Djúpivogur
A A

Verndarsvæði í byggð


Verndarsvæðið við voginn

Þann 15. október 2017 staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra tillögu Djúpavogshrepps um verndarsvæði í byggð - Verndarsvæðið við voginn - í samræmi við lög um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Um afmörkun verndarsvæðisins segir eftirfarandi í tillögunni: Svæðið sem um ræðir er 60-150 m breið skák meðfram strönd sjálfs Djúpavogs að austanverðu, inn fyrir botn vogsins og út fyrir gömlu verslunarhúsin að vestanverðu (Löngubúð og Faktorshús), og þaðan upp með götunni Búlandi að austanverðu og suður á hæðina Aurinn eða Kirkjuaurinn, þar sem gamla Djúpavogskirkja stendur


Verndarsvæðið við voginn er fyrsta tillaga að verndarsvæði í byggð sem staðfest er.


Tillögu, greinargerð og uppdrætti má einnig nálgast hér að neðan.

Verndarsvæði í byggð - tillaga og greinargerð
Djúpivogur, 1941
Djúpivogur, 1957
Djúpivogur, 1984
Djúpivogur, 2017
Djúpivogur, 2017, allt þéttbýlið
Djúpivogur, menningarminjar
Djúpivogur. varðveislugildi