Auglýst verður sérstaklega þegar sundlaugarvatnið verður búið að ná eðlilegum hita.

Forstöðumaður ÍÞMD

31.05.2019

Tryggvabúð nýr opnunartími!

Tekur gildi 1. júní 2019

28.05.2019

Háskólalestin á Djúpavogi

Háskólalestin staldraði við hér á Djúpavogi dagana 24.-25. maí sl.

Háskólalestin er nú á sínu níunda starfsári en hún var sett á laggirnar á aldarafmælisári Háskóla Íslands árið 2011.
Áhersla starfsmanna lestarinnar er á kynna vísindi á lifandi, skemmtilegan og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki og hefur lestin heimsótt á fjórða tug sveitarfélaga um allt land frá því að hún rúllaði fyrst af stað.

Á föstudeginum bauð háskólalestin nemendum 5.-10. bekkjar grunnskólans upp á fjölbreyttar vísindasmiðjur sem vöktu gríðarlega hrifningu nemenda og á laugardeginum var síðan opin vísindaveisla á Hótel Framtíð, sem var vel sótt og afar vel heppnuð.

Myndir frá vísindaveislunni má finna með því að smella hér.

27.05.2019

Bæjarvinna 2019

Nemendum í 6.-10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2019.

Vinnutímabil er frá 11. júní til og með 9. ágúst.

Nemendum stendur til boða eftirfarandi tímafjöldi á dag:

6. bekkur: 4 klst. á dag.
7. bekkur: 8 klst. á dag.
8. bekkur: 8 klst. á dag.
9. bekkur: 8 klst. á dag.
10. bekkur: 8 klst. á dag.

Umsóknarfrestur til 3. júní (umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins)

Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4.-5. bekk dagana 11.-14. júní.

Umsóknir um hana berist einnig á skrifstofu sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri

24.05.2019

Bæjarvinna 2019 – upplýsingar til barna og foreldra

Starfstímabilið er frá 11. júní – 9. ágúst 2019.

Djúpivogur framtíðarinnar

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að móta framtíðarsýn fyrir miðbæjarsvæðið á Djúpavogi í deiliskipulagsverkefni sem ber vinnuheitið "Íbúar í forgrunni - gestir velkomnir". Áherslur þeirrar framtíðarsýnar eru fyrst og síðast mannvæn stefna í anda Cittaslow, þar sem fólk og sjálfbær þróun er sett í fyrsta sætið. Lögð er áhersla á fjölbreytileika innan svæðis, heildstæða ásýnd byggðar, tengsl við náttúru og menningu og aðskilnað gangandi og akandi umferðar en sýnt hefur verið fram á mikilvægi allra þessara þátta þegar kemur að því að skapa uppbyggilegt og heilbrigt umhverfi.

Myndbandið sýnir stöðu mála eftir fund með íbúum þann 11. maí 2018, en á þeim fundi var fundargestum boðið upp á að upplifa Djúpavog framtíðarinnar í tölvugerðum og gagnvirkum sýndarveruleika. Skipulagsvinnunni vindur áfram enda nauðsynlegt að skýr stefna liggi fyrir um þennan mikilvæga kjarna í þéttbýlinu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps, Háskólans í Reykjavík og TGJ.

Cittaslow

Framkvæmdagleði á Djúpavogi

Það er óhætt að segja að það sé mikil framkvæmdagleði á Djúpavogi þessi misserin. Það er sama hvert litið er, alls staðar eru hinar ýmsu framkvæmdir.

Hvorki fleiri né færri en þrjú ný íbúðarhús eru í undirbúningi eða byggingu, grunnar fyrir tveimur hafa verið teknir og það þriðja er á lokametrunum. Frágangur á lóð í kringum Faktorshúsið er í fullum gangi og nýr löndunarrampur hefur verið reistur við Búlandstind hf. Þá stendur til að bera í þakið á Löngubúð á næstu vikum. Þessi listi er að sjálfsögðu ekki tæmandi, alls staðar í sveitarfélaginu er verið að framkvæma, en framantalið er það sem borið hefur fyrir augu hirðljósmyndara sveitarfélagsins sl. tvo daga.

Cittaslow